Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 53
+ Angantýr Hjör-
var Hjáimars-
son fæddist í Hóls-
gerði í Eyjafirði
hinn 11. júní 1919.
Hann lést á heimili
sínu, Vallartröð 5 í
Eyjafjarðarsveit,
I 22. júií síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Grundar-
kirkju 31. júlí.
Vegna kulda undan-
genginna vikna hefur
eyfirsk náttúra verið
ósköp hnípin. Svo hníp-
in að mörgum finnst hið rómaða
norðlenska sumar ekki enn vera
komið. Engu er líkara en náttúran
I hafi verið að gráta erfið veikindi
sem einn af hennar mestu unnend-
um hefur verið að glíma við. Nátt-
úruunnandi þessi hét Angantýr
Hjörvar og nú er þjáningum hans
lokið. Tel ég víst að hann sé nú orð-
inn sporléttur sem fýrr en hann
hljóp um fjöll fram á síðustu ár.
Hjörvar hafði dálæti á hálendi ís-
lands og var gaman að heyra ferða-
sögur hans því hann átti einstaklega
I auðvelt með að glæða frásagnir sín-
. ar lífi.
Hjörvar kenndi mér í gagnfræða-
skóla sem þá hét. Fullyrði ég að ég
hefði ekki getað fengið meiri eða
betri kennara og þá ekki síst vegna
lífsviskunnar sem hann bjó yfir.
Hún var hans aðall. Hann opnaði
heimili sitt íyrir mér og öðrum vin-
um sínum og voru heimsóknir mínar
og Völu vinkonu til hans ófáar. I
þessum heimsóknum var hann
I óþreytandi að spjalla og uppfræða
okkur smástelpurnar um lífið og til-
' veruna. Hilla, konan hans, varð líka
fljótt vinkona okkar. Andinn í íbúð-
inni og síðar í húsinu þeirra Hillu og
Hjörvars var sérstakur, eins og
þykkur af góðvild, enda var farið
þaðan endurnærður á sál og líkama.
Eg held ég þekki engan sem gat
hlegið eins innilega og Hjörvar. Þá
var eins og gleðin hríslaðist um
kroppinn og geislaði út um augun.
I Þessi innri gleði sem hann átti í svo
ríkum mæli gerði augu hans svo fal-
' leg. Örfáum dögum áður en Hjörvar
dó hringdi ég í hann til að kveðja og
var hann þá greinilega líkamlega að
þrotum kominn. Líkaminn leyfði
ekki hjartanlega hláturinn hans en
andinn var ennþá samur og fyrr og
hugurinn ungur. Nennti hann lítið
að tala um sjálfan sig en vildi frekar
frétta af mínum högum.
Ég hef íyrir hugskotssjónum mín-
I um ákveðna mynd. Hilla, konan
hans sem dó fyrir nokkrum árum,
1 stendur hinum megin, létt og glöð í
fallegum sumarkjól flögrandi í vindi.
Hjörvar kemur á móti henni breið-
andi út faðminn, hlæjandi sínum
hjartanlega hlátri, niður í maga, í
gleði sinni yfir endurfundunum við
sína elskuðu Hillu.
Vinur minn, náttúruunnandinn,
kennarinn og lífskúnstnerinn Hjörv-
, ar hefur kvatt okkur í bili. Sú virð-
, ing og væntumþykja sem hann
sýndi mér sem lítilli stelpu og seinna
( svolítið stærri verður aldrei full-
þökkuð. Guð mun blessa minningu
Hjörvars.
Inga Jóhannsdóttir.
Það er erfitt að sætta sig við veröld sem
er án þín afi.
Enn syngja fuglar. Fullur heimur ham-
| ingju. Lítil böm brosa.
En það er skrýtið að njóta ekki lengur
samvista við þig.
( Að gefa af sér. Eiga þó alltaf nóg til. Það
er hamingja.
Að lifa lengi. Endast þó ekki ævin. Það
er vel lifað.
Því sumir deyja löngu fyrir aldur fram,
saddir lífdaga.
Þegar frystir leggst hélan á fylltan bikar
rétt eins og tóman.
