Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 68
68 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
■jr
FÓLK í FRÉTTUNI
LITLÍ drengurinn, sem er valinn ti! að fara með geimver- HARRISON Ford og Kate Capshaw í Indiana. Jones And
unum í Close Encounters Ot'The Third Kind. The Temple OfDoom.
GEIMVERUMYNDIN E.T. er ein vinsælasta mynd leik-
stjórans.
STEVEN
SPIELBERG
SPIELBERG við tökur á þrælamyndinni Amistad.
EIN af hinum ógnandi risaeðlum í myndinni Jurassic Park.
„UNDRABARNIÐ", sem orðið er
c galdramaðurinn Steven Spielberg,
hefur verið mikið í umræðunni að
undanfórnu, enda var verið að
frumsýna nýjustu myndina hans,
Saving Private Ryan, fyrir fáeinum
dögum. Ný mynd er svo sem engin
nýlunda á þeim bæ, -maðurinn er
ótrúlega afkastamikill. Það þykir
hinsvegar tíðindum sæta þegar
gagnrýnendur og gestir virðast
flestir á einu máli um að hér sé
komin ein besta mynd leikstjórans
frá upphafi. Aðsóknin á þessa hart-
i nær þriggja tíma mynd er einnig
með ólíkindum og farið er að ræða
hana í fullri alvöru sem eina líkleg-
ustu Oskarsverðlaunamyndina í ár,
ásamt The Truman Show. Aukin-
heldur fengum við tækifæri til að
sjá Einvígi - Duel, myndina sem
fyrst vakti athygli á leikstjóranum,
núna um verslunarmannahelgina.
Spielberg er fæddur 1947 í Conn-
ecticut, inní dæmigerða miðstéttar-
fjölskyldu. Umhverfi sem við þekkj-
um úr mýmörgum mynda hans,
efniviðurinn oftar en ekki sóttur í
dagdrauma bams sem býr í út-
hverfi og er mikið með sjálfu sér.
Eins draga þær talsverðan dám af
þeim myndum sem hann sjálfur
/ hafði mesta ánægju af á æskuárun-
um. Ævintýri, spenna, hraði, var
áberandi framan af ferli hans, síðari
árin hefur Spielberg horfið meira tfi
raunsærri viðfangsefna úr mis-
kunnarlausum heimi fullorðinna.
Það má þó teljast næsta víst að Spi-
elberg mun hlúa að baminu í brjósti
sínu um ókomin ár, við fáum öragg-
lega að njóta þess litríka hugar-
heimns í framtíðinni í bland við al-
Sígild myndbönd
•k-k-k-k
Listi Schindlers - Schindler’s
List, (‘93)
E.T., (‘82)
Jaws, (‘75)
kkk'/é
Indiana Jones og síðasta
krossferðin - Indiana Jones
and the Last Crvsade, (‘89)
Raiders of the Lost Ark, (‘81)
Close Encounters of the
zzzThird Kind, (‘77)
kkk
Júragarðurinn - Jurassic Park, (‘93)
Veldi sólarinnar -
Empire of the Sun, (‘87)
Purpuraliturinn
The Color Purple, (85)
kkVii
Amistad, (‘97)
The Sugarland Express, (‘74)
kk
Horfmn heimur - Lost World:
Jurassic Park 2, (‘97)
Always, (89)
Indiana Jones
and the Temple of Doom, (84)
1941, (‘79)
varlegri efnistök í ætt við »Lista
Schindlers, og hófst með Purpura-
litnum, (‘85).
Spielberg er sannkallaður töfra-
maður hvað viðkemur tækni og
brellum og hefur engu síðri öragg
tök á leikurum sínum. Jafnframt
er hann afburða sögumaður,
gæddur ríku skopskyni, myndirn-
ar hans hafa undantekningarlítið
þetta fína rennsli, snuðrulitla
framvindu, sem gert hafa hann að
einum vinsælasta og afkastamesta
kvikmyndagerðarmanni allra tíma.
