Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 45 Hver er stefna krata í bankamálum? EFTIR að Finnur Ingólfsson viðskipta- ráðherra kvað upp úr með það í lok mánað- arins að til greina kæmi að selja ríkis- bankana úr landi hef- ur talsvert farið fyrir yfirlýsingum stjórn- málamanna um þessar hugmyndir og er sann- ast sagna erfitt að átta sig á afstöðu margra og þá ekki síst tals- manna Alþýðuflokks- ins. Sá sem þetta ritar greiddi atkvæði gegn því á Alþingi að ríkis- bankarnir yrðu gerðir að hlutafé- lögum en var fylgjandi hugmynd- um um að kanna sameiningu á Landsbanka og Búnaðarbanka í einum öflugum banka í eigu þjóð- arinnar. Ekki var mikið gefandi fyrir yfirlýsingar viðskiptaráð- herra þess efnis að fyrst og fremst væri um formbreytingu að ræða og þegar og ef bankarnir yrðu seldir yrði kannað hvort almanna- samtök eða íslenskir lífeyrissjóðir væru ekki gráupplagðir eigendur. Nú er komið á daginn sem reyndar alltaf var fyrirsjáanlegt að bank- arnir verða seldir og helst til út- landa: „Það er íslenskum fjár- magnsmarkaði mikilvægt að fá er- lenda fjárfesta til þátttöku í þessu starfi,“ segir bankamálaráherrann án þess þó að færa haldbær rök fýrir sínu máli. En það er fleirum kappsmál að koma eignarhaldinu á ríkis- bönkunum út fyrir landsteinana. í blaða- grein í dagblaðinu Degi 23. júlí síðastlið- inn segir Ágúst Ein- arsson alþingismaður um stefnu Alþýðu- flokksins: „Fulltrúar jafnaðarmanna í efna- hags- og viðskipta- nefnd, Jón Baldvin og undirritaður, lögðu til við breytingu ríkisbankanna í hlutafélög að annar bankinn yrði einkavæddur þannig að stór hluti hlutafjárins yrði seldur erlendum banka.“ Síðan heldur þingmaður- inn áfram og útlistar nauðsyn þess að dreifa eignarhaldinu helst til allra landsmanna á svipaðan hátt og Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur talað fyrir. Nú er þetta afstaða sem nauð- synlegt er að fái málefnalega um- ræðu. Vandinn er sá að úr sama ranni koma einnig yfirlýsingar sem virðast ganga í þveröfuga átt. í sjónvarpsfréttum 3. ágúst varar Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, við sölu á ríkis- eignum og segir að sala á Lands- bankanum úr landi sé eins og olía á eld, því með því móti sé „verið að flytja inn eyðslueyri fyrir ríkis- sjóð.“ En hvers vegna er verið að vekja máls á þessu? Vegna þess að hér er verið að fjalla um eitt helsta átakamál í íslenskum stjórnmál- um, markaðsvæðingu ríkisstofn- * A sama hátt þarf Al- þýðuflokkurinn og síð- an í framhaldinu nýja krataframboðið, segir Ogmundur Jónasson, að sjálfsögðu einnig að skýra stefnu sína í bankamálum á afdrátt- arlausan hátt. ana og sölu á almannaeignum inn- an lands og utan. Það á yfirhöfuð ekki að líðast að menn tali tveim tungum í stjórnmálum, segi eitt í stjómarandstöðu en geri annað i stjórn. Tali gegn einkavæðingu á ríkiseignum eins og þingmenn Framsóknarflokksins gerðu í stjómarandstöðu en einkavæði síðan þegar þeir eru komnir í rík- isstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Á sama hátt þarf Alþýðuflokkur- Ögmundur Jónasson inn og síðan í framhaldinu nýja krataframboðið að sjálfsögðu einnig að skýra stefnu sína í bankamálum á afdráttarlausan hátt. Ein helsta meinsemd íslenskra stjórnmála er ótrúverðugleiki. Þegar kemur að skurðarpunkti ís- lenskra stjórnmála, markaðsvæð- ingu samfélagsins, verða stjóm- málamenn að tala skýrt. Það verður gengið til kosninga innan fárra mánaða. Uppstokkun er haf- in í íslenskum stjórnmálum. Nú verður spurt um stefnu. Höfundur er alþingismaður. Gœðavara Gjafavara — malar- oq kaffistell. Allir verðflokkar. * Heimsfrægir liönnuóir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir ATVINNUAUGLÝSINGAR Finnst þér rigningin góð? Eða viltu búa í veðursæld og fögru umhverfi. Kennara vantar að Egilsstaðaskóla næsta vetur. Almenn kennsla og raungreinar. