Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sígildu FM breytt í ung- lingastöð AÐFARAN ÓTT sunnudags hóf ný útvarpsstöð göngu sína, Skratz 94,3. Stöðin er ein af fimm útvarpsstöðvum Fíns miðils og sendir út á sömu tíðni og Sígilt FM sendi út áður. Að sögn Björns Sigurðssonar, fram- kvæmdarstjóra dag- skrársviðs Fíns miðils, á stöðin að höfða til ungs fólks á aldrinum 12-17 ára og mun hún spila rapp, hip hop og danstónlist. Björn segir þessa nýju stöð vera hluta af breyting- um á Fínum miðli sem teng- ist því að verið sé að skil- greina stöðvarnar betur og hvernig tónlist þær spila. „Markaðsrannsóknir okkar hafa sýnt að gamla hræri- grautarútvarpið er að líða undir lok, fólk vill geta geng- ið að sinni tónlist á útvarps- stöðvunum en ekki hafa allt í bland,“ segir Björn. Sent verður út allan sólarhringinn Að sögn Björns verður sent út allan sólarhringinn á nýju stöðinni og eru starfs- menn útvarpsstöðvarinnar X-ins, sem einnig er í eigu Fíns miðils, að vinna að þáttagerð nýju stöðvarinnar en ekki hefur verið ráðið í stöðu dagskrárstjóra hennar og verður vikan notuð í að koma starfseminni í gang. Tónlist X-ins breytist með tilkomu nýju stöðvarinnar og segir Björn að hún muni spila rokk framvegis, mark- hópur hennar verði fólk að þrítugu, og frekar karlmenn þar sem þeir hlusta meira á rokk en konur. Aðrar stöðvar Fíns miðils eru Klassík FM sem spilar klassíska tónlist, Gull 90,9 sem spilar gömul vinsæl lög og FM 95,7 sem spilar vin- sæla tónlist hverju sinni. Sigmund í sumarfrí SIGMUND teiknari er farinn í sumarfrí. Pví mun verða hlé á birt- ingu teikninga hans fram í næsta mánuð. Mynd eftir Sigmund birtist væntanlega næst þriðjudaginn 8. september. Morgunblaðið/Einar Gunnarsson ÁRANGUR Landgræðsluskógaátaksins við Hólmavík er farinn að koma í ljós. Blágreni, bergfura, alaskavíðir og svo auðvitað stranda- víðir eru meðal þeirra tegunda sem gefist hafa best. JÓHANN Björn Arngrímsson og Hjörtur Þór Þórsson, bóndi á Geir- mundarstöðum, á slóðum strandavíðisins í Parthólmaskógi í Selárdal. Myndin er tekin 26. júlí sl. Gróska í skógrækt á Ströndum MIKIL gróska er í starfí Skóg; ræktarfélags Strandamanna. I vor voru haldin námskeið í gróð- ursetningu og umhirðu skógar- plantna í samstarfí við Skóg- ræktarfélag íslands og Búnaðar- bankann. Gróðursett hefur verið í borgirnar ofan Hólmavíkur á vegum Landgræðsluskóga líkt og undanfarin ár og er árangurinn farinn að koma í ljós. I sumar á að gróðursetja lið- lega 7.000 plöntur í svokölluðu viðbótarskógaverkefni. Þegar hefur verið gróðursett í Her- mannslund við Hólmavík, Laug- arhól í Bjarnarfirði, á Drangs- nesi og Finnbogastöðum í Tré- kyllisvík. Skógardagur verður haldinn 9. ágúst nk. Farið verður í ævin- týraferð á slóðir strandavíðisins í Selárdal. Hjörtur Þór Þórsson, bóndi á Geirmundarstöðum, mun annast selflutninga á fólki yfír Selá og vera leiðsögumaður ásamt Jóhanni Birni Arngríms- syni, foi manni Skógræktarfélags Strandasýslu. Veitingar verða í boði skógræktarfélagsins. Barnamenningarsjóður Styrkir á sviði lista- og menn- ingar fyrir börn Bai'namenningarsjóð- ur heyrir undir menntamálaráðu- neytið og er hlutverk hans að styrkja verkefni á sviði bamamenningar. Hreftia Ingólfsdóttir er formaður stjómai' Barna- menningai-sjóðsins en auk hennar sitja í stjóm sjóðs- ins Gréta Mjöll Bjamadótt- ir, Margrét Bárðardóttir, Svanhildur Hólm Valsdótt- ir og Ása Hlín Svavarsdótt- ir. „Barnamenningarsjóður var stofnaður fyrir fjómm árum og honum er ætlað að veita styrki til verkefna á sviði lista og menningar sem em unnin fyrir börn eða með virkri þátttöku þeirra," segir Hrefna. - Hversu margir fá styrki á árí hverju? „Bamamenningarsjóður ur nýlega úthlutað Hrefna Ingólfsdóttir hef- þrettán styrkjum fyrir