Morgunblaðið - 07.08.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 07.08.1998, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 29 AÐSENDAR GREINAR Hrakningar á fjöllum ÞEGAR fólk lendir í hrakningum á ferðalögum á Islandi verður at- burðurinn að fyrstu frétt fjölmiðla. Svo hjaðnar bólan og sú litla um- ræða, sem af atvikinu sprettur, hverfur jafnharðan. Á Islandi er eðlilegt að fólk lendi í ýmsu misjöfnu á ferða- lögum. Þannig er nátt- úra landsins og þannig eru samgöngur. Hlut- verk samfélagsins er að halda slíku í lág- marki. Með hverju? Með fræðslu, með því að hafa besta búnað á boðstólum, með því að hafa ókeypis aðstoð til reiðu, með því að hafa tryggingar frammi fyrir þá sem það vilja, góða leiðsegjendur þegar við á, ljósar og einfaldar reglur og svo framvegis. En hvorki má hefta fólk að nauð- synjalausu eða segja eina tegund ferðamennsku merkilegri eða vit- lausari en einhverja aðra. Hvati fólks til ferðalaga er jafnólíkur og fólkið er og áhættustigið er jafnfjöl- breytt og hugsast getur. Það sem einum þykir fífldirfska þykir öðrum rétt hæfílegur skemmtivaki. Áhætta og veðurfar Áhættuferðir eru margvíslegar; sumar skipulagðar á vegum ferða- þjónustunnar en aðrar eru einstak- lingsframtak: Vélsleðaakstur, tor- færuhjólaakstur, froskköfun, lang- ar ferðir á kajökum, flúðsiglingar í ám, flugdreka- og fallhlífasvif, ís- fossaklifur, klettaklifur og hella- könnun eru nokkur dæmi um slíkar ferðir. Áhættuferðir eru eðlilegur og vinsæll hluti ferðaþjónustu og tíðkast hvarvetna í heiminum. Veður og umhverfi skipta miklu um hvernig hverri áhættuferð vind- ur fram. Breyttar umhverfisað- stæður geta gert ferð sem venju- lega er áhættulítil að áhættusamri ferð. Á íslandi geta komið vetrar- veður á sumrin, ofsaveður með mikilli úrkomu á flestum árstíðum og stórbrim, jafnvel á stöðuvötnum. Ár geta vaxið fyrir- varalítið og staðbundið veður gert einn stað að vindrassi einhvern daginn en annan stað rétt hjá að himnesku skjóli. Margar ferða- leiðir eru langar og ferðasvæði afskekkt og þannig mætti áfram telja. Áhættuna sem af þessu öllu stafar geta menn lágmarkað með því að læra á umhverfi sitt og leita upplýsinga, t.d. með því að nýta veðurspár. Veðurspár á íslandi eru ágætar. Veðurspám margra aðila ber sjald- an saman nema að tilteknum hluta en oftast þó í meginatriðum. Og spámar eru sjaldan nákvæmar með þeim hætti að þær segja til um ólíkt veðurlag í tilteknum landshluta (t.d. á öllu hinu hálenda SA-landi) eða útskýra mismun veðurs á lág- lendi og í 1000-1500 m hæð, eða taka til veðurlags áveðurs eða hlé- megin stórra fjalla. í þeim tilvikum kemur til reynsla manna. Hafí ein- hver hana ekki, spyrst sá hinn sami fyrir hjá þeim er vita betur. Til dæmis er alveg víst að sé spáð NA 6-7 á öllu láglendi Norðurlands, frá lægð á hreyfingu, má búast við a.m.k. sama vindi og helst 1-2 vind- stigum betur í norðurbrúnum Vatnajökuls. Sé spáð SA-slagviðri á Suður- og Suðausturlandi vegna að- vífandi lægðar verður vont veður jafnt á Öræfajökli og Mýrdalsjökli sem Botnssúlum við Þingvelli. Eftir svona veðurkafla kemur jafnan litlu hægari suðvestanátt með skúrum eða éljum. Ef spár eni