Morgunblaðið - 06.08.1998, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 06.08.1998, Qupperneq 56
56 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 IMINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OLAFUR THORARENSEN + Ólafur Thorar- ensen fæddist í Reykjavík 4. apríl 1939. Hann lést hinn 27. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru séra Jón Thoraren- sen, fv. prestur í Neskirkju, fæddur 31. október 1902, dáinn 23. febrúar 1986, og kona hans Ingibjörg Ólafsdótt- ir Thorarensen, f. 2. mars 1905, d. 24. mars 1992. Systur Ólafs eru Hildur, fædd 1931, og Elín, fædd 1934, dáin 1994, og hálfbróðir hans er Aðalsteinn, fæddur 1925. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Þóra Ölversdóttir, fædd 3. ágúst 1939 í Neskaupstað, dótt- ir Ölvers Guðmundssonar út- gerðarmanns, f. 6. apríl 1900, d. 11. febrúar 1976, og konu hans Matthildar Jónsdóttur, f. 16. september 1904, d. 26. septem- ber 1989. Dóttir Ólafs og Þóru Ólafur Thorarensen vinur minn er látinn, kallaður burt úr dagsins önn á einu augnabliki. „Ég hringi til þín eftir veðurfréttir," hafði hann sagt um eftirmiðdaginn. Við vorum að leggja á ráðin um viðgerðaferð í sumarbústað. Mig var farið að lengja eftir viðtalinu þegar síminn hringdi. Dáinn. Atvik úr lífí okkar rifjast upp og líða fyrir hugskotssjónum: Óli snyrtilegur og vatnsgreiddur að semja vinnubók um sjávarútveg hjá Guðmundi Pálssyni, kennara í Mela- skóla, handlaginn og duglegur í smíðum, skotfastur í handbolta, enda bráðþroska, karlmannlegri en við litlu guttamir. Heima á Ægis- síðu lærðum við að hlusta á Lizt og Chopin, síðar á óperur - sérstaklega Verdi og þá í félagi við séra Jón, þann elskulega mann. Þeir feðgar kenndu mér að borða hákari. Áhugi á ljósmyndun vaknar og við göngum í Félag áhugaljósmyndara, fræð- umst um framköllun, stækkun, myndform og myndbyggingu. Færir í flestan sjó, tökum listrænar mynd- ir af fegurðarsamkeppni í Tívolí. í gagnfræðaskóla tók Óli virkan þátt í félagslífí, í árshátíðamefnd, lék í leikritum, söng raddað - Kata litla í koti og Abba labba lá. Hann var vinmargur og þekkti að mér fannst annan hvem mann þegar við gengum „Rúntinn“. Eftir stutta vem í menntaskóla tók Stýrimannaskólinn við og að honum loknum sjómennskan, fyrst sem háseti, þá stýrimaður og sldp- stjóri. Hann sigldi mikið milli Bandaríkjanna og Evrópu, með ávexti í Miðjarðarhafinu og með skreið til Nígeríu. Það var frá mörgu að segja, skrifast á og stund- um hringt þegar hann átti leið suð- ur með landinu. Á þessum áram gekk hann að eiga Þóra Ölversdóttur og eignuð- ust þau sína einkadóttur, Ingi- björgu, augasteininn sinn. Að siglingum loknum kom Óli í land og starfaði m.a. hjá Austur- bakka og Skipafélaginu Víkum og loks við eigið fyrirtæki, Granít, leg- steinagerð. Alltaf var Óli sami góði drengur- inn. Óéndanlega hjálpsamur og greiðvikinn og svo sannarlega þótti honum sælla að gefa en þiggja. Matmaður var hann ágætur og stundaði það áhugamál sitt á hverj- er Ingibjörg, f. 17. september 1974, há- skólanemi. Ólafur lauk