Vertu sæll afi. Vonandi á ég eftir að sjá
( þigaftur.
Og eittveit ég vel: I hugum okkar allra
áttu eilíft líf.
{ Þinn nafni,
Hjörvar Pétursson.
Það var um óttubil
aðfaranótt októberdags
1945 að við Hjörvar,
mágur minn lögðum
upp frá Villingadal til
leitar að kindum, þar
eð vantaði tvær dilkær
þaðan og grunur lék á
að þær hefðu sést á of-
anverðum drögum
Hvítárdala eða Tinnár-
dals í Austm-dal í
Skagafirði fyrr um
haustið. Slíkar kindur
skila sér oft yfir fjall-
garðinn af sjálfsdáðum,
en sú hafði þó ekki orð-
ið raunin á. Við vildum þvi freista
þess að leita þeirra. Árferði á þess-
um tíma var einkar milt, vart hafði
fest fól á fjöllum þótt komið væri að
vetumóttum. Okkur var fylgt á
hestum fram Leyningsdal svo langt
sem þótti flýta for okkar. Þá lögðum
við land undir fót með fremur létta
matarpoka, stafi og hund.
Við vorum léttstígir er við höfðum
náð brún Galtárhjalla og stefndum á
vesturdrag Torfufellsdals vestan
Þverfjalls, það örlaði fyrir dagsbrún
í austri. Er við vorum komnir sunn-
anvert við Þverfjallið og nokkuð tek-
ið að birta komum við auga á hvítan
blett alllangt framundan. Þetta
vakti furðu okkar því að hvergi var
snjór utan gamalla skítugra jökulf-
anna. Skyidi þetta vera hvítur ref-
ur? Við nálguðumst þetta nú óðum
og senn var dagur á lofti. Viti menn,
þetta var stærðar snæugla, sem hef-
ur haft þarna næturstað í urðinni.
Við nálguðumst fuglinn varfærnis-
lega og seppi dró sig til baka. Fugl-
inn horfði á okkur stórum augum í
kringlóttu andlitinu, - það var ekki
steinsnar á milli, - en fór nú að
ókyrrast og hóf sig til flugs á væng-
hafi, sem á vart sinn líka. Tók hann
stefnuna austur yfir Urðarvatnaás
og hefur að líkindum vitjað óðals
síns í Ódáðahrauni. Þetta var eftir-
minnilegt og skemmtileg skrautfjöð-
ur í auðninni.
Við vorum staddir á hæðum vest-
an Fossárdraga og útsýnið til
jöklanna og fjalla þar um kring var
heillandi í blámóðu haustdagsins.
Þarna áttu við orð skáldsins: „Þar
sem jökulinn ber við loft, hættir
landið að verða jarðneskt og jörðin
fær hlutdeild í himninum."
Þessum „bláfjallageimi" átti
Hjörvar eftir að tengjast með áráttu
fjalla- og ferðamannsins, en það er
önnur og lengri saga. Á þessum tíma
fóru menn ekki um fjöll og öræfi
nema hafa eitthvert erindi.
Við þreyttum gönguna s.v. Afrétt-
arfjall, sem er bakhjarl Nýjabæjara-
fréttar í Austurdal. Stóðum við senn
á brún Fossárdals yfir Vætuham-
arsskeiðum og sáum þar niður allan
Fossárdal og Múla allt til Jökulsár
eystri. Hvergi var kindur að sjá.
Tókum við næst stefnuna norður
Afréttarfjall með stefnu á ofanverða
Hvítárdali. Við veittum athygli og
ræddum um hve fjallið var eggslétt
ofan og gæti verið kjörinn flugvöll-
ur. Um þrjátíu árum síðar voru
þessar sléttu flatir komnar með
sprungunet, sem mynduðu reitlaga
fleti. Þessa breytingu ræddum við
Hjörvar og kom saman um þá leik-
mannstillögu að með kólnandi verð-
áttu gætti þarna áhrifa frá sífrera.