sem þessar má ekki gera ráð fyrir að hægviðr- iskafli, rétt á undan spátímabili, „inni í“ því, eða rétt á eftir því standi lengur en í 1-2 klst. Slík „pása“ dugar ekki til langra ferða- laga. Erfiðar fjallaferðir og Ieiðsögn Undir erfíðar fjallaferðir ættu að flokkast langar fjallgöngur (6-8 klst. og lengri), ferðir yfir jökla (ferðamátinn gildir einu), klifur- ferðir lengri en 2-3 klst. og fjöl- dægra gönguferðir um hálendi. Það er alls ekki sjálfgefið að skylda inn- lenda og erlenda ferðamenn í slík- Það er algjörlega óá- sættanlegt, segir Ari Trausti Guðmundsson, að menn fari óbundnir í línu um sprungusvæði Vatnajökuls. um ferðum að hafa leiðsögumann, fremur en að taka aðeins þátt í skipulagðri hópferð af þessu tagi. Mjög stór hópur fólks er alveg fær í ferðirnar á eigin vegum og án leið- sagnar. En sé leiðsögumaður hafð- ur með verður hann að vera starf- inu vaxinn. Þannig er það ekki í mjög mörgum tilvikum á Islandi. Hér voru engar hefðir til í þessum efnum og kunnátta í alhliða fjalla- mennsku, hvað þá klifri, á færi til- tölulega fárra. Hérlendis hefur ekki verið skil- greind flokkun leiðsögumanna með viðurkennt starfsleyfi, nema að hluta til. Leiðsögumannafélagið hefur réttilega reynt að skilgreina sérstakan flokk leiðsegjenda í gönguferðir sem hafa þá fengið nokkra tilsögn umfram vandað heildarstarfsnám leiðsögumanna. En trúlega þyrfti að auka kröfurn- ar í þessu tilviki og ganga ennfrem- ur lengra með nýjum flokki leið- sögumanna. Eiginlegir fjallaleið- sögumenn eru ekki útskrifaðir hér. Það var reynt og gert einu sinni fyrir um áratug en flestir þeirra fáu sem þar luku prófi starfa ekki sem slíkir. í Mið-Evrópu eru þrír flokk- ar leiðsögumanna sem eru „ríkis- prófaðir“ (staatlich gepruft á þýsku), þ.e. undirgangast mjög víð- tæk námskeið, og fá sín réttindi með fulltingi opinberra aðila. Á þýsku er rætt um leiðsögumenn (Reiseleiter; oft staðbundna), gönguleiðsögumenn (Wand- erfuhrer) og fjallaleiðsögumenn (Bergfuhrer). Við þurfum þessa flokka, aðlagaða íslenskum aðstæð- um. Fyrirtækin sem bjóða hér upp á áhættuferðir eru ýmist ferðafélög eða missérhæfð fyrirtæki í ferða- þjónustu. Yfírleitt er öryggi bæri- lega tryggt þegar kemur að tækj- um, tólum og undirbúningi farþega. Aðalhnökramir varða einmitt leið- sögumennina og mat á aðstæðum úti við. Ýmsir leiðsögumenn, eða þeir sem notaðir eru sem slíkir, eru ágætlega sjálfmenntaðir eða hafa gengið í skóla í „faginu" hér heima (t.d. Leiðsöguskólann, köfunarnám- skeið, námskeið ÍSALP o.s.frv.) eða í erlenda fjallamennsku- eða björg- unarskóla svo dæmi séu nefnd. Reynsla forsvarsmanna eða þess- ara leiðsögumanna af veðri og að- stæðum er oft næg til þess að af- stýra vandræðum. En jafn oft er pottur brotinn. Ég gæti nefnt mörg dæmi um að menn hafi verið sendir eða þeir tekið að sér ferðir, sem falla undir áhættuferðir, á slóðir er þeir þekkja ekki; og fengið dæmin staðfest. Ég veit um nokkur dæmi þess að stjómendur taka áhættu af að senda ferðafólk út í óvissu eða á hættuslóðir. Stundum er vankunn- áttu um að kenna en stundum er þrýstingurinn á að ferðin verði far- inn svo mikill að menn láta undan. í nokkrum tilvikum