far- mannaprófí frá Stýrimannaskólan- um í Reykjavík 1964 en hóf sjó- mennsku árið 1955 sem háseti. Hann var stýrimaður hjá Eimskip, Jöklum og Víkum árin 1960-1969 og leysti af sem stýrimaður árin 1970-1972 en leysti einnig af sem skipstjóri árin 1978 og 1980. Ólafur starfaði hjá heildversl- uninni Austurbakka á árunum 1969-1977, hjá skipafélaginu Víkum frá 1977-1984 er hann stofnaði legsteinafyrirtækið Granít sf. ásamt öðrum. Frá ár- inu 1996 starfaði hann sjálf- stætt við ymis störf. títför Olafs fer fram frá Foss- vogskirkju, í dag, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. um fostudegi með nokkram vinum sínum. Ferðalög vora honum einnig hugleikin og undanfarin ár vora það Ítalía og Rómaveldi sem áttu hug hans allan. Það er margs að minnast og margs að sakna. Mestur er þó sökn- uður fjölskyldunnar, eiginkonu, dóttur og systur, sem sjá á bak blíð- um, traustum og umhyggjusömum ástvini. Megi góður Guð styrkja þær í sorginni. Vertu sæll Óli, kæri vinur. Haukur Filippusson. í dag er til moldar borinn vinur minn og æskufélagi Ólafur Thorarensen. Það var rétt fyrir há- degi að síminn hringdi og spurt var eftir Ásgeiri frá Bollagörðum. Það var hún Þóra, sem sagði mér að maðurinn sinn, hann Óli, hefði látist daginn áður, mánudaginn 27. júlí. Mig setti hljóðan. Við Oli Thór, eins og vinir hans kölluðu hann, voram mjög samrýndir til margra ára. Óli fæddist 4. apríl 1939 og var því aðeins hálft ár milli okkar. Kynni okkar hófust þegar faðir hans, sr. Jón Thorarensen, varð sóknarprestur í Nesprestakalli. Þá urðu mæður okkar leiðandi í starfí safnaðarins. Þetta var við lok her- námsins og Seltjarnamesið fullt af ævintýram. Við Óli urðum óaðskilj- anlegir leikfélagar og vinir og deild- um sömu áhugamálum. Víðátta Sel- tjamamess og Bollagarðafjaran heillaði Óla jafn mikið á sumrin og gortið á Brávallagötunni, þar sem Óli ólst upp, heillaði mig þegar við strákamir frömdum saklaus stráka- pör og leiki á vetuma. Ekki mátti á milli sjá hvort hjónabandssælan hennar Ingibjargar móður Óla var betrí en kleinumar hennar mömmu. Ég minnist með hlýju áhugamáls okkar, þegar við söfnuðum og skráðum egg alls þess fjölda fugla sem þá verptu á Seltjamamesi. Öli átti líka sterk ítök í söfnun eggja margra bjargfugla. Á fullorðinsár- um gáfum við þetta ágæta safn bamaskólanum á Seltjamamesi. Það vora ófáar veiðiferðirnar, sem við vinimir fórum á Bolla, ára- bátnum hans pabba. Þá reram við út á Boða eða út í eyjamar á Kolla- firði og lentum í ævintýram. Óli var miklu betrí að róa en ég. Elsku Þóra mín, Ingibjörg, Hild- Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. ur og Aðalsteinn; megi Guð veita ykkur styrk í sorg ykkar. Ásgeir frá Bollagörðum. Ég minnist þess skýrt þegar við Óli Thor fundumst fyrst, slétthúðað- ir menntaskólabusar, uppfullir af spumingum og blönduðum tilfinn- ingum gagnvart því nærliggjandi framtíðarverkefni að ráða lífsgátuna. Það var þama í Bankastrætis- brekkunni þennan gráslyddudag, sem mér ungum jókst skyndilega svo auður skv. hljóðan Hávamála, að auðigur