Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ í DAG Morgunblaðið/Davíð Pétursson BRUÐHJÓNIN Edda Lind Ágústsdóttir og Bjarni Sigurður Ásgeirs- son með dóttur sína, Rannveigu Báru. Brúðkaup og skírn í Fitjakirkju í Skorradal Grund. Morgunblaðið. NYLEGA voru gefin saman í hjónaband í Fitjakirkju í Skorra- dal Edda Lind Ágústsdóttir og Bjarni Sigurður Ásgeirsson í Hvammi í Skorradal. Jafnframt var lítil dóttir þeirra skírð og hlaut hún nafnið Rannveig Bára. Sr. Sigríður Guðmunsdóttir framkvæmdi athöfnina. Jörðin Hvammur í Skorradal tilheyrir Fitjasókn og voru þetta því öll sóknarbörn hinnar fá- mennu Filjasóknar sem hin ald- argamla Fitjakirkja þjónar. Rannveig Bára er yngsti íbúi Skorradalshrepps og var annað bamið sem fæðst hefur í sveit- inni á árinu. r Fjölmenni var í brúðkaupinu en aðstaða á Fitjum til slíkra at- hafna er hin ákjósanlegasta. Það færist mjög í vöxt að BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Torfi Ásgeirsson efstur í síðustu vikukeppni sumarbrids Elleftu spilavikunni lauk sunnu- dagskvöldið 2. ágúst. 26 pör spiluðu Mitchell og urðu þessi pör efst (meðalskor var 216): NS Gylfi Baldursson - Ásmundur Pálsson 272 Birna Stefnisd. - Aðalsteinn Steinþórsson 250 Erlendur Jónsson - Sigtryggur Sigurðsson 245 Guðrún Jóhannesd. - Bryndís Þorsteinsd. 232 AV Jón Hjaltason - Steinberg Eíkarðsson 259 UnaAmadóttir-KristjánJónasson 249 Guðlaugur Sveinsson - Magnús Sverrisson 248 Rafn Thorarensen - Hafþór Kristjánsson 247 Eftir sunnudagstvímenninginn var spiluð útsláttarsveitakeppni því að fíestir áttu frí frá vinnu daginn eftir. Ellefu sveitir voru skráðar til keppni. Eftir 4 umferðir spiluðu til úrslita sveitir Baldurs Bjartmars- sonar (Páll Þór Bergsson, Ragnar Hermannsson, Ásmundur Pálsson og Gylfi Baldursson, auk Baldurs) kirkjulegar athafnir séu fram- kvæmdar í hinni vinalegu aldar- gömlu kirkju en þetta var annað brúðkaupið og þann 26. júlí fór þriðja skírnin fram í kirkjunni á þessu sumri. Þá létu hjónin Birgir Hauksson, skógarvörður á Hreðavatni, og kona hans, Gróa Erla Ragnarsdóttir, skira son sinn sem hlaut nafn afa síns, Haukur. Haukur Kristjánsson, læknir frá Hreðavatni, hélt nafna sínum undir skírn en sr. Brynjólf- ur Gíslason í Stafholti skírði. Til gamans má geta þess að faðir brúarinnar, Eddu Lindar, er Ágúst Árnason, skógarvörð- ur í Hvammi. Fitjar er orðið skógræktarbýli og er því vel við hæfi að skógræktarmenn noti þá aðstöðu sem til staðar er á Fitjum. og sveit Unu Árnadóttur (Kristján Jónasson, Albert Þorsteinsson og Auðunn R. Guðmundsson, auk Unu). Sveit Baldurs hafði betur og sigraði þar með keppnina. Torfi Ásgeirsson vann viku- keppnina að þessu sinni. Annars varð vikustaða efstu manna svona: Torfi Ásgeirsson 90 Eggert Bergsson 80 Steinberg Rikarðsson 72 Gylfi Baldursson 65 Ragnheiður Nielsen 62 Halldóra Magnúsdóttir 60 Eysteinn Einarsson 54 Lárus Hermannsson 54 Torfi hlýtur í vikuverðlaun þriggja rétta kvöldverð fyrir tvo á LA Café. Gylfi Baldursson er áfram efstur í heildina og er hann heldur að auka forskot sitt á toppnum. Jón Steinar Ingólfsson fylgir honum þó ennþá, en ólíklegt er að aðrir blandi sér í baráttuna um efsta sætið á stigalist- anum. Heildarstaða efstu spilara er svona: Gylfi Baldursson 389 Jón Steinar Ingólfsson 347 Vilhjálmur Sigurðsson jr. 283 Bestu þakkir sendi ég öllum sem heiðruðu mig á áttrœðisœfmœli mínu 31. júlí sl. Lifið heil! Magnús Guðbjörnsson. Léttir meöfærilegir viðhaldslitlir. Ávallt fyrirliggjandi. Góö varahlutaþjónusta. undan timanum i 100 ár. fyrir