Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 50
' 50 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
ÁSGEIR í Kaldbak kom að sjálfsögðu ríðandi í Hrísholtið ofan úr Hreppum og tók HRÍSHOLTSMÓTIN njóta vinsælda, ekki bara hjá mönnum, hundum og hestum, því
smárispu á hringvellinum með fjóra skjótta til reiðar. Drumboddsstaðakýrnar sóttu fast að komast inn á mótssvæðið.
Frjálst og
óbeislað í
Tungunum
HESTAR
Hrísholt f
B i skupstungum
Hestamót Loga
Hestamannafélagið Logi í Biskups-
tungum hefur um árabil haldið sitt
A árlega hestamót um verslunarmanna-
helgina á svæði sínu, Hrísholti. Að
öllu jöfnu er gæðingakeppni á dag-
skrá auk kappreiða og töltkeppni en
vegna Iandsmótsins fór gæðinga-
keppnin fram í júní. Þess í stað var
firmakeppni félagsins haldin sam-
hliða töltinu og kappreiðunum en öll
dagskrá mótsins var afgreidd á ein-
um degi í stað tveggja eins og verið
hefur.
FRJÁLSLEGHEITIN hafa löngum
verið í heiðri höfð á félagsmóti Loga.
Engir, breyting hefur orðið þar á þótt
gamli hundurinn frá Einholti sé nú
fallinn frá en hann sótti Hrísholtsmót-
in heim alveg fram að andláti þótt það
tæki hann nokkra klukkutíma að
> skjökta á mótið. Naut hann þar fullrar
virðingar og friðhelgi og fékk að fara
hvert sem hann vildi um svæðið. Er
vissulega sjónarsviptir að þessi höfð-
ingshundur skuli horfinn af sjónar-
sviði Hrísholtsmótanna. Nú var meira
að segja skráð á staðnum í kappreið-
amar og firmakeppnina sömuleiðis.
Sökum óvenju mikillar þátttöku í
kappreiðunum fór dagskráin sem leik-
in var af fingmm fram verulega úr
böndunum. Þegar loks kom að úrslit-
um töltkeppninnar sem verið hefur
hápunktur Hrísholtsmótanna til þessa
vom flestir mótsgestir búnir að fá sig
fullsadda af sýningum og keppni
hesta og famir heim enda sunnudag-
urinn að kveldi kominn. Óhætt er að
segja frjálslegheitín hafi verið orðin
fullmikil þótt ekki sé hægt að nefna
orðið stjómleysi í því sambandi.
Margt kunnra hestamanna var
mætt í Hrísholti til að etja kappi og
skal þar fremstan nefna Þorkel
Bjamason á Laugarvatni með mikinn
flota manna og hesta. í þeim hópi
vom tveir sona hans, Bjarni og Gylfi,
auk fjölda bamabama. Komu 01-
verjamir að sjálfsögðu ríðandi og
ráku fjölda hrossa. Sama gerði Þórður
Porgeirsson ásamt Magnúsi Bene-
diktssyni, Steinari Sigurbjörnssyni og
fleirum. Þá lætur Erling Sigurðsson
. sig aldrei vanta á Hrísholtsmótið og
keppti bæði í töltí og skeiði. Nýbakað-
ur Islandsmeistari í fjórgangi ung-
linga, Sylvía Sigurbjömsdóttir, var
mætt tíl leiks með Axeli Ómarssyni en
gat ekki tekið þátt þar sem eitt hross-
anna er hún hugðist keppa á í stökk-
inu slasaðist. Faðir hennai- og móðir,
Sigurbjöm Bárðarson og Fríða Stein-
arsdóttfr, vom skráð til leiks en
3* mættu ekki en það gerði hins vegar
Guðlaugur Pálsson, kaupmaður í
Reiðsporti, sem keppti bæði í skeiði
og tölti. Síðast er að nefna feðgana úr
Hafnarfirði Theódór Ómarsson og
Ómar sem gerðu góða ferð í Tungurn-
ar.