veit ég um dæmi þar sem leiðsögumaður hefur tekið alranga ákvörðun; ekki um- deilanlega eða tvísýna eins og eðli- lega verður stundum, heldur barna- lega ranga. Langoftast sleppa menn með skrekkinn, en of oft end- ar tilraunin á slysi eða óþarfa erfið- leikum og töfum. Úrbætur? Ég ætla ekki að gerast dómari í málinu sem síðast var uppi, þ.e. ferð Norðmannanna á Vatnajökli á vegum Jöklaferða hf. Fyrirtækið hefur reynst nokkuð farsælt. Það er þó áreiðanlega ekki undanþegið þeirri óbeinu gagnrýni sem felst í varkárum orðum mínum hér að framan. Almennt vil ég aðeins segja tvennt um almennar jöklaferðir í bili. Hið fyiTa er að hér þekkist oft- ar en ekki að menn fari um sprungusvæði óbundnir í línu, bæði oft og víða. Þetta er algjörlega óvið- unandi. Hitt er að Vatnajökull hentar aðeins til stuttra ferða óvanra ferðamanna. Ég var andvíg- ur hugmyndinni um auglýstar ferð- ir þvert yfir Vatnajökul handa öll- um sem áhuga hafa og sem næst í áætlun (tveir hópar mætast í Kverkfjöllum), þegar ég var spurð- ur álits á henni. Ég er það enn. Úr- bætur í rekstri áhættuferða eru margvíslegar til. Fernt ætla ég að nefna: 1. Fyrirtæki og félög með áhættuferðir þurfa almenna for- skrift og starfslejrfi. 2. Ríkisvaldið, sveitarfélög, leið- sögumenn og ferðaþjónustufyrir- tæki eiga að taka höndum saman og flokka og mennta fólk til sérleið- sagnar og ákvarðana, betur en nú er gert. 3. Erfiðustu hálendisferðir eða áhættuferðir eiga að vera tilkynn- ingarskyldar, líkt og reynt hefur verið með þjónustu Landsbjargar og SVFÍ. 4. Helstu upplýsingaaðilar um ferðaþjónustu eiga að ráða sér fólk sem upplýsingafulltrúa með sér- þekkingu á áhættuferðum. Höfundur er fjallaniaður og áhuga- maður um áhættuferðir. Ari Trausti Guðmundsson Að spila Matador UNDANFARNAR vikur hefur mik- ið borið á því að lögbrjótar eru kær- andi sektir og viðurlög sem þeim hafa verið sett vegna lögbrota þeirra. Nú hvá eflaust einhverjir við og telja mig taka fullsterkt til orða með því að kalla þá lögbrjóta, en ég tel svo ekki vera. Allir þessir aðilar hafa brotið lög eins og til dæmis um- ferðarlög þar sem skýrt er getið á um umferðarhraða. Þessir aðilar hafa allir kært sektargerðina til að geta losnað undan því að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Víkjum nú um stund að spilinu Matador sem allir ættu að þekkja. Spilið byggir á því að leikendur færa litla bíla á milli lóða sem hafa mis- mikið verðgildi en markmiðið er svo að safna eins miklum pening og mögulegt er. í Matador ei-u skýrt afmarkaðar leikreglur sem meðal annars gera ráð íyrir að leikendur geti endað í fangelsi. Hugsum okkur nú fimm einstaklinga sem setjast niður og ætla að spila Matador. Strax í upphafi kemur í ljós að leik- endumir fara ekki eftir reglunum. Hver og einn spilar eftir sínu nefi. Það þarf ekki mikla greind til að sjá það að þetta spil endist ekki fimm mínútur. Almenn samskipti eru ekki frábrugðin Matador. Samfélagið setur Ieikreglur og það á að vera jafneðlilegt fyi-h- einstaklinga samfé- lagsins að fylgja reglunum og það er fyrir þá sem spila Matador. Virðing fyrir lögum og reglum fer hraðminnkandi í þjóðfélaginu og all- ir reyna eftir