Þessi liðlega fimmtugi vinnu-
hestur er sannkallað athafnaskáld.
Hann lætur sér ekki nægja að leik-
stýra (og oftar en ekki að skrifa,
einn eða með öðrum), einni stór-
mynd að meðaltali á ári, heldur er
hann með ólíkindum afkastamikill
framleiðandi. Spielberg hefur í dag
leikstýrt hartnær 40 myndum
(sjónvarpsmyndir og -þættir með-
talin) á 37 árum, en framleitt
hvorki meira né minna en 70, að
öllu meðtöldu - á aðeins tveimur
áratugum. Þetta eru bæði hans
eigin myndir, eins hefur hann kom-
ið fjölda ungra leikstjóra á fram-
færi og stutt við bakið á ótrúlega
mörgum aðsóknarmyndum
þekktra leikstjóra í samvinnu við
þá og aðra framleiðendur. Ekki
síst George Lucas, einn nánasta
vin sinn og samstarfsmann í gegn-
um tíðina.
Enda er maðurinn orðinn mold-
ríkur og einn af valdamestu mönn-
um kvikmyndaiðnaðarins. Stofnaði
sitt eigið dreifingarfyrirtæki, Dr-
eamWorks SKG (upphafstafirnir
standa fyrir eigendurna þrjá, mó-
gúlana Spielberg, Katzenberg,
fyrram einn æðsta mann Walrt
Disney, og hljómplöturisann David
Geffen).
Það má því segja að ferill Spiel-
bergs sé óslitin sigurganga, í ætt
við ævintýrin hans á tjaldinu. Svo
er þó ekki. Hann hefur gert sín
mistök og í gegnum tíðina hafa
slæðst með lítt áhugaverðar
myndir, þó yfirleitt séu þær óað-
finnanlegar tæknilega og í útliti.
Honum var lengi legið á hálsi að
vera „aðeins“ hinn fullkomni
brellumeistari og flinkur smiður
afþreyingarfóðurs, það hefur hann
hrakið með nokkrum alvarlegi’i
verkum á síðari árum, sem snortið
hafa hjörtu manna ekki síður en
heillað þá inní kvikmyndahúsin.
Kannski hefur þetta tekist hvað
best í nýju myndinni hans, það fá-
um við að dæma sjálf með
haustinu. Um þessar mundir er
Spielberg önnum kafinn við gerð
nýrrar myndar sem heitir
Memoirs of a Geisha, og er vænt-
anleg að ári, og á aldamótaárinu
fáum við Júragarðinn 3.
Spielberg er einstakur á mínum
bæ, þar sem ég hef séð hverja ein-
ustu bíómynd hans og ætla því að
bregða útaf vananum. Tek engar
þrjár útúr, gef þeim hinsvegar öll-
um stjörnur, og þvílíkur fans! Eng-
in undir meðallagi.
Sæbjörn Valdimarsson
MYNDBOND
Hættuleg
árátta
Safnarinn
(Kiss the Girls)_
Spennumynd
kkVz
Framleiðsla: David Brown og Joe
Wizan. Leikstjórn: Gary Fleder.
Handrit: David Klass. Kvikmynda-
taka: Aaron Schneider. Tónlist:
Mark Isham. Aðalhlutverk: Morgan
Freeman, Ashley Judd og Cary
Elwes. 111 mín. Bandarísk. C.I.C
myndbönd, júlí, 1998. Bönnuð börn-
um innan 16 ára.
ALEX Cross (Morgan Freeman)
er sálfræðingur hjá lögreglunni í
Wasington D.C. og fæst við trufl-
aða afbrotamenn að atvinnu. Þeg-
ar frænku hans er rænt úr háskól-
anum þar sem hún stundaði nám,
fer hann á stúfana og nú er starfið
orðið persónu-
legt. Hann kemst
að því að
raðmorðingi hef-
ur klófest ungu
konuna, en sann-
færist um að hún
sé þó enn á lífi.