Þrátt fyrir að brautin í Hrísholti sé
ekki samkvæmt ýtmstu kröíúm skil-
uðu sum hrossin ótrúlega góðum tím-
um. Þar ber hæst frábæran tíma
heimsmeistarans Loga Laxdal og
Hraða frá Sauðárkróki í 150 metra
skeiði 13,90 sekúndur. Þá kom þarna
fram gæðingshryssan Kolbrá frá
Kjamholtum sem nú er átján vetra og
var folaldslaus í vor og því þótti
Magnúsi í Kjamholtum tilvalið að iáta
hana fara sinn síðasta sprett á kapp-
reiðum. Sú gamla náði ágætum tíma,
15,67 sekúndum, og þriðja sætinu. Þá
var Nari frá Laugarvatni með prýði-
legan tíma í 300 metra brokki, 38,08
og litla keppni. Þá vai- Logi með enn
einn efnis vekringinn í 250 metmnum
Freymóð frá Efstadal undan þeim
mikla vekringaföður Kjarval frá Sauð-
árkróki.
Þokkaleg þátttaka var í opna
flokknum í töltinu og vafalaust mætti
enn auka veg töltkeppninnar á þess-
um mótum ef áhugi er fyrir hendi.
Meðan Logamenn sitja einir að hesta-
móti sunnanlands um verslunar-
mannahelgina hafa þeir alla mögu-
leika á að halda veglegt mót innan
þeirra marka sem svæðið og aðstaðan
leyfir. Fjöldi hestamanna er í sumar-
bústöðum á Suðuriandinu og hentar
vel að skreppa á eins dags mót og
taka þátt í tölti eða skeiði. Logi á nú
völina og verður að fara að ákveða
hvað hann ætlar að verða þegar hann
verður stór. Valkostimir era þeir að
halda áfram að halda þessu notalegu
frjálslegu móti þar sem gamla sveita-
rómantíkin lifir áfram eða hitt að
halda veglegt opið mót sem laðar að
fleiri góða knapa með góða hesta.
Nauðsynlegt er þó að viðhalda þessu
létta og frjálsa andrúmslofti sem ráðið
hefur rílgum á þessum mótum.
En úrslit mótsins urðu annars sem
hér segir og með fylgir úrslit gæð-
ingakeppninnar:
150 metra skeið
1. Hraði frá Sauðárkróki, eigandi og
knapi Logi Laxdal, 13,90 sek.
2. Áki frá Laugarvatni, eigandi Þor-
kell Bjamason, knapi Þórður Þor-
geirsson, 15,05 sek.
3. Kolbrá frá Kjamholtum, eigandi
Magnús Einarsson, knapi Daníel
Jónsson, 15,67 sek.
250 metra skeið
1. Freymóður frá Efstadal eigandi
Sigurfinnur Vilmundarson, knapi
Logi Laxdal, 23,55 sek.
2. Meistari Samson frá Morastöðum,
eigandi og knapi Guðlaugur Pálsson,
25,71 sek.
3. Kolla frá Hvolsvelli, eigandi Ólafur
Einarsson, knapi Fannar Ólafsson,
30,54 sek.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
ÓMAR Theódórsson og Rúbín frá Ögmundarstöðum gerðu góða ferð í
Tungurnar og unnu gull í tölti barna.
KOLBRÁ frá Kjarnholtum fór lokasprettinn álján vetra
gömul og knapinn var Daníel Jónsson.
GULLIÐ er gott og sigurinn sætur. Frændsystkinin Ragnheiður
Bjarnadóttir og Ari Gylfason flagga hér verðlaunapeningum sem unn-
ust á mótinu en þau eru af Laugarvatnskyni, barnabörn Þorkels
Bjarnasonar.
300 metra brokk
1. Nari frá Laugarvatni, eigandi Mar-
grét Hafliðadóttir, knapi Bjami
Bjarnason, 38,08 sek.