þetta ár. Yfírleitt hafa styrkveitingar verið á bil- inu fimmtán til sautján ár hvert. Auglýst er eftir umsóknum í febrúar en umsóknum fjölgar ár frá ári. ►Hrefna Ingólfsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1965. Hún lauk BA prófí í stjórnmála- og fjölmiðlafræði frá Háskóla fs- lands árið 1990 og sama ár var hún ráðin blaðafulltrúi hjá Pósti og síma. Hrefna er nú blaða- og upp- lýsingafulltrúi Landssímans hf. Sjóðurinn hefur árlega til um- ráða um eina og hálfa milljón króna. Þar sem þrettán fá styrk að þessu sinni gefur augaleið að ekki er um háar upphæðir að ræða til hvers og eins. Við lítum því frekar á styrkveitinguna sem hvatningu og viðurkenn- ingu og geram okkur grein fyrir að svona litlar upphæðir skipta ekki sköpum við fjármögnun verkefnanna. Við höfum á hinn bóginn fregnað að fólk eigi jafnvel auð- veldara með að fá styrki annars staðar eftir að hafa fengið styrk úr Barnamenningarsjóði.“ - Hverjir sækja um styrki sem þessa? „Umsóknir sem berast era yf- irleitt á sviði myndlistar, tónlist- ar og bókmennta en þó aðallega á sviði leiklistar. Eftir þvi sem fleiri heyra af tilvist sjóðsins verða umsóknirn- ar fjölbreyttari og síðustu tvö árin höfum við t.d. veitt styrki til menningarverkefna af nýjum toga eða til gerðar margmiðlun- arefnis fyrir börn.“ Hrefna segir að Stafakai'larn- ir séu ágætt dæmi um þessa þróun en þeir komu fyrst út á bók, síðan á geisladiski fyrir tölvur og nú í ár veitti sjóðurinn höfundi Stafakarlanna styrk til framleiðslu á sjónvarsþáttum þar sem Stafakarlamir era í að- alhlutverki. -Sækir sama fólkið um styrk ár eftir ár? „Það kemur fyrir og okkur finnst á margan hátt betra að styrkja t.d. fyrst handritsgerð og síðar uppsetningu á bamaleikriti eða útgáfu á myndabók. Þannig fylgjumst við með því að styrkirnir séu notað- ir til ákveðinna verka. Einnig biðjum við um skýrslu um fram- gang verkefnanna fyrir miðjan október. Sumir vinna eingöngu að verkefnum fyrir börn eins og t.d. Möguleikhúsið og þeir sækja þá eðlilega í þennan sjóð.“ - Önnur athyglisverð verkefni sem þið styrkið? Hún átti sæti í stjórn Hvat- ar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, í nokkur ár og var formaður Hvatar frá 1994-1995. Hrefna er forniaður stjórnar Barnamenningarsjóðs en hann heyrir undir menntamálaráðu- neytið. Eiginmaður Hrefnu er Gísli Þór Gíslason, tæknifræðingur og rekstrarstjóri Blindrafé- lagsins, og eiga þau eina dótt- ur, Margréti, sem er þriggja ára. „Brúðuleikhús era alltaf vin- sæl meðal yngstu kynslóðarinn- ar og á hverju ári styrkir sjóður- inn nokkur brúðuleikshús sem eru með farandssýningar t.d. á leikskólum víða um landið. Þá sóttu tveir unglingar um 35.000 króna styrk fyiár hönd kvikmyndafélagsins Múka vegna gerðar stuttmynda. Þeir lögðu fram handrit og við höfð- um gaman af því að geta styrkt svo framtakssama unga menn. Hrefna bendir á að margir kórar hafi undanfarin ár sótt ferðastyrki en hún segir að stjórn sjóðsins hafi frekar kosið að styrkja þá sem era að halda tónleika eða vinna fyrir börnin hér á landi til að sem flestir geti notið þess takmarkaða framlags sem sjóðurinn hefur yfir að ráða. „En við styrktum kór Víkur- skóla til að hljóðrita og gefa út söng kórsins á geisladiski." - Eiga allir jafna möguleika á að fá styrk úr sjóðnum? „Auðvitað skiptir miklu máli hvernig umsóknimar era unnar. Það er mjög mikil- vægt að fólk hafi umsóknina sem ítarlegasta, greini frá bak- granni sínum og hvernig það hyggst gera hugmynd sína að veruleika. í sjóðnum sitja einstaklingar með ólíkan bakgrann og mis- munandi áhugasvið þannig að oft skapast fjörugar umræður við úthlutunina. Hver umsókn fær sérstaka umfjöllun." Þrettán fengu styrk að þessu sinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.