Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR af sjóbleikju HARRÝ Harrýsson með fallega laxa úr Ytri-Rangá. Mikið VEIÐI á sjóbleikju á Eyjafjarð- arsvæðinu hefur verið betri í sumar en oftast áður. Greint hef- ur verið frá stórbleikjum í Eyja- fjarðará, þær stærstu rúmlega 9 pund, 7 og 6 pund og margar hafa verið 4-5 pund. í Veiðihominu á Akureyri fengust þær upplýsingar að al- gengt væri að menn væru að fá 10 til 15 bleikjur á dag, en þó væni brögð að því að aflanum væri misskipt. Þeir kunnugu veiddu vel, en þeir sem minna þekktu til ættu til að fá lítið. Þóra í Veiðihominu sagði í samtali við blaðið að mesta veiðin hefði verið fyrir skömmu, fjórir veiðimenn hefðu verið með tvær stangir í tvo daga og fengið 160 bleikjur í Eyjafjarðará. „Annars er ekki hægt að nefna neinar heildarveiðitölur því menn em með veiðikort sem þeir fylla út og margir skila ekki fyrr en í haust þegar þeir em búnir með alla dagana sína. Þá verður heildar- veiðin tekin saman. Við vitum því ekki hvað búið er að veiða mikið, bara að það hefur verið mjög líf- legt, sérstaklega síðustu þrjár vikurnar," sagði Þóra. Þóra sagði veiðina í Hörgá einnig hafa verið mjög góða og lýsingin 10-15 á dag ætti ekki síð- ur við um hana. Stórbleikjur væm þó ekki eins algengar í ánni, mest væri fískurinn þó 2-3 punda sem enginn kvartaði undan. Hér og þar Menn em að reyta upp lax í Hvítá í Borgarfirði, á svokallaðri Þvottaklöpp, þar sem áður lágu net í ánni. Vegna þurrkana í sum- ar hafa verið meira um að laxinn hefur legið þar en áður. Þó engin stórveiði hafi verið tekin þar hafa menn oftast séð lax vera að stökkva þar um allt. Einn sem þar var nýverið fékk einn lax og slatta af 1-2 punda sjóbirtingi. Hélt sá ánægður í bragði til síns heima. Einhverjir tugir laxa hafa veiðst á svæðinu, sem tilheyrir Hvítárbakka. Svokallaðar „Eyr- ar“, sem tilheyra Ferjukoti, hafa einnig gefið eitthvað af laxi og birtingi í sumar. Stóra-Laxá hefur verið mjög dauf það sem af er sumri. Menn sem voru á svæðum 1-2 um síð- ustu helgi fengu tvo nýranna smálaxa og það var það eina sem þeir sáu í ánni. Vom þá innan við 20 fiskar komnir á Iand. Álíka ástand hefur verið á svæði 3, en ívið skárra á svæði 4. Þar vir.ðist vera reytingur af laxi, en hann hefur tekið illa. Heildarveiðin í ánni er varla yfir 100 löxum. Norðurlandamót í hestaíþróttum Tveir úr íslenska liðinu í úrslit í fímmgangi TVEIR AF keppendum íslenska liðsins sem þátt taka í Norður- landamótinu í hestaíþróttum náðu inn í úrslit í fimmgangi. Hulda Gústafsdóttir sem keppir á Hugni frá Kjartansstöðum hafnaði í fjórða sæti með 6,30 í einkunn. Jó- hann G. Jóhannsson er fimmti á Glað frá Hólabaki með 6,23. Það er hinsvegar norska stúlkan Christina Lund sem hefur foryst- una með 6,67 stig og Peter Hágg- berg, Svíþjóð, er annar á Hrafni frá Örvik með 6,57 og Samantha Leidersdorffer, Danmörku, er þriðja á Depli frá Votmúla með 6,50. Hallgrímur Jónasson fram- kvæmdastjóri Landsambands hestamannafélaga sagði þetta við- unandi stöðu fyrir Islands hönd. Þá sagði hann það hafa vakið athygli að Magnúsi Skúlasyni, sem keppir fyrir Svíþjóð á Dugi frá Minni- Borg, skyldi ekki takast að komast í úrslit, en þeir vom almennt taldir mjög sigurstranglegir fyrir keppn- ina. Sömu sögu er að segja af Bo Sörensen frá Danmörku, sem keppir á Goða frá Prestbakka, en hvoragum þeirra tókst að komast í B-úrslit. Náttþrymur reyndist of