Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 55 Lífssagan var þar sögð, hún var hörð. Vágesturinn berklar markaði ung hjón á fyrstu hjúskaparárum. Sú veiki tók þau ekki í fyllingu tím- ans. Barist var og baslað til þess að melur varð mold og gras. Sauðfé fékk grasið og fiðurfé í varpa að ganga og afkoma öllum til góðs. Sigga og Eiríkur voni búin að vera hjón í marga áratugi er hann dó fyrir meir en tíu árum. Eftir það var hennar huggun bömin hennar, tengdabörn og barnaböm, er léttu lífið. Síðan var það í fyrra að Siddý dó, dóttir á besta aldri. Eiríkur, Sigga og Siddý voru nær hvert öðm alla tilvist en títt gerist er næst að segja. Nú eru þau öll öll. Minningar á ég margar kringum þau hjón og Siddý. Öll voru þau mér sá frændgarður sem gott var að búa undir alla tíð og njóta skjóls af. Einstaklingarnir sem þeim standa næstir eru eftir og kveðja og blessa minninguna um góða nærgætna samfylgd. Nú að leiðarlokum, Sigga mín í Meltúni, kveð ég þig með þökk og virðingu. Blessuð sé minning þín. _ Guðmundur Óskar. Sigríður Þórmundsdóttir er dá- in. Hún lést 28. júlí á Landspítalan- um í Reykjavík, á 92. aldursári. Sigga, eins og hún var ævinlega kölluð af vinum og kunningjum, var mikil sómakona. Sigga var ekkja eft- ir lát bróður míns, Eiríks E.F. Guð- mundssonar, en þau bjuggu lengst af á Meltúni í Mosfellssveit. Það var gott að koma á heimili þeirra hjóna. Þangað var maður alltaf velkominn. Hjartahlýjan og elskulegheitin heill- uðu alla gesti, sem að garði komu. Eg minnist þess ekki að á annað heimili hafi verið betra að koma. Þau hjón voru samhent í þvi að gera gestum sínum vel og allir fóru ánægðir eftir samfundi við þau. Mann sinn, Eirík, missti Sigga fyrir 13 árum. Sigga naut að miklu leyti forsjár kjördóttur sinnar, Sig- urbjargar, eftir að hún varð ekkja. Sigurbjörg dó fyrir einu og hálfu ári. Sigga eignaðist íbúð í fjölbýlis- húsi fyrir aldraða í Mosfellsbæ og bjó þar ein. Þar átti íbúðir fólk úr Mosfellssveitinni, sem hún þekkti frá liðnum árum og hafði haft góð kynni af. Hún lifði í þessu samfélagi rólegu og áhyggjulausu lífi í tengsl- um við tengdason sinn, Svavar Sig- urjónsson, og fósturbörn sín, sem heimsóttu hana oft og veittu henni miklar ánægjustundir. Ég hefi margs að minnast í sam- bandi við kynni mín af Siggu þótt það verði ekki rakið hér. Ég og fjölskylda mín vottum venslafólki hennar innilega samúð. Blessuð sé minning Sigríðar Þór- mundsdóttur frá Meltúni. Hermann Guðmundsson. Mig langar með örfáum orðum að kveðja kæra vinkonu og ná- grannakonu til fjölda ára. Kynni okkar hófust árið 1956 þegar við hjónin fluttum með börnin okkar að Sveinsstöðum í Mosfellssveit en þá bjuggu Sigríður og Eiríkur ásamt dóttur sinni Sigurbjörgu (Siddý) í Meltúni. Það kom fljótt í ljós hve góða nágranna við höfðum eignast. Bæði voru þau hjónin einstaklega bamgóð og alltaf fús til áð rétta öðrum hjálparhönd. Ekki get ég fullþakkað þær móttökur sem við fengum í Meltúni kalda vetrarnótt þegar heimili okkar brann til grunna. Ég hef ekki gleymt þeirri aðhlynningu og þeim huggunarorð- ' um sem við urðum aðnjótandi þar. Undanfarin ár höfum við Sigríður báðar búið á Dvalarheimili aldraðra að Hlaðhömrum og haft þar dagleg samskipti. Ég hef notið félagsskap- ar hennar í gleði og