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 471 1632 og aðstoðarskólastjóri í síma 471 1326. Tölvuvinnsla Ábyrgan og vandvirkan starfskraft vantar, sem er vel inni í vinnslu á Photoshop, Quark Xpress og Freehand. Þarf að hafa reynslu í ritvinnslu tilbúna til prentunar. Starfið felst í uppsetningu bæklinga og auglýsinga hálfan eða allan dag- inn sem fyrst. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „Stundvís — 525". Kennarar Kennara vantar að Grenivíkurskóla næsta skólaár til að kenna ensku og fleiri greinar. Skólinn er fámennur, nemendur á næsta vetri verða um 50 í 1. —10. bekk. Aðstaða til kennslu er öll hin besta og gott hús- næði á lágu verði er til reiðu fyrir kennara. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson, skóla- stjóri, í síma 463 3118 eða 463 3131. AÐAUGLÝSIN A R DAGSBRÚN OG FRAMSÓKN STÉTTARFÉLAG Skrifstofan er lokuð Skrifstofa Dagsbrúnar og Framsóknar — stéttarfélags og Úthlutunarnefndar nr. 1 í Reykjavík er lokuð föstudaginn 7. ágúst vegna sumarferðar félagsmanna. Dagsbrún og Framsókn — stéttarfélag. Úthlutunarnefnd nr. 1 í Reykjavík. TIL SÖLU Vel staðsett hús í miðborginni til sölu Húsið er tvær hæðir, kjallari, ris og útbygging, allt í útleigu. Leigutekjur um kr. 270—280 þús. Fasteignamat um 10 millj. kr. Söluverð og greiðslukjör samkomulag. Þarfnast standsetn- ingar að utan. Sími 581 2768 eftir kl. 17.00. HÚSNÆÐI ÓSKAST Stórt og gott Læknir og hjúkrunarfræðingur óska eftir húsi eða stórri íbúðtil leigu á höfuðborgarsvæðinu eftir 15. ágúst. Reyklaus og reglusöm fjölskylda. Upplýsingar í símum 557 4228 og 551 6319. íbúð óskast Óskum eftir húsi eða stórri íbúð á leigu fyrir 1. sept. á Reykjavíkursvæðinu. Reyklaus og reglusöm fjölskylda. Upplýsingar í símum 456 4563 og 893 7723 (Hafþór). AT VINNUHÚSNÆÐI Atvinnuhúsnæði/fyrirtæki Faxafen: Nýkomið í sölu 752 fm húseign sem skiptist í verslunarhúsnæði 243 fm, skrifstofu- húsnæði 314 fm og lagerhúsnæði 195 fm. Upplýsingar einungis á skrifstofu. Smidjuvegur: Vorum að fá í sölu 106 fm iðnaðarhúsnæði. Verð 4,7 millj. Söluturnar: Nýkomnir í sölu tveir söluturnar. Verð 1,2 millj. og 4,0 millj. Lyngvík ehf., fasteignasala, Síðumúla 33, sími 588 9490. Viltu missa aukakílóin? Upplýsingar í símum 561 8533/896 8533 Hulda eða síma 861 3567 Helga Dóra. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Sálarrannsóknarfélag Suðurlands Guðrún Pálsdóttir, miðill, verður með einkafundi á Selfossi 10. og 11. ágúst. Bókanir hjá Maju í sima 483 5094. FÉLAGSLÍF §Hjálpræóis- herinn y Kirkjustræti 2 Kl. 17.00: Tónleikar i Ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Tehillah frá Tönsbergi mun syngja. Kl. 20.30: Lofgjörðarsamkoma á hernum í umsjá Tehillah. Allir hjartanlega velkomnir. Komum og lofum Guð ... í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Kristniboðssamtökin Þreskir. FERÐAFÉLAG . # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Helgarferð 7.-9. ágúst Þórsmerkurhelgi og Fimmvörðuhálsganga Fjölskyldugöngur, leikir, Rjúpna- fellsganga, grillveisla innifalin, kvöldvaka, varðeldur. Tilboðsverð. Dagsferð með grillveislu laugardaginn 8. ógúst kl. 8.00. Verð 3.500 kr. (hálft gjald f. 7—15 ára). Heimkoma að kvöldi. Panta þarf og taka farmiða á skrifstofunni, Mörkinni 6, i helgarferðina og laugardags- ferðina fyrir kl. 18.00 fimmtu- daginn 6. ágúst. Sunnudagur 9. ógúst Kl. 8.00 Þórsmörk. Kl. 10.30 Leggjabrjótur, göm- ul þjóðleið. Gönguferð. Kl. 13.00 Þingvellir, eyðibýli og gamlar leiðir. Kynnið ykkur sumarleyfis- ferðirnar, m.a. trússferðir með kjötsúpuveislu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.