Morgunblaðið - 07.08.1998, Page 36

Morgunblaðið - 07.08.1998, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4 AÐSENDAR GREINAR Hókus pókus - og sér- kennslunemendur gufa upp MEÐ nýjum grunnskólalögum frá 1995 og með glænýjum lög- verndunarlögum frá 4. júní 1998 er ekki annað að sjá en að tekist hafí að ná fram því stórkostlega sparn- aðarmarkmiði að láta alla þá nem- endur sem þurfa á sérkennslu að halda — gufa upp! Sérkennsla í 130 ár > Sögu sérkennslunnar á Islandi má rekja til ársins 1867 er fyrsti sérkennarinn hóf kennslu að loknu námi í kennslu mállausra. Fleiri sérkennarar bættust í hópinn á hinum ýmsu sviðum sérkennslu. AJlt námið var sótt tO annarra landa þar til framhaldsdeild KHI tók til starfa árið 1968. Félag íslenskra sérkennara var stofnað 29. október 1970. Glæður, fagtímarit félags íslenskra sér- kennara, kom fyrst út í tilefni 20 ára afmælis félagins og hefur síðan komið út tvisvar á ári. Það flytur margvíslegt efni um sérkennslu og gefur innsýn í viðfangsefni og vinnubrögð sérkennara. Gömlu lögverndunarlögin frá 1986 Lög um lögvemdun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskóla- kennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra nr. 48/1986 kváðu skýrt á um stöðu sérkennara. Þar sagði í 4. grein: „... Til þess að vera skipaður, settur eða ráðinn sérkennari nem- enda með sérþarfír í almennum skólum á grunnskólastigi skal grunnskólakennari hafa lokið a. framhaldsnámi í sérkennslu- fræðum, 30-60 einingum eftir nán- ari ákvörðun Kennaraháskóla ís- lands ásamt fullgildum prófum; b. öðru jafngildu námi. Til þess að vera skipaður, settur eða ráðinn sérkennari við sérdeild- ir eða skóla fyrir börn með sér- þarfír skal grunnskólakennari hafa lokið a. 60 eininga framhaldsnámi í sérkennslufræðum ásamt fullgild- um prófum; b. öðru jafngildu námi. Heimilt er að setja kennara með fullgilt kennarapróf við sérdeildir eða skóla fyrir börn með sérþarfir um eins árs skeið til reynslu enda sérhæfí hann sig til starfsins ef hann óskar að starfa áfram við stofnunina." 13. greinin hófst þannig: „Oheimilt er að skipa, setja eða ráða til kennslu við grunnskóla, sérdeildir eða við skóla fyrir börn með sérþarfir á vegum opinberra aðöa eða hliðstæða skóla aðra en þá sem uppfylla ákvæði laga þess- ara.“ Sama gilti um framhaldsskólann skv. 14. grein. Nýju grunnskólalögin 1995 Nú bregður hins vegar nýrra við. I lögum um grunnskóla nr. 66/1995 er sérkennsla ekki nefnd á nafn og þar eru sérkennarar ekki til. I 37. grein er þó talað um nem- endur sem eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi. „... Kennslan getur verið ein- staklingsbundin eða farið fram í Nú á að spara, segir Ragna Freyja Karls- ddttir, með því að láta sem þeir séu ekki til, nemendurnir sem víkja frá meðaltalinu. hópi innan eða utan almennra bekkjardeilda, í sérdeildum eða sérskóla ...“ Ekki er talað um að sérmennt- aðir kennarar skuli annast kennslu innan grunnskólans en þeir verða hins vegar til í 38. grein sem segir: „Sveitarfélög skulu annast rekstur sérdeilda / sérskóla fyrir nemendur sem ekki geta notið kennslu við hæfi í almennri bekkj- ardeild grunnskóla. Þeim er ætlað: - að veita nemendum sérhæft námsumhverfí í lengri eða skemmri tíma - að veita starfsfólki almennra grunnskóla ráðgjöf og kennslu- fræðilegan stuðning. Sérmenntaðir kennarar skulu annast kennslu í sérdeOdum/sér- skólum þar sem því verður við komið ...