sorg. Við höf- um stytt okkur stundir við spjall og þá oft rifjað upp gamla tíma. Ég I þakka góðri vinkonu langa og dygga samfylgd í lífinu og votta fjölskyldu hennar samúð mína. Blessuð sé minning hennar. Halldóra Halldórsdóttir. RÓSBJÖRG KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR + Rósbjörg Krist- ín Magnúsdóttir fæddist í Ólafsfirði 10. september 1925. Hún lést á Sjúkra- húsi Siglufjarðar 30. júh' sl. Foreldrar hennar voru Magn- ús Jónsson, sjómað- ur í Ólafsfirði, og Jenný Emilfa Þor- steinsdóttir hús- móðir. Systkini: Jó- hann Sigurbjörn, f. 1922, d. 1995. Sig- ríður, f. 1951. Jakobína Anna húsmóðir f. 1927. Jón William, f. 1940. Fóstursystir: Valgerður Óla Þorbergsdóttir, f. 1936. Rósbjörg giftist 28. júní 1953 Jónasi Sigurði Stefánssyni, f. 22.9. 1917. Börn þeirra: 1) Marí- anna, f. 15.3. 1955, börn hennar eru Soffía, f. 8.4. 1974, Jónas Reynir, f. 20.2. 1980. 2) Jónína Sigurlaug, f. 1.9. 1957, maki: Þórður Gísli Ólafsson, f. 8.7. 1952, börn þeirra: Ólafur Krist- inn, f. 1.3. 1979, Kjartan Valur, f. 20.4. 1982, Hjalti Jón, f. 4.3. 1992. 3) Anna Hugrún, f. 9.2. 1959, maki: Gísli Hansen Guð- mundsson, f. 22.6. 1957, börn þeirra: Ragnheiður, f. 8.8. 1982. Guðmundur Hansen, f. 28.6. 1984, Egill Daði, f. 11.11. 1988. 4) Magnús Stefán, f. 4.8. 1963, maki: Hrönn Fanndal, f. 19.6. 1961, börn þeirra Rósbjörg Jenný, f. 14.6. 1991, Páll Sigur- vin, f. 21.5. 1996, fósturdóttir Rannveig Gústafsdóttir, f. 13.3. 1981. Rósbjörg ólst upp á Ólafsfirði. Hún starfaði og var við nám í Reykjavik og Kaupmannahöfn. Fékk meistararéttindi í kjóla- saum 9. mars 1955. Rósbjörg fluttist til Sigluíjarðar í maí 1957 og bjó þar alla tíð síðan. títför Rósbjargar fer fram frá Sigluíjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku góða mamma mín. Á þessari kveðjustund koma upp í hugann ótal margar ljúfar minn- ingar um þá ómældu umhyggju og elsku sem þú hefur sýnt mér, Soff- íu og Jónasi Reyni gegnum árin. Um leið rifjast upp svohljóðandi vers sem þú kenndir okkur systkinunum fyrir margt löngu, en það lýsir í nokkru tilfinningum mínum nú: Elsku góða mamma mín, mjúkeralMhöndinþin, tárin þoma sérhvert sinn, sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðin er, allt það launa skal ég þér. Þetta vers fórum við með af mik- illi sannfæringu ásamt faðirvorinu á hverju kvöldi. Nú þegar stunda- glasið þitt er tómt finnst mér vanta svo mikið upp á þau laun sem ég var búin að lofa þér fyrir allar mjúku vangastrokumar. Ég hugga mig þó við þá minningu að þér þótti ætíð mun sælla að gefa en þiggja. Það var þinn lífsstíll. Far þú í friði, elsku besta mamma, með þökk fyrir allt. Minning þín mun lifa með okkur áfram og veita okkur styrk um ókomin ár, eins og þú gerðir svo oft með hljóðlátri nærvera þinni í lif- anda lífi. Sofðu rótt. Maríanna. Vér köllumst brott. Hið hvíta lín oss klæðir fyrr en veit. Og jörðin býr um bömin sín og blómgar hinzta reit. (Fr. Hansen.) Rósbjörg Magnúsdóttir tengda- móðir mín var ljúf kona og sterk. Styrkur hennar fólst í dugnaði og eljusemi og óþrjótandi áhuga á að huga að sínu heimili og fjölskyldu. Styi-kur hennar fólst í samheldinni fjölskyldu sem hún hlúði að af natni. Styrkur hennar fólst í hóg- værð. Móðurhlutverkið stundaði hún af ánægju og með