Morgunblaðið - 06.08.1998, Side 54

Morgunblaðið - 06.08.1998, Side 54
54 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGRÍÐUR - ÞÓRMUNDSDÓTTIR + Sigríður Þór- mundsdóttir var fædd í Langholti í Borgarfirði 5. sept- ember 1906. Hún andaðist í Landspítal- anum 28. júh' síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Þór- mundur Vigfússon og Ólöf Helga Guð- brandsdóttir. Sigríð- ur ólst upp á Bæ í *" Borgarfirði og stund- aði þar hefðbundin sveitastörf, þar til hún fór í Kvennaskól- ann á Blönduósi 21 árs gömul. Systkinin á Bæ urðu alls 14 en ell- efu þeirra náðu fullorðinsárum. Sigríður giftist hinn 27. desem- ber 1932 Eiríki E.F. Guðmunds- syni frá Suðureyri, f. 20. maí 1907, d. 24. ágúst 1985. Þau byij- uðu sinn búskap á Suðureyri en veikindi þeirra urðu til þass að þau fluttu suður og settust að í Mosfellssveit. Þá hófu þau búskap á Hverabakka f Mosfellsbæ en fluttu sfðan húsið árið 1947 að Meltúni þar sem það stendur enn. *»* Þeim hjónum varð ekki barna auðið en tóku mörg böm í fóstur um lengri eða skemmri túna. Þau eignuðust eina kjör- dóttur, Sigurbjörgu, f. 23. nóvember 1941, d. 4. febrúar 1997. Eiginmaður hennar er Svavar Siguijóns- son og eignuðust þau þijú börn, þau eru: Áslaug Sigríður, gift Geir Magnússyni, þau eiga þijú böm. Margrét Björk, gift Ingólfi Gissurarsyni, þau eiga þijár dæt- ur, og Eiríkur Sigur- jón, sambýliskona hans er Guðrún V. Eyjólfsdóttir. Einnig ólst upp hjá þeim hálf- bróðir Sigurbjargar, Sigmar Pétursson, f. 22. september 1952, kvæntur Þrúði Jónu Kristjáns- dóttur. Dætur þeirra em Sigríð- ur Kristín og Sigrún. Um tíma dvaldi líka hjá þeim Guðný Jóna Hallgrímsdóttir. Maður hennar er Björn Haraldsson, þau eiga Qögur börn. Sigríður bjó síðustu 10 árin í íbúð sinni í Hlaðhömrum í Mos- fellsbæ. Útför Sigríðar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er komið að leiðarlokum, Sigríður frá Meltúni, tengdamóðir mín, er látin. Við sem eftir sitjum erum svo eigingjöm að við viljum ekki kveðja. Við vitum þó mætavel að þetta var hennar einlæg ósk, að komast sem fyrst til Eiríks síns og Sigurbjargar dóttur sinnar, sem hún kvaddi fyrir rúmu ári, langt Wg um aldur fram. Við vitum að nú líð- ur henni vel í faðmi ástvina. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Sigríði og Eiríki fyrir hartnær 22 árum er ég gekk í hjónaband með Sigmari fóstursyni þeirra. Mér varð strax Ijóst að hann var auga- steinn fóður síns en hann kallaði þau alltaf foreldra sína. Sigríður hlúði að öllum sem til hennar komu og var notalegt að koma í litla eld- húsið í Meltúni. Ilmurinn af heitu kaffi og nýbökuðum pönnukökum fyllti húsið og gerði menn svanga. Það fór enginn svangur þaðan því Sigríður sá til þess að menn borð- uðu nægju sína. Sigríður var mikil listakona, jafnframt því að sinna bústörfum og þeim verkum er venjulega voru á heimili til sveita, og málaði og fóndraði mikið. Féll henni aldrei verk úr hendi, garðurinn hennar í Meltúni ber best vott um það. Bæði menn og málleysingjar sóttu í nærveru hennar, með sínu hljóð- lega fasi sinnti hún af alúð öllum þeim er á vegi hennar urðu. Með þessum fáttæklegu orðum langar mig að þakka Sigríði allar þær stundir sem við áttum