Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SUMARRÓS (Rósa) GUÐJÓNSDÓTTIR, Hrafnistu í Reykjavík, lést á Hrafnistu aðfaranótt þriðjudagsins 4. ágúst. Guðmundur J. Jónsson, Jón H. Guðmundsson, Hrafnhildur Matthíasdóttir, Svanhildur Guðmundsdóttir, Pálmi Stefánsson, Karl Kristján Guðmundsson, Alla Ólöf Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, fóstursonur, bróðir og barnabarn, JÓHANN ÞÓR JÓHANNSSON, Háengi 8, Selfossi, lést af slysförum mánudaginn 3. ágúst. Jóhann Þorvaldsson, Dagbjört K. Ágústsdóttir, Hulda Snorradóttir Jóhann Finnsson, Snorri Þór Jóhannsson, Þorsteinn Jóhannsson, Ágúst Jóhannsson og aðrir aðstandendur. + Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN RÚNAR SIGURÐSSON vélvirki, Trönuhjalla 19, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 7. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sveinn Pálsson, Margrét Eyjólfsdóttir, Anna Finnbogadóttir, Jón Ingimar Jónsson, María Finnbogadóttir, Kristinn Tómasson, Aðalheiður S. Jónsdóttir, William D. Chalmers, Helena Jónsdóttir, Númi Jónsson, Rúnar Þór Jónsson og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI MAGNÚS INGÓLFSSON, Drekagili 18, Akureyri, sem lést þriðjudaginn 28. júlí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju á morgun, föstudaginn 7.ágúst, kl. 13.30. ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR + Þórdís Ólafs- dóttir fæddist á Vindási í Kjós 19. júní 1908. Hún lést á Landspítalanum 27. júlí síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Dómkirkj- unni 4. ágúst. Mér finnst ég verða að skrifa nokkrar línur um Þórdísi mína sem jarðsett var þriðjudag- inn 4. ágúst. Þótt ekki væri annað en í þakk- lætisskyni, því lofgrein hefði ekld verið í anda hennar. Við skiptum eflaust hundruðum sem eigum að- stoð hennar að þakka við fæðingar. Ef við allar tækjum upp penna myndi það fylla mörg Morgunblöð. Okkar kynni urðu fyrst haustið 1957 er ég gekk með fyrsta barn mitt, og var enn í foreldrahúsum. Eg mun seint gleyma er ég sá hana í fyrsta sinn. Inn gekk fínleg kona, bein í baki með fallega greitt hár og kápu hnepptri upp í háls. Er hún var búin að hneppa kápunni frá sér og hengja upp á herðatré sneri hún sér við að sagði lágt „sæl, ég heiti Þórdís Ólafsdóttir". Állar hreyfingar og allt í fari hennar var það sem við kölluðum „akkurat". Eg var nýlega orðin 18 ára, og er ég leit á hana virkaði hún frekar stíf, og ég vissi varla hvað ég átti að segja eða gera. Hún hafði tyllt sér, svo sagði hún lágt og pírði augun um leið „er ekki best að fara að líta á þig“. Hún skoðaði mig án þess að segja orð, og sagði svo í aðeins hærri tón „þetta virðist allt líta vel út“. Síðan ræddu hún og móðir mín saman. Eg hafði tekið þá ákvörðun að eiga barnið heima. Hún kom tvisvar eftir þetta, áður en að fæð- ingunni kom sem var á sjálfan að- fangadagsmorgun, þegar jólaundir- búningurinn stóð sem hæst. Þórdís var sótt heim á Barónstíg þar sem hún bjó þá. Veðrið var hið versta, blindbylur og rok. Nú fann ég að traustari, rólegri og yndislegri manneskju gat ég ekki haft hjá mér við fæðinguna. Þórdís hringdi í Jónas Bjarnason lækni og það var rétt að hann kæmist i tíma frá Hafnarfirði vegna veðurs. Enda sagði hann að hann myndi seint gleyma þessum aðfangadegi. Mamma hafði orð á hvað snör og örugg handtökin væru hjá Þórdísi, hún sannanlega gerði allt það sem hægt er að gera fyrir konu sem er að fæða. Þetta gerði mig óhrædda og örugga. Er fæðingunni lauk kl. 15.05 var hún sko ekki að flýta sér heim, nei hún var hjá okkur til að verða 6 á sjálfu aðfangadags- kvöldi. Hún kom á hverjum degi í 10 daga á eftir og fyrstu 5 dag- ana tvisvar á dag, þrátt fyrir jólahátíð- ina. En Þórdís mín átti ekki bara eftir að vera viðstödd þessa einu fæðingu hjá mér held- ur sex í viðbót. Síðustu tvö skiptin sagði hún ,Áslaug mín, þú veist að nú er ég hætt.