Morgunblaðið - 06.08.1998, Page 35

Morgunblaðið - 06.08.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 35 LISTIR Richard Long í Fiskinum HEIMILDARMYND um myndlist- armanninn og ferðalanginn Richard Long verður sýnd í Galleríi Fiskin- um á Skólavörðustíg 22c á opnunar- tíma í dag, fimmtudaginn 6. ágúst, frá kl. 14 til 18. Myndin nefnist Stones and flies og sýningartími er 39 mínútur. Richard Long labbar um Afríku, býr til myndlist og spjallar um lífið og til- veruna. --------------- 27 olíumálverk frá Austurlandi NÚ stendur yfir sýning Sólveigar Illugadóttur myndlistarkonu á Café Nielsen á Egilsstöðum. Par sýnir hún 27 olíumálverk, flest frá Austur- landi og er Snæfell þar í brennidepli. Einnig má sjá myndir af Hvera- felli í Mývatnssveit. Sólveig er listamaður mánaðarins á Café Nielsen á Egilsstöðum. Morgunblaðið/KV.M. Myndir og styttur Grundarfírði. Morgunblaðið. SYNING á ljósmyndum Bærings Cecilssonar og á trémyndastyttum eftir Sæmund Valdimarsson var haldin fyrir skömmu í húsakynnum íbúða fyrir aldraða við Hrannarstíg í Grundarfirði. Á myndinni eru Bæring og Hildur dóttir Sæmundar við tvö verk Sæmundar og tvær myndir Bærings Harðhaus gerist barnapía KVIKMYiVDIR Laugarásbíó, Kringlubfó („MERCURY RISING") ★★% Leikstjóri Harold Becker. Handrit Lawrence Keller, Mark Rosenthal. Tdnlist John Barry. Kvikmynda- tökustjóri Michael Seresin. Aðal- lcikcndur Bruce Willis, Alec Bald- win, Chi McBride, Kim Dickens, Robert Stanton. 105 mín. Banda- rísk. Universal 1998 . HARÐJAXLINN Bruce Willis hefur sjaldan verið betri en sem alríkislöggan Art Jeffries, enda fær hann að sýna örlítið meira en hin dæmigerðu harðhausahlutverk bjóða allajafna uppá. Jeffries er vonsvikinn eftir að félagar hans klúðra máli og skjóta ungan pilt til bana. í framhaldi af því er Jef- fries, einn af bestu starfsmönnum FBI, lækkaður í tign fyrir kjaft- brúk og ofbeldi. Það líður þó ekki á löngu uns hann er kallaður aftur til fyrri starfa, fengið það verkefni að hafa uppá einhverfum dreng, Simon Lynch (Miko Hughes), sem finnst hvergi er foreldarar hans finnast skotnir til bana. Jeffries sér samstundis að hér er ekki um sjálfsvíg að ræða, fleira hangir á spítunni. Finnur stráksa, sem reynist hundeltur af leigumorð- ingjum leynilegrar stjórnardeildai- sem vinnur að háþróuðu dulmáli sem á að vernda njósnara Banda- ríkjamanna á erlendri grund. Simon hefur óvænt ráðið dulmálið. Nú upphefst eltingarleikur, þar sem morðingjarnir eru jafnan á hælum þeirra félaga um Chicago þvera og endilanga, en lögreglan og FBI fá rangar upplýsingar frá stjómvöldum og halda að sér höndum. Harold Becker er mistækur leik- stjóri, sem lofaði góðu með hinni frábæru spennumynd, Sea of Love, en hefur ekki staðið sem skyldi undii- væntingum, (Malice, Bodily Harm). Hann á frekar góðan dag að þessu sinni, keyrfr myndina hikstalaust áfram, enda er Merc- ury Rising ágæt afþreying, lengst af. Það er ekki mikil glóra í fram- vindunni og efnið með eintómum ólíkindum, en Becker rúllar yfir glompurnar og Willis er