Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 VIGSLA LAUGAVEGAR MORGUNBLAÐIÐ víjí.jiíí:-' „MÉR flnnst Laugavegrurinn mjög vel hannaður og þegar trén verða komin niður batnar ásýnd götunnar enn frekar,“ sagði Walter Lentz (t.h.) í Gleraugnasölunni ásamt Rudiger Seidenfaden. AÐ MATI Sverris Bergmanns (t.v.), sem hér er ásamt Guðgeiri Þórarinssyni í Herra- húsinu, er merkilegasta breytingin við nýja Laugaveginn sú viðhorfsbreyting sem þar hefur verið tákngerð. Lj ómandi Laugavegur Vígsla Laugavegarins fer fram í dag kl. 14 þegar Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri klippir á borð- ann við gatnamót Barónsstígs og Laugavegar. Fram- kvæmdir undanfarna mánuði hafa valdið samdrætti í viðskiptum á Laugaveginum en kaupmennirnir sem Örlygur Steinn Sigurjónsson heimsótti luku samt allir upp einum munni um ágæti breytinganna. LAUGAVEGURINN frá Barónsstíg í austri til Frakkastígs í vestri var grafinn upp og lagður að nýju í vor og sumar. Um nokkurra vikna skeið þurftu viðskiptavinir verslana við Laugaveg- inn að leggja á sig nokkurt erfiði til að kom- ast leiðar sinnar á sandfylltri götunni, yfir skurði framhjá stórvirkum vinnuvélum og vinnandi mönnum. Það er hinsvegar liðin tíð og í dag mun lúðrasveit fara fyrir ski-úð- göngu niður nýja Laugaveginn áleiðis að Kjörgarði þar sem boðið verður upp á kaffi og rjómatertur. Götulistamenn, tónlistar- menn og aðrir skemmtikraftar munu skemmta fólki, en hátíðin vegna nýja Lauga- vegarins mun standa í þijá daga. Af samtölum við kaupmennina, sem tóku á móti fótalúnum viðskiptavinum, má samt ráða að það voru kaupmennirnir sem áttu samúðina og þeir eru teljandi á fingrum ann- arrar handar sem bölsótuðust vegna ófærð- arinnar í sumar. „Viðskiptin drógust saman á meðan breytingarnar stóðu yfir,“ sagði Walt- er Lentz, sjóntæknifræðingur í Gleraugna- sölunni á Laugavegi 65 til síðustu 23 ára. „Það var alveg eðlilegt og við vissum það fýr- irfram, en að breytingunum afstöðnum verð- ur Laugavegurinn stórglæsilegur og flestir viðskiptavinirnir óska manni til hamingju með breytingarnar og líta á jákvæðu hliðam- ar. Fullorðna fólkið komst illilega leiðar sinn- ar þegar verst stóð á, en lét sig hafa það,“ sagði hann. „Þessi breyting er hluti af upp- byggingu Laugavegarins ég vona að þetta hvetji menn til þess að laga húsin við Lauga- vegin til að fegra hann enn frekar. Mér finnst Laugavegurinn mjög vel hannaður og þegar trén verða komin niður batnar ásýnd götunnar enn frekar.“ Walter hefur stundað verslunarrekstur í alls fjörutíu ár á Lauga- veginum og er þeirrar skoðunar að Lauga- vegurinn myndi sóma sér vel sem göngugata. „Mér finnst að það ætti að prófa að loka Laugaveginum fyrir bílaumferð á Löngum laugardegi. Það myndi gera fólki með fjöl- skyldur kleift að labba um í rólegheitum enda tíðkast það í öllum stórborgum heims- ins. Það væri líka gott að losna við útblást- ursmengunina en fólk er líka misjafnlega viðkvæmt fyrir henni,“ sagði Walter. Vona að breytingarnar dugi næstu hundrað ár Hjá Maríu Maríusdóttur, kaupmanni í leð- urvöruversluninni Drangey á Laugavegi 58, kvað við svipaðan tón og hún sagði það hafa komið sér á óvart hvað viðskiptavinirnir létu breytingar lítið á sig fá á þótt Laugavegur- inn væri illur yfirferðar. „Það sem var furðu- legt var, að þótt þeír kæmu skríðandi á fjór- um fótum inn úr dyrunum a fyrirhöfnina voru þeir með bros á vor,“ sagði María. „En brosið er auðvitað breiðara núna eftir að lok- ið hefur verið við götuna. Það virðist vera mikil ánægja með framkvæmdirnar meðal vegfarenda og viðskiptavina og ekki síst hjá Morgunblaðið/Jim Smart „EN BROSIÐ er auðvitað breiðara núna eftir að lokið hef- ur verið við götuna," sagði María Maríusdóttir í Drangey um viðskiptavini og verslunarfólk á Laugaveginum. okkur kaupmönnum. Við skulum vona að þessar breytingar dugi næstu hundrað ár því ætli gatan hafi verið tekin upp síðustu hund- rað ár?