Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 21 Nótaskipaflotinn dreifður um allan sjó Rólegt á öllum vígstöðvum NÓTASKIPAFLOTINN hefur ver- ið að tínast til veiða eftir verslunar- mannahelgina og verður stærsti hluti hans á loðnuveiðum fram til 15. ágúst en þá tekur í gildi bann við loðnuveiðum fram til haustsins. Að- eins voru tvö skip að loðnuveiðum um verslunarmannahelgina, Há- berg GK og Grindvíkingur GK, en fengu lítinn afla. Fleiri skip hafa siglt á miðin eftir helgina en afla- brögð verið mjög léleg og jafnvel verri en þau voru í síðustu viku. Þó nokkur nótaskip hafa horfið til ann- arra veiða. Nokkur skip eru nú á kolmunnaveiðum suðaustur af land- inu og fimm skip eru á leiðinni í færeysku lögsöguna til makrílveiða. „Sultan“ til vandræða I gær voru 14 loðnuskip á miðun- um um 100 sjómílur norður af Kol- beinsey eða á leiðinni þangað. Litl- um sögum fer af aflabrögðum og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins fást nú aðeins 10 til 30 tonn í kasti. Skipin hafa auk þess lent í vandræðum vegna svokallaðrar „sultu“ en það eru marglyttuflekkir, sem setjast í nætumar og þyngja þær mjög. Mikill fjöldi norski-a loðnuskipa er einnig á miðunum. Fjölmörg erlend loðnuskip lönd- uðu slöttum hér á landi um síðustu helgi, samtals um 10 þúsund tonn- um. Alls hefur verið landað rúmum 303 þúsund tonnum af loðnu hér- lendis á vertíðinni, þar af tæpum 94 þúsund tonnum af erlendum skip- um. Langmest hefur borist til SR Mjöls hf. á Siglufirði eða um 43 þús- und tonn. Um 30 þúsund tonnum hefur verið landað hjá SR Mjöli á Seyðisfirði og um 28 þúsund tonn- um hjá Síldarvinnslunni hf. í Nes- kaupstað. Lítil kolmunnaveiði Hafrannsóknastofnun mældi í tveimur leiðangrum fyrr í sumar um 1,5 milljónir tonna af kolmunna innan íslensku landhelginnar suð- austur af landinu. Nokkur nóta- og togveiðiskip hafa nú eftir helgina reynt við kolmunnann en orðið lítið ágengt að sögn Hálfdáns Hálfdáns- sonar, stýrimanns á Berki NK, en skipið var í gær að veiðum vestur af Þórsbanka. Auk Barkar NK var Hólmaborg SU einnig á kolmunna- veiðum í gær og Huginn VE á leið- inni á miðin. Þorsteinn EA og Gard- ar E A hafa einnig verið við veiðarn- ar síðustu daga. Kolmunninn er veiddur í flottroll og Hálfdán segir hann dreifðan og lítinn afla í hverju hali. Hann segir togað í 10 klukku- tíma eða meira og aflann aðeins í kringum 30 tonn í hali. „Stærri og öflúgri skip hafa hins vegar fengið þokkalegan afla hér síðustu daga. Til dæmis hefur færeyska skipið Kristján í Grjótinu fengið ágætan afla en hann er hér við veiðar,“ sagði Hálfdán. Gott verð fyrir makrílinn Fimm íslensk nótaskip hafa leyfi til makrílveiða innan færeysku lög- sögunnar og héldu þau á miðin í gær og í fyrradag. Skipin eru Elliði GK, Sighvatur Bjarnason VE, Ant- ares VE, Bjarni Ólafsson AK og Jóna Eðvalds SF. Makrílveiðin hefst vanalega í kringum 10. ágúst á svæðinu. Þessi sömu skip voru einnig á makrflveiðum innan fær- eysku fiskveiðilögsögunnar á síð- asta ári með þokkalegum árangri og var aflanum þá landað í Noregi og í Færeyjum. Mikilvægt er að koma með makrflinn sem ferskastan að landi og því geta skipin ekki verið nema takmarkaðan tíma að veiðum hverju sinni. Runólfur Hallfreðsson, útgerðarmaður Bjarna Ólafssonar 5 gerðir - margir litir 60 ára frábœr reynsla. //// Einar Farestvett&Caht Borgartúnl 28 TT 542 2401 og 542 2900 Er*nmr Morgunblaðið/Sigurgeir NOTIN tekin um borð fyrir siðustu törnina á sumarloðnuvertíðinni. AK, segir að verði hins vegar h'til veiði verði makrflhnn að öllum lík- indum flakaður eða frystur um borð. Hann segist gera ráð fyrir að skipið fari á kolmunna að makríl- veiðunum loknum. Eftir nokkru er að slægjast því makríllinn er verðmæt afurð. Á síð- asta ári fengust að jafnaði 60 til 70 krónur fyrir kflóið en allt að 100 krónur fyrir dýrustu flokkana. Þeir sem Morgunblaðið ræddi við telja að verðið sé svipað nú og í fyrra. Ki'tctien/lkicfl Draumavél heimilanna! Vegleg bráðargjöfi ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! ItEIO Sértilboð á barnahjálum TREK 800 SPORT TREK 820, 27 gíra Shimano Alivio, krómólí stell og V-bremsur á kr. 28.36 I (ábur kr. 37.816) GARY FISHER PIRANHA: 21 gíra Shimano Acera-X, krómólí stell og V- bremsur á kr. 23.680 (áður kr. 31.573) Krómólí/stálstell me æyangri ábyrgð Breið gróf- mynstruðdekk V-bremsur Vandaði bunaður eins órs ábyrgð HJÓLAFATNAÐUR OG HJÓLATÖSKUR Ýmsar gerðir með 50% afslætti! (áíurkr.l5.679) Sterkar álfelgi Hjálmatilboð kr. 500 Kr. 19.849; (aður kr. 27.191,-1 SÉRTILBOD Á TREK HJÁLMUM 99% ohSéttorí Helstu útsölustaðir: ÖRNINN REYKJAVÍK - Pípó Akranesi - Olíufélag útvegsmanna (safiröi - Hegri Sauðárkróki - Sportver Akureyri - KÞ Húsavík - Króm & hvítt Höfn - Klakkur Vík - Skeljungsbúðin Vestmannaeyjum - Hjólabær Selfossi - Birgir Oddsteinsson Hveragerði - Músik og Sport Hafnarfirði - Stapafell Keflavík - Hjólið Seltjarnarnesi. SKEIFUNNI T T VERSLUN SÍMI 588-9890 VERKSTÆÐI SÍMI 588-9891 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-16 RAÐQREIÐSLUR Tilboðið stendur aðeins í nokkra daga á örfáum hjólum af árgerð 1998 ALLIR LINUSKAUTAR MEÐ 30% AFSLÆTTI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.