Sú skoðun er
staðfest þegar
skíthællinn rænir lækninum Kate
Mctieman (Asley Judd) en hún
kemst undan við illan leik. Saman
vinna þau Cross og Mctiernan að
því að klófesta sökudólginn, sem
kallar sig Casanova, og frelsa
ambáttir hans.
„Safnarinn“ er ágætis eintak af
raðmorðingjamynd, og ber öll
merki hreinræktaðrar formúlu-
kvikmyndunar. Allt er slétt, fellt
og fagmannlegt, hvort heldur sem
um er að ræða leik, leikstjórn eða
tæknivinnu. Frásögnin líður
átakalaust yfir skjáinn og ekkert
kemur á óvart, því maður hefur
séð þetta allt saman áður. Free-
man er gríðarlega sterkur leikari,
en hér er rétt eins og hann sé að
skila því sem var afgangs í
„Seven“. Persóna hans er að flestu
leyti eins og sú sem hann lék þar
og skilar hann sínu átakalaust og
örugglega, eins og allir aðrir leik-
arar myndarinnar. „Safnarinn" er
að mörgu leyti hin ágætasta mynd,
en líður fyrir að vera framleidd
með sama kökumóti og allt of
margar aðrar.
Guðmundur Ásgeirsson
Slyngur
sláttumaður
Tvíhöggvið
(Double Tap)___________
S p c n n ii m y n d
kV.á
Framlciðsla: Joel Silver, Richard
Donner og Gil Adler. Leikstjórn:
Greg Yaitanes. Handrit: Erik
Saltzgaber. Kvikmyndataka: John
Peters. Tónlist: Moby. Aðaihlutverk:
Heather Locklear og Stephen Rea.
87 mfn. Bandarísk. Háskólabió, júlí
1998. Bönnuð börnum innan 16 ára.
KATHERINE Devires (Heather
Locklear) er leynilegur útsendari
FBI sem lendir í að glæpagengið
sem hún eltist
við er drepið af
dularfullum
leigumorðingja
(Stephen Rea).
Hún kemst á
sporið, leigir
hann til að
myrða fyrir sig
mann og egnir
fyrir hann gildru. Hinn einmana
morðingi heitir Cypher og er ákaf-
lega fær á sínu sviði. Hann séhæf-
ir sig í illmennamorðum og neitar
að drepa „nokkurn þann sem
heimurinn myndi sakna“. Milli
þess sem hann hreinsar til í
skuggahverfum stórborganna
slær hann grasflatir fyrir fólk og
borgar því jafnvel stórfé til að fá
að athafna sig í görðum þess. Líkt
og við morð er Cypher ákaflega
slyngur að slá gras. Eins er hann
ómótstæðilegur í augum FBI-full-
trúans fagi'a og fyrr en varir hafa
þau myndað með sér undarlegt til-
finningasamband.
Tveir af þekktustu framleið-
endum Hollywood eru skrifaðir
fyrir framleiðslu myndarinnar, en
bregst hér gersamlega bogalistin.
Leikstjóranum hefur greinilega
tekist að sannfæra þá um ágæti
sitt og ætlað sér að skapa eftir-
minnilegt listaverk úr handritinu.
Víst er að allt er vaðandi í aðskilj-
anlegustu stælum og stílbrögðum
svo að nóg væri í tuttugu bíó-
myndir. Klippingar eru svo fram-
úrstefnulegar að maður verður
hálfsjóveikur af öllum ósköpunum
og stundum fær maður á tilfinn-
inguna að verið sé að sýna ofvaxið
tónlistarmyndband. 011 verður
myndin áberandi yfirborðskennd í
húmorslausri og óáhugaverðri
endaleysu og ef hún er lýsandi
fyrir þróun á ferli framleiðend-
anna, Donners og Silver, þá er
hætt við að framtíð þeirra sé í
Guðmundur Ásgeirsson