Morgunblaðið - 06.08.1998, Page 62

Morgunblaðið - 06.08.1998, Page 62
62 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ STiGÐU fiO A 06 V/IÐ SKUUM1 S3Á HVOK éöHEF /eé rr FyRue AirfOöAwieA VE-RÐI eiMNAB. Tommi og Jenni Ljóska ■lr í/'st oei á. pennan. Ji/ 'oi, en 4 «SA2 ÍT//Í ^ ueniunar, \ st/'e’oa/in l Góðasfr&t&r'Wansv segist i/iija. Isekpa, i/erífíð ef Þú ktxupir rít/ab faer rnjgtíi aii ha/da, aS /SZ? ha.Hr eeríðbilasaii —----------- fftef ekJÚL • Smáfólk Af hverju ertu svona við- skotaillur? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Sfmbréf 569 1329 Akstur fatlaðra barna Frá Guðnýju Sigurðardóttir: EG HEF nú um nokkurra ára skeið þurft að nýta mér akstur fyrir fatl- aðan dótturson minn! Mér eins og mörgum öðrum aðstandendum fatl- aðra barna á Stór-Reykjavíkur- svæðinu er mjög brugðið þessa dag- ana. Ástæða þess er sú að eftir út- boð samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu verður aksturinn fluttur úr höndum þeirra sem hafa séð um hann í fjöldamörg ár til fyr- irtækis sem við þekkjum lítið sem ekkert til. Eg efast ekki um að ég tali fyrir munn margra þegar ég lýsi yfir mikilli ánægju með störf þeirra bílstjóra sem hafa sýnt skjólstæð- ingum sínum ómetanlega umhyggju og verið til fyrirmyndar í alla staði. Fötluð börn eru vandmeðfarin að mörgu leyti og þekking á ástandi þeirra er öllum þeim sem að þeim koma nauðsynleg. Þessa þekkingu hafa bílstjórarnir til að bera. Það er staðreynd að allt umhverfí hins fatl- aða þarf að vera tryggt og flestar breytingar geta reynst erfiðari en hjá öðrum. Því er mér sú spurning ofarlega í huga hvers vegna nauð- synlegt hafí verið að fá nýja aðila til að sjá um aksturinn þegar þeir bíl- stjórar sem hafa með svo góðum ár- angri séð um hann í árafjölda og hafa sýnt vilja til að halda starfi sínu áfram? Hver ber ábyrgð á þessari ákvörðunartöku og hvaða rök búa þar að baki? Hefur nýja fyrirtækið á að skipa bílstjórum með þekkingu á fjölfötluðum ein- staklingum og aðstæðum þeirra? Hafa þeir unnið með fötluðum börn- um? Áð lokum ítreka ég þá spurn- ingu sem brennur hvað heitast á mér og mörgum öðrum aðstandend- um fatlaðra barna á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Hvers vegna fáum við ekki að halda þeim bílstjórum sem sýnt hafa börnum okkar alúð og umhyggju? Þeir vilja halda starfi sínu áfram. Við viljum hafa þá áfram. Hvers vegna? Eg vænti svars. GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR, Furubergi 1, Hafnarfirði. Lifandi tónlist í lifandi kirkju Frá Smára Ólasyni: í ÁGRIPI frétta í aðalfréttatíma Stöðvar 2 föstudaginn 24. júlí var sagt frá því að ágreiningur milli prests og brúðhjóna hafi valdið því að flytja hefði þurft brúðkaup úr sóknarkirkju brúðhjónanna í aðra kirkju. I fréttatímanum var svo birt ítarlegt viðtal við brúðina þar sem hún lýsti því, að einn af meðlimum popphljómsveitar þeirrar sem átti að leika við vígsluathöfnina í Sel- fosskirkju hefði forfallast og henni hefði verið meinað að láta leika hljóðritaða tónlist þeirra félaga, en þær reglur gilda í kirkjunni að ein- ungis skuli fara þar fram lifandi flutningur á tónlist við athafnir. Hún hefði því neyðst til að færa vígsluathöfnina í sóknarkirkju Eyr- bekkinga. Samkvæmt lögum ber hver sókn- arprestur ábyrgð á því helgihaldi sem fer fram í hans kirkju og það er heilagt hlutverk hans að sjá til þess að það sé ekki saurgað. Sókn- arnefnd, organisti og sóknarprest- ur setja því reglur sem gilda eiga um það sem fram fer í kirkjunni í krafti þess umboðs sem þeir hafa með kjöri sínu og kirkjuvörðurinn framfylgir því. Hlutverk starfs- manna kirkjunnar er að leiðbeina fólki um helgihald og skýra út hvað sé sæmilegt innan veggja hennar, einkum þegar ókirkjuvant fólk á í hlut. Þeim ber einnig að standa vörð um helgi kirkjuhússins til að misbjóða ekki tilfinningum þeirra sóknarbarna sem líta á það sem sinn helgidóm. Því miður er það svo, að hugmyndir sumra sem leita til kirkjunnar um atferli við kirkju- legar athafnir eru nokkuð brenglaðar. Þeir leita ekki til kirkj- unnar með því hugarfari að fá helga þjónustu heldur vilja þeir færa sinn eigin hugarheim og hátterni inn 1 þá athöfn sem á að framkvæma fyr- ir þá og krefjast þess að veraldleg gildi séu sett ofar öllu. Beiðni um þjónustu kirkjunnar á þeim for- sendum er röng. Þegar upp koma óskir um eitt- hvað sem stangast á við þær reglur sem gilda um helgihald kirkjunnar og þau mál eru rædd á staðnum nær fólk oftast áttum. Venjulegt kurteist fólk virðir þær reglur sem gilda en oft eru atriði til þess að gefa helgihaldinu meira skraut, t.d. með rödduðum kórsöng, barnakór, einsöng eða einleik. TUlt þetta vilj- um við hafa sem lifandi atburði og séu settar reglur um slíkt ber þeim sem leita til kirkjunnar að fara eftir slíkum reglum. Fréttamenn Stöðvar 2 mættu gjarnan „ganga í sig“ og hugsa al- varlega til þess hvað séu fréttir og fjalla frekar um það jákvæða sem er að gerast í okkar þjóðfélagi en hlaupa ekki eftir hverju sem er þeg- ar fólk leitar til þeirra í tilfinninga- legu uppnámi yfir því að það fær ekki að hafa og gera allt eins og það vill, hvar sem er, og gera það að stórfrétt. Fjölmiðlar hafa mikil áhrif á almenningsálitið og það er á ábyrgð fréttamanna að stuðla að því að það sé heilbrigt. Líklega lýsir nafn popphljóm- sveitarinnar sem átti að leika við brúðkaupið best þeim hvötum sem virðast liggja á bak við þetta mál: „Skítamórall." SMÁRI ÓLASON, kennari við Tónskóla þjóðkirkjunnai'. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.