steinsteypu. Ármúla 29. sími 553 8640 FYRIRLIGGJINDI: GÚLFSLfPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPOR - DJELUR STEYPUSIGIR - HRJERIVÉLIR - SIGIR8LÖÐ - Viilui Iramleiísla. VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þulan Himna- ríkishurð ÞORGERÐUR hafði sam- band við Velvakanda og er hún að leita eftir hvort ein- hver kunni þessa þulu. Var þulan kölluð Himnaríkis- þula: Himnaríkishuró var knúð um háttatíma allir góðir englar hrutu yndislegra drauma nutu. Þeir sem kannast við þessa þulu eru beðnir að hafa samband við Þorgerði í síma 464 4234. Keðjubréf MOSFELLINGUR hafði samband við Velvakanda og sagðist hann hafa fengið svokallað „keðjubréf* í pósti til sín. Segir hann að sér þyki þetta mjög ógeð- felld bréf. í bréfinu er sagt að þetta sé „gæfubréf* og Mosfellingur beðinn að senda þetta bréf til 20 aðila innan 96 tíma. Geri hann það ekki megi hann búast við að ienda í alis konar ógæfu og eru nefnd nokkur dæmi um þá ógæfu sem fólk hafi orðið fyrir sem fari ekki eftir þessum fyr- irmælum. MosfeHingur spyr hvers konar gæfúbréf þetta séu sem boði ekkert nema ógæfu sé ekki farið að fyrirmælum þess. Telur Mosfellingur ábyrgðar- hluta að vera að senda fólki svona bréf, margir séu hjá- trúarfullir og taki þetta al- varlega. Skorar Mosfeli- ingur á alla sem fá svona bréf að iáta þau beint í ruslið, þetta sé ekkert ann- að en ruslpóstur sem ekki eigi að taka mark á. Svona sendingar eigi að stoppa af. Sóðalegur frétta- flutningur ÉG VIL kvarta yfir sóða- legum fréttaflutningi á Rás 2 í útvarpinu. I hádeg- isíréttum nýlega var verið að segja frá að í Alsír hefðu 40 manns verið skornir á háls. Þarna er verið að tala um lifandi fólk og hryllilegt hvernig sagt var frá þessu. Þessu er varpað yfir fólk þegar það situr til borðs með börnum. Það hlýtur að vera hægt að segja frá þessu á smekklegri hátt. Hlustandi. Spilakvöld öllum til ánægju VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Það er alltaf verið að aug- lýsa spilakvöld hjá eldri borgurum og í þeim aug- lýsingum eru allir boðnir velkomnir. En það eru ekki allir velkomnir á þessi spHakvöid. Margir eldri borgarar vilja sækja þessi spHakvöld vegna féiags- skaparins en ef þeir eru ekki nógu góðir spilamenn verða þeir oft að hrökklast frá og þora ekki að mæta aftur vegna yfirgangs þeirra sem stundað hafa þessi íþrótt iengi. Þeir fá ónot og skammir fyrir að kunna ekki spilið nógu vel. En þessi spilakvöld eiga að vera afþreyng og skemmt- un fyrir eldri borgara en ekki eins og hörð atvinnu- mennska. Það þarf að stoppa það af að nokkrir einstaklingar geti ráðskast með þetta og leyfa öllum að vera með sér til skemmtunar. Spilamanneskja. Tapað/fundið Gullarmband týndist ENN auglýsi ég eftir gull- armbandi sem ég týndi 23. maí sl. við íþróttahöllina á Akureyri í von um að kon- an sem fann það sjái þessa auglýsingu. Vinsamlegast hringdu í Auði í síma 462 2854. Russel-bakpoki í óskilum BLÁR Russel-bakpoki með fatnaði og myndum fannst í Hljómskálagarðin- um sl. þriðjudag. Upplýs- ingar í síma 586 1268. Gleraugu í rauðu hulstri týndust GLERAUGU í rauðu hulstri týndust líklega á svæðinu við Gullfoss sunnudaginn 26. júlí. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 482 1046. Dýrahald Ugla er fundin! KISAN okkar hún Ugla sem við höfum lengi aug- lýst eftir og leitað að er fundin. Við viljum þakka öllum sem tóku þátt í leit- inni með okkur kærlega fyrir. Sérstakar þakkii- til Velvakanda. Uglumamma. Svartur fressköttur týndist SVARTUR ft'essköttur með hvíta og bleika ól með tveimur bjöHum týndist úr Seljahverfi íyrir rúmri viku. Gæti hafa tekið sér far með bíl eða tjaldvagni. Ef einhver getur gefið upp- lýsingar vinsamlega hafið samband í síma 557 3097. TVEIR litlir sætir kassa- vanir kettlingar fást gef- ins. Upplýsingar í síma 552 0834. Kettlingar óska eftir heimili TVEIR kettlingar, 8 mán- aða og vel upp aldir, óska eftir heimili vegna fiutn- ings eiganda. Upplýsingar í síma 565 0780 og 893 3101. Blár páfagaukur í óskilum BLÁR páfagaukur er í óskilum í Boðagranda. Upplýsingar í síma 562 2771. Kettlingur í óskilum LÍTILL kettlingur, 4-5 mánaða, svartur með hvít- ar loppur og hvítan kvið, er í óskHum í Hafnarfirði. Kettlingurinn fannst við Lyngberg. Upplýsingar í síma 565 2722. Hlutaveita ÞESSAR glaðlegu stúlkur heita Sunna Örlygsdöttir, Ragn- hildur Gunnarsdóttir, Mist Hálfdanardóttir og Elín Þórsdótt- ir. Þær efndu til hlutaveltu og söfnuðu 1.484 krónum og létu þær renna til Rauða kross íslands. ÞESSIR duglegu strákar, Gunnar Ásgeir Ásgeirs- son og Birkir Eyþór Ásgeirsson, héldu hlutaveltu og söfnuðu kr. 1.237 og létu þær renna til Rauða kross Islands. Víkverji skrifar... FJÖGURRA bíla árekstur varð á Hringbrautinni á þriðjudag. Sem betur fer urðu ekki alvarleg meiðsli á fólki en eignatjón varð umtalsvert. Ástæðan fyrir þessu óhappi var sú að gæs gekk út á veg- inn og fremsti bíllinn nauðhemlaði og bílarnir sem á eftir komu gátu ekki stansað í tæka tíð. Eflaust hef- ur ökumaðurinn hemlað ósjálfrátt því eftir á að hyggja hefði verið betra að fórna gæsinni. Hún hefði hvort sem er endað ævina á helgar- matseðlinum hjá einhverjum veiði- manni ef að líkum lætur. XXX TALSVERT hefur verið rætt um hraðamælingar lögreglunn- ar að undanförnu og sýnist sitt hverjum um það átak sem i gangi hefur verið. Vinur Víkverja lenti í því á dögunum að vera gripinn fyrir of hraðan akstur við Selfoss. Hafði hann ekki áttað sig á því að hraðinn hafði verið lækkaður úr 70 í 50 kíló- metra á þessum kafla og því fór sem fór. Það er hins vegar athyglisvert að umræddur ökumaður var í bílalest þar sem allir bílar óku á sama hraða. Hins vegar var hann sá eini sem stöðvaður var og sektaður. Sú spurning vaknar auðvitað hvort leyfilegt er að taka einn brotlegan en sleppa hinum? Víkverji hélt að allir ættu að vera jafnir fyrir lögun- um, í þessu sem öðru. Gaman væri að fá svör við því. XXX KNATTSPYRNUVERTÍÐIN er vel á veg komin og stutt í það að nýir meistarar verði krýnd- ir. Það hefur vakið undrun Vík- verja hversu reglur um leikmanna- skipti eru orðnar frjálslegar. Svo virðist sem lið geti sótt leikmenn til útlanda að vild. Er þetta sér- staklega áberandi hjá liðum sem standa höllum fæti, s.s. Val. Verð- ur fróðlegt að sjá hvernig Val reið- ir af eftir nýjustu leikmannakaup- in. Hitt er ljóst að Arnór Guðjohnsen ætlar að reynast félaginu happa- fengur. Arnór er greinilega í hörku- formi og markið sem hann gerði á móti Þrótti á dögunum telst tví- mælalaust vera á heimsmælikvarða. Ef enskur leikmaður hefði gert svona mark í heimsmeistarakeppn- inni á dögunum hefði það verið fyrsta frétt í öllum sjónvarpsstöðv- um. Nú er það spurningin hvort landslið okkar getur verið án krafta Arnórs eins vel og hann spilar um þessar mundir. XXX AÐ brá ýmsum þegar þeir heyrðu fyrstu fréttir Ríkisút- varpsins á fimmtudaginn. í yfirliti frétta var komist þannig að orði að kviknað hefði í tunglinu þá um nótt- ina! Þegar fréttin var lesin kom hið sanna svo í ijós, það hafði kviknað í skemmtistaðnum Tunglinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.