myndarskap. I þau tuttugu ár sem ég hef notið þeirra Rósu og Jónasar á Hverfisgötu 2 sem tengdaforeldara hafa styrk tengsl við þau og heimili þeirra á Siglufirði verið góður bakhjarl í lífsbaráttunni. Rósa var alltaf boð- in og búin að hjálpa til. Stuðningur hennar var margháttaður og var vel þeginn. Við Anna höfum reynt að vera dugleg við að fara í heimsóknir nokkrum sinnum á ári norður á Siglufjörð og hafa þær heimsóknir haft mikið gildi fyrir okkur og börnin. Sérlega ánægjulegar stundir hef ég átt með konu minni og böraum hjá mínum tengdafor- eldrum í okkar heimsóknum. Sumarið 1991 var ég að vinna við endurbætur á Strákagöngum á vegum minna vinnuveitenda og naut þess að búa hjá Rósu og Jónasi á Hverfisgötunni. Guð blessi þig, Rósa. Gísli H. Guðmundsson. Nú er komið að kveðjustund, elsku mamma mín. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin. Síðustu árin hafa verið þér erfíð en lengi hélst þú í vonina um að þér batnaði. Þú varst ekki ánægð með að geta ekki gert það sem þig langaði til. Þú þessi vinnusama kona, sem varst ekki sátt að kvöldi nema að geta litið yfir dagsverk þitt og séð það sem þú hafðir áorkað. Þú fékkst ósk þína uppfyllta að deyja á undan pabba. Þú gast ekki hugsað þér lífið án hans. Hann var líka þín helsta stoð og stytta í gegnum allt. Þú treystir alltaf á hann og hann brást aldrei trausti þínu. Þið hafið alla tíð verið ein- staklega nánir og góðir vinir. Það var aðdáunarvert að sjá hvað pabbi annaðist þig vel síðustu erfiðu árin þín. Þú trúðir ætíð á líf eftir dauð- ann. Ég er viss um að þú færð góða heimkomu eins og sagt er því mikið varstu búin að leggja inn. Nú heils- ar þú fjölskyldu og vinum sem horfnir eru héðan. Ég sé fyrir mér hvað þú brosir breitt og ert glöð þegar þú hittir þau alveg eins og þú varst þegar við vorum að koma í heimsókn til Siglufjarðar. Þegar ég hugsa nú um þig fyllist ég þakklæti iyrir það öryggi sem þú og pabbi bjugguð okkur systkinunum í æsku. Þú varst alltaf til staðar á heimilinu, við gát- um svo sannarlega reitt okkur á það. Samt kölluðum við alltaf „mamma“ þegar við komum heim og það var eins og tíminn stæði í stað þangað til við heyrðum þig kalla , já“. Matartímarnir, kaffitím- arnir, háttatíminn allt á nákvæm- lega réttum tíma. Kaffibrauðið sem þú bakaðir og geymdir í stóru járn- baukunum með rósunum, hvað það rann ljúflega niður með mörgum glösum af mjólk. Notalegu stund- irnar fyrir svefninn þegar við fór- um með Faðirvorið og versin og þú kysstir okkur góða nótt. Mamma mín, við fjölskyldan þín munum svo sannarlega ætíð minnast þín, og þú átt virðingu okkar. Þú átt virðingu okkar fyrir að elska okkur eins og við erum. Þér var ekkert kappsmál að við börnin þín yrðum mikil- menni á veraldarvísu. Þú reyndir aldrei að hafa áhrif á það hvað við gerðum við okkar líf. Þú óskaðir þess eingöngu að við yrðum góðar manneskjur og að okkur liði vel. Þú varst alltaf svo samviskusöm, og gerðir allt svo einstaklega vel, hvort sem það var fallega saman- brotni þvotturinn, handavinnan þín, sem var listaverk eða hvernig þú sinntir um fjölskyldu þína. Já, þú þjónaðir okkur með gleði og án þess að krefjast nokkurs til baka. Þú varst með ósköp viðkvæma og brothætta skel. Þú tókst það mjög nærri þér ef eitthvað bjátaði á, en þú