Morgunblaðið - 06.08.1998, Page 6

Morgunblaðið - 06.08.1998, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sundmannakláði hjá börnum sem hafa vaðið í tjörn Fjölskyldugarðsins Mjög’ óþægilegur kláði en með öllu hættulaus í blóðagða í fuglum 5a Sundlirfurnar leita uppi fugl, bora sig inn í húðina og verða að fullþroska blóðögðum. Sundlirfur fuglablóðagða hika ekki við að bora sig inn um húð spendýra og geta valdið þar svæsnum útbrotum. Fullorðnar blóðögður lifa í blóðrás andfugla og máva. Þær verpa eggjum sem berast I þarma fuglanna og berast út I vatn með driti. 2 Þar klekst bifhærð lirfa úr egginu og... 3 ... lirfan leitar uppi vatnabobba (millihýsil) sem hún fer inn í. Þar verður kynlaus fjölgun. Urmull af sundlirfum yfirgefur vatnabobbann. Ljósmynd/Jens Magnússon Ljósmynd/Karl Sklrnisson SUNDLIRFA fuglablóðögðunnar Schistosoma. ÚTBROT á fótum barns sem vaðið hafði í vaðtjörninni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. ekki enn sem komið er. „Annars hafa vafa- laust margir læknar séð þetta, svona eitt og eitt tilfelli, án þess að átta sig á því, þar sem útlitið er alveg eins og að um venju- legt flóabit sé að ræða og því erfitt að greina þar á milli,“ segir hann og leggur áherslu á að sund- mannakláðinn sé alls ekki hættulegur en fyrst og fremst mjög óþægilegur. Urriði myndi éta snigilinn Tómas Guðjónsson, forstöðumaður Fjöl- skyldu- og húsdýra- garðsins, staðfestir að nokkrar kvartanir hafi borist síðustu þrjú sumur vegna Svokallaður sund- mannakláði hefur verið ^reindur í fyrsta sinn hér á landi. Margrét Sveinbjörnsdóttir leitaði skyringa hjá Karli Skírnissyni dýrafræðinffl á fyrirbærinu, sem greindist í ungum börnum. UNDANFARIN þrjú sumur og haust hafa komið upp nokkur tilfelli mikils kláða á fótum bama sem hafa leikið sér að því að vaða í grunnri tjörn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal, eða vaðtjöminni, eins og hún er kölluð í daglegu tali. Nú er komið í ljós að hér er á ferðinni svokallaður sundmannakláði og mun þetta vera í fyrsta sinn sem hann er greindur hér á landi. Kláð- ann orsaka litlar lirfur sem koma úr sniglum í vatninu en lifa annars í fuglum. Nú hafa verið sett upp skilti við tjörnina, en þar er gestum ráðlagt að vera í stígvélum, vilji þeir vaða út í tjömina. „I lok ágúst í fyrra komu til mín þrír krakkar sama daginn, allir með samskonar útbrot. Þegar ég fór að spyrjast fyrir kom í ljós að allir krakkamir höfðu verið að vaða í tjöminni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum skömmu áður. Þegar ég fékk þessa sömu sjúkra- sögu hjá þeim öllum þá fannst mér þetta svolítið sérkennilegt," segir Jens Magnússon, læknir á Heilsu- gæslustöðinni í Grafarvogi. Hann hafði samband við héraðslækninn í Reykjavík, Lúðvík Ólafsson, sem leitaði til Karls Skímissonar, dýra- fræðings á Tilraunastöðinni á Keldum, með ósk um rannsókn á fyrirbærinu, sem miðaði að því að athuga hvort eitthvert sníkjudýr gæti orsakað þessi einkenni. Hjá Karli vaknaði strax granur um að hér væri á ferðinni sund- mannakláði og með það í huga hófst Karl handa, ásamt Þorbjörgu Kristjánsdóttur, líffræðingi sem starfar í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum, við að safna vatnabobb- um úr tjörninni og rannsaka hvort í þeim væra sundlirfur Schist- osoma-fuglablóðagða. í ljós kom að um tíundi hluti vatnabobbanna reyndist vera