magur Jóhann R. Skúlason, sem hugð- ist keppa fyrir hönd Danmerkur á mótinu, var dæmdur úr leik er hann mætti með hest sinn Nátt- þrym frá Arnþórsholti í dýralækn- isskoðun. Þótti dýralæknum móts- ins hann of magur til að taka þátt í erfiðri keppni og vísuðu þeim frá keppni. Hallgrímur sagði þessa niðurstöðu umdeilda en vissulega hafi klárinn verið grannur. Hann sagði að mikil nákvæmni og smá- smygli gætti í öllu eftirliti eins og fóta- og reiðtygjaskoðun og væru gerðar athugasemdir af minnsta tilefni. Ingunn Birna Ingólfsdóttir varð önnur í fimmgangi unglinga með 4,23 í einkunn en Max Olausson Svíþjóð er efstur eftir forkeppnina á Hrafntinnu frá Eyrarbakka með 5,57. Öánægja með Flug- fólagið á ísafírði ÓÁNÆGJA er meðal ísfirðinga með þjónustu Flugfélags íslands og hyggst bæjarstjórnin láta málið til sín taka. Halldór Halldórsson bæjarstjóri segir að verið sé að safna saman upplýsingum um frammistöðu Flugfélagsins á ísafirði. Hann segir að margir hafi kvartað und- an því að áætlanir standist ekki og telur hann skýringuna hugsanlega þá að Flugfélag Islands geti ekki staðið við sumaráætlun með tíðari ferðum en á veturna. Halldór telur að það hljóti einnig að vera tilhneiging að félagið láti þá staði sitja á hakanum þar sem engin samkeppni er í flugi eins og á ísafirði. „Menn hafa komið að máli við mig og lýst yfir óánægju sinni með þjónustu Flugfélags íslands og að erfitt sé að treysta á flugá- ætlanir,“ segir Halldór. Halldór segir að málið verði tek- ið til umfjöllunar í bæjarstjórn Isa- fjarðar. Sjúklingar geta hafnað skráningu í gagnagrunn skv. endurskoðuðu frumvarpi Ákvæðið nær ekki til látinna EKKI verður mögulegt að koma í veg fyrir að upplýsingar úr sjúkraskrám um látna ein- staklinga verði fluttar í gagnagrann á heil- brigðissviði, verði frumvarp um gagnagrann- inn að lögum, þrátt fyrir að í endurskoðuðum framvarpsdrögum sé nú ákvæði um að skylt sé að verða við óskum sjúklinga um að upp- lýsingar um þá verði ekki fluttar í granninn. Þetta er mat fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins sem unnu að endurskoðun framvarpsins í sumar. Að sögn Þóris Haraldssonar, aðstoðar- manns heilbrigðisráðherra, sem sæti átti í nefndinni, er ekki litið svo á innan ráðuneytis- ins að ákvæði í framvarpsdrögunum, sem veita sjúklingum rétt til að neita skráningu um sig í gagnagrann, komi í veg fyrir að hægt verði að flytja upplýsingar um látna einstak- linga í gnjnninn. Tómas Zoéga, yfirlæknir geðdeildar Landspítalans og formaður sið- fræðiráðs Læknafélags íslands, sagðist í Morgunblaðinu í gær telja að umrætt ákvæði verði til þess að ekki verði'hægt að nota upp- lýsingar um látið fólk, vegna þess að það hefði ekki haft tækifæri til þess að hafna skráningu upplýsinga um sig í gagnagrunninum. Túlka verði óvigsuna þar um hinum látna í hag. Skylt að verða við beiðni sjúklings 8. grein frumvarpsdraganna, sem fjallar um réttindi sjúklings, er svohljóðandi: „Sjúk- lingur getur óskað eftir því að upplýsingar um hann verði ekki fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Beiðni sjúklings getur varðað allar upplýsingar sem þegar liggja fyrir um hann í sjúkraskrám eða kunna að verða skráðar eða nánar tilteknar upplýsingar. Skylt er að verða við slíkri beiðni og skal at- hugasemd þess efnis þegar lögð með sjúkra- skrá viðkomandi á heilbrigðisstofnun eða hjá sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanni. Akvæði þetta tekur ekki til upplýsinga sem nauðsynlegar eru vegna gerðar heilbrigðis- skýrslna og annairar tölfræðilegrar skrán- ingar heilbrigðisyfirvalda. Slíkum upplýsing- um mega einungis fylgja upplýsingar um kyn, aldur og eftir atvikum heilbrigðisstofnun.