Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 61
FRÉTTIR
Athyglisverðustu verkin
á Kjarvalsstöðum
MÓTTAKA, verk Finnboga Péturssonar.
f SUMAR hafa nem-
endur Vinnuskólans í
Reykjavík fengið
fræðslu um myndlist á
Kjarvalsstöðum og í
Ásmundarsafni. Heim-
sóknir unglinganna á
söfnin voru liður í
samstarfí Listasafns
Reykjavíkur og
Vinnuskólans. Nokkr-
ir hópar nýttu einnig
frjálsan dag til að
skoða sýningu safns-
ins á verkum Errós í
Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu.
Á Kjarvalsstöðum
skoðuðu nemendur
sem komið hafa 10.
bekk sýningu á ís-
lenskri myndlist sem
ber yfirskriftina Stikl-
að í straumnum og
svöruðu síðan skrif-
lega nokkrum spurn-
ingum um viðhorf sín til verk-
anna. Unnið hefur verið úr
svörunum og kom ýmislegt for-
vitnilegt í ljós; þannig virðist
t.d. skilningur þeirra á sam-
tímalist mun meiri en oft liefur
verið haldið fram og viðhorf
þeirra mun jákvæðari. Nemend-
ur voru meðal annars spurðir
að því hvaða verk þeim þætti
best á sýningunni.
Flestir höfðu
ákveðnar skoðanir
Lang flestir völdu verkin
Móttaka eftir Finnboga Péturs-
son, en einnig vakti verkið
Vernissage eftir Ólaf Gíslason
athygli þeirra. Þó svörin væru
mörg í skeytastíl og sum á
tungumáli sem ekki er mikið
notað á listasöfnum komust við-
horf nemendanna vel til skila
og ljóst að flest höfðu þau
ips*g
VERNISSAGE, verk Ólafs Gíslasonar.
!: |j
!r| 3»«»» ■
1 :B i 1 \ m
ákveðnar skoðanir á því sem
verið var að sýna þeim.
Nemar sem lokið hafa 8.
bekk skoðuðu verk Ásmundar
Sveinssonar í Ásmundarsafni.
Alls hafa um 2.500 börn og
unglingar komið í söfnin það
sem af er sumri, þá eru taldir
auk nemenda Vinnuskólans
stórir hópar barna af leikja-
námskeiðum íþrótta- og tóm-
stundaráðs.
Á Kjarvalsstöðum er boðið
upp á leiðsögn fyrir almenning
alla sunnudaga kl. 16. Leiðsögn
fyrir almenning hefur verið
fastur liður í starfsemi safnsins
allt frá árinu 1992 og lengst af
verið í höndum myndlistar-
manna.
Resurrection Band
kemur til Islands
BANDARÍSKA hljómsveitin
Resurrection Band heldur tónleika
á Broadway 13. og 14. ágúst nk. kl.
21 bæði kvöldin. Hljómsveitin hef-
ur starfað í aldarfjórðung og gefið
út 19 hljómplötur og geisladiska.
Resurrection Band spratt upp úr
frjóum jarðvegi hippatímans og
Jesúbyltingarinnar á ofanverðum
sjötta áratugnum og í byrjun þess
sjöunda, segir í fréttatilkynningu.
Bakgrunnur hljómsveitarinnar
er kristið samfélag í Chicago í
Bandaríkjunum, JPUSA (Jesus
People USA Evangelical Covenant
Church). Meðal verkefna sem
JPUSA sinnir í dag er matargjafir
til fátækra og heimilislausra. Gisti-
skýli fyrir heimilislausar konur og
börn þar sem fólkinu er veitt að-
stoð til að finna sér framtiðarheim-
ili. Útvegun hagkvæms leiguhús-
næðis fyrir tekjulágar fjölskyldur,
ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágt
gamalt fólk, ráðgjafarmiðstöð fyrir
fjölskyldur í vanda, fyrirbyggjandi
starf fyrir börn og ungmenni í
áhættuhópum, fatagjafir, fanga-
hjálp, tónlistarstarf.
Helstu driffjaðrir Resurrection
Band eru hjónin Wendi og Glenn
Kaiser. Þau eru fædd 1953 og eiga
þrjár dætur. Glenn Kaiser er af-
kastamikill lagasmiður og hefur
HLJÓMSVEITIN Resurrection
Band.
gefið út blúsdiska í eigin nafni, auk
allra hljóðritananna með Resur-
rection Band/Rez. Wendi er aðal-
söngvari hljómsveitarinnar.
Resurrection Band kemur hing-
að til lands í lok Evrópuferðar
sinnar í ár. Miðar á tónleikana fást
í Versluninni Jötu, Hátúni 2.
Fyrirlestrar
um hin 12
reynsluspor
AA-samtakanna
TVEIR bandarískir fyrirlesarar
verða með svokallað „Big Book
Study“ helgina 7.-9. ágúst á Grand
hótel, Sigtúni 38 í Reykjavík, sem
hefst fóstudaginn 7. ágúst kl. 19.30
og lýkur sunnudaginn 9. ágúst kl.
13.
Fyrirlesaramir eru þekktir í
heimalandi sínu og reyndar víða um
heim fyrir fyrirlestra sína en í þeim
útskýra þeir 12 reynsluspor AA-
samtakanna út frá AA-bókinni.
Fyrirlestur þeirra eru hugsaðir fyr-
ir alla þá sem hafa áhuga á að
kynnast 12 reynslusporum AA-
samtakanna eða dýpka skilning
sinn á þeim. Þeh- eru sérstaklega
áhugaverðir fyrir félaga hinna
ýmsu sjálfshjálparhópa sem byggja
á 12 spora hugmyndafræðinni t.d.
AA, Al-Anon, GA, OA og FBA.
Fyi-irlesararnir taka ekki
greiðslu fyrir fyrirlestrana en að-
göngumiðar eru seldir á 3.500 kr.
til þess að standa straum af kostn-
aði við komu þeirra, leigu á ráð-
stefnusal og fleiru. Innifalið í þessu
verði er seta við borð alla helgina,
kaffi allan tímann, eintak af 3. út-
gáu AA-bókarinnar á ensku „The
Big Book“ og dreifirit. Forsala að-
göngumiða og nánari upplýsingar í
símum 568-8915, 588-3508 og 552-
3213.
Ertu að byggja? • Viltu breyta? • Þarftu að bæta?
15-50% afsláttur
- (/eggfóður
wlning
rtilboð
r-teggflísar
ar stærðir
r og Rósettur
25%
kar-j^inoleum
astparket á tilboðsverði
1. FLOKKUR S
lar í úrvali ^tykki, bútar.afgangar
50-70%
í
inn - það hefur ávallt borgað sig!
mmm,
Grensásvegi 18. Sími 581 2444. Opið: Mánudaga til föstudaga kl. 10 til 18.
Laugardaga frá kl. 10 til 16.
Takið málin
með það flýtir
afgreiðslu!
“ (D
Góð grelðslukjör!
Raðgreiðslur til allt að
36mánaða