Morgunblaðið - 06.08.1998, Page 14

Morgunblaðið - 06.08.1998, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Ljóðavakan „Hfeimur ljóðsinsu í Deiglunni Ljóðrænt ferðalag um liðnar aldir Ferðafélag Akureyrar Jeppaferð FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til jeppaferðar um næstu heigi og er hún hugsuð fyrir jeppaeigendur. Lagt verður af stað kl. 18 á föstu- dag, 7. ágúst, frá skrifstofu félags- ins. Þaðan er ekið inn og upp úr Eyjafirði að Laugafelli, en þar er gist í skála Ferðafélags Akureyrar. I Laugafelli er hægt að bregða sér í laugina sem þar er. Á laugardag verður ekið frá Laugafelli inn á Sprengisand og farin Gæsavatna- leið í Dreka. Þar er gist seinni nótt- ina. Á sunnudag er fyrirhugað að skoða Drekagil í Dyngjufjöllum, ganga inn að Öskjuvatni og halda síðan heim með viðkomu í Herðu- breiðarlindum. Gengið á Strýtu og Kistu Gönguferð á vegum Ferðafélags Akureyrar verður einnig farin á laugardag, 8. ágúst. Gengið verður á Strýtu og Kistu í Vindheimafjall- garði. Brottför er kl. 9 um morgun- inn frá skrifstofu félagsins við Strandgötu. Upplýsingar og skrán- ing í ferðirnar er á skrifstofunni sem er opin frá kl. 16 til 19 alla virka daga. ------------- Alþjóðlegir listadagar LISTAMANNAHÓPUR sem varð til í Litháen á síðasta ári mun hitt- ast á sunnudag og halda hópinn næstu tíu daga og vinna að list sinni. Hópurinn varð til í kjölfar heimsóknar nokkurra listamanna til Litháen í fyrra en þangað var þeim boðið til að efla kynni Litháa við aðrar þjóðir. Á síðasta vetri kom upp hugmynd um að hittast aftur og nú á Listasumri á Akureyri. Samsýning verður opnuð í Deigl- unni næstkomandi þriðjudag, 11. ágúst, og í framhaldi af því halda listamennimir í sameiginlega vinnu- stofu í Ketilhúsi þar sem þeir munu vinna sameiginlega að tilraunum með ýmis jarðefni úr íslenskir nátt- úru, sérstaklega að ná lit úr þeim. Þar verður opið hús frá kl. 14 til 18 um helgina. LJÓÐAVAKAN „Heimur ljóðsins" verður haldin í Deiglunni í Kaup- vangsstræti á Akureyri á sunnu- dagskvöld, 9. ágúst og hefst hún kl. 20.30. Húsið verður opnað hálftíma fyrr og mun Baldur Sigurðsson leika á gítar þar til dagskráin hefst. Hugmyndina að ljóðavökunni átti Sigurður Jónsson, en aðalleiðsaga verður í höndum Arthúrs Björgvins Bollasonar og eru lesarar með hon- um þau Steinunn Sigurðardóttir og Guðmundur Andri Thorsson. Lagt verður upp í ljóðrænt ferðalag um liðnar aldir með viðkomu á helstu menningarsvæðum heims og verður ljóðaferðalagið kryddað tónlist og frásögu í fagurlega skreyttum sal undir kertaljósum og kaffibolla. Vildi auka þátt bókmennta í listasumri Sigurður sagði að forsaga ljóða- vökunnar væri sú að þegar verið var að undirbúa Listasumar ‘98 á liðnum vetri hafi nokkrir Gilfélagar rætt hvemig auka mætti þátt bók- mennta á Listasumri, en nægt framboð myndlistarsýninga og tón- leika er jafnan fyi-ir hendi. Þótti mörgum hugmyndin of ævintýraleg, þannig að mál þróuðust á þann veg að Sigurður hafði samband við Arthúr Björgvin sem tók erindinu vel og tók að sér að gera hugmynd- ina að ljóðavöku að veruleika. „Arthúr Björgvin mun stjórna þessari dagski'á og verða leiðsögu- maður okkar um heim ljóðsins, en með honum lesa rithöfundarnir Guðmundur Andri og Steinunn, en mitt hlutverk er að búa salinn sem best og útvega fjármagn," sagði Sigurður, en hann nýtur aðstoðar myndlistarmanna við að gera salinn sem glæsilegastan. „Ljóðaheimurinn er stór, en það verða flutt þarna Ijóð frá liðnum öld- um og allt til vorra tíma. Inn í dag- skrána fellum við svo tónlist sem tengist ljóðunum sem verða lesin, þannig að ég vona að andrúmsloftið verði þægilegt og sem flestir geti notið þess að koma og hlýða á ljóð- in,“ sagði Sigurður. „Það verður kappkostað að fólki geti liðið vel Morgunblaðið/Björn Gíslason SIGURÐUR Jónsson átti hugmyndina að Ijóðavökunni „Heimur ljóðs- ins“ sem verður í Deiglunni á sunnudagskvöld, en hún er í umsjá Arthúrs Björgvins Bollasonar. þessa kvöldstund, en það má eigin- lega segja að um tilraun sé að ræða. Það verður gaman að sjá hvort stemmning er íyrir því að hlýða á ljóðalestur á þessum árstíma. Éf svo er geri ég ráð fyrir að ljóðavökur verði árviss viðburður á listasumri." Helst af öllu kvaðst Sigurður vona að með þessu yrði hægt að ná til þeirra sem að öllu jöfnu Iáta sér fátt um ljóð finnast, en tilgangurinn væri kannski ekki síst sá að auka þátt bókmenntanna í dagskrá lista- sumars. „Bókmenntirnar hafa orðið útundan,“ sagði hann - „eða beðið síns tíma. Falli fólki kvöldstund af þessu tagi vel í geð verður vonadi framhald á.