þræl- traustur, bæði sem jaxlinn og ekki síður er hann þarf að sýna mann- legar hliðar, samband hana og drengsins er óvenjulegt og trú- verðugt. Þar hjálpar undra góður leikur hins unga Miko Hughes, sem á mest lofíð skilið, fyrir frá- bæra túlkun í erfiðu hlutverki. Alec Baldwin, sá fíni leikari, fær úr litlu að moða, en gerir það myndarlega. Tæknivinna er öll fyrsta flokks og tónlist Barrys til bóta. Lengst af pottþétt afþreying, en limpast nið- ur í lokakaflanum, þar sem hand- ritshöfundur getur ekki setið á sér og endar myndina á alltof væmn- um nótum, miðað við inntak henn- ar á undan. Sæbjörn Valdimarsson Mannleg vandamál BÆKUR Sjáll'Nlijálparbók „STATTU MEÐ ÞÉR“ eftir Gunnar Hrafn Birgisson. Upptök, ehf. 1998. GUNNAR Hrafn Birgisson sál- fræðingur hefur sent frá sér bók sem hann segir vera til að styrkja fólk til sjálfshjálpar. Hann er dokt- or í klínískri sálarfræði frá skóla í Los Angeles í Kaliforníu, Califomia School of Professional Psychology, og stund- aði nám í REBT (Rational Emotive Behaviour Therapy, sem Gunnar þýðir ým- ist sem rökræna til- finningalega atferlis- hyggju eða atferhs- meðferð ) hjá Albert Ellis-stofnuninni í New York. Þá hefur hann að baki sérnám í fjöl- skyldumeðferð, tutt- ugu ára reynzlu af ráð- gjafar- og meðferðar- störfum og fullgild starfsréttindi sem sálfræðingur bæði á Islandi og í Bandaríkjunum eins og segir á baksíðu bókarinnar. „Stattu með þér“ er 143 síðna handhæg kilja. Hún hefst á inn- gangi sem höfundur skrifar sjálfur, og henni fylgir ítarleg heimildaskrá í stafrófsröð eftir nöfnum höfunda, svo að stundum er snúið að finna rétta heimild ef vitnað er oft í sama höfund. Hátt í þriðjungur em greinar og bækur eftir Ellis þann sem Albert Ellis-stofnunin dregur nafn sitt af. Bókin er byggð upp af 17 köflum sem hver um sig skiptist í nokkra undirkafla. Eins og fram hefur komið er bókinni ætlað að verða fólki til sjálfshjálpar, en höfundur segir hana þó ekki koma í stað sálar- eða geðlækninga þegar þeirra sé þörf. Eg efast ekki um að sálfræðingur með þessa menntun og reynzlu sé Gunnar Hrafn Birgisson afbragðs fagmaður og reynist sjúk- lingum sínum eins og bezt verður á kosið. Honum er hins vegar ekki nægi- lega vel gefið að koma texta frá sér á þann veg að auðlesinn eða að- gengilegur sé og gætir þess einkum í fyrstu 4 köflunum, eins og bókin sé þar viðvaningslega þýdd en ekki frumsamin. Þama hefði ekki veitt af gagnrýnum ritstjóra. Ég held nefnilega að Gunnar Hrafn eigi fullt erindi til almenn- ings með það sem hon- um býr í brjósti svo að þess vegna er miður hvað bókin fer illa af stað. Hins vegar era síðari kaflar hennar mun liprari og þar kemst Gunnar Hrafn á talsvert flug. Þar er meðal annars tekist á við depurð og reiði, kvíða og sjálfstraust, og reynt að kenna les- andanum að takast á við vandamál sín á já- kvæðan, uppbyggjandi hátt. Margt er þarna afar vel sagt og manni dettur strax í hug fjöl- margir sem gætu af því lært. Bókin er fallega prentuð og skýrt upp sett en það sem háir henni fyr- ir utan fyrstu fjóra