Morgunblaðið - 08.08.1998, Page 1

Morgunblaðið - 08.08.1998, Page 1
STOFNAÐ 1913 176. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mik Magnússon er búsettur í Nairobi Segir íbú- ana harmi slegna MIK Magnússon, sem búsettur hef- ur verið í Kenýa í tæp fimmtán ár, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að ástandið í Nairobi væri vægast sagt hræðilegt og að íbúar borgarinnar væru harmi slegnir. „Þeir sýndu óklippt efni í sjónvarpinu áðan og það var alveg ógeðslegt að sjá þetta. Myndirnar sýndu dauða menn, líkamshluta á víð og dreif og þar fram eftir göt- unum. Margir brugðust hins vegar skjótt við þegar blóðbirgðir sjúkra- húsa þrutu og yfírvöld biðluðu til almennings,“ sagði Mik, „og það er biðröð fyrir framan sjúkrahúsin íjögur hér í borginni af fólki sem vill gefa blóð.“ Mik ætti að vera íslendingum að góðu kunnur því hann var nokkuð í fréttum á íslandi þegar síðasta þorskastríðið við Breta stóð yfir. Hann var á sínum tfma talsmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli en starfar nú á vegum Sameinuðu þjóðanna í Kenýa. Mik sagðist hafa keyrt inn í mið- bæ til að skoða aðstæður eftir sprenginguna. Hann sagði svæðið í kringum sendiráðið bandaríska vera flóðlýst og að einkafyrirtæki hefðu Iánað krana til að hægt væri að íjarlægja steinsteypuklumpa sem áður tilheyrðu Ufundi-bygg- ingunni. „En þetta er ekki bygging lengur, hún er algerlega ónýt en þeir telja að enn geti tugir manna verið grafnir í rústum hennar. Að sögn Miks er sendiráðsbygg- ingin bandaríska nýlega reist og afar traust. Hún hefði enda ekki orðiö fyrir miklu tjóni heldur miklu frekar ýmsar hliðarbygging- ar sem hýsa starfsemi sendiráðsins. „Ég tel mjög líklegt að þeir Banda- ríkjamannanna sem særðust eða létust í sprengingunni hafi verið staðsettir þar en ekki í sendiráðinu sjálfu sem er eins og vel varinn kastali." Starr talinn brotlegur LÖGMENN Bills Clintons Bandaríkjaforseta hafa lagt fram nægilega sterkar vís- bendingar til að telja megi lík- legt að starfsmenn Kenneths Starrs, sérstaks saksóknara, hafi brotið lög um rannsóknar- kviðdómsleynd, að því er um- dæmisdómari í Bandaríkjun- um úrskurðaði í gær. AP greindi frá þessu. Telur dómarinn að lögmenn forsetans hafi sýnt fram á að „svo virðist" sem starfsmenn Starrs hafi komið upplýsingum um rannsóknina til fjölmiðla. Segir í úrskurðinum að Starr beri að sýna fram á að skrif- stofa hans hafi ekki gerst brot- leg með þessum hætti. ■ Lewinsky segir/22 81 látinn og 1700 særðir eftir sprengingar í Kenýa og Tansaníu Reuters UFUNDI-byggingin í Nairóbí var rústir einar eftir sprenginguna í gær og var búist við því að enn ættu mörg fómarlömb eftir að koma í Ieitirnar. Bill Clinton heitir að fínna hina seku Oþekkt samtök íslamstrúarmanna sögð hafa lýst ábyrgð á hendur sér TALIÐ er að rúmlega áttatíu manns hafi látist og tæplega tvö þúsund særst er bílsprengjur sprungu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Af- ríkuríkjunum Kenýa og Tansaníu með nokkurra mínútna millibili í gærmorgun. Var mannfallið mest í Nairóbí þar sem 70 létust og 1200 særðust. Bill Clinton Bandaríkjafor- seti fordæmdi tilræðin harðlega í sjónvarpsávarpi og sagði þau „ómanneskjuleg hryðjuverk“. Clint- on forseti sagði að Bandaríkin myndu beita öllum sínum mætti til að finna þá er stæðu að baki tilræð- inu og draga þá fyrir dóm. Gaf hann jafnframt út tilskipun um að flaggað skyldi í hálfa stöng við sendiráð Bandaríkjanna um allan heim. Stað- fest hefur verið að átta Bandaríkja- menn voru meðal þeirra er létust í sprengingunni í Nairóbí. Bandaríkja- stjórn sendi í gær hjálpargögn flug- leiðis frá Þýskalandi