Við gengum þvert yfir Hvítárdali
ofanverða og sáum vel upp til draga
og alllangt niður eftir, en urðum
ekki kinda varir. Þegar degi var tek-
ið að halla komum við á suðurbrún
Tinnárdals og komum strax auga á
tvær kindur, hvíta og dökka. Þetta
gat passað, annað parið átti að vera
hvít ær með grátt lamb. Við færðum
okkur vestur með dalsbrúninni, þar
sem niðurganga var vænleg og að-
koma þannig æskilegri neðanvert
við kindumar, en við sannfærðumst
um að þetta var önnur ærin sem
vantaði. Við ætluðum kindunum að
renna fram úr dalnum og síðan
þvert yfir Nýjabæjarfjall og niður á
Leyningsdal eða Svardal og treysta
því að ærin rataði. (Þessir dalir
ásamt Torfufellsdal fá oft í daglegu
tali yfirnafnið Villingadalir.)
MINNINGAR
En ærin lét ekki segja sér fyrir
verkum, heldur rauk með hreindýrs-
fasi fram allan dal og skeytti ekkert
um lambið, en það reyndi heldur
ekki að elta hana. Nú voru góð ráð
dýr, það myndi vonlaust að reka
lambið eitt og sér þannig að það
næði ánni, og að elta ána var sama
og slíta hana endanlega frá lambinu.
Við tókum þá ákvörðun að hafast
ekki meira að í von um að ærin slægi
sér til baka og kindumar myndu
bjargast til Skagafjarðar, sem og
varð. Við lögðum því á brattann upp
úr Tinnárdal norðanverðum eftir
gili, sem oft var farið, þá gengið var
yfir Nýjabæjarfjall. Var orðið nær
aldimmt er við komum upp úr daln-
um. Tókum við nú stefnu, sem við
töldum á Svardalsbotninn. Veður
var blítt en skýjað og því myrkara
en ella. Sá þó vel til jarðar og útlínur
nærliggjandi hæða og hóla. Við
höfðum tekið okkur smáhvíldir og
gripið til nestisins og vomm enn vel
hressir og sóttist gangan vel, þó
misgott væri undir fæti. Sums stað-
ar var eins og hellum væri raðað
snyrtilega eða sanddrög, annars
staðar hrjúf urð og hellumar upp á
röð. Þar varð seinfarnara og seppi
greyið orðinn sárfættur. Það er sagt
að mönnum sé gjarnt að sækja
skrefið lengra með hægri fæti og
þannig sveigja ósjálfrátt til vinstri.
Þegar við höfðum gengið hátt á
þriðja tíma komum við að dalbotni,
sem við þekktum ekki. Tylltum við
okkur niður og ræddum málið, en
Valur, svo hét seppi, sleikti lappir
sínar. Við sáum nokkuð til útlína
dalsins það næsta, víður botnsflái,
síðan tóku við brattar fjallshlíðar
beggja vegna. Þetta hlaut að vera
Djúpidalur, við slógum því föstu. Við
tókum meira en 90 gráða beygju og
eftir rúma tvo tíma komum við að
Svardalsbotninum, þreyttir, þyrstir
og reynslunni ríkari. Það hafði ekki
hvarflað að okkur að hafa áttavita.
Það var nokkuð erfitt að paufast
niður botninn á Svardalnum, en
lindirnar í hlíðunum vom Ijúfs-
valandi eftir vatnsskort á fjallinu.
Ferðin heim dalinn gekk hægt, við
hvíldum okkur oft en stutt í senn.
Örþreyttir komum við heim að Vill-
ingadal nokkru eftir miðnætti og
höfðum þá verið tæpan sólarhring á
nær samfelldri göngu.
Þessi upprifjun er skrifuð í minn-
ingu Hörvars mágs míns með þakk-
læti fyrir samfylgdina. Við áttum
saman margar gönguferðir um fjöll
og dali, en þetta er ein sú minnis-
stæðasta.
Aðfaranótt hins 22. júlí, þá nálg-
aðist óttubil, lagðirðu upp í þína
hinstu for. Það er hyggilegt fyrir þá
sem eiga langa leið fyrir höndum að
taka daginn snemma. Ég óska þér,
mágur, góðrar ferðar um þau fjöll
og dali, sem eiga hlutdeild í himnin-
um.
