Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Fulltrúar Evrópusambandsins rannsaka ruslahauga við Orahovac
Heimildum um fjölda-
morð ber ekki saman
Reuters
LJÓSMYNDARI festir verksuminerki á filmu við þoriiið Orahovac. Fulltrúar Evrópusambandsins gátu ekki
staðfest að um fjöldagraflr væri að ræða.
Vín, Belgrad, Brussel, Orahovac. Reuters.
EVROPUSAMBANDIÐ sendi
fulltrúa til bæjarins Orahovac í
gær að rannsaka fjöldagrafir, sem
sagðar eru vera þar. Sú ferð er far-
in í kjölfar fréttar austurríska dag-
blaðsins Die Presse um að tvær
fjöldagrafir með rúmlega 500 lík-
um hefðu fundist í grennd við bæ-
inn Orahovac. Talið var að meiri-
hluti líkanna væri af bömum.
Sænska dagblaðið Expressen
hafði eftir íbúum í Orahovac að 200
þorpsbúar hefðu látist í átökum í
júlí og þorri þeirra væri grafínn á
ruslahaugum þorpsins. Was-
hington Post sagði einnig fréttir af
grunsamlegum fjöldagröfum í Ora-
hovac í gær. Þar væru mun fleiri
grafnir en tala látinna í bardögun-
um segði til um.
Blaðamaður Die Presse var
leiddur að ruslahaug sem sagður
var geyma tvær fjöldagrafir. Jarð-
ýtur höfðu verið notaðar til þess að
ryðja yfír hauginn en sjá mátti
rotnandi lík ofan á honum. Heima-
menn sögðust hafa talið 567 lík, þar
af 430 af bömum.
Serbneskar hersveitir og skæm-
liðar Frelsishers Kosovo börðust
um yfírráð yfír Orahovac í júlí.
Serbar fóm með sigur af hólmi en
um 20 þúsund manns flúðu átökin.
Chris Hill, erindreki Bandaríkja-
stjómar, segir áhyggjuefni hversu
mikil eyðilegging blasi við í
Kosovo-héraði en hann skoðaði
verksummerki í Orahovac fyrr í
vikunni.
Sendiherrar í höfuðstöðvum Atl-
antshagsbandalagsins í Bmssel
munu ráða ráðum sínum á óform-
legum fundi á morgun. Hjá NATO
er verið að leggja lokahönd á áætl-
anir vegna hugsanlegra aðgerða til
þess að koma á friði í Kosovo.
Hemaðarbandalagið hefur hins
vegar ekki verið beðið um að
skakka leikinn í Kosovo-héraði.
Frelsisher
Kosovo skipu-
lagður í Svíþjóð?
Morgunblaðið. Kaupmannahöfn.
EINN helsti leiðtogi Frelsishers
Kosovo-Albana (KLA) talar
reiprennandi sænsku með
skánskum hreim. Þegar Richard
Holbrooke, sérlegur sendimaður
Bandaríkjastjómar, heimsótti
Kosovo í júní fundaði hann með
Lum Haxhiu, sem að sögn
Svenska Dagbladet bjó í Málmey
í fimmtán ár. Þar er stór nýlenda
landa hans og allt bendir til að
baráttan fyrir sjálfstæði Kosovo
hafi verið skipulögð þar að hluta.
Forystumenn Frelsishersins
létu lengi vel ekki uppi hverjir
þeir væm og tengsl þeirra við
pólitíska leiðtoga Kosovo-Albana
em óljós. Þegar Holbrooke kom í
heimsókn sína fundaði hann með
fulltrúum Frelsishersins. Þá lét
Haxhiu taka myndir af sér með
sendimanninum og varð þar með
fyrstur Frelsishersleiðtoga til að
stíga fram í sviðsljósið. Tvítugur
að aldri lét Haxhiu til sín taka í
óeirðum í Kosovo 1981, ári eftir
-lát Títós. Baráttumálið þá var að
Kosovo yrði viðurkennt sem sjálf-
stætt lýðveldi innan Júgóslavíu,
en þær kröfur voru barðar niður.
Það er sama krafa og Kosovo-
Albanir hafa uppi núna og tók
Haxhiu á móti Holbrooke með
þeim orðum að gesturinn kæmi
sautján áram of seint.