saman. Sú viska og kærleikur sem þú gafst okkur Sigmari og dætrum okkar mun fylgja okkur um ókomna tíð. Þrúður Jóna Kristjánsdóttir. Amma í Mosó er dáin. Þessi kona sem hefur fylgt mér frá fæð- Legsteinar Lundi , v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 Erfidrykkjur H H H H H H H H H H Sími 562 0200 H H H H H H H H H H riixixiixixjn ingu er farin og kemur ekki aftur. Ég minnist hennar með bros á vör, ekki með tárum því þannig hefði amma aldrei viljað að nokk- ur minntist hennar. Amma var sú sem allir gátu leitað til, því allir áttu vísan stað í hennar hjarta. Hlýjan og kærleikurinn streymdi frá henni jafnt til ungra sem ald- inna. Lýsandi dæmi um ömmu er setningin sem hún sagði við hina Siggu ömmu þegar hún spurði: „I höfuðið á hvorri okkar ætli hún sé skírð?“ Þá svaraði amma í Mosó: „Ætli við eigum ekki báðar svolít- inn part í henni.“ Og það eru orð að sönnu. Ég man þegar við syst- urnar fórum í „sveitina" til ömmu. Þá bjuggu amma og afi í litla sæta Meltúni, með garði allt í kring, hesthúsi, hænsnakofa og hlöðu. Mesta sportið var að leika í heita vatninu sem rann í bala úti í garði. Þá voru eldaðar dýrindis máltíðir með rifsberjum sem tínd voru af trjánum, sama hvort þau voru þroskuð eða ekki. Þegar hugrekkið leyfði var jafnvel farið út fyrir garðinn og hestunum gef- ið gras. Og þegar hetjan sagði til sín voru tínd egg frá hænsnunum en það krafðist ofurmannlegs hugrekkis sem amma ýtti undir hverju sinni. Amma var líka dugleg að virkja okkur með sér í garðinum. Við tíndum gulrætur, kartöflur og rifs- ber en hún passaði okkur líka þeg- ar Gullregnið var eitrað. Þegar veðrið var vont vorum við inni og tefldum skák, spiluðum eða hlust- uðum á spiladósaborðið og þegar þreytan sagði til sín var gott að hvíla sig í litla herberginu inn af eldhúsinu. Eftir því sem árin liðu fækkaði ferðum til ömmu en alltaf var jafn gott að koma til hennar og fá kaldar pönnukökur með miklum sykri og ömmukók. Þótt amma hafi flutt á elliheimili og heilsunni hrakað var göldruð fram veisla með piparkökum, konfekti og hinu margfræga ömmukóki. Amma var komin á „tí- ræðisaldurinn" eins og hún sagði sjálf þegar hún dó og þótt hún væri orðin svo gömul kveinkaði hún sér aldrei og var alltaf í fullu fjöri. Hún var svo stolt þegar hún sá litla rauða bílinn minn og alltaf var hún á leiðinni í bíltúr með mér. Einnig Ijómaði hún öll þegar ég fékk að klippa hana og setja í hana rúllur. Öll hennar ráð og hennar vísdómur munu fylgja mér alla ævi því að sjaldan kynnist maður manneskju sem svo sannarlega hefur lifað tím- ana tvenna. Með þessum orðum langaði mig til að minnast ömmu minnar í Mosó sem er fyrirmynd mín. Sigríður (Sigga litla). Þegar ég sest niður og skrifa nokkrar línur um tengdamóður mína, Sigríði Þórmundsdóttir frá Meltúni, þá reikar hugurinn aftur í tímann þegar ég kom að Meltúni í fyrsta sinn. Það var svolítill kvíði í mér að hitta foreldra stúlkunnar minnar, hennar Siddýjar. Ég hitti fyrir á heimili hennar granna fingerða konu og háan grannan mann, sem tóku mér opnum örmum. Þetta voru Sigríður og Eiríkur í Meltúni sem öll sveitin þekkti að öllu því besta sem prýða má fólk. Sigríður var kona sem bjó sér og manni sín- um