þóttumk/er ek annan fann. Saman minntumst við oft þessarar stundar. Óli var þá þegar orðin þekkt legenda, lífsglaður prestsstrákur, sjarmatröll, töluverður heimsmaður, ljósmyndasmiður, mjúkim og hlýr og umfram allt tryggur félagi í þeim hópi, sem þá bar tignarheitið Vestur- bæjarklíkan og ég gat svo smyglað mér inní mér til ævarandi heilla. Svona leit þá þessi Óli Thor út! Þetta varð upphafið að ævilangri vináttu, sem kunni ekki annað en að vaxa innaní okkar sameiginlega vinahópi. Innan tíðar gátum við átt það til að draga okkur útúr þeim æv- intýram til að leggja á fón „longplay- ing“-plötu og hlusta einir saman. Rachmaninoff, Verdi, Chopin mættu hvað fyrstir til strangrar stúdering- ar; síðan hersing annarra tónsnill- inga og flytjenda að meðtaka lárvið- arsveigi eftir þeirri náð, sem þeim var útdeild hverju sinni. Á þeim stundum lærðist okkur sú list að þegja saman og nærveran ein skipti öllu. Oft. Oft. Og æ síðan hefur Oli verið að kenna mér um innihald vin- áttunnar með nærvera sinni, breytni og eiginleikum. í návist hans fundust straumar mildi, hlýju, fordómaleysi og gjöfullar gæsku. Ekki varð hon- um bifað til umtalsillsku. Látleysi: lífsvihorf hans bar sterkt mót af há- vaðalausri andúð á gauragangi nú- tímans, síbyljandi innsogsupplýs- ingamiðlun um ekkert. Átti til góð- legt glens um uppastreð, vegtyllupot og sjálfsdýrkun, jafnvel þegar hann mátti umbera einhver slík sporða- köst hjá sjálfum vini sínum. Hjálp- semi var hans aðalsmerki, það munu allir votta. Sú hjálp, sem hann átti sí- fellt til reiðu samstundis var ávallt að vandvirkni og atfylgi miklu meiri og langvinnari en beðið var um. Einsog trygglyndið. En í gjafmildi kenndi Óli mér þó mest. Sígefandi. Tilefnislaust. Uglur handa uglusafn- aranum. Plötur. Sífellt sjálfan sig. Drengur góður. Slíkur, að ég varð af og til að monta mig af því, að við ættum til frændsemi að rekja. Nú er Óli vinur minn og frændi allur. Skyndilega horfinn. Eftir situr söknuðurinn. Treginn. Og hin áleita spuming: ræktaði maður garðinn sinn? Síðasta kennslustundin er runnin upp. Aftur Hávamál: Vin sínum skalmaðurvinurvera og gjalda gjöf við gjöf. 0g geði skaltu við þann blanda og gjöfum skifta, fara að finna oft. Fór maður að finna nógu oft? Gjalt maður gjöf við gjöf? Hugsum þetta öllum stundum. Þetta kunni Óli. Og eftir lifa minningar. Unglings- áranna plötustundir eða glannaleg- ar ævintýratilraunir þeirra tíma. Óvænt skyndimæting undirritaðs með brotna paraply eina farangurs á kajann í Hamborg, eftir að hafa sem stúdent í Miinchen séð í reglu- bundnu eftirliti um heimssiglingar Óla stýrimanns, að þangað væri hans von innan tíðar. Ferðalög ásamt Bjama frænda í Skagafjörð eða kúlukallaferð ásamt Loga til Portúgal. Nú löngu aflagðar þaul- setur um langar nætur, þegar seint ætlaði að ganga að gera Bachusi nógu sæmileg skil, linnulaus faðm- lög og ástarjatningar. Margra ára samfylgd á Sinfóní- una. Og ekki sízt 14 ára vikuleg föstudagssymposia í hópi fóst- bræðranna Hauks og Reinholds, aldrei annað en helgar stundir. Við hinir munum