Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 43 AÐSENDAR GREINAR Þagnarmál SÍÐAN Sverrir Hermannsson sagði starfi sínu lausu hjá Lands- banka íslands hefur hann tjáð sig skörulega um menn og málefni. Hins vegar hefur hann látið vera að geta mikilvægra atriða, og er þögnin um þau mál orðin heldur hávær. Væntanlega er önnum um að kenna, en til að forðast tor- tryggni þyrfti Sverrir samt að færa þau í tal hið fyrsta. 1. Hrun á Vestfjörðum Sverrisskatturinn, sem boðaður veiðiskattur hans er oftast kallað- ur, mun fyrst og fremst leggjast á fyrirtæki á landsbyggðinni. Par af verulegur hluti á Vestfjarðakjör- dæmi. Ekki munu bara hinir al- ræmdu kvótahafar bera hinn nýja skatt, eins og hagfræðingar hafa bent á. Einnig munu tekjur sjó- manna, fiskverkafólks, netaverk- stæða, vélsmiðja, iðnaðarmanna og kaupmanna í sjávarplássunum rýrna. Allir Vestfirðingar verða þannig fyrir ágjöf af Sverrisskatt- inum og svæðið mun þá brátt breytast í eyðikjálka. Það sem Sverrir hefur enn ekki rætt er hví hann telji sig sérstakan vin Vest- fjarða. 2. Ofveiði eða mótsögn Innan 30 mílnanna vill Sverrir hafa frjálsa sókn, sem hann svo kallar. Til að þetta markmið Sverr- is náist eru tvær leiðir: Leyfa hverjum sem er að veiða á þessu svæði eða binda slík leyfi við ákveðna aðila, t.d. þá sem eru að veiðum nú. Skoðum báða kosti. Ef allir mega veiða er auðvelt að sjá hvað gerist. Bátum fjölgar hratt, stóru fyrirtækin beina fjármagni sínu ört í slíka útgerð og að lokum er allt of stór floti að veiða allt of fáa fiska. Hagnaður af þessum veiðum hverfur og þeir stofnar sem að hluta eða öllu leyti halda sig innan þrjátíu mílna verða of- veiddir. Ef hins vegar þeir sem nú stunda útgerð innan 30 mílna fá einir að halda þar áfram verða fiskverndar- og hagkvæmnisjónar- SlDAU 1972 GÆÐA MURVORUR A GÓÐU VERÐi MURKLÆÐNING LÉn - STERK - FALLEG ■■ SB steinprýði STANGARHYL 7, SIMI 567 2777 Utisklltl Vatnsheld og vindþolin Allar stærðir og gerðir Margir litir - gott verð J^Ofnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 Þess er óskandi að Sverrir Hermannsson tjái sig jafn skilmerki- lega um þau mál sem hér hefur verið fjallað um og flest önnur, seg- ir Ingvi Hrafn Óskars- son, en þangað til talar þögnin. mið betur tryggð. Reyndar ekki eins vel og í núverandi kerfi, en auðlindin verður a.m.k. ekki kerf- isbundið eyðilögð. Hið athyglis- verða er hins vegar að nýliðar munu þá þurfa að kaupa einhvern út eftir sem áður. Þeir sem hefja útgerð munu þurfa að leggja út í sambærilegan kostnað og nú tíðkast. Ekki verður annað sagt en að þessi leið gangi þvert á það stefnumál Sverris að auðvelda nýliðum að koma inn í greinina. Enn hefur Sverrir ekki rætt hvora leiðina hann velur, ofveiðina eða mótsögnina. 3. Obærilegur áratugur Sverrir hefur und- anfarið lýst því hve þjóðinni sé hræðilegt að búa við stjórnkerfi sem byggir á framseljanlegum aflahlutdeildum. Hann viðurkenn- ir þó að vera einn þeirra sem bera ábyrgð á stofnun kerfisins, en tek- ur fram að árið 1988 hafi stuðningi hans við kerfið lokið. Þá hvarf hann enda af vettvangi stjórnmála Ingvi Hrafn Óskarsson í stól bankastjóra. Af Sverri má skilja að síðan þá hafi hann gníst tönnum vegna hins rangláta kerfis og formælt í hljóði öll- um þeim sem áfram styðja slíka skipan. Þess má geta að Sjálf- stæðisflokkurinn, hans gamli flokkur, hefur stutt þetta kerfi og talið það besta kostinn þjóðinni til handa. Vorið 1998 til- kynnir Sverrir svo að ekki sé hægt að vera í flokki sem styðji kerf- ið. Hann tekur sér- staklega fram að úrsögn hans sé ekki byggð á heift eða hefnigirni vegna bankamála sinna. En sú spurning hlýtur að vakna hví Sverrir hafi ekki sagt sig fyrr úr þessum hræðilega flokki, ekki breyttist stefna flokksins á þess- um tíma. Þessi tíu ár hljóta að hafa verið Sverri óbærileg, en enn hefur hann hins vegar ekkert tjáð sig um þessi erfiðu ár. 4. Hið illa fengna fé Sverrir hefur tekið fram að skattleggja eigi núverandi útgerð- armenn. Af því má skilja að þeir sem hafa þegar hætt útgerð, og kannski selt sinn hlut í skipum og veiðiheimildum fyrir þokkalegt fé, eigi ekki að greiða neitt. Sú nálgun er sérstklega athygliverð í ljósi þess að Sverrir Hermannsson er fyi-rverandi útgerðarmaður. Hann átti góðan hlut í fyrirtækinu Ögur- vík en seldi hann síðan undir lok síðasta áratugar. Reyndar er erfitt að skilja hvernig Sverrir hafði geð í sér að taka við fé sem samkvæmt hans eigin málflutningi er svo illa fengið. Látum það liggja milli hluta. Það sem flesta fýsir að vita, en Sverrir hefur enn ekki borið í tal, er hví önnur sjónarmið eiga við um „gjafakvótann" hans en ann- arra kvótaeigenda. Höfundur er háskólanemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.