fremsta megni að losna við að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Fólk telur sig ekki þurfa að fylgja lögunum en um leið og brotið er á þeiri-a rétti, þá verður allt vit- laust og krafist er aukinnar hörku við að framfylgja lögum. Þeir sem hafa fengið hjálp dómstóla við að losna undan þvi að bera ábyrgð á gerðum sínum hafa flestir teygt og togað það sem kallað er vítaverður akstur þar sem þeim finnst 60 km akstur ekki vítaverður. Það er rétt að 60 km akstur er ekki vítaverður þegar ekið er á vegarkafla sem leyf- ir 90 km hraða á klukkustund, en þegar ekið er eftir íbúðagötum eða við skóla þar sem 30 km hámarks- hraði gildir, þá er að mínu mati um ______Settur verði_______ refsirammi, segir Jón Lárusson, sem ekki verði sveigður eftir hagsmunum skúrka og dusilmenna, sem sleppa undan refsingu með því að rífa kjaft. vítaverðan akstur að ræða. Hraða- takmarkanh- eru ekki settar til að tefja ökumenn, heldur eru hraða- mörk sett eins há og talið er ráðlegt miðað við aðstæður. Þegar svo alla- vegana jólasveinar eru að svekkja sig á hörkulegum viðurlögum, þá ættu þeir fyrst að líta í eigin barm og athuga hver sé hinn raunverulegi þrjótur. Undan því verður þó ekki komist að gagnrýna valdhafana. Það er þeirra að setja fram lög og reglu- gerðir sem taka af allan vafa um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Nú má búast við að lög- fræðingar hvái við, enda er hér um lífsviðurværi þeirra að tefla. Ef ekki væri hægt að „túlka“ lögin, fækkaði hjá þeim verkefnunum. En hinn almenni borgari á kröfu á að leikreglur samfé- lagsins séu eins skýrt afmarkaðar og hægt er og þau refsiákvæði sem fylgja brotum á þeim, séu ekki svo óljós að ekki verði eitt látið yfir alla ganga. Lítum sem snöggvast á lögregluna, þá einstaklinga sem halda eiga uppi lögum og reglu. Verkefni lögreglunnar er að sjá til þess að lögum sé framíylgt. Hennar verkefni er ekki að dæma um rétt eða rangt, það er verksvið dómara. Það er því ótækt að lög- reglu sé komið í þá aðstöðu að þurfa að framfylgja einhveiju sem kallast „vítavert" þegar „vítavert" er ekki skilgreint. Dómsmálaráðuneytið setti reglugerð þar sem reynt var að koma með afmarkaðar reglur sem lögreglan gæti farið eftir þannig að eitt mætti yfir alla ganga. Þessum reglum hefur nú verið kastað út í hafsauga og lögiæglan stendur sár eftir þar sem henni er kennt um ruglið. Vandinn er hins vegar sambandsleysi ráðamanna og dómstóla. Hefði ekki verið eðlilegt að bera reglugerðina undir Hæsta- rétt og fá hans mat þannig að ekki hefði þurft að koma til þessarar vit- leysu sem tröllriðið hefur þjóðfélag- inu undanfarnar vikur. Það hlýtur að vera krafa okkar íbúanna, að þessum skúrkum og dusilmennum sem brjóta lögin ítrekað og sleppa undan refsingu með því að rífa kjaft, teygja allt og toga, verði settur refsh'ammi sem ekki verði sveigður eftir persónuhagsmunum. Þeim sem telja mig vera orðin helst til öfgakenndan í orðum, enda sé hér nú aðeins um að ræða brot á umferðalögum eða öðrum álíka „ómerki- legurn" reglum, vil ég leggja fram eftirfar- andi punkt fyrir okkur öll að hugsa um. Hugsum okkur litla sex ára stelpu sem við getum kallað Ásu en