gott heimili þar sem allt var í föstum skorðum. Það var morgun- kaffi kl. 9-10, hádegismatur kl. 12, síðdegiskaffi kl. 15 og kvöldmatur kl. 19. Svona var þetta alla daga. Um helgar var mjög mannmargt við morgunkaffið. Þá komu allir helstu rollukarlar, hestamenn og aðrir sveitungar og má þar nefna Höskuld í Dælustöðinni, Matta á Teig, Jón á Reykjum og Ása á Reykjalundi svo einhverjir séu nefndir. Þá bakaði tengdamóðir mín alltaf pönnukökur þótt hún væri nýkomin úr fjósi. Við litla borðið í eldhúsinu var mikið rætt um allt milli himins og jarðar. Sig- ríður og Eiríkur áttu engin börn sjálf en þau tóku stúlkubarn, einnar og hálfrar viku gamalt, í fóstur og skírðu það Sigurbjörgu. Var hún reyndar alltaf kölluð Siddý. Hún var augasteinninn þeirra og þegar Sigurbjörg var 13 eða 14 ára gerðu þau hana að kjördóttur. Einnig voru í fóstri hjá þeim í nokkur ár Sigmar Pétursson, hálfbróðir Sig- urbjargar, og Guðný Haraldsdóttir (Didda). Eins voru á hverju sumri hjá þeim snúningadrengir. Sigríður var mjög skapgóð kona og gáfuð, var ekki að gera mál út af engu og mátti ekkert aumt sjá. Þegar við Siddý fórum með hana til Kanaríeyja, þá 88 ára gamla, í fyrsta sinn sem hún kom til út- landa, þá fannst henni hún vera komin í Paradís. Þarna sá hún og gat snert blómin og trén úti í garði, blómin sem hún var að rækta inni í stofu heima á íslandi. Svona var hún þessi kona, hún var ekki stór vexti en hún var stór í fasi. Sigríð- ur missti mann sinn Eirík 1985. Það var mildll missir fyrir hana því þau höfðu alltaf verið saman sem eitt síðan þau fóru að búa. Siddýju missti hún árið 1997. Þá langaði hana ekki að vera lengur í þessum heimi. En hún bugaðist aldrei held- ur stóð þetta af sér, hún var svo sterk og með mikið jafnaðargeð. Elsku Sigríður mín, megir þú fara í Guðs friði og megi Siddý og Eirík- ur taka á móti þér hinum megin. Svavar. Elsku amma mín er nú farin. Þessi hæverska, kærleiksríka og gjöfula kona. Minningamar eru bæði margar og fagrar. Brosið, hreyfingamar, hjartagæskan, þakk- lætið og margt fleira. Ein af mínum fyrstu minningum um ömmu er úr æskunni í Meltúni, en hjá henni og afa dvaldi ég oft lengri eða skemmri tíma á sumrin. Þar fann maður vel alla umhyggjuna og væntumþykj- una sem einkenndi þessa konu. Oft- ast var ég vakinn á morgnana með kossi og svo fylgdi tilbúinn morgun- matur í kjölfarið og ekki skipti máli hvað maður var að bardúsa, hvort það var úti í kofa, að hjálpa afa í heyskap eða leika við DOlu, amma var alltaf nálægt og fylgdist með. Erfitt er að minnast ömmu án þess að minnast Eiríks heitins afa míns. Slík var samheldni þeirra, vinátta og gagnkvæm virðing, að fá- dæmi er. Við upphaf samvista þeirra var skammt stórra högga á milli. Bæði fengu þau að kynnast baráttunni við berklana og þurftu að þola langar fjarvistir hvort frá öðru. En þeirra neisti var að eilífu og með trúnni á lífið komust þau í gegnum þetta stríð sem önnur. Bæ- inn sinn, Meltún, byggðu þau frá grunni og þar var alltaf gott að vera. Sá staður var ætíð samastaður fjölskyldu og vina þeirra hjóna, þar var gjarnan hist á sunnudögum eða öðrum dögum, tyllidögum eða jóla- dögum, og notið samverustunda. Allt eru þetta eftirminnilegar stundir úr æsku sem geymast munu aUa tíð. Ég held reyndar að Meltúni hafi aldrei verið betur lýst en með orðum Guðmundar Oskars Her- mannssonar, bróðursonar afa míns, er hann minntist hans: „Kærleiks- heimili barna, frænd- og tengdaliðs varð Meltún. Margir komu, sumir sveitunganna oft. Hlýja var þar inni og ekkert tillit tekið til stærðar eða smæðar. Viðræður og veitingar voru þar viðhafðar af drengskap. Ekkert á torg borið.