Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 61 FRÉTTIR Athyglisverðustu verkin á Kjarvalsstöðum MÓTTAKA, verk Finnboga Péturssonar. f SUMAR hafa nem- endur Vinnuskólans í Reykjavík fengið fræðslu um myndlist á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni. Heim- sóknir unglinganna á söfnin voru liður í samstarfí Listasafns Reykjavíkur og Vinnuskólans. Nokkr- ir hópar nýttu einnig frjálsan dag til að skoða sýningu safns- ins á verkum Errós í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Á Kjarvalsstöðum skoðuðu nemendur sem komið hafa 10. bekk sýningu á ís- lenskri myndlist sem ber yfirskriftina Stikl- að í straumnum og svöruðu síðan skrif- lega nokkrum spurn- ingum um viðhorf sín til verk- anna. Unnið hefur verið úr svörunum og kom ýmislegt for- vitnilegt í ljós; þannig virðist t.d. skilningur þeirra á sam- tímalist mun meiri en oft liefur verið haldið fram og viðhorf þeirra mun jákvæðari. Nemend- ur voru meðal annars spurðir að því hvaða verk þeim þætti best á sýningunni. Flestir höfðu ákveðnar skoðanir Lang flestir völdu verkin Móttaka eftir Finnboga Péturs- son, en einnig vakti verkið Vernissage eftir Ólaf Gíslason athygli þeirra. Þó svörin væru mörg í skeytastíl og sum á tungumáli sem ekki er mikið notað á listasöfnum komust við- horf nemendanna vel til skila og ljóst að flest höfðu þau ips*g VERNISSAGE, verk Ólafs Gíslasonar. !: |j !r| 3»«»» ■ 1 :B i 1 \ m ákveðnar skoðanir á því sem verið var að sýna þeim. Nemar sem lokið hafa 8. bekk skoðuðu verk Ásmundar Sveinssonar í Ásmundarsafni. Alls hafa um 2.500 börn og unglingar komið í söfnin það sem af er sumri, þá eru taldir auk nemenda Vinnuskólans stórir hópar barna af leikja- námskeiðum íþrótta- og tóm- stundaráðs. Á Kjarvalsstöðum er boðið upp á leiðsögn fyrir almenning alla sunnudaga kl. 16. Leiðsögn fyrir almenning hefur verið fastur liður í starfsemi safnsins allt frá árinu 1992 og lengst af verið í höndum myndlistar- manna. Resurrection Band kemur til Islands BANDARÍSKA hljómsveitin Resurrection Band heldur tónleika á Broadway 13. og 14. ágúst nk. kl. 21 bæði kvöldin. Hljómsveitin hef- ur starfað í aldarfjórðung og gefið út 19 hljómplötur og geisladiska. Resurrection Band spratt upp úr frjóum jarðvegi hippatímans og Jesúbyltingarinnar á ofanverðum sjötta áratugnum og í byrjun þess sjöunda, segir í fréttatilkynningu. Bakgrunnur hljómsveitarinnar er kristið samfélag í Chicago í Bandaríkjunum, JPUSA (Jesus People USA Evangelical Covenant Church). Meðal verkefna sem JPUSA sinnir í dag er matargjafir til fátækra og heimilislausra. Gisti- skýli fyrir heimilislausar konur og börn þar sem fólkinu er veitt að- stoð til að finna sér framtiðarheim- ili. Útvegun hagkvæms leiguhús- næðis fyrir tekjulágar fjölskyldur, ódýrt leiguhúsnæði fyrir tekjulágt gamalt fólk, ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur í vanda, fyrirbyggjandi starf fyrir börn og ungmenni í áhættuhópum, fatagjafir, fanga- hjálp, tónlistarstarf. Helstu driffjaðrir Resurrection Band eru hjónin Wendi og Glenn Kaiser. Þau eru fædd 1953 og eiga þrjár dætur. Glenn Kaiser er af- kastamikill lagasmiður og hefur HLJÓMSVEITIN Resurrection Band. gefið út blúsdiska í eigin nafni, auk allra hljóðritananna með Resur- rection Band/Rez. Wendi er aðal- söngvari hljómsveitarinnar. Resurrection Band kemur hing- að til lands í lok Evrópuferðar sinnar í ár. Miðar á tónleikana fást í Versluninni Jötu, Hátúni 2. Fyrirlestrar um hin 12 reynsluspor AA-samtakanna TVEIR bandarískir fyrirlesarar verða með svokallað „Big Book Study“ helgina 7.-9. ágúst á Grand hótel, Sigtúni 38 í Reykjavík, sem hefst fóstudaginn 7. ágúst kl. 19.30 og lýkur sunnudaginn 9. ágúst kl. 13. Fyrirlesaramir eru þekktir í heimalandi sínu og reyndar víða um heim fyrir fyrirlestra sína en í þeim útskýra þeir 12 reynsluspor AA- samtakanna út frá AA-bókinni. Fyrirlestur þeirra eru hugsaðir fyr- ir alla þá sem hafa áhuga á að kynnast 12 reynslusporum AA- samtakanna eða dýpka skilning sinn á þeim. Þeh- eru sérstaklega áhugaverðir fyrir félaga hinna ýmsu sjálfshjálparhópa sem byggja á 12 spora hugmyndafræðinni t.d. AA, Al-Anon, GA, OA og FBA. Fyi-irlesararnir taka ekki greiðslu fyrir fyrirlestrana en að- göngumiðar eru seldir á 3.500 kr. til þess að standa straum af kostn- aði við komu þeirra, leigu á ráð- stefnusal og fleiru. Innifalið í þessu verði er seta við borð alla helgina, kaffi allan tímann, eintak af 3. út- gáu AA-bókarinnar á ensku „The Big Book“ og dreifirit. Forsala að- göngumiða og nánari upplýsingar í símum 568-8915, 588-3508 og 552- 3213. Ertu að byggja? • Viltu breyta? • Þarftu að bæta? 15-50% afsláttur - (/eggfóður wlning rtilboð r-teggflísar ar stærðir r og Rósettur 25% kar-j^inoleum astparket á tilboðsverði 1. FLOKKUR S lar í úrvali ^tykki, bútar.afgangar 50-70% í inn - það hefur ávallt borgað sig! mmm, Grensásvegi 18. Sími 581 2444. Opið: Mánudaga til föstudaga kl. 10 til 18. Laugardaga frá kl. 10 til 16. Takið málin með það flýtir afgreiðslu! “ (D Góð grelðslukjör! Raðgreiðslur til allt að 36mánaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.