“ Sérkennslureglugerð- in 1996 í reglugerð um sér- kennslu nr. 389/1996 er þó gert ráð fyrir að skólarnir hagnýti sér starfskrafta sérkenn- ara. I 3. grein er sér- kennsþa skilgreind: „... I sérkennslu felst m.a: a. Gerð rökstuddrar námsáætlunar fyrir nemendahóp eða hvern einstakling sem byggð er á upplýsingum um heildaraðstæður nemanda og á at- hugun og mati á stöðu hans í námi og þroska. Tilgreind skulu lang- tíma- og skammtímamarkmið með kennslunni. b. Kennsla samkvæmt námsá- ætlun. c. Skipuleg skráning og regluleg endurskoðun á námsáætlun og kennslu." Reglugerðin ítrekar í gr. 11 að sérkennsla skuli fara fram þar sem henta þykir svo sem í bekkjardeild í grunnskóla, með einstaklings- kennslu, í sérdeild eða sérskóla og sérkennarar skulu framkvæma þessa kennslu samkvæmt 16. grein þar sem segir: „Sérkennsla skal innt af hendi af sérkennara eftir því sem við verð- ur komið eða undir umsjón sér- kennara ef betur þykir henta að nemandi fái sérkennslu hjá um- sjónarkennara eða öðrum kennur- um.“ Engin sérkennsla frá 4. júní 1998 í nýjum lögverndunarlögum sem samþykkt voru frá Alþingi í byrjun sumars, þann 4. júní 1998, er ekki að fínna stafkrók um sérkenn- ara! Oll ákvæðin sem í lögunum frá 1986 fjöll- uðu um sérkennara og sérkennslu hafa verið feOd burt! Hvað varð um nem- endur með sérþarfír í almennum skólum, sérdeildum og sérskól- um? Annaðhvort eiga þeir allir að gufa upp með lögum - eða þeir eiga ekki lengur rétt á sérkennslu. Niðurstaða Gildandi grunnskólalög gera raunar ráð fyrir að til séu nemend- ur sem þurfi sérstakan stuðning í námi. Þeir skulu þó ekki eiga rétt á aðstoð sérmenntaðra kennara (hverjir skyldu það nú vera?) nema þeir séu í sérdeild eða sérskóla. Gildandi reglugerð gerir hins vegar ráð fyrir að nemendur eigi rétt á sérkennslu N ekki aðeins í sérdeild eða sérskóla heldur einnig innan hins almenna grunnskóla ef henta þykir - og hún heimilar ekki almennum kennurum að sinna sér- kennslu nema undir umsjón sér- kennara. Þar er ekki minnst á sér- menntaða kennara. Samkvæmt nýjustu löggilding- arlögum þarf skólinn ekki á sér- kennurum að halda! I framhaldi af því er eðlilegt að gera ráð fyrir að reglugerð um sérkennslu verði feOd úr gildi! Höfundur er sérkennari barna og unglinga sem eiga í tilfinningaleg- um og geðrænum erfiðleikum. Ragna Freyja Karlsdóttir € ( € (1 € ■; i % % ( SU KRAFTMESTA A MARKAÐNUM! MTD White sláttuvél 5 hp Briggs & Stratton mótor. 50 Iftra grassafnari. Sláttubreidd 53 sm. Fyrir sumarbústaði og stærri garða. Hentar húsfélögum ofl. Flymo 460 Pro vélorf Bensínknúið vélorf fyrir sumarbústaði og heimagarða. ■ 32.5 cc mótor. 6,1 kg. Sláttuhaus og diskur fylgja. Flymo 380 Turbo compact ^0 Létt loftpúðavél. Meö 40 lítra grassafnara. Fyrir litlar og meðalstórar lóöir. í 1500W rafmótor. J 38 sm sláttubreidd 4? SU 0DYRASTA A MARKAONUM! W ká upphali MTD sláttuvél 3.5 hp mótor. Sláttubreidd 51 sm með stál sláttudekki. ^flÐGREIÐSLUR UTSALA20-40% Sláttuvélar - Hekkklippur - Garðtætarar - Sláttuorf - Keðjusagir - Jarðborar : : I € C I (; ( í ~\

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.