“ sagði María. Að hennar mati var fyrir löngu kominn tími til að taka Lauga- veginn í gegn því hann hafi verið orðinn verulega illa útlítandi. „Nú má segja að Laugavegurinn standi í fyrsta skipti undir þvi að vera aðalverslunargata Islands og ég vona að það líði ekki önnur tíu ár þangað til sá hluti Laugavegarins sem nær frá Baróns- stíg til Snorrabrautar verði tekinn í gegn,“ sagði María og skírskotaði til fegrunar Laugavegarins frá Skólavörðustíg upp að Frakkastíg fyrir tíu árum. „Ætlunin var að halda þá áfram hið fyrsta en það dróst á langinn einhverra hluta vegna. Þessi breyt- ing virkar bæði hvetjandi fyrir húseigendur, verslunareigendur og fólk almennt í borginni EIGENDUR bamafataverslunarinnar Punkts og Priks fluttu verslunina frá Skólavörðu- stíg niður á Laugaveg í miðjum breytingum, en að sögn Margrétar Svavarsdóttur eig- anda gekk allt vel fyrir sig. Dóttir hennar, Hildur Hjartardóttir, var á vaktinni í gær. þegar það sér aðalverslun- argötuna sína taka þessi stakkaskiptum." Maríu virt- ist sem verslunarhættir Is- lendinga hefði breyst með auknum utanlandsferðum og að þeir kynnu sífellt bet- ur við verslun úti á götu. „Nú finnur maður líka fyrir því að fólk fer í miborgina til að sýna sig og sjá aðra, ekki eingöngu til að versla.“ I framtíðinni sagðist María sjá yfirbyggðar gangstéttir á Laugaveginum og að hægt yrði að loka götunni fyrir bílaumferð með sama hætti og er hafður á við Austur- stræti. Fólk vill hafa fallegt í kringum sig Guðjón B. Hilmarsson, kaupmaður í íþróttabúðinni Spörtu við Laugaveg, fór ekki varhluta af samdrætti í verslun meðan Laugavegur- inn var sundurgrafinn, en stóð klár á því að breyting- arnar myndu auka viðskiptin seinna. Hann hefur stundað viðskipti síðustu fimmtán árin á Laugaveginum og segist vera mjög ánægð- ur með breytingarnar, sérstaklega með útlit götunnar. „Það er líka meira pláss fyrir gangandi vegfarendur og aðeins færri bíla- stæði. Lýsingin er betri og trén, sem koma síðar verða til mikillar piýði. Fólk vill hafa fallegt í kringum sig í dag og sá möguleiki að loka götunni fyrir bílaumferð á góðviðrisdög- um kemur einnig vegfarendum til góða.“ Guðjón sagði að viðskiptavinirnir tjáðu sig mikið um nýja Laugaveginn og það væri næsta ótrúlegt hversu tíðum þeir gerðu hann að umtalsefni og allt bæri að sama brunni - þeir væru afar ánægðir. Guðjón sagði að verkefnin við Laugaveginn væru óþrjótandi og að Laugavegurinn væri bara upphafið. Greinilegt er að yfirbygging gangstéttanna er kaupmönnum metnaðarmál. „Það kom fram í könnun, sem gerð var fyrir mörgum árum, að mikill meirihluti kaupmanna vildi yfirbyggðar gangstéttir og settar voru niður undirstöður á ákveðnum stöðum í þeim til- gangi. Við sjáum fyrir okkur í framtíðinni yf- irbyggð svæði við torgmyndanir á Laugavegi 77 og fyrir framan Kjörgarð,“ sagði Guðjón og reifaði að lokum hugmynd um sérstakan strætisvagn sem gengi rúntinn niður Lauga- veginn og Austurstræti og upp Hverfisgöt- una. Fegin að þessu sé lokið Við Laugaveg 70 er undirfataverslunin Eg og þú, sem Sigríður Hennannsdóttir hefur rekið síðan 1989. Sambýlismaður hennar, Árni Róbertsson, sem varð fyrir svöi'um sagðist vera feginn að breytingunum væri lokið og sæi enga ástæðu til að kvarta yfir samdrættinum undanfarna mánuði. „Það var sérstaklega slæmt hérna þegar skurðirnir voru fyrir framan búðina. Fólki sóttist ferðin nokkuð brösuglega og fyrir kom að fólk datt ofan í skurðina," sagði Árni. „Konur á háhæl- uðum skóm áttu sérstaklega erfitt um vik, en þetta lagaðist fljótt, enda voru starfsmenn- irnir mjög röskir og óþægindin voru í lág-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.