Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNB LAÐIÐ Þoku- rákir Það er helst þegar menn sitja einir á hólum í íslenskri þoku og þögn að það kemur yfir þá undarleg kennd ogþeim finnst sem allt sé á sveimi í kringum þá. Eitt magnaðasta Ijóð Goethes er Álfa- kóngurinn. í Ijóð- inu segir frá föður sem ríður að næt- urlagi í þokunni með ungan son sinn í fanginu. En þeir eru ekki einir. Álfakóngur hefur auga- stað á drengnum handa dætr- um sínum, sem bíða dansandi og syngjandi í álfheimum, og reynir að lokka hann til sín, fyrst með fagurmælum, svo með hótunum. Drengurinn er óttasleginn en faðir hans sefar hann og segir að það sem hann sjái og heyri séu þokurákir í VIÐHORF Eftir Kristfnu Marju Baldursdóttur skóginum og skrjáf í þurr- um laufum. En þegar þeir loks ná áfangastað eftir harða reið, er drengurinn látinn í örmum hans. Af þessu ljóði má ráða að Þjóðverjar hafa einhvern tíma trúað á álfa. Það hefur verið fyrir tíð tveggja heimsstyrjalda, hraðbrauta og kjarnorkuvera. Fyrir nokkrum árum komu þýsk hjón í heimsókn til íslend- inga. Hjónin, sem voru vel að sér í sögu Islands og menningu, ferðuðust um landið og skoðuðu meðal annars nokkrar virkjan- ir. Að fór lokinni varð þeim að orði eitt kvöldið: Hvernig stendur á því að þið, þessi tæknivædda þjóð, skulið trúa á álfa? Fátt varð um svör hjá Islend- ingum. Svo mikið varð þeim um að þeir steingleymdu öllum sögun- um sem ömmur þeirra og mömmur höfðu sagt þeim um álfa og huldufólk. Hvað þá að þeir myndu eftir þýska álfaljóð- inu. Eiginlega leið þeim eins og fáfróðum frumbyggjum. En ef þau hafa verið fáfróð þá er hálf þjóðin það líka. Helmingur landsmanna trúir á álfa og huldufólk samkvæmt skoðanakönnun. Þú ert eins og álfur út úr hól, sögðu ömmurnar við mann hér áður fyrr þegar aulagangurinn gekk fram af þeim. Samt trúðu þær á álfa og huldufólk og töl- uðu yfírleitt um það með svip- aðri virðingu og kaþólskir menn um dýrlinga sína. Það var fyrir tíð fjallabíla og farsíma. Það fer ekki mikið fyrir álf- um og huldufólki í allri raf- magnslýsingunni núna, og þokurákir sem áður minntu á álfaslæður eru umsvifalaust túlkaðar sem ákveðin veðra- brigði. Það er helst þegar menn sitja einir á hólum í íslenskri þoku og þögn að það kemur yfir þá undarleg kennd og þeim finnst sem allt sé á sveimi í kringum þá. íslensk náttúra er kynngimögnuð og óútreiknan- leg. Það vita Islendingar og af- neita því helst engu sem tengist náttúrunni. Álfar og huldufólk eru hluti af íslenskri náttúru og menn- ingu. Þjóðararfur. Og þótt margir nútíma íslendingar séu eins og álfar út úr hól þegar álfatrú er annars vegar, eiga þeir að láta eins og ekkert sé eðlilegra en að hér búi huldar vættir í hverjum hól þegar út- lendingar inna þá eftir því. Þýsku hjónin sem undruðust álfatrúna skruppu til Islands aftur tveim áram síðar. Þá vora íslensku gestgjafar þeirra búnir að átta sig á mikilvægi þess að halda álfum og huldufólki í landinu. I kvöldgöngu með útlending- ana um þokuhulda hamraborg gátu þeir ekki stfilt sig og hófu að segja álfasögur. Þeir sögðu sögur af ömmum sínum og frænkum sem höfðu heyrt huldufólk syngja í hólum og hömram, séð álfareið á