kaflana er að málvillur em alltof margar, þágu- fallssýki og y-villur einna mest áberandi, fyrir utan að nafnorða- flaumur getur orðið til að æra óstöðugan. Aftur vil ég nefna að ekki hefði veitt af glöggum ritstjóra eða ráðgjafa sem bjargað hefði get- að höfundi upp úr þeim forarpytt- um málfars sem hann fellur ítrekað í og rýrir annars áhugaverða bók. Ég hvet Gunnar þó til að halda áfram að skrifa og taka til dæmis reiðina fyrir sérstaklega því að lítið hefur verið um hana fjallað og hún veldur svo miklu tjóni í mannlegum samskiptum eins og glöggt kemur fram í 14. kafla bókarinnar „Stattu með þér“. Katrín Fjeldsted Motiv-mynd J6n Svavarsson INGIBJORG Þorbergs ásamt valinkunnu tónlistarfólki í Digranes- kirkju við afliendingu söngvasafnsins. Söngvasafn Ingibjarg- ar Þorbergs gefið út INGIBJÖRG Þorbergs tónskáld og textahöfundur er höfundur Söngvasafhs, sem gefið var út á vegum lista- og menningarráðs Kópavogs í vor. Var höfundi afhent fyrsta eintakið á afmælishátíð Kópavogskaupstaðar að lokinni kynningu á heftinu á tónleikum 11. maí síðastliðinn. Söngvasafnið er gefíð út í tilefni af sjötugsafmæli Ingihjargar og kom út í 100 eintök- um. I Söngvasafni Ingibjargar eru tæplega eitt huudrað Iög við ljóð hennar sjálfrar og annarra, en safninu er skipt upp í sex flokka sem eru sigild sönglög, vísnalög, tækifærissöngvar, dægurlög, jóla- og áramótalög og barnalög í léttum útsetningum. Ingibjörg Þorhergs lauk einleik- araprófi í klarínettuleik og námi í liljómfræði, píanóleik og tónlistar- sögu frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1952 og tónmennta- kennaraprófi frá KÍ árið 1957. Ingi- björg starfaði lengi við dagskrár- gerð hjá RÚV og var dagskrár- sljóri og varadagskrárstjóri á árun- um 1981-1985. Ingibjörg hefur hlotið ýmsar við- urkenningar á ferli sínum, t.d. lista- mannalaun árið 1980, styrki frá memitamálaráðuneytinu 1986 og 1989, styrk frá Tónmenntunarsjóði STEF 1989 og tíu jólalög hennar voru gefin út á hljómplötu árið 1987. Þá fékk Ingibjörg fyrstu verðlaun fyrir enska Ijóðið „We Are The Children Of The World Today“ árið 1979. augnkrem gegn dökkum baugum. Hér óður (yrr var aðeins eitt ráð til gegn dökkum baugum, að reyna að fela þá. En nú gerir „Uncircle" baugana minna áberandi. Þetta frábæra nýja krem vinnur bug á baugum undir augum á örfáum vikum og hindrar jafnvel að þeir komi aftur. Og þar með er ekki öllu sagan sögð: Kremið er líka rakagæft og mildar smáhrukkurnar við augun. Það líður því ekki á löngu uns andlit þitt öðlast nýtt líf og Ijóma. Tilboð: „Pure Velvet" maskari 4,5 ml. sem aðskilur, lyftir og lengir, og „Uncirde" Baugabaninn 15ml. Verð 2.925 Sitt: i/UDte . l'J* Twnlw** Útsölustaðir: Hygea, Kringlunni, Lyfja, Lágmúla, Hygea, Laugavegi, Hygea, Austurstræti, Lyfja, Setbergi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Snyrtistofan Maja, Bankastræti, Sara, Bankastræti, Gullbrá, Náatúni, Amaró, Akureyri, Apótek, Keflavíkur. ESTEE LAUDER Kynnir baugabanann Uncirde"

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.