Elsku Fríða, Inga, Ella og fjöl-
skyldur. Okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Fjölskyldan frá Torfufelli.
Þegar litið er yfir æviveg Angan-
týs Hjörvars föðurbróður okkar
koma margar myndir í hugann. Við
sem þetta skrifum erum á sumum
þeirra, aðrar höfum við fengið úr
frásögnum hans sjálfs eða þeirra
sem til hans þekktu.
Hjörvar ólst upp við hefðbundin
störf hins gamla íslenska bænda-
samfélags og kynntist ungur hug-
sjónum ungmennafélagshreyfingar-
innar. Þetta tvennt átti mikinn þátt í
að móta lífsskoðanir hans, að byggja
upp skilning á nauðsyn náttúru-
verndar en taka jafnframt nýjung-
um 20. aldarinnai' með opnum huga.
Hjörvar þekkti vel til lífsbaráttu
aldamótakynslóðarinnar og áhrifa
kreppu fjórða áratugarins á íslenskt
samfélag. Hann átti ekki kost á
áframhaldandi skólagöngu þegar
skyldunámi farskólans lauk. Því
kom það nánast af sjálfu sér að hann
gerðist bóndi, fyrst í Villingadal og
síðar í Torfufelli þar sem kona hans,
Torfhildur Jósefsdóttir, var fædd og
uppalin. En vegna bakveiki varð
hann á fertugsaldri að bregða búi og
leita sér annarrar atvinnu. Og þá
gafst honum með góðra manna hjálp
tækifæri á að nýta sér prýðilega
námshæfileika sína. Eftir eins vetr-
ar undirbúningsnám settist hann í
Kennaraskólann og útskrifaðist það-
an vorið 1957. Kennslu stundaði
Hjörvar frá 1957 til 1986. Fyrst sem
kennari og skólastjóri við barnaskól-
ann í Sólgarði, síðan eitt ár á
Reykjanesi við ísafjarðardjúp og
loks við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði.
Hjörvar gerði sér á unga aldri
grein fyrir því mikla afli sem fólgið
er í samvinnu og átti þátt í stofnun
nokkurra félaga, sem hvert á sinn
hátt stuðluðu að framfórum og auð-
ugra mannlífi í sveitinni framan
Akureyrar. Fyrstu sporin í félags-
málum steig Hjörvar 14 ára gamall
er hann ásamt fimm öðrum ungum
mönnum stofnaði Bindindisfélagið
Dalbúann. Síðar á ævinni átti hann
þátt í að stofna Skógræktarfélag
Saurbæjarhrepps, Skákfélagið Peð-
ið í Saurbæjarheppi, Upprekstrarfé-
lag Saurbæjarhrepps, Félag aldr-
aðra í Eyjafjarðarsveit, Lionsklúbb-
inn Vitaðsgjafa og minningarsjóð
um Kristínu Sigfúsdóttur skáld-
konu, svonefndan Kristínarsjóð.
Hann átti sæti í Náttúruvemdar-
nefnd Eyjafjarðarsýslu og í áfengis-
vamarnefndum í Saurbæjar- og
Hrafnagilshreppi. Sögufélag Eyfirð-
inga naut um margra ára skeið
starfskrafta hans við útgáfú tíma-
ritsins Súlna og þar birtust eftir
hann ýmsar frásagnir.
Enn er ótalið það félag sem
Hjörvar starfaði lengst og mest fyr-
ir, Ferðafélag Akureyrar. Frá barn-
æsku hafði hann brennandi áhuga á
ferðalögum. Á þeim vettvangi kom
e.t.v. best í Ijós ótrúleg minnisgáfa
hans, víðlæsi og eftirminnilegur frá-
sagnarmátinn. Hann ólst upp við
sagnir um dýrð og duttlunga öræf-
anna og síðar heillaðist hann af þeim
við eigin kynni. Mestu ástfóstri tók
Hjörvar við Laugarfell og á öðrum
fremur heiðurinn af því að þar er nú
hlýlegur áningarstaður þeirra sem
leggja Sprengisandsleið að baki. Þar
var fyrir hans atbeina og undir hans
stjórn lögð hitaveita í sæluhús
Ferðafélagsins og komið upp eins
konar sundlaug sem ferðalangar ör-
æfanna minnast tíðum með þakk-
læti. Gróðurtorfan sem húsið stend-
ur á lét sífellt undan síga fyrir veðr-
um hálendisins. Um tíma var ein-
sýnt að hennar biðu þau örlög ein að
hverfa og þar með hefði staðurinn
misst stóran hluta af viðmóti sínu.