2. Stóri-Brúnn, eigandi og knapi Jó-
hann B. Guðmundsson, 55,43 sek.
3. Sveipur, eigandi Ellert Bjömsson,
knapi Sigurjón Bjömsson, 67,89 sek.
300 metra stökk
1. Vinur, eigandi og knapi Stígur
Sæland, 22,18 sek.
2. Chaplin, eigandi Guðni Kristinsson,
knapi Sigurjón Bjömsson, 23,15 sek.
3. Ein ki-óna, eigandi Logi Laxdal,
knapi Sylvía Sigurbjömsdóttir, 23,63
sek.
Tölt
1. Valdimar Efristinsson, Herði, á Lé
frá Rejmisvatni, 6,40.
2. Theódór Ómarsson, Sörla, á Stráki
frá Bólstað, 6,60.
3. Axel Ómarsson, Herði, á Lykli frá
Engimýri, 6,10.
4. Erling Sigurðsson, Fáki, á Feldi frá
Laugamesi, 6,1.
5. Guðlaugur Pálsson, Herði, á Blesa
frá Önundarholti, 5,9.
6. Kristinn B. Þorvaldsson, Loga, á
Jarli, 5.
Tölt-unglingar
1. Björt Ólafsdóttir, Loga, á Mardöll
ft-á Torfastöðum, 5,25.
2. Tina H. Karlsdóttir, Loga, á Frey
frá Efri Reykjum, 2,5.
3. Valgeir Þorsteinsson, Loga, á Feng
frá Bræðratungu, 2,4.
Tölt-böm
1. Ómar Á Theódórsson, Sörla, á
Rúbín frá Ögmundarstöðum, 3,6.
2. Eldur Ólafsson, Loga, á Ögn frá
Torfastöðum, 3,6.
3. Halldóra S. Guðlaugsdóttfr, Herði,
á Glóbjörtu frá Hólakoti, 3,4.
A-flokkur
1. Fiðla frá Kjarnholtum, eigendur
Magnús Einarsson og Guðný
Höskuldsdóttir, knapi Magnús Bene-
diktsson, 8,06.
2. Kólfur frá Kjamholtum, eigendur
Magnús Einarsson og Hrossaræktar-
samtök Suðurlands, knapi Hafliði
Halldórsson, 7,95.
3. Alrekur frá Torfastöðum, eigendur
Drífa og Ólafur Torfastöðum, knapi
Kristinn B. Þorvaldsson, 7,92.
4. Ljósvaki frá Bergsstöðum, eigend-
ur Haukur Daðason og Guðmundur
Sigurðsson, knapi Knútur R. Ánnann,
7,88.
5. Erpm’ frá Torfastöðum, eigandi
Ólaíúr Einarsson, knapi Fannar
Ólafsson, 7,87.
B-flokkur
1. Hergill frá Kjamholtum, eigendur
Magnús Einarsson og Einar Magnús-
son, knapi Einar Ö. Magnússon, 8,30.
2. Orða frá Eyjólfsstöðum, eigandi og
knapi Jóhann B. Guðmundsson, 8,11.
3. Glæsir frá Vindheimum, eigandi
Helena Hermundsdóttir, knapi Knút-
ur R. Armann, 8,11.
4. Garpur frá Búðarhóli, eigandi og
knapi María Þórarinsdóttir, 8,06.
5. Starri frá Fellskoti, eigandi og
knapi María Þórarinsdóttir, 8,07.
Unglingar
1. Björt Ólafsdóttir á Mardöll frá
Torfastöðum, 8,02.
Börn
1. Eldur Ólafsson á Ögn fi-á Torfa-
stöðum, 8,32.
2. Tinna D. Tryggvadóttir á Lyftingu
frá Kjarnholtum, 8,00.
3. Svava Kristjánsdóttfr á Ýmigust frá
Borgarholti, 7,80.
Valdimar Kristinsson