nýársnóttu, skilið eftir mat handa álfum úti í náttúranni, dreymt álfa og huldufólk og skírt böm sín eftir þeim. Útlendingamir brostu í kampinn, hristu höfuðið og hóstuðu, eða allt þar til íslend- ingamir sögðu þeim söguna af ungu konunni sem eignaðist litlu tvíburana á Isafirði árið 1930. Ungu konuna hafði dreymt álfkonu sem sagði að erfiðir tímar væru framundan en af því að hún hefði gætt svo vel hólsins hennar í Aðalvík þegar hún var bam, ætlaði hún að hjálpa henni. Skömmu síðar fæddi unga konan tvíburadæt- ur, tveim mánuðum fyrir tím- ann. Stúlkurnar voru þrjár og fjórar merkur. Vilmundur heit- inn Jónsson landlæknir, sem tók á móti þeim, sagðist efast um að þær lifðu daginn. Sem þær þó gerðu. Unga móðirin kom stúlkun- um íyrir í kommóðuskúffu sem hún stillti upp við hlið kolaelda- vélar, vafði bómull utan um þær, setti þriggja pela flösku af heitu vatni á milli þeirra og gaf þeim ógerilsneydda kúamjólk að drekka með dropateljara. Svo smáar vora stúlkurnar að faðir þeirra kom giftingarhring sínum upp á læri þeirra. Allt fýrsta árið var óttast um líf stúlknanna, og þegar þær vora ársgamlar hékk líf þeirra einu sinni sem oftar á bláþræði. Þá dreymdi móður þeirra álf- konuna aftur. Hún sagði að nú skyldi hún láta skíra stúlkumar í höfuðið á sér. Þær vora svo skírðar strax daginn eftir, Álf- hildur og Hulda, og döfnuðu upp frá því. Þetta þótti Þjóðverjunum merkilegt en drógu þó í efa þátt álfkonunnar í þessu máli. Að vísu hefði enginn hita- eða súr- efniskassi verið til staðar, en líklegt væri að náttúran, með öll sín óútskýranlegu fyrirbæri, hefði hjálpað til í þessu tilviki. Þá spurðu íslendingarnir: Hvernig stendur á því að þið, þessi vitiborna þjóð, skuluð hafa misst öll tengsl við náttúr- una? Fátt varð um svör hjá göml- um Germönum. II FANGALEIKURINN Fangi B Játa Neita '""07 Játa Fangi A Neita A: 7 ára fangelsi B: 7 ára fangelsi A: Gull og grænir skógar á vesturlöndum B: 15 ára fangelsi A: 15 ára fangelsi B: Gull og grænir skógar á vesturlöndum A: 1 árs fangelsi B: 1 árs fangelsi Fangaleikurinn: Báðir fangarnir þurfa hvor fyrir sig að gera það upp við sig hvort þeir vilja játa eða neita. Hver reitur í töflunni hér að ofan lýsir refsingunni sem þeir hljóta eftir að báðir hafa valið. Fyrri refs- ingin í hverjum reit á við A og sú scinni við B. Hagkvæmni og vinnudeilur Af hverju nást svo oft ekki samningar fyrr en eft- ir verkfall? Þetta hefur lengi verið spurning sem hagfræðingar hafa ekki átt góð svör við. En með tilkomu upplýsingahagfræði og leikjafræði á síð- ustu áratugum hefur innsýn hagfræðinnar í þetta vandamál aukist til muna. Jón Steinsson skrifar um hagfræðileg málefni. NÝLOKIÐ er deilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Samkomulag náðist á elleftu stundu og var þannig afstýrt neyðarástandi á sjúkrahúsunum. Þó svo að hjúkranarfræðinga- deilan hafi verið óvenjuleg að mörgu leyti má segja að samn- ingsaðilar hafi beitt svipuðum aðferðum við samningsgerðina sjálfa og beitt hefur verið í mörgum deílum á vinnumarkaði að und- anförnu. Dæmigert er að við- ræður séu ekki formlega teknar upp fyrr en búið er að boða til verk- falls. Síðan gengur hvorki