“ Hún var rúmlega 69 ára er hún tók á móti síðasta barninu mínu árið 1977, sem skírður var Andrés Þór, í höfuðið á bæði henni og Andrési Ásmundssyni lækni, sem hafði ver- ið viðstaddur fimm fæðingar hjá mér við að aðstoða Þórdísi. Eg hafði ákveðið að ef barnið yrði stúlka þá myndi hún heita Þórdís. Samband okkar í 41 ár hefur alltaf haldist með heimsókn frá mér eða börnunum á aðfangadag og svo með símasambandi. Þórdís var fædd 19. júní, á baráttudegi kvenna, barátta og dugnaður áttu vel við hana. Hljóðlega lét hún skoðanir sínar óhikað í ljós. Hún var stolt af barnabömunum sínum, sem bjuggu lengst af á sama stað og hún, er hun hafði íbúð á jarðhæð hjá Braga syni sínum. Eg hringdi í hana 19. júní sl. þegar hún varð 90 ára en var þó of veikburða til að taka á móti gestum. Meðan ég var að tala við hana komu starfsstúlk- urnar á Seljahlíð og færðu henni af- mæliskaffi og sungu fyrir hana „Hún á afmæli í dag“. Hún bað mig um að koma fljótlega í heimsókn, en þó ekki á miðvikudögum kl. 2 því þá væri hún í hárgreiðslu. Alltaf jafn „akkurat". Hún sagði í síðasta símtali okkar að nú væri hún orðin ansi þreytt. Nú hefur Þórdís mín fengið hvfldina. Takk fyrir allt, Þórdís mín. Guð gefí þér frið. Áslaug H. Kjartanson og fjölskylda. Markús Túllíus Cíceró rómversk- ur stjórnmálamaður og rithöfundur sem uppi var fyrir meir en tvö þús- und árum sagði: „Þau eru farsælust ævilok er náttúran leysir upp það sigurverk sem hún sjálf setti sam- an, meðan hugsun vor er enn skýr og skynfærin óslævð." Á þann veg urðu ævilok Þórdísar Olafsdóttur Ijósmóður. Hún var þrotin að kröft- um en hugsunin ótrúlega skýr fram á síðustu stund. Það var Ijúft að GUNNAR FREYSTEINSSON Björg Sigurjónsdóttir, Margrét Árnadóttir, Heimir Tómasson, Auður Árnadóttir, Snæbjöm Sigurðsson, Gunnlaug Árnadóttir, Gunnar Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug til okkar við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HRAFNHILDAR STEFÁNSDÓTTUR, Brekkutúni 11, Sauðárkróki. Stefán Guðmundsson, Ómar Bragi Stefánsson, María Björg Ingvadóttir, Hjördfs Stefánsdóttir, Kristinn Jens Sigurþórsson, Stefán Vagn Stefánsson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir og barnabörn. + Gunnar Freysteinsson fædd- ist á Selfossi 27. apríl 1970. Hann lést í bflslysi 5. júlí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 15. júli. Maður getur endalaust spurt af hverju en fær ekkert svar. Góður vinur og félagi er fallinn frá, öllum að óvörum. Gunna kynntumst við fyrst á Ási í Noregi þar sem við vor- um við nám. í svo litlum íslendinga- hóp fjarri heimaslóðum kynnist fólk vel og heldur sambandi áfram þó svo að leiðir skilji þegar heim er komið. Skógræktin hélt okkur sam- an fyrst í stað þegar heim var komið og við bjuggum á Norðurlandinu en nálægðin varð enn meiri þegar við fluttum á Suðurlandið. Gunni var einstakur. Þessi „ljós- hærði víkingur“ okkar Islendinga í Noregi mætti teinréttur og tíguleg- ur í fasi í sunnudagskaffí Asverja - sem reyndar var haldið á laugar- dögum. Hann hafði tekið Norðmenn sér til fyrirmyndar og mætti stund- víslega og þá gjarnan fyrstur því við hin héldum Islendinga sið og mætt- um seint sem slapp samt. Hann var alltaf eins og eðlilegur; kastaði kveðju á alla sem komu og laumaði út úr sé athugasemdum sem gjarn- an kitluðu okkur hin. Gunni var ótrúlegur hafsjór af fróðleik og leiddi mann inn í heim konunga og lávarða liðinnar tíðar. Honum gekk vel í námi og var svo ótrúlega af- slappaður í prófatíma að maður gat smitast og róað sig niður þegar Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskiíegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. njóta