Morgunblaðið - 06.08.1998, Side 4

Morgunblaðið - 06.08.1998, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ 4 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Stefánsson KEPPENDUR og áhorfendur skemmtu sér vel á furðubátakeppninni. Furðubátar á Flúðum Uppsagnir lyfjatækna á Landspftalanum Áhrifín verða veruleg RANNVEIG Einarsdóttir forstöðumaður apóteks Land- spítalans segir að uppsagnir lyfjatækna muni hafa veruleg áhrif á starfsemi þess taki þær gildi 31. október, en allir lyfjatæknar Ríkisspítalanna, fjórtán að tölu, hafa sagt upp frá og með 31. júlí. „Þetta er yfir helmingur af starfsfólki apóteksins og kem- ur til með að hafa veruleg áhrif á þjónustuna, það er engin spuming. Við verðum að draga saman seglin, en lyfjatæknar taka þátt í öllum daglegum störfum apóteksins, eins og blöndun, afgreiðslu og fleiru,“ segir Rannveig. Mjög sérhæfð störf Aðspurð um hvort hún sjái leiðir til úrbóta í sjónmáli seg- ir hún: „Lyfjatæknar eru sér- þjálfað starfsfólk þannig að það gengur ekki hver sem er inn í þessi störf. Þeir eru sér- þjálfaðir í starfsemi sjúkra- húsapóteka og þetta er mjög sérhæft starf. Hins vegar er ég í fríi og við erum ekkert farin að ræða lausn á þessu máli, og það verður líklega ekki gert fyrr en ég kem aftur um miðjan mánuðinn," segir Rannveig. Rolling Stones Dagsetning tilkynnt í dag DAGSETNING fyrirhugaðra tónleika rokkhljómsveitarinn- ar Rolling Stones hér á landi verður kynnt í dag, að sögn Guðrúnar Kristjánsdóttur kynningarfulltrúa tónleik- anna. Guðrún segir að ekki standi á meðlimum á Stones, þeir standi við sitt og nú sé orðið alveg ljóst að tónleikamir verði, spumingin sé bara hvenær. ÝMISLEGT er sér til gamans gert og um verslunarmannahelg- ina fór fram furðubátakeppni á Flúðum. Örn Einarsson, einn skipuleggjenda keppninnar, seg- ir þátttökuna hafa verið mikla en SAMKVÆMT könnun Félagsvís- indastofnunar á sjónvarpsáhorfi vikuna 2. til 8. júlí vom útsending- ar frá Heimsmeistarakeppninni í fótbolta vinsælustu dagskrárliðim- ir. Mest var áhorfið á leik Hollands og Brasilíu en 45% þátttakenda í könnuninni horfðu á hann. Ingólfur Hannesson yfirmaður íþróttadeildar sjónvarpsins segir þessar áhorfstölur fara fram úr sín- um björtustu vonum. Hann segir væntanlegar niðurstöður úr könn- un um áhorf á úrslitaleikinn 10. júlí en samhliða könnun á því vom þátt- takendur spurðir hvað þeim finnist um að færa fréttatíma fyrir fót- boltaleiki, líkt og gert var nú. Samkvæmt könnuninni vom alls voru skráðar um tuttugu fleytur í keppnina með allt að fimm manna áhöfn. Furðubátakeppni hefur verið haldin á Flúðum í nálægt tuttugu ár, markmiðið er að komast um fjórir vinsælustu dagskrárliðirnir vikuna 2. til 8. júlí fótboltaleikir með 35 til 45% áhorf en í fimmta sætinu með 34% áhorf em fréttir Ríkissjónvarpsins klukkan 20. Áhorf á fréttir Stöðvar 2 kl. 19.30 var 21%. Mun meira horft á knattspymu nú en áður Ingólfur segir þetta mun meira áhorf en sést hafi áður í sambæri- legum tilfellum. Þeir hafi hins veg- ar fundið fyrir miklum áhuga á meðan á mótinu stóð og hann hafi því gert ráð fyrir