Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 51 HESTAR Vindheimamelar af- greiddir á einum degi VINDHEIMAMELAMÓTIN mega muna sinn fífil fegurri þegar hestamenn flykktust víða að af landinu og sett voru Islandsmet. Nú var hestamót Skagfirðinga afgreitt á einum degi og þótt mótið væri op- ið öllum var eftir því sem næst verð- ur komist aðeins einn keppandi að sunnan. Héraðssýning kynbótahrossa var haldin í tengslum við mótið og komu þar fram tuttugu og sex hross og þar af var einn stóðhestur fjögurra vetra sem fór í fyrstu verðlaun. Hér var á ferðinni Gyllir frá Hafsteins- stöðum, en hann hlaut 8,17 fyrir hæfileika sem er aldeilis góð frammistaða hjá ungum hesti. Fyrir sköpulag hlaut hann 7,95 og 8,06 í aðaleinkunn. Af hryssum sex vetra og eldri var efst Svartasól frá Ytra-Skörðugili sem er undan Safír frá Viðvík og Glóð frá Ytra-Skörðugili með 8,11 í aðaleinkunn, 7,73 fyrir sköpulag og 8,50 fyrir hæfileika. Næst henni var Hending frá Flugumýri sem er und- an Kveik frá Miðsitju og Hörpu frá Flugumýri með 8,08 í aðaleinkunn, 7,70 fyrir sköpulag og 8,46 fyrir hæfileika. Fast á hæla Hendingar kom Móheiður frá Borgarhóli með 8,07 en hún er undan Hektori frá Akureyri og Bleikálu frá Borgar- hóli. Þær fáu hryssur fjögurra og fimm vetra sem komu fram voru all- ar í lágum tölum. Gæði hrossanna á Vindheimamel- um virðast í góðu lagi þótt mótið og öll umgjörð þess sé risminni en var hér á árum áður. Hinsvegar má ætla að pottur sé brotinn í æsku- lýðsstarfi hestamanna í Skagafirði þar sem ekkert ungmenni skráir sig til leiks og aðeins einn keppandi er í unglingaflokki. Mikilvægi æsku- lýðsstarfs í hestamennskunni verð- ur seint ofmetið og ekki hvað síst þegar samkeppnin er um sálimar milli tómstundagreina, sem eru orðnar æði fjölbreyttar, er jafn mik- il og raun ber vitni. Það er því full ástæða að hvetja Skagfirðinga til að auk þennan þátt félagsstarfsins. Úrslit urðu sem hér segir: A-flokkur 1. Hlekkur frá Hofi, eigandi og knapi Jóhann Friðgeirsson, 8,57. 2. Móheiður frá Borgarhóli, eigandi Stefán Jónsson, knapi Gestur Stef- ánsson, 8,46. 3. Þilja frá Hólum, eigandi Hólabú- ið, knapi Egill Þórarinsson, 8,55. 4. Þröstur frá Ytri-Skeljabrekku, eigendur Kristín Pétursdóttir, Jón Gíslason og Jóhann Þorsteinson sem var knapi, 8,41. 5. Muska frá Keldudal, eigandi Leifur Þórarinsson, knapi Eysteinn Leifsson, 8,42. 6. Brynjar frá Syðstu-Grund, eig- andi og knapi Jóhann B. Magnús- son, 8,42. 7. Kóróna frá Garði, eigandi Jón Sigurjónsson, knapi Gunnlaugur Jónsson, 8,41. 8. Þula frá Hólum, eigandi og knapi Anton Níelsson, 8,37. B-flokkur 1. Nökkvi frá Tunguhálsi, eigandi Valborg Hjálmarsdóttir, knapi Magnús B. Magnússon, 8,42. 2. Björk frá Hólum, eigandi Hólabú- ið, knapi Anton Níelsson, 8,34. 3. Hugleikur frá Hofstaðaseli, eig- andi Finnbogi Bjamason, knapi Bjami Jónasson, 8,37. 4. Ljómi frá Laufhóli, eigandi Bjami Jónasson, knapi Eysteinn Steingrímsson, 8,32. 5. Lykill, eigandi Bjarni Jónasson, knapi Björgvin D. Sverrisson, 8,26. 6. Vængur frá Hólakoti, eigandi og knapi Hinrik M. Jónsson, 8,31. 7. Úði frá Halldórsstöðum, eigendur Gunnar og Páll, knapi Páll Viktors- son, 8,31. 8. Lýður frá Hólum, eigandi Hóla- búið, knapi í forkeppni Anton Níels- son, knapi í úrslitum Egill Þórarins- son, 8,28. Unglingar 1. Gáski frá Brimnesi, eigandi Ingi- mar Pálsson, knapi Inga D. Ingi- marsdóttir, 8,13. Börn 1. Dreyri frá Saurbæ, eigandi Ey- mundur Þórarinsson, knapi Heiðrún Ó. Eymundsdóttir, 8,47. 2. Öld frá Lækjamóti, eigandi Þórir ísólfsson, knapi Sonja L. Þórisdótt- ir, 8,41. 3. Spói frá Fjalli, eigendur Anna og Þórólfur, knapi Sæunn K. Þórólfs- dóttir, 8,28. 4. Sprauta frá Neðra Ási, eigandi Ólafur Guðmundsson, knapi Jó- hanna Magnúsdóttir, 8,27. 5. Elding frá Gígjarhóli, eigandi og knapi Jökull R. Jónsson, 8,21. 6. Búi frá Skefilsstöðum, eigandi Hólabúið, knapi Dana Ý. Antons- dóttir, 8,14. 7. Galsi frá Hjaltastöðum, eigandi og knapi Helga B. Þórólfsdóttir, 8,02. 