reyna að rækta áfram. En mjög hefúr nú gengið á auð- legð Ólalauss Óla, þegar höfuðstóll- inn úr Bankastrætinu forðum er brottnuminn. Sorg hreiðrar um sig í Bjarmalandi 20. Engri manneskju leiðst að kalla Kristínu „Stínu“ nema þegar sérleifishafinn, öðling- urinn hennar, sagði Elsku Stína mín. Og mýkra faðmlag en frá Óla hefur Kata „frænka" heimasæta enn ekki prófað. En hvað er þá okk- ar tregi á móti þeim missi, þeirri kreppu, sem þær mega þola, Þóra, Inga og Hildur. Megi almættið veita ykkur styrk, huggun og blessun um alla framtíð. Sjálfur get ég að lokum verið forlögunum sárreiður, en við Kristín aðeins sagt: Vertu kært kvaddur. Þökkum þér allar þínar gjafir, okkar dýri vin, Óli Thor. Ólafur Mixa. Það var erfitt að fá andlátsfrétt Óla vinar míns símleiðis til útlanda í síðustu viku. Þremur dögum áður BERT LINDSTRÖM + Bert Lindström fæddist í Stokk- hólmi 13. mai 1922. Hann lést í Stokk- hólmi 10. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Hjalmar Lindström, banka- maður, og Anna Lisa, f. Carlson. Bert lætur eftir sig eiginkonu, Birgittu Dahl, f. Es- sén, og börn hans eru Nina Thomas og Anna. títför Berts fer fram frá Djurökirkju í dag. í dag er til grafar borinn frá Djurökirkju utan við Stokkhólm Bert Lindström fyrrverandi aðal- bankastjóri Norræna fjárfestingar- bankans í Helsingfors. Bert Lindström var fæddur i Stokkhólmi,og var 76 ára þegar hann lést. Að loknu prófi frá Viðskiptahá- skólanum í Stokkhólmi 1944 réðist hann til hagrannsóknarstofnunar heildsölusamtakanna í Svíþjóð. Þar varð hann forstöðumaður árið 1946. Hann stundaði síðan nám í Banda- ríkjunum og Frakk- landi og sinnti rann- sóknarverkefnum íyrir ýmis sænsk fyrirtæki áður en hann lauk ekon.lic.-prófi 1951. Að því loknu hóf hann störf hjá skógariðnaðar- og pappírsfyrirtækinu SCÁ, þar sem hann varð aðstoðarfram- kvæmdastjóri. Frá SCA réðist hann til Grángesbergsfyrirtæk- isins, en þar var hann framkvæmdastjóri 1959-1963, þaðan lá leiðin í stöðu forstjóra sænsku málmframleiðslusamsteypunnar Lamco, sem hafði framleiðslu í Lí- beríu. Árið 1964 var hann ráðinn banka- stjóri Götabanken. Því starfi gegndi hann til ársins 1971, er hann varð forstjóri stórblaðsins Dagens Nyhet- er. Þaðan lá leiðin 1972 til Samein- uðu þjóðanna, þar sem hann var að- stoðaríbrstjóri Þróunaraðstoðar SÞ í New York í fjögur ár. Þegar Nor- ræni fjárfestingarbankinn (NIB) hóf starfsemi sína árið 1976 varð Bert fyrsti aðalbankastjóri bankans. Það var NIB mikið lán að fá í upphafi til forystu mann eins og hafði ég hringt til hans frá Kaup- mannahöfn þar sem við hjónin vor- um þá nýlent eftir flug frá íslandi og var hann mjög hress í símanum. Upphaf að okkar kynnum var í Liibeck í Þýskalandi árið 1977. Hann kom þar um borð í Eldvík sem stýrimaður en ég var þá vél- stjóri og höfðum við verið með skipið í dokk í Hamborg og vorum að ljúka ýmsum viðgerðum, óhrein- ir upp fyrir haus og skipið allt heldur illa útlítandi. Oli sagði mér seinna að sér hefði eiginlega ekk- ert litist á útganginn um borð við fýrstu sýn, en þarna hittumst