Hjörvar fékk áhugasamt fólk í lið
með sér og tókst með mikilli elju-
semi að bjarga þessari gróðurvin. I
Laugarfelli gerði hann ýmsar rækt-
unartilraunir. Flutti þangað fræ,
plöntur, þökur, húsdýraáburð og til-
búinn áburð. Við þessa flutninga
naut hann aðstoðar margra unnenda
Laugarfellsöræfanna og voru sumar
ferðirnar mjög minnisstæðar, nán-
ast svaðilfarir.
Um og eftir 1940 hafði Ferðafélag
Akureyrar forgöngu um lagningu
götuslóða um Hafrárdal og Vatna-
hjalla inn á öræfin. Reyndist sú leið
alla tíð mjög torfarin og þótti þrátt
fyrir síðari tíma tækni ekki fysilegt
vegarstæði. Á ferðum sínum kann-
aði Hjörvar í félagi við aðra ýmsar
leiðir og fór svo að lagður var vegur
upp frá Þormóðsstöðum í Sölvadal
og inn Hólafjall. Var það talinn
hæsti fjallvegur á landinu, um 1.000
m.y.s. Þessi leið átti það sammerkt
með Vatnahjallaveginum að vera
eingöngu fyrir jeppa og ekki var
hún fær nema hluta úr hverju sumri.
Áfram hélt leitin að vegarstæði og
árið 1975 varð fært upp á hálendið
fram úr Eyjafjarðardal. Að vegar-
lagningu á báðum þessum leiðum
vann Hjörvar af áræði og útsjónar-
semi, bæði við að velja vegarstæði
og ryðja veginn.
Torfhildur og Hjörvar bjuggu í
þeim skólum sem hann starfaði við.
Þegar tók að hilla undir starfslok við
Hrafnagilsskóla ákváðu þau að reisa
sér hús í Reykárhverfi, en það er
þéttbýliskjarni sem myndast hefur
skammt frá skólanum. Hús þetta
hannaði og byggði Hjörvar að miklu
leyti sjálfur og þangað fluttu þau
hjónin þegar kennslustarfinu lauk.
Hjörvai' skrifaði mikið og bjargaði
á þann hátt mörgum fróðleiksmolan-
um frá glatkistunni. Árið 1957 gaf
hann í félagi við annan mann út bók-
ina Ornefni í Saurbæjarhreppi.
Höfðu þeir þá í fjögur ár farið um
hreppinn og safnað efni til útgáfunn-
ANGANTÝR HJÖRVAR
HJÁLMARSSON
ar ásamt því að taka myndir af öll-
um bæjum sveitarfélagsins. Flestar
greinar hans og frásagnir tengjast
fólki og stöðum í núverandi Eyja-
fjarðarsveit og hálendinu við fjörð-
inn innanverðan, Tröllaskaga, Nýja-
bæjarfjalli og Laugarfellsöræfum.
Ollu því sem Hjörvar tók sér fyr-
ir hendur sinnti hann af ábyrgð og
einlægni. Hann hafði sínar skoðanir
og var fastheldinn á þær. Þrátt fyr-
ir það var hann ætíð til viðræðu um
hlutina, velti málum gaumgæfilega
fyrir sér og leitaði leiða úr hverjum
vanda. Þegar torleiði var framund-
an og samferðamönnum hans
fannst hann tefla á tæpasta vað var
viðkvæði hans oft „þetta bjargast
einhvern veginn“, og sú varð raun-
in. Sannfærður var Hjörvar um
annað tilverustig og kveið ekki
vistaskiptunum. Viðburðaríkri ævi
er lokið en eftir standa verk og
minningar.