sýktur af sundlirfun- um. Frekari athuganir leiddu í ljós að sömu sundlirfur voru einnig í sniglum sem safnað var í Reykja- víkurtjöm. Ögðumar lifa í blóðrás fugla og fara út í vatnið með driti Að sögn Karls er Schistosoma samheiti yfir allmargar tegundir fuglablóðagða, sem allar era sníkjudýr og lifa á fullorðinsstigi í blóðrás spendýra og fugla en lifa á lirfustigi í vatnabobbum. Hann tekur þó fram, til þess að koma í veg fyrir misskilning, að skyldar tegundir eru vel þekkt sníkjudýr í mönnum víða í Afríku, Ásíu og Suður-Ameríku og valda þær sjúkdómum sem ganga undir nafninu scistosomiasis eða bil- harziasis, en ekki er um þær að ræða hér. Karl lýsir lífsferli sníkjudýrsins þannig: „Fullorðnar fuglablóðögð- ur lifa í blóðrás andfugla eða máva sem halda til á tjörninni. Blóðögð- urnar verpa eggjum inni í æðum fuglanna. Oftast halda ögðurnar til í bláæðum í nánd við þarmana. Egg agðanna era með gadda sem rjúfa æðavegginn og berast þaðan yfír í þarm hýsilsins, þ.e. fuglsins, og fara áfram með dritinu út í um- hverfið. Lendi dritið í vatni klekst bifhærð lirfa úr egginu og lirfan leitar uppi vatnabobba sem hún fer inn í. Inni í sniglinum verður kyn- laus fjölgun og ógrynni myndast af u.þ.b. eins millimetra löngum sundlirfum, sem fullþroska yfír- gefa snigilinn og berast út í vatnið. Sundlirfurnar taka til við að leita uppi lokahýsil sinn, sem er einhver tiltekin tegund fugla sem oft halda sig á vatninu. Finni þær fuglinn, bora þær sig inn í gegnum húð hans og kasta sundhalanum en framhluti líkamans heldur áfram inn í æðakerfið og berst með blóð- rásinni til þarma, þar sem lirfan vex og dafnar og verður að lokum að kynþroska ögðum sem fara að verpa eggjum.“ Sundlirfan getur ekki lifað í mönnum Hér að ofan er lýst venjulegum lífsferli sníkjudýrsins, en þegar sundlirfur blóðagðanna sem lifa í fuglum taka upp á því að bora sig inn í gegnum húð manna, í þessu tilfelli barna sem vaða í tjörninni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, tekur ónæmiskerfi mannsins til starfa og kláðabóla myndast í kringum staðinn þar sem sundlirf- an freistaði inngöngu. Sé mikið af lirfum í vatninu geta kláðabólurn- ar orðið margar. Karl kveðst þó vilja taka það skýrt fram að sundlirfur blóðagða í fuglum geti aldrei þroskast í mönnum. Hann segir einnig að sundmannakláði sé vandamál víða um heim, m.a. í Norður- og Vestur-Evrópu, þar sem fólk syndir í tjörnum þar sem sýktir fuglar og sniglar halda til. Sýktir vatnabobbar vora sendir til greiningar til sérfræðings í fuglablóðögðum í Prag í Tékklandi, Libusa Kolarova. Þær rannsóknir era, að sögn Karls, enn í gangi og verður fram haldið nú í haust. Að sögn Jens era útbrotin sem koma þegar sundlirfan reynir að brjóta sér leið inn í húðina lík og eftir flóabit og kláðinn gengur yfir án meðferðar á nokkram dögum. Gott getur þó verið að bera á húð- ina kláðastillandi áburð og jafnvel að gefa andhistamínlyf til þess að draga úr kláðanum. Hann kveðst ekki hafa séð neitt tilfelli sund- mannakláða nú í sumar, a.m.k. kláða eftir að vaðið hafi verið í tjörninni. Hann segir að þó að allt bendi nú til þess að hér sé um hinn svokallaða sund- mannakláða að ræða, þá fáist sennilega ekki endanlega úr því skorið fyrr en í haust. „Annars er dálítið ertitt að fá þetta staðfest nema með góðum rannsóknum og það tekur jafnvel nokkur ár. Þeg- ar okkar rannsóknir