við í fyrsta skipti og upp frá því lágu vegir okkar saman í gegnum þykkt og þunnt. Við unnum báðir fyrir Skipafélagið Víkur, bæði til sjós og lands, í mörg ár. Við stofnuðum seinna saman fyrirtækið Granít sf. Legsteinar, rákum það í nokkur ár og ferðuðumst mikið saman erlend- is á vegum þess, seldum það síðan, en keyptum það aftur nokkrum ár- um síðar og höfðum nýlega selt það í annað sinn dóttur minni og tengdasyni. Óli hafði þó síður en svo sleppt hendinni af fyritækinu og var nýju eigendunum hjálpar- hella á margan hátt. Aldrei bar skugga á samvinnu okkar og vin- áttu. Slíkan vin sem Óla er bara hægt að eignast einu sinni á lífsleiðinni og erum við hjónin svo heppin að hafa eignast hann sem vin. Öli var í orðsins fyllstu merkingu mannvin- ur sem vildi öllum gott gera og tal- aði aldrei illa um aðra, hann var mjög einlægur og hreinskilinn og greiðviknari manni höfum við ekki kynnst. Nú er skarð fyrir skildi og sökn- uður okkar er mikill, við eigum erfitt með að horfa til framtíðar án Óla, en öll sár gróa um síðir og hann hefði síst af öllu viljað að menn færu út af sporinu þó að hans nyti ekki lengur við og verðum við að reyna að sætta okkur við orðinn hlut. Lífið verður öðruvísi héreftir, þegar ekki er lengur hægt að slá á þráðinn til Óla og ræða þessa hversdagslegu hluti sem allir era að fást við daglega, en svo mikil- vægt er að geta talað um við vini sína. Þótt missir okkar sé mikill er hann sjálfsagt smámunir miðað við það sem fjölskylda Óla stendur nú frammi fýrir. Við vottum einlæga samúð okkar Þóru eiginkonu hans, Ingibjörgu dóttur hans og systur hans Hildi, Guð gefi þeim styrk í sorginni svo og öllum hans fjöl- mörgu vinum. Logi og Helga. Bert Lindström með óvenju fjöl- breytta og árangursríka starfs- reynslu á sviði iðnaðar, viðskipta, bankastarfsemi og þróunarstarfs. Þessi víðtæka reynsla nýttist hon- um vel á vegum NIB. Sá sem þetta skrifar átti því láni að fagna að kynnast Bert vel. Fyrst sem stjórnarmaður í NIB frá upp- hafi og síðar voru kynnin endumýj- uð, þegar ég tók við starfi sem aðal- bankastjóri NIB vorið 1994. Með okkur tókst gott samstarf og vin- átta. Á tíu ára starfstíma Berts hjá NIB var grannurinn lagður að efl- ingu bankans. Það að bankinn nýtur viðurkenningar sem eitt Ijósasta dæmið um árangursrfka norræna samvinnu og nýtur jafnt trausts at- vinnulífs og fjármálastofnana á Norðurlöndum sem á alþjóðvett- vangi, er ekki síst Bert Lindström að þakka. Hann hafði góða hæfi- leika til þess að laða menn til sam- starfs og var óþreytandi að kynna NIB og efla tengsl hans við norræn fyrirtæki, heima og erlendis. Bert Lindström sýndi íslenskum málefn- um alla tíð mikinn áhuga og stuðlaði að lánveitingum NIB til mikilvægra verkefna á Islandi. Hann var sæmd- ur stórriddarakrossi íslensku fálka- orðunnar árið 1986. Ég minnist hans með söknuði og þakklæti. Eftir lifir minningin um vitran mann og góðgjaman og góð- an vin. Ég sendi fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Jún Sigurðsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.