Eftir óeirðinar 1981 var talið
að Haxhiu hefði lent í fangelsi um
langa hríð. Þegar myndirnar af
Haxhiu flugu um heiminn kom
fram fólk í Svíþjóð sem hélt því
fram að það bæri kennsl á hann.
Því er nú haldið fram að hann
hafi í raun komið til Svíþjóðar
þegar 1981 og sest að í Málmey,
þar sem hann var móðurmáls;
kennari meðal landa sinna. I
sænskum skrám kemur nafn
hans hvergi fyrir, svo leitt er að
því líkum að hann hafi frá upphafi
notað annað nafn í samskiptum
við sænsk yfirvöld til að halda því
leyndu hver hann væri. Þegar
flóttamannabylgja frá fyrrum Jú-
góslavíu skall yfir árið 1992
streymdu margir Kosovo-Aiban-
ar til Svíþjóðar. Flestir þeirra
settust að í Málmey, og myndað-
ist þar stærsta sænska nýlendan
þeirra.
Talið er að margir þeirra hafi
haft samband við landa sína
heima fyrir og þarna á milli vom
tíðar ferðir. Leitt er að því getum
að Frelsisherinn hafi að ein-
hverju leyti verið skipulagður í
Svíþjóð. Haxhiu flutti heim aftur
1996 og um það leyti fór að bera á
vopnuðum átökum og skærum á
svæðinu. Vitað er að Kosovo-Alb-
anir erlendis safna fé til vopna-
kaupa, sem vestrænar stjórnir
reyna að hindra. Carl Bildt fyrr-
um fulltrúi Evrópusambandsins í
Bosníu segist hafa orðið fyrir
vonbriðgum með að ESB hafi
ekki tekið fastar á málum í
Kosovo, því nú stefni í aðra flótta-
mannabylgju. Nú óttast margir
að í Kosovo stefni í jafngrimmi-
legt stríð og Bosníustríðið, sem
lauk með friðarsamningunum í
Dayton árið 1995.
Burmasljórn gefur Suu Kyi aðvörun
Vöruð við að yfír-
gefa heimili sitt
Bangkok. Reuters.
HERSTJÓRNIN í Burma varaði í
gær Aung San Suu Kyi, leiðtoga
stjómarandstöðunnar og friðarverð-
launahafa Nóbels, við að yfirgefa
heimili sitt í höfuðborginni Rangoon
á laugardag til að hitta stuðnings-
menn sína. Þann dag verða 10 ár lið-
in frá því að herinn bældi niður upp-
reisn lýðræðissinna í landinu.
Talsmaður stjórnarinnar sagðist
telja „óráðlegt" fyrir Suu Kyi að fara
á fund stuðningsmanna sinna utan
höfuðborgarinnar. Hann sagði
fréttamönnum að „skuggaöfl", sem
ógnuðu öryggi og stöðugleika í land-
inu, sætu um líf fólks eins og Suu
Kyi í þeim tilgangi að skapa ringul-
reið í landinu. Hún þyrfti því að óska
leyfis stjórnvalda, sem myndu taka
málið til athugunar. Herstjórnin hef-
ur hert öryggisgæslu við heimih Suu
Kyi síðastliðna viku, eftir að endi var
bundinn á sex daga mótmælasetu
hennar í bíl sínum. Nokkrir stuðn-
ingsmenn og sendimenn erlendra
ríkja hafa þó fengið að heimsækja
hana.
Talið er að þúsundir manna hafi
látið lífið þegar herinn bældi niður
uppreisn lýðræðissinna 8. ágúst
1988. Enn er ekki ljóst með hvaða
hætti Lýðræðisbandalagið, flokkur
Suu Kyi, mun minnast uppreisnar-
innar. Fréttaskýrendur telja að
landflótta stjórnarandstæðingar
muni standa fyiir mótmælum er-
lendis, en ólíklegt þykir að til átaka
komi í Rangoon.
Ofbeldisverk ógna sam-
komulagi á N-Irlandi
Belfasl. The Daily Telegraph.
LEIÐTOGAR stjórnmálaflokka sem
tengjast öfgahópum sambandssinna
á N-írlandi vöruðu á þriðjudag við
því að hætta væri á að samkomulag-
ið, sem kennt er við föstudaginn
langa, sé í voða tilkynni leiðtogar
írska lýðveldishersins (IRA) ekki
fljótlega „að stríðinu sé lokið“ og
tryggi jafnframt að meðlimir sínir
taki ekki þátt í ofbeldisverkum líkt
og þeim sem framin hafa verið á síð-
ustu vikum af hópum sem klofið hafa
sig frá IRA.