“ Þórir segir að ákvæðið geri ráð fyrir að sjúklingar verði sjálfir að eiga frumkvæði að því að óska eftir því að upplýsingar um sig verði ekki færðar inn í gagnagranninn. Því hafi verið litið svo á að þetta ákvæði næði ekki til upplýsinga um látna einstáklinga. Frumvarp um lífsýni væntanlegt eftir mánuð Frumvarpið um gagnagrunna tekur ekki til vörslu, meðferðar eða aðgangs að lífsýnum, en gert er ráð fyrir að sérstakt frumvarp þess efnis verði lagt fram á Alþingi í vetur. í grein- argerð með upphaflegu frumvarpi, sem lagt var fram sl. vor, kom fram að framvarpsdrög um lífsýni væri þá þegar tilbúið í ráðuneytinu. Það hefur ekki enn verið birt til kynningar eða umsagnar, en Sigurður Björnsson sér- fræðingur gagnrýndi í Morgunblaðinu í gær að umrætt frumvarp hefði ekki verið kynnt samhliða gagnagrannsframvarpinu. Taldi hann nauðsynlegt að skoða bæði frumvörpin í samhengi þar sem um mjög skyld mál sé að ræða. í gagnagrannsframvarpinu er tekið fram að hafi niðurstaða rannsóknar á lífsýni verið skráð í sjúkraskrá verði aðgangur rekstrar- leyfishafa að þeim upplýsingum með sama hætti og að öðram upplýsingum í sjúkraskrá. Að sögn Þóris Haraldssonar liggja fram- varpsdrög um lífsýni sem samið var af siða- ráði Landlæknis nú fyrir í heilbrigðisráðu- neytinu. Vinnu við framvarpið er ekki lokið að sögn Þóris, en hann sagði að því stefnt að frumvarpið yrði sent út til umsagnar í lok þessa mánaðar eða í byrjun september. Þórir sagði aðspurður að ekki hefði verið talin þörf á að kynna frumvörpin tvö samhliða þar sem lífsýni féllu ekki undir ákvæði gagnagranns- framvarpsins. Á meðan svo væri giltu reglur Vísindasiðanefndar um aðgang að lífsýnum. Nefnd ráðherra starfí náið með tölvunefnd í endurskoðuðum framvarpsdrögum er nú kveðið skýrar á um eftirlitshlutverk Tölvu- nefndar en í upphaflegu frumvarpi um gagna- grunna á heilbrigðissviði. Tölvunefnd ber skv. frumvarpinu að hafa eftirlit með framkvæmd laganna að því er varðar vernd persónuupp- lýsinga. Tölvunefnd ber að taka ákvörðun um framkvæmd skráningar og starfsemi gagna- grannsins að því leyti sem það heynr undir lögbundið hlutverk hennar. Þá skal tölvu- nefnd annast eftirlit með því að þeim skilmál- um sem hún setur varðandi starfsemi gagna- grannsins sé fylgt. Skv. frumvarpinu skal heilbrigðisráðherra skipa sérstaka nefnd um gerð og starfrækslu gagnagrunnsins og í athugasemdum frum- varpsins er tekið fram að nefndin skuli hafa umsjón með að við starfsemi gagnagi'unnsins sé í hvívetna fylgt fyrirmælum skv. lögunum og reglugerðum og skilyrðum í rekstrarleyfi. Er áhersla lögð á að nefndinni er ætlað að styðja tölvunefnd í hennai' starfí „en hún á ekki að hafa eftirlit með þeim þáttum í starf- semi gagnagrunns sem undir tölvunefnd heyra né skilmálum tölvunefndar. Gert er ráð fyrir að nefndin hafi náið samstarf við tölvu- nefnd og nýti sér í starfi sínu þá sérþekkingu og reynslu sem tölvunefnd býr yfir,“ segir í athugasemdum. Aðspurður segir Þórir alveg ljóst að hlut- verk þessarar nefndar muni ekki skarast við lögbundið verksvið tölvunefndar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.