Morgunblaðið - 07.08.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 23
LISTIR
Fimlega út-
fært spilverk
TOMLIST
Dómkirkjan
ORGELTÓNLEIKAR
Andreas Jacob lék verk eftir
Liibeck, Pachelbel, J.S. Bach,
Brahms og Mendelssohn. Mið-
vikudaginn 5. ágúst.
ÞAÐ kemur fyrir að tónlistar-
menn, sem eiga leið hér um hlað-
ið hjá okkur Islendingum, taka
sig til og halda tónleika og svo
var um Andreas Jacob, orgelleik-
ara frá Niimberg. Jacob hóf tón-
leikana á prelúdíu eftir Vincent
Lúbeck, er starfaði lengst af sem
orgelleikari í Hamborg. Lúbeck
var af ætt „organista" í tvær ald-
ir og þó aðeins hafí varðveist níu
orgelverk eftir hann hefur hon-
um verið skipað á bekk með
Buxtehude. Jólakantatan Will-
kommen sússer Bráutigam, eftir
Lúbeck, nýtur enn vinsælda í
Þýskalandi. Strax við upphaf
leiksins hjá Jacob var ljóst að
hann er töluverður „tekniker" og
hefur yfir að ráða mjög léttri og
leikandi fótspilstækni. Þrátt fyr-
ir þetta var leikur Jacobs nokkuð
yfírlætislegur og á köflum ógæti-
lega útfærður.
Sjakonnan í F eftir Núrnberg-
orgelleikarann Pachelbel var fal-
lega flutt en þar á eftir lék Jacob
D-dúr-prelúdíuna og fúguna
BWV 532 eftir J.S. Bach og þar
mátti og heyra tölvert óþol í leik
þessa ágæta orgelleikara. Upp-
hafið á prelúdíunni, sem er eins
konar tokkata, var allgöslulega
leikið. Fúgustefið er mjög
óvenjulegt fyiir Bach og fúgan í
heild ber sterkan keim af
tokkötu. Verkið var á margan
hátt glæsilega flutt og var t.d.
pedalleikur Jacobs sérlega létti-
lega útfærður. Útfærsla Jacobs á
þremur af Schúbler-sálmforleikj-
unum var mjög óróleg og sama
má segja um a-moll-fiðlukonsert-
inn eftir Vivaldi, sem Bach um-
ritaði fyrir orgel, þótt hinn sér-
kennilegi miðþáttur væri
skemmtilega mótaður.
Tveir sálmforleikir eftir Bra-
hms voru án þeirrar íhugunar,
sem ætla má að hafi verið Bra-
hms mikilvæg, en það var í B-
dúr-orgelsónötunni eftir
Mendelssohn, þar sem Jacob lék
oft meistaralega vel, þótt verkið
í heild hafi verið allt of hratt
flutt. Andreas Jacob er mikill
„tekniker" en vantar enn þann
þroska að geta haldið aftur af
óþoli sínu, sem yrði til þess að
leikur hans yrði feillaus og hugs-
anlega gæddur þeirri íhugun,
sem öll góð tónlist býr yfir og
ekki má láta víkja fyrir þörf
manna til að sýna kunnáttu sína.
Það á aldrei að vera markmið að
leika eins hratt og mögulegt er,
því flutningur tónlistar á vera
annað og meira en fimlega út-
fært spilverk.
Jón Ásgeirsson
Hugleikur sló í gegn
á hátið í Harstad
LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur kom,
sá og sigraði á alþjóðlegu leiklistar-
hátíðinni í Harstad í Noregi með
sýningunni Sálir Jónanna ganga
aftur. Verkið, sem Viðar Eggerts-
son leikstýrði, byggist á þjóðsög-
unni um Sálina hans Jóns míns og
var sýnt í Reykjavík á liðnum vetri.
Móttökur áhorfenda í Harstad voru
gi-íðarlega góðar og umsagnir gagn-
rýnenda eftir sýninguna voru á einn
veg: Takk fyrir frábæra sýningu,
segir í frétt frá Sesselju Trausta-
dóttur.
Gagnrýnandi Harstadstidningen
efaðist um að rétt væri að telja
Hugleikssýninguna sem áhuga-
mannasýningu. Hann dáðist að því
hversu fagmannlega hún var unnin
og hversu ótrúlega mikil skemmt-
un væri í sýningunni, þrátt fyrir að
hann skildi ekki eitt einasta orð úr
textanum.
Það var ekki aðeins gagnrýn-
andinn sem skemmti sér vel á sýn-
ingunni. Menn hlógu almennt al-
veg gríðarlega mikið. Einn sænsk-
ur áhorfandi tók svo mikil bakfóll
af hlátri að hann endaði á stólbak-
inu á sætinu fyrir framan sig og
hlaut af því ljótan skurð á enni.
I kjölfar sýningarinnar í Har-
stad hefur Hugleik borist boð á
nokkrar leiklistarhátíðar víða um
heim, m.a. í Lettlandi og Sálir Jón-
anna verið nefnd sem fulltrúi
Norðurlandanna á alþjóða leiklist-
arhátíðinni í Marokkó að ári.
Sönglög eftir íslenskar
konur í Norræna húsinu
TÓNLEIKAR verða haldnir í Nor-
ræna húsinu sunnudaginn 9. ágúst
kl. 16. þar sem eingöngu verða flutt
verk eftir tónskáld sem eru konur
og eru flytjendurnir allir konur.
Það eru þær Marta G. Halldórs-
dóttir sópran, Unnur Vilhelmsdóttir
píanó og Lovísa Fjeldsted selló,
Hallfríður Ólafsdóttir flauta, sem
flytja sönglög eftir Elínu Gunn-
laugsdóttur, Karólínu Eiríksdóttur,
Báru Grímsdóttir, Hildigunni Rún-
arsdóttur og Jórunni Viðar. Ljóðin
sem sungin verða eru eftir ýmsa
höfunda, m.a. Steingrím Thor-
steinsson, Sveinbjörn Egilsson,
Jónas Hallgi’ímsson, Hannes Pét-
ursson, Stein Steinarr og Sigurð
Pálsson. Aðgangur að tónleikunum
er kr. 700.Verkin sem flutt verða
eru; Elín Gunnlaugsdóttir: Barna-
lög - í gamni og alvöru f. sópran og
píanó (1994) Karólína Eiríksdóttir:
Sem dropi tindrandi f. sópran og pí-
anó (1996) Bára Grímsdóttir:
Vögguvísa (1992) og Nóttin spinnur
(1985) f. sópran og píanó. Jórunn
Viðar: Dans f. flautu, selló og píanó,
Sætröllskvæði. Gamalt danskvæði f.
sópran, flautu og píanó. Kall sat
undir kletti, Við Kínafljót, Gestaboð
um nótt, og Vort líf. Hildigunnur
Rúnai'sdóttir: Man ég þig mey
(1996) úts. f. sópran og flautu.
Hættu að gráta hringaná (1996),
úts. f. sópran, flautu og selló.
Briet, alþjóðlegur
og íslenskur meistari.
Fæddir eru guilfallegir
Briard hvolpar.
Áhugasamir fá
uppl. í síma 897 1992
peins
östud.- laugard
g sunnudag
( Skeifunni, Smáratorgi, Akureyri og Njarðvík.
HAGKAUP
Alltaf betri kaup