hún er á gangi niðri í miðbæ með mömmu sinni henni Guddu. Á leið á Austurvöll frá Bankastræti þurfa þær að fara yfir Lækj- argötu á ljósastýrðum gatnamótum. Þegar þær koma að gatna- mótunum, lýsir rauðikallinn skært. Ása, sem er ný- búin að vera í umferðarskólanum, stoppar. Gudda er ekki par hrifin af því að Ása skuli hafa stoppað svona allt í einu, kippir í hana og segir, „látt’ekki svona stelpa, það er engin umferð, komdu“, og Gudda dregur Ásu yfir. Gudda veit mæta vel, enda fulllorðin kona, að þær geta hæg- lega náð yfir og auk þess era bílar jú vanir að hægja á sér, þær þurfi ekkert að óttast. Ásu líður hins veg- ar mjög illa þar sem rauðikallinn sker í augun á henni og hún veit að hún er að gera eitthvað sem hún ekki má. En það er jú mamma hennar sem dregur hana áfram og litlar sex ára stelpur trúa því að mamma og pabbi geri alltaf rétt. Þetta atvik og fleiri sambærileg, sem foreldrum Ásu þykja ómerki- leg, gera það að verkum að Ása fer að rengja það sem við hana er sagt. Hún metur það svo að það sé í hennar valdi að meta hvað sé leyfi- legt að gera. Hugsum okkur nú Ásu þar sem hún er á leið heiman frá sér úr Ártúnsholti og ætlar með strætó til ömmu í Hlíðunum. Hún kemur að Vesturlandsveginum þar sem hann liggur á milli hennar og bið- stöðvar SVR við Bíldshöfða. Aðeins til hliðar við hana eru undirgöng, en í augum Ásu er miklu styttra að skjótast yfir Vesturlandsveginn. Hún veit að það þarf ekki alltaf að fara eftir umferðarreglunum, sér- staklega ekki ef það er fljótlegra að fara ekki eftir þeim. Víkur nú sög- unni að Jóa, sem ekur nýju bláu Toyotunni sinni upp Ártúnsbrekk- una. Það er gott veður og sólin í besta skapi. Hann veit að það er 70 km hámarkshraði, en hann er búinn að keyra þessa leið þúsund og einu sinni, sem gerir 95 km hraðann ósköp eðlilegan. Jói er á móts við biðstöð SVR aðeins sekúndubroti á eftir Ásu, en Ása kemst ekki í strætóinn og fer aldrei aftur til ömmu. Fyrir þrjá einstaklinga stóð heimurinn kyrr. Fyrir Jóa meðan hann nauðhemlar og reynir að forð- ast Ásu og fyrir Guddu þegar hún fær fréttirnar af slysinu. Fyrir Ásu er heimurinn kyrr að eilífu. Gudda kennir ,ofsahraða“ Jóa um á meðan Jói segir Ásu hafa verið slysavald- inn. En Ása gæti verið að velta því íyrir sér hvers vegna mamma henn- ar og pabbi gáfu henni röng skila- boð. Það skiptir engu máli hversu til- gangslausar okkur finnst reglumar vera, við verðum að fylgja þeim eft- ir. I Matador á að flytja bifreiðina þann fjölda reita sem samsvarar tölunni á teningnum þannig að ef upp koma fjórir, þá færum við bíl- inn um fjóra reiti þótt að fjórði reit- urinn sé dýr lóð með hóteli, þá skiptir það ekki máli. Það sama á við um ökuhraðann, á 30 km kafla ökum við á 30 km eða undir og það sama gildir um 50, 60, 70, 80 og 90 km kaflana. Vissulega erum við oft að flýta okkur, en í stað þess að brjóta reglumar ættum við þá ekki heldur að gefa okkur betri tíma. Sjáum til þess að Ása komist sem oftast heim til ömmu með því að fylgja reglunum og gefum bömun- um skýr skilaboð. Það er öllum fyrir bestu. Einnig þér. Höfundur er lögregluþjónn. Jón Lárusson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.