“ En árin liðu og sumardvalir urðu að heimsóknum endrum og sinn- um. Það var alltaf jafn gott að fara í heimsókn til ömmu, gestrisnin svo af bar. Ekki mátti maður frá henni fara öðruvísi en búið væri að borða svo og svo margar pönnukökur, piparkökur, kleinur og kaffi og jafnvel eftir það sagði hún í vægum skipunartón: „Fáðu þér meira Ei- ríkur.“ En eftir fund við ömmu var maður ekki bara saddur, í venju- legri merkingu orðsins, heldur einnig andlega. Það var alltaf þessi hlýja og kærleikur sem maður fann svo vel fyrir í návist hennar. Eftir hverja heimsókn leið manni svo vel og hugsaði um hve feginn og þakk- látur maður væri yfir því að eiga þessa konu að. Meira að segja í síð- asta skiptið sem ég hitti hana ömmu mína, þá fárveika, fann mað- ur þessa tilfinningu svo sterka. Nægjusemi og þakklæti ein- kenndu hana, hégómi var ekki til í hennar orðaforða. Ég minnist sér- staklega síðasta samtals okkar, en þá talaði hún um það hve þakklát hún væri fyrir það að geta risið á fætur á morgnana og klætt sig. Meira þurfti þessi kona ekki. Nú þegar amma mín er látin er það huggun harmi gegn að minnast þess þegar ég kvaddi hana í hinsta sinn. Þá tók ég í hönd hennar, hún brosti sínu sérstaka brosi en í aug- um hennar mátti sjá í senn þessa æðrulausu þroskuðu sál sem södd var orðin lífdaga, en um leið löngun til að fá að hitta hann afa og mömmu aftur. Nú er hún komin til þeirra. Um leið og ég kveð hana ömmu mína með sárum söknuði geymi ég minningamar um hana í hjarta mínu til eih'fðarnóns. Megi guð geyma þig amma mín um aldur og ævi. Eiríkur Svavarsson. Ég kvíði ei lengur komandi tíma, er hætt að starfa og tekin að bíða. Ég horfi á ljósið sem lýsir fram veginn, held göngunni áfram verð hvfldinni fegin. (S.P.) Amma mín samdi þetta ljóð þeg- ar hún var 84 ára og nú er hún far- in. Ég var að miklu leyti alin upp hjá ömmu og afa í Meltúni. Þaðan á ég minningar um sæludaga. Þar vai- alltaf kyrrð og ró, þar leið öllum vel. Þar kenndi amma mér ásamt öðru bænimar, jákvætt hugarfar og að virða allt hf og njóta þess. Það er mitt veganesti sem ég bý alltaf að. Minningamar lifa um hlýja og um- hyggjusama ömmu sem lét sér annt um allt líf hvort sem það var mann- fólkið, dýrin eða blómin. Elsku amma mín er nú hjá afa og mömmu. Þar hvílist hún í Guðs friði. Áslaug Sigríður Svavarsdóttir. Elsku amma mín er dáin. Ótal minningar streyma að og þær munu ylja mér um ókomin ár. Amma í Mosó, eins og við systkinin kölluðum hana, var einstök, hún tók ölíu með jafnaðargeði og var alltaf í góðu skapi. Hún miðlaði öllum af sínum meðfædda kærleika og hug- hreystandi orðum, sem gerði mér og öðrum lífið léttbærara. Amma og afi áttu Meltún og var ekkert notalegra en að fara í sveitina til þeirra. Amma var listræn og hafði gaman af