visku og hlýju þessarar konu. Þórdís „átti sig sjálf' í orðsins fyllstu merkingu. Hún var talsmað- ur kvenréttinda og sat í kvenrétt- indanefnd nær óslitið frá 1959 - 1980. Er hún missti mann sinn, þurfti hún að sjá sér og syni sínum farborða og hóf þá nám í ljósmóður- fræðum og lauk prófi 1936. Lengst af starfaði hún sem embættisljós- móðir í Reykjavík, eða á árunum 1944-1969. Hún var ekki margorð um þessi ár, en fátækt var mikil í upphafi starfsferils hennar og mörg heimili í vanda stödd. Þórdís hjólaði fyrstu árin á milli sængurkvenn- anna, en síðar eignaðist hún bfl. Hún var fljót að losa sig við bílinn þegar hún þurfti hans ekki lengur við í tengslum við vitjanirnar, hún hafði enga þörf fyrir að safna að sér dauðum hlutum. Síðan hóf hún störf á mæðradeild og var þar deildarstjóri frá 1973-1978. Arið 1979 vann hún þar við afleysingar. Eitt sinn spurði undirrituð hana hvort ekki væri óþarfi að lengja nám ljósmæðra í þá veru sem nú er orðið þ.a. ljósmæðranámið er fram- haldsnám eftir að viðkomandi hefur lokið hjúkrunarfræðiprófi. Hún sagðist alltaf hafa verið talsmaður aukinnar menntunar ljósmæðra og sagðist oft hafa óskað sér meiri menntunar. Hún var farsæl í starfi pg heiðursfélagi í Ljósmæðrafélagi íslands. Alla tíð var hún að víkka sjón- deildarhringinn og ferðaðist meðan hún gat. Hún hefði eflaust getað ferðast lengur en hún gerði, en hún varð að geta allt óstudd, þannig var hennar stíll... ég hef ferðast nóg. Hún átti svolítið erfitt með að klæða sig undir það síðasta: „Af hverju biður þú ekki starfsstúlk- urnar að aðstoða þig?“ „æ ... það er svo mikill Bjartur í Sumarhúsum í mér, ég er ekkert að því“, siðan kom vel valin setning úr Sjálfstæðu fólki, þar með var það afgreitt. Hún las og las, þar til fyrir fáum mánuðum. Hún las bækur Vigdísar Grímsdóttur nánast í striklotu er þær komu út, aðeins fárra stunda nætursvefn. Ljóð séra Rögnvaldar Finnbogasonar féllu henni í geð og svo má lengi telja. Hún vildi miðla og ræða það sem hún las, það sem hún heyrði og það sem hún sá. Hún var algert „fréttafrík", las dagblöð- in, hlustaði á fréttirnar, mundi og pældi. Kompásar okkar voru ekki alltaf stilltir í sömu átt, hvað varð- aði stjórnmál og fóru oft fram hár- fínar umræður, þar sem báðar vissu að höfuðáttinni yrði ekki breytt. Hún sagði þá gjarnan, „hvað finnst þér um?...“ Við eigum ekki oftar eftir að leita að svari hvor annarrar. Nú er hún öll, þessi stórmerkilega kona, sem vildi standa meðan stætt var. Blessuð sé minning hennar. Bryndís Helgadóttir. maður hitti hann á „Póstinum". Klukkan var fjögur síðdegis, hann búinn að lesa, kaupa sér dagblaðið í litlu sjoppunni á Klukkubygging- unni og var að ná í póstinn - svona til að hafa eitthvað annað að gera það sem eftir var dags! Hann var áfram teinréttur og tígulegur þegar hann var að koma í heimsókn til okkar á Stóra Armót, alltaf eins og eðlilegur. Hann sýndi líka á sér hliðar gagnvart strákunum okkar sem gaman var að sjá; sýndi þeim áhuga og hlustaði og spjallaði. Það er sérstaklega minnisstætt þeg- ar sá yngri var skírður og Gunni mætir stundvislega í kirkjuna, fyrst- ur heim að athöfn lokinni og bauð gestina velkomna þar sem húsráð- endur voru ókomnir! Svo færði hann þeim litla stóran apabangsa og dóta- körfu - nokkuð sem maður hélt nú að ungir og ólofaðir menn væru ekk- ert að spá í. Auk þess gleymdi hann ekki þeim stærri sem fékk hinar ýmsu litagerðir og er enn að kætast yfir fínu litunum sínum. Við biðjum Guð um að styrkja foreldra og systur í þeirri sorg sem nú ríkir á heimilinu. Takk fyrir að fá að njóta samvista við þig, Gunni. Brynjar, Sigríður, Freyr og Fjölnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.