né rekur við samningsgerðina fyrr en nokkrum dögum fyrir verkfall þeg- ar maraþonsamningafundir eru haldnir til að afstýra verkfalli. Oft mistekst að semja nóttina fyrir verkfall. Verkfall skellur þá á og samningsaðilar fara heim og sofa úr sér svefnleysi síðustu daga. Eftir misjafnlega langt verkfall nást síð- an samningar. Oft virðast samning- arnir ekki merkilegri en svo að unnt hefði verið að ná samkomulagi miklu fyrr án verkfalls og þeirrar röskunar sem það veldur. Allir gera sér grein fyrir því að verkfóll era skaðleg íyrir alla aðila sem að vinnudeilum standa. Laun- þegar verða af tekjum á meðan þeir sitja heima og fjármagn atvinnurek- enda í formi fasteigna og tækjabún- aðar stendur ónotað og skilar því engum arði á meðan á verkfallinu stendur. Við fyrstu sýn er erfitt að átta sig á því hvemig aðilar sem all- ir skilja óhagkvæmni verkfalla láta leiða sig út í þau aftur og aftur. I stuttu máli: Af hverju nást svo oft ekki samningar fýrr en eftir verk- fall? Þetta hefur lengi verið spum- ing sem hagfræðingar hafa ekki átt góð svör við. En með tilkomu upplýsingahagfræði og leikjafræði á síðustu áratugum hefur innsýn hagfræðinnar í þetta vandamál aukist til muna. Samningaviðræður eins og þær sem eiga sér stað á vinnumark- aði snúast um það hvemig skipta skal ávinningi milli tveggja eða fleiri aðila. Þegar VSÍ og ASÍ eigast við kljást þau um hvemig skipta á tekjum einka- fyi-irtækja milli fjármagnseigenda og launþega. Þetta er sígilt dæmi um vandamál þar sem fleiri en einn aðili sem eiga mismunandi hags- muna að gæta eigast við. Innan hagfræði eru slík vandamál við- fangsefni leikjafræði. Frægasta dæmið innan leikja- fræði er hinn svokallaði fangaleikur. Á meðan kalda stríðið stóð sem hæst var vinsælt að lýsa honum á eftirfarandi veg: Tveir menn eru handteknir af leynilögreglu Sovét- ríkjanna, KGB, fyrir að vera viðriðnir stuld á hemaðarleyndar- málum. Þegar í höfuðstöðvar KGB er komið eru þeir settir hvor í sinn klefann og yfirheyrðir. Við upphaf yfirheyrslnanna gerir KGB fongun- um hvorum fyrir sig ljóst í hvaða aðstöðu þeir eru. Þeim er sagt: 1) Ef hvorugur játar eru þið sýknaðir af ákærum um aðild að njósnunum en fáið samt sem áður eins árs fang- elsisdóm fyrir það að grunur skyldi falla á ykkur; 2) Ef annar játar en hinn neitar er sá sem játaði sendur úr landi í þakklætisskyni fyrir að hafa hjálpað KGB að upplýsa njósn- imar. En hinn, sem neitaði, fær að dúsa í fangelsi í 15 ár; 3) Ef hins vegar báðir játa fara báðir í fangelsi Jón Steinsson í 7 ár. Þessi skipan mála er sýnd á myndrænan hátt hér til hægri. Hagkvæmasta niðurstaðan fyrir fangana væri því að þeir neiti báðir. Vandamálið er hins vegar að sú nið- urstaða samrýmist ekki eigingjörn- um hvötum hvors fanga fyrir sig. Það er nefnilega alltaf best að játa, sama hvað hinn fanginn gerir. Segj- um svo að fangi B játi. Þá fer fangi A í fangelsi í 15 ár ef hann neitar en aðeins 7 ár ef hann játar. Ef hins vegar fangi B neitar bíða A gull og grænir skógar á Vesturlöndum ef hann játar en hann situr hins vegar í fangelsi í eitt ár ef hann neitar. Og þar sem báðir fangarnir eru í sömu aðstöðu á þetta við um þá