eru komnar vel á veg og við erum viss í okkar sök, þá grípum við til ráðstafana. Það getur vel verið að það endi með því að við lokum tjörninni al- farið,“ segir hann. „Ef þetta er það sem við höldum að það sé, sem er ennþá ekki víst, þá er þetta mjög spennandi viðfangsefni, líf- fræðilega séð,“ segir Tómas, sem einnig er líffræðing«r. „Lausn á þessu finnst að mínu mati ekki nema á nokkrum árum, með rann- sóknum. Hér hefur verið samstaða um að beita líffræðilegum aðferð- um, en ekki auðveldum aðferðum eins og einfaldlega að eitra fyrir snigilinn, sem myndi drepast í hvelli. Það er lausn sem við í garð- inum erum ekki innstillt á,“ segir hann og bætir við að sú hugmynd hafi komið upp að sleppa í tjörnina urriða, sem þá myndi éta snigil- inn. „En til þess að beita þeirri að- ferð þurfum við að vera alveg viss um að það sé þetta sem við er að eiga.“ Formaður starfs- mannafélags Landsbankans Aldrei minnst á starfs- öryggi okkar ÞÓRUNN Þorsteinsdóttir, formaður starfsmannafélags Landsbanka íslands hf., sagð- ist aðspurð um viðhorf starfs- manna til viðræðna um kaup sænska SE-bankans á ráðandi eignarhlut í Landsbankanum velta því fyrir sér hvort það væri virkilega ætlun ráða- manna að selja bankann úr landi og gera hann að litlu úti- búi í SE-bankanum. „Það er það sem blasir við okkur,“ sagði hún. Þórunn sagði að hún sæi ekki annað en Landsbankinn yrði eins og lítið útibú í þeirri miklu bankasamsteypu sem SE-bankinn er ef af þessari yfirtöku yrði og það væri ekki hægt að segja að það hugnað; ist starfsfólki bankans. I Landsbankanum ynnu um 1.100 manns og sér fyndist það alvarlegt mál að í allri þessari umræðu um framtíð bankans væri aldrei minnst á starfsöryggi starfsmanna hans. Það virtist gegnum- gangandi hjá þeim stjóm- málamönnum sem fjölluðu um þessi mál að það væri eitthvað sem ekki skipti máli og sama gilti að sínu mati að flestu leyti um þá umræðu sem farið hefði fram um málefni Lands- bankans á Alþingi í vor. Bankinn seldur úr landi Þórann sagðist ekki sjá annað en að með þessu væri verið að selja bankann úr landi. „Þetta er ekkert annað en yfirtaka á bankanum og er það það sem landsmenn vilja? Vilja þefr selja stærsta bank- ann sinn úr landi? Við höfum sárar áhyggjur af þessum fyr- irætlunum og því óöryggi sem hlýtur að fylgja þeim,“ sagði Þórunn. Hún benti einnig á að ef SE-bankinn sæi sér ekki hag í rekstrinum væri engin trygg- ing fyrir því að Landsbankinn yrði rekinn áfram í núverandi mynd, enda yrði Island ein- ungis lítiO hluti þess markaðar sem SE-banldnn starfaði á. Starfsfólkið hefur áhyggjur af framtíð bankans Þórann sagðist verða vör við áhyggjur starfsfólks vegna þessa. Bankinn hefði að vísu gengið í gegnum erfitt tímabil í vor. „Það er mitt mat að þar hafi hreinlega verið um aðför að ræða, vegna þess að maður sér að það er önnur meðhöndl- un sem Búnaðarbankinn fær. Fólk dofnar gagnvart allri þessari umræðu og fer bara að yppa öxlum og telur þetta eitt- hvað sem við verðum að láta yfir okkur ganga eins og allt annað,“ sagði hún ennfremur. Hún benti einnig á áð það samræmdist ekki yfirlýsing- um um dreifða eignaraðild að selja einum aðila svo stóran hlut í Landsbankanum, en þær yfirlýsingar hefðu ítrekað komið fram, meðal annars hjá bankamálaráðherra við af- greiðslu laga um hlutafjár- væðingu rikisbankanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.