Morgunblaðið - 07.08.1998, Side 11

Morgunblaðið - 07.08.1998, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 11 FRÉTTIR VINIRNIR Ossy (Nikolaj Coster Waldau) og Jimmy (Mads Mikk- elsen) í hlutverkum sínum. Vinátta og veraldargengi KVIKMYNPIR Háskólabfó VINARBRAGÐ („VILD SPOR“) irirk Leikstjóri Simon Staho. Handrit Staho og Nikolaj Coster Waldau. Tónlist Hilmar Órn Hilmarsson. Kvikmyndatökustjóri Jón Karl Helgason. Framleiðandi Henrik Danstrup. Meðframl. Peter Aal- bæk Jensen, Friðrik Þór Friðriks- son. Aðalleikendur Nikolaj Coster Waldau, Mads Mikkelsen, Nukáka, Pálína Jónsdóttir, Sævar Örn, Jón Sigurbjörnsson, Egill Ólafsson, Finnur Jóhansson, Hrönn Stein- grímsdóttir. 95 mín. Dönsk/ís- lensk. Nordisk Film 1998. VINIRNIR Ossy (Nikolaj Coster Waldau) og Jimmy (Mads Mikkelsen), höfðu brallað margt saman um árabil. Frá táningsár- um í Kaupmannahöfn, síðan á heimshornaflakki sem þeir fjár- mögnuðu með eiturlyfjasmygli og öðrum óvönduðum aðferðum. Lifðu hátt á jaðri mannlífsins í Austurlöndum fjær. Pá sneri Jimmy baki við þessu rótlausa líferni, settist að á Islandi og kom upp heimili en Ossy hélt ótrauður áfram svallinu í Ta- ílandi. Þegar myndin hefst er hann kominn til íslands til að finna sinn gamla vin og félaga, eftir fjögurra ára aðskilnað. Sá sem hann hittir fyrir kemur hon- um á óvart. Ekki gamli, góði sukkarinn, heldur ábyrgur fjöl- skyldufaðir í fastri vinnu, sem lif- ir hamingjusamur fyrir sína ís- lensku konu (Pálína Jónsdóttir) og barn (Sævar Örn). Jimmy bregður ekki síður við. Hann hafði flutt til afskekkts lands, sem hann segir að sé „aldrei í leiðinni", til að flýja fortíðina, sem hann hefur falið vandlega fyrir konu sinni. Hann vill því losna við þennan fortíðardraug sem fyrst. Til þess þarf hann að gera Ossy vafasaman greiða sem Ossy snýi' uppí hefnd gegn sínum fráhverfa vini sem gaf honum aldrei tækifæri til að segja hvert hið raunverulega erindi hans er. Áhorfendum er enginn greiði gerðm' með því að fara nánar útí atburðarásina. Hún rekur sig fímlega áfram í raunalegri sögu vina sem hafa lent útaf sporinu, annar kraílað sig inná það aftur, hinn gjörsamlega glataður. Myndin er því ekki, þótt efnið gæti sannarlega bent til þess, enn einn dópreyfarinn, heldur fjallai' hún um gömul, góð gildi á ferskan, öðruvísi hátt en við eig- um að venjast. Vináttu, mann- eskjur, tilfinningar. Fyrst og fremst vináttu, sem ég held að Danir leggi almennt meiri rækt við og sinni af meiri kostgæfni. Vinargreiði er frumraun leik- stjórans og hanritshöfundarins Simons Staho, sem er aðeins 25 ára og lofar góðu. Hún er þó engu síður mynd leikarans Nikolaj Coster Waldau, sem fer ekki aðeins með erfiðasta og veigamesta hlutverk hennar heldur vann hann einnig hand- ritð með leikstjóranum. Það er viss sannleikur í frásögninni sem lætur mann ekki ósnoi'tinn. Þessi ódrepandi, þó óalandi vináttu- bönd. Samtölin umfram allt eðli- leg og fléttuð skynsamlegum til- vísunum úr lífi félaganna, sem