báða. Nið- urstaðan er því sú að þeir játa báðir og dúsa í fangelsi í 7 ár. Nú er fangaleikurinn auðvitað að- eins ofureinföldun á aðstæðum úr raunveruleikanum. Það gæti til dæmis breytt niðurstöðunni ef við tækjum það með í reikninginn að fangarnir væru vinir eða að A vissi að B myndi hefna sín þótt síðar yrði ef A játaði. En niðurstaða leiksins er samt sem áður sláandi: Allir aðil- ar vita hvaða ástand er hagkvæm- ast en það verður samt sem áður ekki fyrir valinu. I fangaleiknum verður hagkvæm- asta lausnin ekki fyrir valinu þar sem hún samrýmist ekki eigin- gjörnum hvötum hvors leikmanns fyrir sig. Hið sama á við um vinnu- deilur. Hagkvæmasta lausn vinnu- deilna er að samið sé áður en til verkfalls kemur. Sú er auðvitað ekki alltaf raunin. í fangaleiknum er orsökin sú að fangarnir eru skild- ir að og geta því ekki gert með sér bindandi samkomulag um að neita. Helsta orsökin í vinnudeilum er aft- ur á móti að aðilar deilunnar hafa ekki jafnan aðgang að öllum þeim upplýsingum sem við koma deil- unni. Ein af forsendum þess að nið- urstaða samningaviðræðna verði hagkvæm er að báðir deiluaðilar hafi fullkominn aðgang að öllum upplýsingum sem deiluna varðar. Þeim mun meiri sem óvissa deiluað- ila er, því óhagkvæmari verður nið- urstaðan þar sem aðilar sjá sér hag í að villa hvor íyrir öðrum með það fyrir augum að ná stærri hluta ávinningsins til sín. I vinnudeilum hafa deiluaðilar hvorir fyrir sig hag af því að láta líta svo út að samningsstaða þeirra sé betri en hún í raun er, þ.e. þeir þykjast ekld vera tilbúnir að gefa eins mikið eftir til að forðast verk- fall og þeir í raun eru. Slíkir stælar gera það að verkum að ekki semst alltaf áður en til verkfalls kemur og eru því óhagkvæmir. Best væri ef breyta mætti leik- reglum vinnudeilna þannig að aðilar deilunnar sæju sér hag í því að gera hina raunverulegu samningsstöðu sína opinbera. Ein ófullkomin leið til þess er: Ef ekki semst fýrir ákveðinn tíma biður sáttasemjari báða aðila að gera lokatillögu að lausn deilunnar, hvom í sínu lagi. Sáttasemjari velur síðan þá tillögu sem honum finnst vera sanngjam- ari og sú tillaga verður að lögmæt- um kjarasamningi. Ef slíkt íýrir- komulag væri við lýði hefðu báðir aðilar hag af því við samningu loka- tillögunnar að gera hana eins sann- gjarna og mögulegt væri til þess að auka líkumar á að hún yrði fyrir valinu. Hagsmunir af þessu tagi myndu vega að einhverju leyti upp á móti þeim hagsmunum sem hvetja samningsaðilana til að vera ósam- vinnuþýðir og myndu þvi leiða til þess að lokatillögumar væru mun nær hvor annarri en tillögur sem ekki eru bindandi með þessum hætti.Því miður era samningavið- ræður eins og þær sem eiga sér stað á vinnumarkaði eitt af þeim vandamálum sem hagfræði hefur ekki komið upp með fullkomna lausn á. En nýtilkominn skilningur hagfræðinga á leikjafræði og upp- lýsingahagfræði hefrn- fært menn nær markinu. Mikilvægt er, þegar löggjöf um þessi málefni er endur- skoðuð næst, að hin nýju lög verði að einhverju leyti látin endurspegla þennan nýja skilning. Höfundur er hagfræðinemi við Pr- inceton-háskóla í Bandai-íkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.