því að mála myndir, vinna leir og gera hverskonar handa- vinnu. Hún gerði nú oft grín að því að þegar hún var ung var hún að leika sér að því að teikna, en það þótti nú ekki til fyrirmyndar fyrir ungar stúlkur í þá daga. Ekkert var eins skemmtilegt eins og að setjast niður með ömmu yfir kaffibolla og brauði og hlusta á hana segja sögur af uppvexti sínum. Amma var fædd og uppalin í torfbæ og hún upplifði tvær heimsstyrjaldir. Ég þreyttist aldrei á að spyrja hana um lífíð í torfbænum og hvemig stríðsárin voru. Amma upplýsti mig um til- veru og tíðaranda sem aldrei verð- ur skrifað í sagnfræðibækur. Amma var fróð um andleg málefni og var því fullviss um hvert hún færi þegar hennar jarðvist myndi ljúka. Elsku amma mín, ég gleymi þér aldrei, þú verður ahtaf í hjarta mínu. Guð blessi þig. Margrét. Elsku amma, nú ertu farin frá okkur, farin yfir til Eiríks afa og Siddýar. Það er ekki auðvelt að hugsa til alls þess sem með þér fer en ég veit að þú varst orðin þreytt og vildir fara. Ég mun sakna þess að geta ekki kíkt til þín í ömmu kök- ur og „ömmu-kók“ en hver veit nema einhver staðar og einhvem tíma muni ég sitja hjá þér aftur. Þangað til verða þessar yndislegu samverustundir okkar vel geymdar í huga mér. Ein fyrsta minning mín er frá vorheimsókn í Meltúnið. Sauðburðurinn var búinn en í fjár- húsunum voru þrír heimalningar, tveir hvítir og einn svartur, og þeim þurfti að gefa. Við systumar feng- um að fara með þér út í hús til að hjálpa til við matargjöfina og ég man hvað þú varst góð við litlu lömbin. Síðan fómm við inn, feng- um kaldar pönnukökur og hjálpuð- umst að við að leggja kapal. Það var eitt af mörgu sem ég lærði hjá þér, að leggja kapal. Þegar ég fór sjálf í sveit varst þú nú hætt búskap en ég hafði gaman af að senda þér bréf og segja frá störfum dagsins. Ég man hve ánægð þú varst þegar ég kom heim á haustin og við gátum skipst á heyskaparsögum. Við höfðum það gott saman enda áttum við svo margt sameiginlegt líkt og áhugann á náttúrunni og dýmm og okkur þótti líka gaman að taka upp blýant og draga upp eins og eina mynd eða pára niður vísu um líðandi stund. Til þín komu oft margir í kaffi, ungir sem aldnir. Þar á meðal nokkrir vinir mínir og allir höfðu þeir orð á hve frábæra ömmu ég ætti. Nú er hins vegar komið að leið- arenda og við þurfum að kveðja þig í síðasta sinn. Sá tími sem við feng- um saman er mér ómetanlegur og ég veit að þú og viska þín verða alltaf með mér. Vertu bless, þín Kristín. Sigga í Meltúni er dáin á tíræðis- aldri. Fullorðin sómakona hefur fengið hvfldina. Vináttubönd henn- ar bundust víða þótt hún léti ekki mikinn og gengi hávaðalaust, kær sínu, að sinna lífshlaupinu. Þegar ég lít til baka hljóma fyrir eyrum mér orðin „minn og mín“ sem hún fór svo prýðilega með jafnan í enda skírnarnafns, er hún ávarpaði einhvern, alltaf svo ljúf- lega og vináttusterkt. Ég var ekki gamall er kynni okk- ar hófust. í Meltún kom ég oft til hennar og Eiríks heitins frænda míns, þar voru móttökumar aðlað- andi vináttustraumar. Pönnukökur og mjólk og seinna kaffi hafa aldrei spillt fyrir vináttu. Hennar eldhús var pönnukökuheimur fyrir ungan mann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.