Dætrum Hjörvars, öðrum ætt-
mennum hans og venslafólki vottum
við innilega samúð okkar.
Ingibjörg og Gunnar.
í dag verður Angantýr Hjörvar
Hjálmarsson til grafar borinn á Hól-
um í Eyjafjarðarsveit. Með honum
er genginn einn hinna dyggu sona
Eyjafjarðar. Dagsverk Hjörvars var
mikið og hans verk munu víða sjást
um ókomin ár. Barnakennsla var
ævistarf hans og kenndi hann í
barnaskólanum í Sólgarði og síðar í
Hrafnagilsskóla. Sem ungur maður
gerði Hjörvar út rútubíla og fór m.a.
í fjallaferðir með farþega sína og
sagt er að þessar ferðir hafi jafnan
verið mikið ævintýri en um leið fróð-
legar og skemmtilegar. Hjörvar var
mikill unnandi íslenskrar náttúru og
ekki hvað síst hálendis landsins.
Honum var umhugað um að sem
flestir gætu notið fegurðar óbyggð-
anna og þannig kom hann að málum
þegar lagðir voru vegir upp úr Eyja- ^
firði og inn á hálendið. Ferðir með
Hjörvari í óbyggðirnar voru líkastar
dvöl við viskubrunn enda þekkti
hann hvem stein og hverja öldu og
kunni oftar en ekki að nafngreina þá
staði sem fyrir augu bai'. Nær allt
fram til dauðadags ferðaðist Hjörv-
ar um landið og naut náttúrunnar og
líkast til hefur hann flest, ef ekki öll
sumur, lagt leið sína í Laugafell,
sælureit við rætur Hofsjökuls þar
sem hann vann hörðum höndum að
uppgræðslu, laugargerð, skálabygg-
ingum og öðru því sem staðnum
væri til framdráttar. Ekki hvað síst
er Hjörvari að þakka sú gróðurvin
sem Laugafell er í dag og ferða-
menn dást að og njóta. «*>-
Hér verða ekki rakin í löngu máli
störf Hjörvars á lífsleiðinni enda
margir um það færari. Fyrir hönd
Sögufélags Éyfirðinga vil ég þakka
honum störf í þágu þess félags en
leiðir okkar lágu saman í ritnefnd
tímarits félagsins, Súlna, árið 1991.
Þá hafði Hjörvar verið í ritnefnd frá
árinu 1987 en það ár var útgáfa rits-
ins endurvakin eftir nokkurra ára
hlé. Hjörvar var mikill baráttumað-
ur fyrir því að hægt væri að halda
þessu merka tímariti úti og sat hann
í ritnefndinni til ársins 1994, síðustu
tvö árin sem ritstjóri. Sjálfur skrif-
aðl hann í ritið greinar um hin ýmsu
efni og lagði þar með ómetanlegt lóð
á vogarskálar við varðveislu sagna
úr eyfirskri byggð.
Að öðru merku verkefni Sögufé-
lags Eyfirðinga kom Hjörvar síð-
ustu misserin en það var skráning
örnefna í Eyjafjarðarsýslu, sem nú
er unnið að. Hjörvari var keppikefli
að vinna að þeirri skráningu, enda
skilningur hans mikill á því að ekki
falli í gleymskunnar dá örnefni sem
fyrri kynslóðir notuðu. Það var
táknrænt að einn af síðustu dögum
ævi sinnar gerði Hjörvar boð fyrir
stjórnarmann í Sögufélaginu til að
gera grein fyrir stöðu sinna mála í
örnefnaskráningunni og þannig ’—
vildi hann að hlutirnir lægju ljósir
fyrir þegar hann færi frá verkinu.
Þetta var einmitt lýsandi fyrir sam-
viskusemi Hjörvars og áreiðan-
leika.
Dætrum Angantýs Hjörvars og
fjölskyldum sendi ég samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning Angantýs
Hjörvai-s Hjálmarssonar. w
Jóhann Ólafur Halldórsson.