David Ervine, leiðtogi Framsækna
sambandsflokksins (PUP), sem
tengsl hefur við öfgahópinn UVF,
sagðist telja hættu á að ef einn einasti
maður tapaði lífi sínu vegna aðgerða
klofningsaflanna úr IRA myndu UVF
og aðrir slíkii- hópar hefja sína her-
ferð á nýjan leik, en UVF hefur verið
í vopnahléi síðan 1994.
Jafnframt er óttast að aðgerðir
klofningshópanna hafi aukið enn
þrýsting á David Trimble, forsætis-
ráðherra á N-írlandi og leiðtoga
stærsta flokks sambandssinna, og að
hann muni mæta mikilli andstöðu
innan eigin flokks ef hann svo mikið
sem íhugar að hleypa fulltrúum Sinn
Féin, stjórnmálaarms IRA, inn í
væntanlegt ráðuneyti sitt.
Grísk
stjórnvöld
gagnrýnd
GRÍSKIR slökkviliðsmenn
náðu í gær tökum á skógareld-
um sem brunnið hafa stjórn-
laust undanfama fjóra daga í
grennd við Aþenu. Stjómvöld í
Grikklandi hafa verið gagnrýnd
harðlega fyrir að hafa ekki
gripið í taumana og komið í veg
fyrir að fjöldi heimila yrði eld-
inum að bráð. „Ríkisstjórnin er
stórslys,“ sagði í fyrirsögn á
forsíðu blaðsins Vradini í gær.
Önnur blöð tóku undir gagn-
rýni á stjómvöld sem voru sögð
vanhæf og hafa bragðist skyld-
um sínum við að bregðast við
náttúruhamfórunum.
Jarðskjálfti
orsök hruns?
TALIÐ er hugsanlegt að jarð-
skjálftakippur, sem hafi verið
svo vægur að hans hafi ekki
orðið vart, hafi valdið hruni
námuganga í Austumíki fyrir
um þrem vikum. Tíu náma-
menn grófust undir. Yfirmaður
námaöryggisdeildar efnahags-
ráðuneytisins sagði þetta vera
einn þeirra möguleika sem ver-
ið væri að rannsaka í leitinni að
orsökum slyssins. Fjölmiðlar
hafa gagnrýnt austurrísk
stjói-nvöld harðlega fyrir skort
á skipulagi við björgunarstörf
og seinleg viðbrögð við slysinu.
Sex lík fundin
í Berlín
SEX lík fundust í gær í rústum
fjölbýlishúss sem hmndi í
Berlín á þriðjudag. Björgunar-
menn höfðu verið að störíúm í
fyrrinótt í von um að finna ein-
hvern á lífi í rústunum. Talið er
að gasleki hafi valdið spreng-
ingunni. Þriggja íbúa hússins,
sem vom 21, er enn saknað.
Rætt um
A-Tímor
STÓRT skref var stigið í áttina
að því að lausn fyndist á deil-
unni um Austur-Tímor í gær,
þegar utanríkisráðherrar
Indónesíu og Portúgals náðu
samkomulagi í New York um
að hefja viðræður um framtíð
Austur-Tímor, sem byggjast
myndu á tillögum sem stjórn
Indónesíu hefur lagt fram um
sjálfstjórnarréttindi til handa
hinni fyrrverandi portúgölsku
nýlendu, sem Indónesar hafa
haldið hernuminni síðan 1976.
Havel á
batavegi
VÁCLAV Havel, forseti Tékk-
lands, er á batavegi eftir að
hafa orðið fyrir lífshættulegum
hjartsláttartruflunum á þriðju-
dag, að því er
læknar hans
greindu frá í
gær. Sögðu
þeir forsetann
farinn að
neyta fastrar
fæðu og tek-
inn til við lest-
ur. Hann væri
enn haldinn
lungnabólgu, sem greindist á
þriðjudag, en hún færi minnk-
andi. Meðlimir rokkhljómsveit-
arinnar Rolling Stones sendu
Havel blóm og óskir um bata í
gær, og einnig bámst honum
góðar óskir frá kvikmyndaleik-
stjóranum Milos Forman og
tónlistarmanninum Lou Reed.
Havel