skýi'ir vinfengið, rótlausa hegðun og eftirsjá Ossy. Endirinn er rökréttur í framhaldi af því sem á undan er gengið, þó sá hluti myndarinnar sem er sístur. Hlutverk Mads Mikkelsen er lítið auðveldara. Hann er persón- an sem byggt hefur hús sitt á sandi, þaif að gera hreint fyrir sínum dyrum, kveða niður drauga. Mikkelsen gerir það trú- verðuglega og samleikur þessara skærustu karlstjarna Danmerk- ur er eftirminnilega fólskvalaus. Yfirvegaður og gjörsamlega laus við þá tilgerð sem vill bregða fyi'- ir í íslenskum kvikmyndaleik. Is- lensku leikaramir standa sig einnig með ágætum, þau Jón Sig- urbjörnsson, Egill Ólafsson og ekki síst Pálína Jónsdóttir og Hrönn Steingrímsdóttir, í vanda- sömu hlutverki Thórhildar bar- flugu. Hann hefur ekki verið húmorslaus, sá sem gaf henni nafn. Hún er sami senuþjófurinn hér og í Skyttunum í den. Þetta gæti verið sama konan, áratug- um síðar... Þau fylla öll vel útí rammann. Vinarbragð er að hluta til ís- lensk, þáttur Islensku kvik- myndasamsteypunnar var fyrst og fremst að sjá um gerð hennar hérlendis og leggja til stærstan hóp tæknimanna. Við eigum orð- ið aldeilis góða útflutningsvöru á kvikmyndasviðinu. Þékkingu á við það besta sem gerist í ná- grannalöndunum. Stærstur er þáttur kvikmyndatökustjórans, Jóns Karls Helgasonar, sem m.a. átti besta þáttinn í Blossa. Gerir enn betur að þessu sinni, fangar landið á forvitnilegan hátt, í sam- ráði við hinn unga danska leik- stjóra. Sjónarhornin koma ís- lendingum örugglega skemmti- lega á óvart; fagrar landslags- senur, fossar og grænar grundir í bland við auðn, sand og jökla. ískaldir neonbarir, afskekkt býli. Áferðin gróf, samkvæmt kröfum dagsins. Við eigum nokki'a úrvals tökumenn, einn til viðbótar hefur bæst í hópinn. Tónlist Hilmars Arnar er angurvær í takt við tregafullt efnið og þeirrar ágætu náttúru að það fer ekki mikið fyr- ir henni; er órofa hluti framvind- unnar. Ef framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar ræðst af sam- starfsverkefnum með nágranna- þjóðunum, þá er vel af stað farið. Sæbjörn Valdimarsson Skólastjóri Myndlistarmeðferðarskólans á Fjóni um brottrekstur flogaveikrar konu * „Askil mér allan rétt til þess að reka nemendur“ VIBEKE Skov, skólastjóri Mynd- listarmeðferðarskólans við Ker- teminde á Fjóni í Danmörku, kveðst í samtali við Morgunblaðið hafa brugðist rétt við með því að vísa Gæflaugu Björnsdóttur úr skólanum í byrjun júlímánaðar. Vi- beke Skov segist ennfremur ekki hafa rekið Gæflaugu úr skólanum vegna þess að hún væri með floga- veiki, heldur vegna þess að hún væri ekki nógu sterkur persónu- leiki til þess að stunda nám í skól- anum. Eins og fram kom í frétt Morg- unblaðsins í gær hyggjast Samtök flogaveikra í Danmörku höfða mál á hendur Vibeke Skov fyrir að reka Gæflaugu úr skólanum í byrjun júlímánaðar, daginn eftir að hún hafði fengið vægt floga- veikikast eða svokallað ráðvillu- flog. Eva Tufte framkvæmdastjóri Samtakanna segir í samtali við