miklu áhorfi en þessar tölur fari fram úr sínum björtustu vonum. Hann telur mik- inn áhuga m.a. hafa stafað af ná- 50 m á fleytunum og eru veitt verðlaun fyrir frumlegasta bát- inn, fyrir tilþrif og viðleitni. Að sögn Arnar voru 400-500 manns á Flúðum til að fylgjast með keppninni. lægðinni við Frakkland og um- gjörðinni sem sköpuð var í mynd- veri sjónvarpsins. Hann segir þess- ar vinsældir vafalítið auðvelda ákvarðanatökur innanhúss í fram- tíðinni. Evrópumeistaramót verði að tveimur árum liðnum og hann telur engan vafa á að gera eigi eitt- hvað svipað í kringum það mót. Könnunin var gerð af Félagsvís- indastofnun fyrir helstu sjónvarps- og útvarpsstöðvar og Samband ís- lenskra auglýsingastofa. Úrtakið var 1000 manns sem tekið var úr þjóðskrá með hendingaraðferð og náði könnunin til aldurshópsins 12 til 80 ára. Miðað við 1000 manna úrtak var svörun 48%, og var meiri svörun meðal kvenna en karla. Aukin umferð á íslenska flugstj órnarsvæðinu 474 flugvél- ar á einum sólarhring UMFERÐ flugvéla um úthafs- svæði íslenska flugstjómarsvæðis- ins fer stöðugt vaxandi og var nýtt met sett 10. júlí sl. þegar 474 vélar fóru þar um á ejnum sólarhring. Að sögn Ásgeirs Pálssonar, framkvæmdastjóra flugumferðar- þjónustu hjá Flugmálastjórn, skýrist aukin umferð að hluta til af því að hæðaraðskilnaður var minnkaður í mars í fyrra. ,Áður fyrr var 2.000 feta hæðaraðskilnað- ur milli flugvéla fyiir ofan 29.000 fet en svo var reglunum breytt þannig að milli 33.000-37.000 feta var hæðaraðskilnaðurinn minnkað- ur niður í 1.000 fet. Þetta þýðir að þegar vindur er hagstæður fyrir vélar að fara svona norðarlega, þá verður meiri umferð en áður þegar þurfti að dreifa umferðinni meira,“ segir hann. Að undanfómu hafa vindar verið hagstæðir og hægt að koma mun fleiri vélum í gegn en oft áður. Flugumferð yfir Norður-Atl- antshafi hefur aukist stöðugt og hefur aukningin að undanförnu verið um 6,5% á ári, að sögn Ás- geirs. Guðmundur Björgvinsson Lést í bílslysi MAÐURINN sem lést í bílslysi á Skarðströnd á mánudag hét Guð- mundur Björgvinsson bifreiðastjóri. Guðmundur var að aka seiðum til sleppingar í Flekkudalsá þegar slys- ið átti sér stað. Farþegi var með honum í bílnum og var hann fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi. Er líðan hans þokkaleg. Guðmundur var fæddur 19. maí 1970 og til heimilis að Austurbergi 12 í Reykjavík. Hann var ókvæntur og bamlaus. Útsendingar frá HM í fótbolta vinsælasta sjónvarpsefnið 45% horfðu á leik Hollands og Brasilíu Dómur var kveðinn upp í gær í Héraðsdómi Reykjavikur í máli starfsmanns Landmælinga Ráðherra heimilt að flytja Landmælingar UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ var í gær sýknað af öllum kröfum Mar- íu G. Hafsteinsdóttur, starfsmanns Landmælinga Islands, sem í júní stefndi ráðuneytinu og krafðist þess að ákvörðun umhverfisráð- herra, Guðmundar Bjamasonar, um að flytja starfsemi Landmæl- inga íslands til Akraness yrði dæmd ólögmæt. Málskostnaður var felldur niður. í forsendum og niðurstöðu dómsins segir að ekki sé ágreining- ur um að stefnandi hafi haft