gladdist líka svo auðveldlega þegar vel gekk. Þú leist hvorki upp né niður á fólk. Þér fannst allir vera góðir í eðli sínu og sagðir að allir væru jafnir fyrir Guði, sem þú trúðir svo einlæglega á. Þú hafðir samt næma tilfinningu fyrir þeim sem minna mega sín og sýndir þeim umhyggju. Hafðu þökk fyrir allt og allt, mamma mín. Þín dóttir Jónina. Elsku besta Rósa amma mín, ég vil kveðja þig. Ég þakka þér inni- lega fyrir þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég geymi allar þær fallegu og góðu minningar um þig sem ég á innra með mér. Mér þótti svo afskaplega vænt um þig. Helst vil ég minnast þess þegar ég var lít- il stelpa og var að koma til ömmu og afa á Sigló. Hvað þú tókst vel á móti mér, sýndir mér svo mikla ást og skilning og vildir allt fyrir mig gera. Ég vil enda þetta með bæninni sem þú, elsku amma mín, kenndir mér. Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú naíhi. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafhi. Þín Ragnheiður; Mig langar til að minnast Rósu tengdamóður minnar í nokkrum orðum. Það var fyrir um 20 árum að ég kom fyrst í heimsókn til þeirra hjóna, Rósu og Jónasar að Hverfis- götu 2. Ég var óöruggur og vissi ekki hvað beið mín. Mér er það því minnisstætt hvað þau tóku vel á móti mér, tilgerðarlaus og einlæg. Síðan hef ég alltaf verið eins og heima hjá mér á Hverfisgötunni. Rósa var mikil húsmóðir upp á gamla mátann og unun var að njóta gestrisni hennar. Ekki var hún þó mikið fyrir að láta bera á sér þar sem hún var, nema þá helst í eld- húsinu. Rósa var einstaklega vinnusöm og ósérhlífin meðan heilsan var í lagi. Hún var mikil hagleikskona enda lærður kjóla- meistari. Eftir Rósu liggur ýmiss konar handverk. Flest eru þau nytjahlutir eða skrautmunir. Otelj- andi eru þær flíkur sem hún saum- aði gegnum tíðina. En svo kom að því að heilsan brast, fyrr en maður átti von á. Áföllin urðu nokkur og Rósa barð- ist hetjulega gegn ofureflinu. Er ég heimsótti hana nú í byrjun sumars fann ég þó að hún var farin að þrá hvíldina. Rósa andaðist síðan eftir stutta legu þann 30.7. í návist Jónasar og allra barna sinna. Að endingu vil ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Rósu og hennar heilsteypta persónuleika. Það hefur verið mér lærdómsríkt vegarnesti. „F ar þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þórður G. Ólafsson. Elsku amma mín, ég vil bara fá að þakka þér fyrir að hafa fengið að njóta góðmennsku þinnar og umhyggju. Ég sé það enn skýrar nú hversu lánsöm ég var að þekkja þig þó að árin hefðu gjarnan mátt verða fleiri. Þú varst alltaf svo fal- leg og fín og þannig mun ég ávallt muna eftir þér. Ég fékk ósjaldan að dvelja í góðu yfirlæti hjá þér og afa á Siglufirði og það var hreint ótrúlegt hvað þið gátuð stjanað í kringum mig. Eflaust á ég ykkur margt að þakka í dag. Síðastliðin ár eru búin að vera þér og afa mjög erfið vegna veik- inda þinna en nú hefur þú fundið friðinn og sefur rótt. Elsku afi, ég votta þér mína dýpstu samúð, ég veit að söknuðurinn er sár en mmningin um góða konu lifir. Guð geymi þig, elsku amma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ L E G S T E I N A R í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. Íi S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.