Morgunblaðið að m.a. sé verið að kanna þann möguleika að höfða skaðabótamál gegn skólastjóran- um, vegna ástæðulauss brott- reksturs. Hún segir að Samtökin hafi sent bréf til skólastjórans þar sem óskað er eftir skriflegri grein- argerð um ástæðu þess að Gæflaugu var vísað úr skólanum, og væntir hún svars í næstu viku. Þá verði jafnframt ákveðið hvaða leið Samtökin munu fara til að sækja mál Gæflaugar gegn skóla- stjóranum. Segir að fyrir seu flogaveikir nem- endur í skólanum „Við höfum fengið allt of mörg mál inn á borð til okkar sem snú- ast um fólk sem fær öðruvísi með- höndlun vegna þess að það er flogaveikt," segir Eva. „Ástæðan er ef til vill sú að þetta er erfiður sjúkdómur að mörgu leyti. AU margir vita ekki nógu mikið um hann og eru jafnvel hræddir við hann.“ Hún segir að svo virðist sem menn eigi auðveldara með að bregðast rétt við í samskiptum sín- um við fólk sem sé til dæmis blint eða í hjólastól, en í þeim tilfellum sé fötlunin áþreifanleg og þar af leiðandi skiljanleg. „En það er erf- iðara að skiíja fólk sem er fullkom- lega eðlilegt að öðru leyti en því að það missir stundum skyndilega meðvitund í stuttan tíma. Það er ástæðan fyrir því að við þurfum svo oft að horfast í augu við mál af því tagi sem hér um ræðir,“ segir Eva. „Stormur í vatnsglasi“ Vibeke Skov leggur áherslu á það í samtali við Morgunblaðið að í myndlistarmeðferð sé fyrst og fremst verið að kenna sálfræði, en ekki myndlist. „Því er mikilvægt fyrir nemendur að geta bjargað sér sjálfir, en það gat Gæflaug ekki,“ segir hún og vísar m.a. til þess að aðrir nemendur skólans hafi þurft að hjálpa Gæflaugu mikið eftir þrjú flogaveikisköst sem hún hafi fengið á meðan á skólavistinni stóð. Gæflaug kannast reyndar ekki við annað en að hafa fengið eitt vægt flog á þessum tíma. Hún hafi að vísu fundið fyrir smá einkennum í annað skiptið, en það hafi jafnað sig um leið og hún komst út í ferskt loft. Vibeke segir einnig að í skólan- um hjá henni séu nemendur sem séu með flogaveiki, en heldur þvi jafnframt fram að hjá þeim nem- endum sé sjúkdómurinn ekki á eins háu stigi og hjá Gæflaugu. „Allir nemendur mínir þurftu að hjálpa Gæflaugu mikið allan tímann og að lokum komu þeir til mín og sögðu að svona gæti þetta ekki gengið lengur,“ segir Vibeke og bætti því við að ef Gæflaug hefði ekki farið hefðu aðrir í nemendahópnum hætt í náminu. „Þau komu ekki hingað til að passa upp á neinn heldur til þess að afla sér menntunar. Eg veit því ekki hvernig ég hefði getað leyst þetta mál öðruvísi." Vibeke segist auk þess áskilja sér allan rétt til þess að reka nemendur úr skólan- um, sem sé einkarekin stofnun og að lokum heldur hún því fram að allt þetta mál sé eingöngu „storm- ur í vatnsglasi“. Ríkisreikningur lagður fram fyrir árið 1997 Risna í A-hluta lækk- aði um 2,8 milljónir Risnukostnadur og aókeyptur akstur ríkissjóðs og ráóuneyta « 1 9 9 7 1 9 9 8 jll. Risnu- s kostn. Aðkeyptur akstur Risnu- kostn. Aðkeyptur akstur Æðsta stjórn ríkisins 23.097 29.076 24.445 24.729 Forsætisráðuneyti 12.327 7.623 11.099 7.400 Menntamálaráðuneyti 27.657 87.787 24.265 92.252 Utanrikisráðuneyti 42.334 12.768 39.943 9.226 Landbúnaðarráðuneyti 7.837 37.667 7.667 39.468 Sjávarútvegsráðuneyti 5.967 13.801 11.323 13.068 Dóms- og kirkjum.ráðun 14.405 93.847 10.873 92.011 Félagsmálaráóuneyti 8.054 48.463 8.666 45.795 Heilbr.