Morgunblaðið - 06.08.1998, Síða 67

Morgunblaðið - 06.08.1998, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 67 FÓLK í FRÉTTUM Mannskap- góðum gír ÞAÐ VORU færri að skemmta sér eu vanalega um verslunar- mannahelgina í Reykjavík. En þar sem fólk var samankomið var einstaklega góð stemmning, því þessa helgi myndast oft skemmtileg eining hjá þeim sem verða eftir í bænum. Á Kaffi Reykjavík var hljóm- sveitin Sixties að leika fyrir dansi, og ekki vantaði stuð í mannskapinn á þeim bænum. Jó- hann Goði Rúnarsson, yfirþjónn á staðnum, segir hljómsveitina oft spila hjá þeiin því strákarnir standi sig alltaf vel, nái upp góðu stuði og það sé það sem gildi á skemmtistöðum. „Við höfðum opið i öllu húsinu, bæði uppi og niðri, og það var mikil stemmning. Miklu meiri en við gerðum okkur vonir um þessa heigi.“ Guðmundur Gunnlaugsson, trommuleikari Sixties, segir tak- mark sveitarinnar að skemmta fólki. Þess vegna flytji þeir lög sem flestir geti haft gaman af eins og bítla- og diskólög ásamt því efni sem þeir hafa gefið út á piötu. Ofugt við margar aðrar hljómsveitir dregur Sixties sig í hlé á sumrin og leyfir þá sumar- hljómsveitunum að komast að. Upp úr verslunarmannhelgi byijar svo ballið að nýju, Sixties fer út um allt land og spilar á hinum ýmsu uppákomum. „Við erum alveg tilvalin árshátíðar- hljómsveit," sagði trommarinn að lokum. urinn í SIXTIES voni í góðu stuði eins og vanalega; Einar Þorvaldsson gítai-Ieik- ari, Rúnar Örn Friðriksson söngvari og Bergur Birgisson bassaleikari. KATRIN Rúnarsdóttir og Margrét Karlsdóttir ætluði ekki að missa af verslunarmannahelgi í Reykjavíkurborg. Morgunblaðið/Jón Svavarsson VILHJÁLMUR Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Ásdis Einarsdóttir og Óskar Þórðarson fengu sér hressingu áður en þau skelltu sér í' dansinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.