8. Glaumur frá Hjaltastöðum, eig- andi og knapi Pétur Ó. Þórólfsson, 8,01. Tölt 1. Mona Fjeld, Stíganda, á Blæ frá Ánabrekku. 2. Páll Viktorsson, Herði, á Úða frá Halldórsstöðum. 3. Elvar Einarsson, Stíganda, á Glitni frá Syðra-Skörðugili. 4. Anton Níelsson, Stíganda, á Björk frá Hólum. 5. Sölvi Sigurðarson, Herði, á Yrju frá Keldudal. 250 metra skeið 1. Ösp frá Syðri-Brennihóli, eigandi Erling Ingvarsson, knapi Baldvin A. Guðlaugsson, 25,48 sek. 2. Vængur, eigandi og knapi Jón W. Bjarkason, 27,98 sek. 150 metra skeið 1. Ör frá Akureyri, eigandi Erling Ingvarsson, knapi Baldvin A. Guð- laugsson, 14,93 sek. 2. Bárður frá Stóru-Ásgeirsá, eig- endur Petra og Anton, knapi Ánton Níelsson, 16,00 sek. 3. Olga frá Árgerði, eigandi Magni Kjartansson, knapi Gestur Júlíus- son, 16,20 sek. 300 metra stökk 1. Gammur frá Saurbæ, knapi Heiðrún Ó. Eymundsdóttir, 23,30. 2. Snerill frá Varmalæk, eigandi Björn Sveinsson, knapi Elvar L. Friðriksson, 23,37 sek. 3. Brimir frá Kýrholti, eigandi Kol- brún Sæmundsdóttir, knapi Hinrik M. Jónsson, 24,34 sek. Norðurlandamótið í hestaíþróttum Fimm nýliðar og tveir reyndir knapar skipa íslenska liðið N ORÐURLANDAMÓTIÐ í hesta- íþröttum hófst í gærmorgun með mótsetningu og fánakveðju að Hedeland í Danmörku en að því loknu hófst keppni í fimmgangi fullorðinna og unglinga og fimiæf- ingum þar á eftir. í dag fer fram forkeppni í fjórgangi og þá verður keppt í gæðingaskeiði og að því loknu fara fram B-úrslit í fimm- gangi unglinga. Á morgun hefst dagskráin með forkeppni f slaktaumatölti og því næst for- keppni í tölti og B-úrslit í fjórgangi unglinga og að sfðustu fyrri sprett- ir í 250 metra skeiði. Islenska liðið skipa Hulda Gústafsdóttir á Hugin frá Kjartans- stöðum í tölti, fimmgangi og gæð- ingaskeiði, Jóhann G. Jóhannsson keppir á Glaði frá Hólabaki í tölti, fimmgangi, gæðingaskeiði, 250 metra skeiði og 100 metra skeiði með fljúgandi ræsingu. Reynir Örn Pálmason keppir á Þræði frá Hvít- árholti f tölti og fjórgangi, Sigurð- ur Heiðar Óskarsson keppir á Kát frá Störtal í tölti og fjórgangi, Þór- ir Örn Grétarsson á Níels frá Árbæ, Herbert Ólason á Spútnik frá Hóli og Brjánn Júlfusson á Eitli frá Akureyri keppa allir í 250 metra skeiði og 100 metra skeiði með fljúgandi ræsingu. Unglingaliðið er þannig skipað: Rakel Róbertsdóttir, Geysi, keppir á Landa frá Fuglebjerg í tölti og fjórgangi, Ingunn Birna Ingólfs- dóttir, Andvara, keppir á Kolu frá Berkelei í fimmgangi, gæðinga- skeiði og slaktaumatölti, Pála Hall- grímsdóttir, Gusti, keppir á Gim- steini frá Höskuldsstöðum í tölti og fjórgangi og Sigurður S. Pálsson, Herði, keppir á ívari frá Hæli í tölti og fjórgangi. Til stóð að Rúna Einarsdóttir mætti með hryssuna Snerpu frá Dalsmynni í tölt og fjórgang en af því verður ekki að sögn Hallgríms Jónassonar þar sem Rúna gat ekki mætt með hryssuna f skylduskoðun hjá dýralækni á mánudag á móts- stað. Sigurður Sæmundsson lands- liðseinvaldur valdi liðið sem keppir í flokki fullorðinna en í því eru ein- göngu knapar búsettir erlendis og allir nýliðar utan Jóhann G. Jó- hannsson og Hulda Gústafsdóttir. Unglingaliðið valdi æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga. Hallgrfmur sagði að liðsmenn hefðu mætt á staðinn í byrjun vikunnar og væri góður andi rfkjandi. Veðrið hefði fram að þessu verið frekar leiðinlegt en spáin fýrir mótsdag- ana eitthvað betri. SÍMA TORG Upp spretta upplýsiagar! Símatorg er upplýsingaþjónusta sem einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki geta nýtt sér, ýmist til að veita upplýsingar eða nálgast þær. Á Símatorginu er að finna fjölbreyttar upplýsingar um vöru og þjónustu sem lesnar hafa verið inn á sjálfvirkan símsvörunarbúnað. Þú getur, þér að kostnaðarlausu, læst aðgangi að öllum eða þremur efstu flokkum Símatorgsins. Þú getur pantað læsingu að Simatorginu og fengið nánari upplýsingar hjá Þjónustumiðstöð Símans í gjaldfrjálsu númeri 8oo 7000. 2 o SÍMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.