Morgunblaðið - 06.08.1998, Page 13

Morgunblaðið - 06.08.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 13 FRÉTTIR Sjúkrahúsin í Reykjavík fá 266 milljónir króna til að mæta hallarekstri Rekstrarvandi 11 af 17 sjúkrahúsum leystur RÍKISSPÍTALARNIR fá 166 millj- ónir af 300 milljón króna fjárveitingu sem Alþingi ákvað í vetur að verja óskipt til sjúkrahúsa. Sjúkrahús Reykjavfloir fær 100 milljónir. Fjár- hagsvandi sjúkrahúsanna á lands- byggðinni er að stærstum hluta leystur með tillögum faghóps sem Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra hefur staðfest. Hún segir að hópurinn muni áfram vinna að til- lögum um lausn á fjárhagsvanda stóru sjúkrahúsanna og þær verði lagðar fyrir rfldsstjórnina í haust. Alþingi ákvað við afgreiðslu fjár- laga að veita 300 milljónum óskipt til sjúkrahúsa. Jafnframt ákvað þingið við afgreiðslu fjáraukalaga fyrir árið 1997 að veita 200 milljónum til að taka á uppsöfnuðum fjárhagsvanda sjúkrahúsanna á landsbyggðinni. Sérstökum faghóp, sem var undir forystu Kristjáns Erlendssonar, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðu- neytinu, var falið að gera tillögur um skiptingu þessara fjármuna. Nefndin fór yfir rekstur allra sjúkrahúsa á landinu og lagði mat á rekstrarvanda þeirra. Á grundvelli þessara upplýs- inga gerði hópurinn tillögur sem heilbrigðisráðherra hefur staðfest. Tillögur lagðar fyrir ríkisstjórn í haust Samkvæmt tillögunum fá Rflds- spítalarnir 166 milljónir, SHR 100 milljónir og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri 68,8 milljónir. Önnur sjúkrahús fá samtals 165,2 milljónir, en það þýðir að rekstrarvandi 11 af 17 sjúkrahúsum hefur verið leystur. Eftir stendur vandi hjá 6 sjúkrahús- um sem samtals nemur aðeins 17 milljónum. Heilbrigðisráðherra veitti fjóram sjúkrahúsum sérstaka viðurkenningu fyrir góðan rekstur og fengu þau eina milljón hvert. Petta eru sjúkrahúsin á Sauðár- króki, Siglufirði, ísafjarðarbæ og Egilsstöðum. „Tillögur um lausn á rekstrar- vanda stóra sjúkrahúsanna í Reykjavík liggja enn ekki fyrir, en fagnefndin mun vinna áfram með stjórnendum þeirra með það að markmiði að leggja fram tillögur um hvernig tekið verður á vanda þeirra. Tillögurnar verða tilbúnar á haustdögum og verða þær þá lagðar fyrir ríkisstjórnina. Markmiðið er að rekstri þessara sjúkrahúáa verði einnig komið í jafnvægi," sagði Ingi- björg. Ingibjörg sagði að eitt af verkefn- um faghópsins væri að kanna leiðir til að ná fram hagræðingu í rekstri sjúkrahúsanna. Hún sagði ljóst að það væri hægt að ná frekari árangri á því sviði. Pær aðgerðir sem þegar hefði verið gripið til hefðu skilað umtalsverðum sparnaði og nægði þar að nefna samræmingu á öldrun- arþjónustu, en verulegur sparnaður hefði orðið af því að færa öldranar- þjónustu SHR og Ríkisspítalanna á Landakot. Par hefði bæði tekist að ná fram sparnaði, en einnig að bæta þjónustuna við aldraða sjúklinga. Þjónustusamningar gerðir við sjúkrahúsin Kristján Erlendsson, formaður faghópsins, sagði að eitt af verkefn- um hans væri að gera þjónustu- samninga við sjúkrahúsins. Drög að slíkum samningi lægju fyrir vegna allflestra sjúkrahúsa á landsbyggð- inni. Eftir væri að útfæra nokkra hluti sem vörðuðu sjúklingabók- hald, sameiginlega skráningu og samskipti stofnana við ráðuneytið. Einnig þyrfti að skilgreina til hvers væri ætlast af hverri stofnun fyrir sig, en stefnt væri að því að ljúka við gerð þjónustusamninga við all- flest landsbyggðarsjúkrahús fyrir áramót. Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkr- unarforstjóri á SHR, sem einnig á sæti í faghópnum, sagði að vinna við gerð þjónustusamnings við stóra sjúkrahúsin væri skemmra á veg komin. Til þess að hægt væri að gera slíka samninga þyrfti að setja verðmiða á þau verk sem unnin væra á spítölunum, en vinna við það verkefni væri í fullum gangi. Fag- hópurinn væri einnig að skoða ýms- ar erlendar nýjungar í sjúkrahús- rekstri, sem m.a. miða að samþætt- ingu á starfsemi. Kristján sagði að vinna faghóps- ins hefði ekki leitt til niðurskurðar á sjúkrahúsunum, en hins vegar hefði hópurinn stuðlað að því að breyting- ar yrðu gerðar á rekstri sumra sjúkrahúsa á landsbyggðinni. Þar væri um að ræða breytingar á þjón- ustu sem væri hluti af eðlilegri þró- un, s.s. breytingar úr 7 daga deild í 5 daga deild og öflugri dag- og göngudeildarþjónustu. Tillögur að skiptingn 200 m.kr. fjárveitingar Heilbrigðisst. Sauðárkróki 0,0 Heilbrigðisst. Blönduósi 1,5 Heilbrigðisst. Siglufirði 0,0 Heilbrigðisst. Hvammstanga 13,5 Heilbrigðisst. ísafjarðarbæ 0,0 Heilbrigðisst. Patreksfirði 5,0 Heilbrigðisst. Húsavík 9,3 Heilbrigðisst. Egilsstöðum 0,0 Heilbrigðisst. Seyðisfírði 12,3 Heilbrigðisst. Vestm.eyjum 14,1 St. Fransiskusspítali Stykkish. 8,4 Heilbrigðisst. Neskaupstað 25,0 Heilbrigðisst. Selfossi 21,0 Heilbrigðisst. Suðurnesjum 30,0 Heilbrigðisst. Akranesi 16,5 Fjórðungssjúkrah. Akureyri 38,8 St. Jósefsspítali Hafnarf. 4,6 Tillögur að skiptingu 300 m.kr. fjárveitingar Heilbrigðisst. Sauðárkróki 1,0 Heilbrigðisst. Siglufirði 1,0 Heilbrigðisst. ísafjarðarbæ 1,0 Heilbrigðisst. Egilsstöðum 1,0 Fjórðungssjúkrah. Akureyri 30,0 Ríkisspítalar 166,0 Sjúkrahús Reykjavíkur 100,0 Sólarlítill júlí norð- anlands JÚLÍMÁNUÐUR sl. var í kaldara lagi um stóran hluta landsins, en úi-koma í meðallagi. Sólarstundir í Reykjavík vora í meðallagi en á Ákureyri vora þær mun færri en meðaltal ger- ir ráð fyrir, samkvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofu Islands. Meðalhiti á Akureyri var tæpum 2 stigum undir meðal- lagi en talsvert kaldara var á Akureyri í júlí 1993. Meðalhiti suðvestanlands var hins vegar í rúmu meðallagi, 11,1 stig í Reykjavík sem er hálfu stigi ofan við meðallag. í Akurnesi varð meðalhitinn 10 stig, en 6,7 á Hveravöllum. Úrkomu í júlímánuði var nokkuð misskipt eftir lands- hlutum. Pannig var úrkoma yf- ir meðallagi um allstóran hluta landsins. I Reykjavík mældist 65,5 mm sem er fjórðungi yfir meðallag og á Akureyri mæld- ist úrkoman 46 mm sem er 40% umfram meðallag. Þetta er þó ekki mesta úrkoma sem mælst hefur á Akureyri en hún var ívið meiri í júlí 1991. í Ak- umesi var úrkoman aðeins 26 mm, en 57 mm á Hveravöllum. Sólin lét eitthvað á sér standa í mánuðinum, a.m.k. norðanlands en sólskinsstundir á Akureyri mældust 101 og er það 57 stundum minna en í meðalárferði. í Reykjavík voru þær hins vegar 171 sem er ná- kvæmlega í meðallagi og á Hveravöllum mældust 123 sól- skinsstundir. - ■ BRQADWAÝ . -■ FORSALA AÐGONGUMIÐA fimmtudag og föstudag í Hljóðfæraverslun- inni Samspili, Laugavegi 168, sími 562 2710 Laugardag frá 13:00-19:00 í Broadway, sími 533-1100 SPARIKLÆÐNAÐUR MIÐAVERÐ KR. 1.500 HÚSIÐ OPNAÐ KL 22:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.