til spítala í Kenýa og Tansaníu og einnig voru send hjálpargögn frá Suður-Afríku og ísrael. Hópur sprengjusérfræðinga á vegum bandarísku alríldslögreglunn- ar (FBI) hélt í gær til Afríku til að að- stoða við rannsókn tilræðanna. Lög- regla í Kenýa segir að sprengjunni hafi verið komið fyrir í Mitsubishi Pa- jero-jeppa við sendiráðið. Sprengjurnar sprungu með ein- ungis nokkurra mínútna millibili. Fyrri sprengjan, sem var gífurlega öflug, sprakk um hálfáttaleytið að ís- lenskum tíma og hrundi fjögurra hæða bygging, Ufundi-skrifstofu- byggingin, sem var við hlið banda- ríska sendiráðsins. Miklar skemmdir urðu á sendiráðsbyggingunni, sem er fimm hæða, sem og á stórbygg- ingu Cooperative Bank, er einnig hýsir viðskiptaráðuneyti Kenýa. I Ufundi var að finna ritaraskóla og skrifstofur. Mínútur á milli Sjónarvottar lýstu sprengingunni svo að fyrst hefði heyrst hár hveOur og síðan hefði reykstrókur þeyst hundruð metra upp í loftið. Eitt augnablik hefði allt verið hljótt en glerbrotum og braki síðan rignt yfir göturnar. Skömmu síðar hefði sært fólk byrjað að koma út úr bygging- unum. Vegfarendur streymdu að úr öllum áttum og reyndu að aðstoða særða við að komast út úr strætis- vögnum er orðið höfðu fyrir spreng- ingunni þai- sem þefr biðu á breið- stræti Haile Selassie, skammt frá sendiráðinu. Ut um allt voru lík, mörg þeirra illa leikin, og hófu björgunarmenn fljótlega að raða þeim upp á pallbfla. „Þetta var furðulegt. Það heyrðist hávær sprenging og skyndilega lá ég kylliflatur. Ailt í kringum mig var blæðandi fólk,“ sagði sendillinn Simon Tafei, við JReuters-fréttastof- SPRENGINGAR í A-AFRÍKU ÚGANDA una. Björgunarstarf hófst innan nokkurra mínútna og komu lög- reglumenn, óeirðalögregla, slökkvi- liðsmenn, starfsmenn Rauða kross- ins og almennir vegfarendur fólki til hjálpar. Starfsmenn sendiráðsins reyndu að gera sér grein fyrir hversu margra sterfsmanna væri saknað, særðfr voru fluttir á nærliggjandi spítala og voru þeir orðnir yfirfullir innan skamms. Meðal hinna særðu var sendiherra Bandaiíkjanna í Kenýa, Prudence Bushnell, en meiðsl hennar voru ekki sögð alvarleg. Tíu mínútum eftir að sprengjan sprakk í Nairóbí sprakk önnur öflug bflsprengja í grennd við sendiráð Bandaríkjanna í Dar es Salaam, höf- uðborg Tansaníu og eyðilagði hluta byggingarinnai-. í sprengingunni lét- ust að minnsta kosti sex manns og 58 særðust. Sprengingin olli einnig nokkrum skemmdum á sendiráði Frakka í Tansaníu. Eftirlit á landamærum Uganda, Kenýa og Tansaníu var hert til muna í kjölfar sprengingarinnar og svæðið í kringum sendiráð Bandaríkjanna í Kampala girt af. Daniel Arap Moi, forseti Kenýa, gaf út yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði að stjórnvöld í landinu myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að hafa hendur í hári sprengjumannanna. Lýsti hann jafn- framt yfir þjóðarsorg í landinu. Benjamin Mkapa, forseti Tansaníu, sagði árásina „skelfilega og fyi-irlit- lega“ og að gripið yrði tfl mjög harðra aðgerða tfl að upplýsa hver stæði að baki tilræðinu. Óþekkt samtök hringja í egypskt dagblað Egypska dagblaðið Al-Hayat greindi frá því í gærkvöld að alger- lega óþekkt samtök íslamstrúar- manna hefðu lýst ábyrgð á tilræð- unum á hendur sér í símhringingu til blaðsins. Þessar fregnir höfðu hins vegar ekki fengist staðfestar þegar Morgunblaðið fór í prentun. Sérfræðingar sögðu íýrr í gær að fjöldamörg hryðjuverkasamtök kæmu til greina og að allt frá Bosníu til Afganistan væri að finna undir- heima fólks er liti á sig sem einstak- linga án rfldsfangs og vildi Bandainkj- unum illt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.