- og trygg.ráðun. 13.141 353.940 15.591 368.750 Fjármálaráðuneyti 9.464 8.812 7.067 8.619 Samgönguráðuneyti 11.296 155.677 15.364 133.772 Iðnaðarráðuneyti 3.862 19.973 5.232 22.882 Viðskiptaráðuneyti 3.364 4.028 4.032 2.840 Hagstofa íslands 1.134 619 714 1.064 Umhverfisráðuneyti 7.073 19.096 7.522 16.330 SAMTALS 191.012 893.178 193.804 878.203 1) Risna er bæði föst og önnur risna. 2) Undir aðkeyptum akstri eru allar greiðslur vegna leigubifreiða, bílaleigubifreiða, starfsmannabifreiða og annars aksturs s.s. hópferðabifreiða vegna skólaaksturs og sjúkraflutninga. Lækkun risnu- kostnaðar í B-hluta skýrist af breyt- ing-u Pósts og síma í hlutafélög RISNUKOSTNAÐUR í A-hluta ríkissjóðs lækkaði um 2,8 milljónir króna á síðasta ári. Sé B-hlutinn hins vegar tekinn með er lækkunin 18,1 milljón. Skýringin á því er að Póstur og sími er ekki lengur inn í fjárlögum, en fyrirtækið var áður í B-hlutanum. Sé eingöngu horft á A-hluta rík- issjóðs nam risnukostnaður ríkisins 191 milljón á síðasta ári, en 193,8 milljónum árið á undan. Aðkeyptur akstur hækkaði hins vegar milli ára um 15 milljónir eða úr 878,2 millj- ónum í 893,2 milljónir. Ferðakostn- aður hækkaði sömuleiðis úr 1.329 milljónum í 1.409,8 milljónir milli ára. Sé hins vegar litið á B-hluta rík- issjóðs, en honum tilheyra sjálf- stæðir sjóðir og stofnanir eins og Ríkisútvarpið, Byggðastofnun, Lánasjóður íslenskra námsmanna og fleiri, lækkar risnukostnaður þess hluta úr 33 milljónum í 17,7 milljónir. Aðkeyptur akstur lækkar úr 236,2 milljónum í 168 milljónir og ferðakostnaður lækkar úr 403 milljónum í 248,4. Skýringin á þessari lækkun er sú að Póstur og sími, sem árið 1996 tilheyrði B- hlutanum, hefur verið gerður að sjálfstæðu hlutafélagi og er því ekki lengur inn í ríkisreikningi. Þess má geta að risnukostnaður Pósts og síma árið 1996 nam 16,5 milljónum. Risnukostnaður Alþingis lækkar Risnukostnaður Alþingis lækkar á milli ái-a úr 14,5 milljónum í 12,3 milljónir, en þess má geta að risnu- kostnaður þingsins árið 1995 nam 7,6 milljónum. Ferðakostnaður Al- þingis lækkaði einnig árið 1997 bor- ið saman við árið 1996 eða úr 72 milljónum í 68,6 milljónir. Að venju er mestur risnukostn- aður í utanríkisráðuneytinu 42,3 milljónir. Næst koma menntamála- ráðuneytið með 27,7 milljónh' og æðsta stjórn ríkisins með 23,1 millj- ón. Mestum árangii við að draga úr risnu hefur náðst í sjávarútvegs- ráðuneytinu og samgönguráðuneyt- inu. Mest hækkun milli ára er hins vegar í utanríkisráðuneytinu, menntamálaráðuneytinu og dóms- málaráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.