lögvarða hagsmuni af því að skorið yrði úr því með dómi hvort um- hverfisráðherra hafi haft heimild til þess að flytja Landmælingar ís- lands frá Reykjavík til Akraness án þess að hann hafi til þess ótví- ræða heimild í lögum. Dómari kemst hins vegar að þeirri niður- stöðu að þar sem Landmælingar Islands séu samkvæmt lögum rík- isstofnun sem heyrir undir um- hverfisráðherra og í lögunum komi hvergi fram hvar stofnunin skuli staðsett hafi löggjafinn ætlað fram- kvæmdavaldinu að taka ákvörðun um staðsetningu. „Það er álit dómsins að slík ákvörðun sé i verkahring ráðherra sem æðsta handhafa framkvæmdavaldsins.“ Einnig kemur fram í dómnum að þegar lög um landmælingar og kortagerð voru samþykkt á Al- þingi, í maí 1997, hafi komið fram í umræðum að umhverfisráðherra hafi tekið þá ákvörðun að flytja Landmælingar íslands til Akra- ness en ekki verði ráðið af umræð- um hvort vafi hafi leikið á því að ráðherra hefði lagaheimild til þess- arar ráðstöfunar. Dómurinn hafnar þeirri málsá- stæðu stefnanda að flutningur Landmælinga íslands fylgi veruleg fjárútlát úr ríkissjóði sem ekki hafi verið gert ráð fyrir í fjárlögum, og segir að stefnandi hafi ekki lagt nein gögn fram sem sýni fram á það en í sýknukröfum stefnda sé bent á að ekki verði kostnaðarauki við flutning til Akraness. Málinu áfrýjað til Hæstaréttar í dómnum er ekki tekin afstaða til fullyrðingar stefnanda þess efn- is að flutningurinn jafngildi tilefn- islausri uppsögn eða niðurlagningu stöðu hennar. Dóminn kvað upp Hjörtur O. Aðalsteinsson héraðs- dómari. Stefnandi málsins, María G. Haf- steinsdóttir, sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa orðið fyrir von- brigðum, hún hefði gert ráð fyrir að dómurinn félli sér í vil. Lögfræð- ingur Maríu, Ragnar Hall, sagðist ósammála forsendum dómsins og kvaðst gera ráð fyrir að dómnum yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Guðmundur Bjarnason umhverf- isráðherra sagðist í samtali við Morgunblaðið mjög ánægður með niðurstöðu málsins „og að það skuli vera tekið fram afdráttarlaust að það sé á valdi framkvæmdavalds- ins og þar með í verkahring ráð- herra að ákveða staðsetningu og þar með flutning stofnana og það þurfi ekki samþykki Alþingis". Ráðherra sagði niðurstöðuna ekki koma sér á óvart, hann hafi haldið fram rétti sínum til flutnings stofnunarinnar allan tímann eftir að hafa fengið lögfræðilegt álit inn- an ráðuneytis og utan. „Það eru fordæmi fyrir flutningi ríkisstofn- una, með lagaákvæði eða án eins og kemur fram í dómnum. Við fór- um þá leið að flytja stofnunina án sérstaks lagaákvæðis og töldum okkur hafa fulla heimild til þess eins og sem dómurinn staðfestir/ Ráðherra segist ekki hafa miklar áhyggjur þó að dómnum verði áfrýjað, hann hafi fullan þingmeiri- hluta fyrir málinu. „Flutningurinn var auðvitað samþykktur af hálfu ríkisstjórnarinnar og með fullri vit- und stjómarflokka þannig að eí niðurstaða Hæstaréttar yrði að leita þyrfti samþykkis Alþingis þá tel ég mig hafa fulla möguleika á að fá þá heimild hjá þinginu.“ I I » » í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.