“ Gúmmískór ‘98 í Mývatnssveit Björk, Mývatnssveit. ÍBÚAR í Vogum í Mývatnssveit, frændur og venslafólk hélt fjöl- skyldu- og ættarmót um verslunar- mannahelgina sem bar heitið. Gúmmískór ‘98. Mótið var haldið í Stói-arjóðri, einum fegursta stað í Vogahraun- um, umlukt hávöxnum trjám. Feng- ið var lánað stórt tjald hjá HSÞ og reist á staðnum. Á föstudagskvöldið var Afró, smiðja Óla Þrastar, á fullu fyrir börnin. Árdegis á laugardag var boðið upp á bátsferðir út á Mývatn og var þátttaka ágæt. Síðdegis voru hesta- ferðir, glens og gamanmál. Um kvöldið var grillað og gert klárt fyr- ir kvöldverð sem snæddur var undir berum himni í kvöldblíðunni og hlýtt á ljúfa tónlist. Síðan hófst al- mennui' fjórraddaður söngur og þá söng kvennakór Voga með gít- arundirleik. Kveikt var í veglegri brennu og flugeldum skotið kl. 23. Þá var farið að bregða birtu. Um miðnætti hófst dansleikur í tjaldinu sem stóð fram eftir nótt. Hljóm- sveitin var af heimaslóðum. Á sunnudag kl. 14 var aftur kom- ið saman í Stórarjóðri. Þar hófst frækilegur knattspyrnuleikur. Næst á dagskrá var sögustund eldri borgara meðan drukkið var kaffi, síðan var hlýtt á söng. Grillið var á sínum stað og snæddur kvöldverð- ur, ekki vantaði góða tónlist til mið- nættis. Þá var þessu ágæta og minnisstæða móti slitið sem á þriðja hundrað hundrað manns sótti. Margir höfðu lagt fram ómælda vinnu við undirbúning. Ráðgert er að halda næsta mót árið 2000. Morgunblaðið/Björn Gíslason Erfitt í umferðinni ÞAÐ getur verið erfitt að vera ungur og í ábyrgð- arstöðu. Félagarnir tveir sem falið hefur verið að að gæta þess litla í kerrunni áttu í erfiðleikum með að komast yfir fjölfarna götu og þá er að grípa til sinna ráða, gera eins og löggan, lyfta upp hendinni og vona að ökumenn taki viðleitninni vel. Skógar- dagur í Leynings- hólum SKÓGRÆKTARFÉLAG Ey- firðinga býður öllum áhuga- sömum til skógardags í Leyn- ingshólum næstkomandi laug- ardag, 8. ágúst kl. 14. Leyningshólar eru eitt elsta 'skógræktarsvæði Skógi’ækt- arfélags Eyfirðinga og var friðað 1936. Þar er að finna einu náttúrulegu skógarleif- amar í Eyjafirði. Leynings- hólar eru í landi Leynings og Villingadals. Safnast verður saman nyrst í skóginum og eru þátttakend- ur beðnir að leggja ökutækj- um sínum meðfram veginum inn í Hólana. Farið verður í gönguferð um skóginn og hann skoðaður. Jarðfræðing- ur, sveppafræðingur og stað- kunnugur verða með í for. Tækifæri gest til að fræðast um örnefni og fjölbreytta náttúru svæðisins. Að lokinni gönguferð verð- ur hitað ketilkaffi og er þátt- takendum ráðlagt að hafa með sér nesti. Þátttaka er ókeypis og em allir velkomnir. Djass í Deiglu Þóra Gréta og tríó ÞÓRA Gréta Þórisdóttir söngkona ásamt tríói sjá um sveifluna á Tuborg djass- kvöldi í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. ágúst, en tónleikamir hefjast kl. 21.30. Þóra Gréta lauk prófi frá djassdeild Tónlistarskóla FIH síðastliðið vor og hefur hún verið að skapa sér gott nafn meðal djassunnenda hér á landi. Tríóið er skipað ungum sveiflumeisturum sem em djassáhugafólki að góðu kunn- ir. Óskar Einarsson leikur á píanó, Einar Valur Scheving á trommur og Páll Pálsson á bassa. Á tónleikunum munu hljóma kunnugleg lög frá Ell- ington til Monk og einnig verður flutt sígræn lög söng- leikjanna. Jazzklúbbur Akur- eyrar efnir til tónleikanna að venju og er aðgangur ókeyp- is. Söngvaka SÖNGVAKA verður í Minja- safnskirkjunni á Akureyi’i kl. 21 á fimmtudagskvöld. Flutt verða sýnishorn úr íslenskri tónlistarsögu, en flytjendur eru Kristjana Arngrímsdóttir og Hjörleifur Hjartarson. Dagskráin tekur klukku- stund. Messa Möðmvallaprestakall: Guðs- þjónusta verður í Bakkakirkju í Öxnadal næstkomandi sunnudag, 9. ágúst kl. 14. Kór kirkjunnar syngur, organisti er Birgir Helgason. Skírt verður í guðsþjónustunni. AKSJÓN Fimmtudagur 6. ágúst 21 .OO^Sumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Akureyi'inga í ferðahug.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.