Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OTTAR VIÐAR + Ottar Viðar fæddist í Reykja- vík 29. nóvember 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavík- ur 31. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Guðrún Helga- dóttir Viðar, f. 17.4. 1899, d. 12.7. 1986, húsfreyja, og Gunn- ar Viðar, f. 9.6.1897, d. 7.5. 1972, hag- " fræðingur. Eigin- kona Ottars er Aðal- heiður Runólfsdótt- ir, f. 10.11. 1929. Foreldrar hennar eru Runólfur Dagsson, f. 3.9. 1895, d. 16.4. 1953, og Guðrún Sigurðardóttir, f. 17.9.1890, d. 21.1.1972. Aðalheiður og Óttar giftu sig 11.5. 1957. Börn þeirra eru: Björn Viðar, f. 7.7. 1957, sjó- maður, giftur Hrönn Steinþórs- dóttur, f. 13.9.1962, og eiga þau þrjú börn, Grétar Þór, f. 14.7. 1982, Óli Jakob, f. 18.12. 1984, og Harpa Hrönn, f. 10.4. 1986. Guðrún Viðar, f. 26.3. 1960, gift Hallgn'mi Sig- urðssyni, f. 24.7. 1958, eiga þau þrjú börn, Sigurð Viðar, f. 4.11. 1978, Ellen Mjöll, f. 27.9. 1983, Þuríði, f. 1.12. 1992. Grétar Þór Viðar, f. 18.5. 1963, d. 11.6. 1980. Ásta Helga Viðar, f. 3.11. 1968, gift Geir Bjama- syni, f. 8.6. 1964, eiga þau tvö böm, Amar Þór, f. 5.10. 1994, og Bjarna Þór, f. 19.4. 1997. Ottar var búfræðingur að mennt og bóndi á Geirbjarnar- stöðum í Ljósavatnshreppi, og síðar starfsmaður Húsavíkur- bæjar frá 1982. Ottar verður jarðsunginn frá Þóroddsstaðarkirkju í Ljósa- vatnshreppi í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Fyrir um það bil 35 árum voru '■“íiokkur börn úr Reykjavík sem kenndu Köldukinn í Ljósavatns- hrepp við írænda sinn sem var bóndi á Geirbjamarstöðum þar í sveit og var sveitin aldrei nefnd annað en Óttarssveit. Undirrituð ,var ein af þessum bömum. Óttar móðurbróðir minn var sá besti frændi sem nokkur gat átt. Hann var hjartahlýr, félagslyndur og umfram allt var hann sú altrygg- lyndasta manneskja sem sögur fara af. _ •fc- Ég hef þekkt Óttar svo lengi sem ég man eftir mér og raunar áður en ég fór nokkuð að muna. Hann var litli bróðir hennar mömmu minnar, en hún lést þegar ég var 10 ára gömul. Óttar lá aldrei á liði sínu gagnvart systkinabörnum sínum og vomm við flest i sveit hjá honum og Heiðu. Tengslin urðu ákaflega sterk og Óttar sá svo sannarlega um að þau slitnuðu ekki. Hann ræktaði samband sitt ákaflega vel við okkur. Margar minningar á ég frá Geir- bjamarstöðum og á mismunandi aldri. Þegar bíllinn renndi að bæn- um var öll fjölskyldan komin að taka á móti okkur og það urðu «4Þltaf miklir fagnaðarfundir. Ég man að frændsystkini mín, Bjössi, Guðrún og Grétar Þór, höfðu alltaf tekið miklum breytingum í vexti og þroska frá þvi árinu áður. Svo urðu árin fleiri á milli sem ég kom í Geir- bjamarstaði en þá hafði Óttars- sveitin fest rætur í mér og tengslin þangað vom sterk í mér. Alltaf var gott að koma í sveitina þegar hugsa þurfti einhver erfið mál sem hrjáðu gjaman unglinga. Síðasta sumarið mitt á Geirbjamarstöðum var þeg- ar Ásta Helga, litla frænka mín, var á leiðinni í heiminn. Ef ég á að rifja upp minningu um frænda minn þegar ég var hjá hon- um sem barn þá kemur hér ein af ’vSörgum. Það fæddist kálfur þarna í júní. Óttar hafði samið við mig um það að ef kálfurinn yrði kvíga mætti hann lifa, en ef hann yrði naut yrði honum fljótlega slátrað. Kálfurinn fæddist naut. Ég var ákaflega hrif- inn af dýmm sem barn og tók ein- hverju ómældu ástfóstri við naut- kálfinn, en Óttar sagði mér svo einn daginn að ég skyldi kveðja hann því hann myndi slátra kálfmum áður en við krakkarnir vöknuðum morgun- inn eftir. Ég tók þetta ákaflega tí*œrri mér, en gerði eins og hann bað, kvaddi kálfinn með miklum grát og söknuði og reyndi Óttar að hugga mig eftir bestu getu. Ég sofnaði svo um kvöldið og vaknaði óvenju seint morguninn eftir. Eftir að hafa klætt mig fór ég niður og var viss um að kálfurinn væri allur. 4n hver stóð þá á fjómm fótum, •áðlifandi úti á túni að bíta gras annar en kálfurinn. Óttar hafði þá ekki getað slátrað honum og gerði það ekki fyrr en ég fór heim að hausti. Ég á ótal samskonar minn- ingar um hann frænda minn; ég gæti raunverulega skrifað bók um hann. Árið 1980 dó Grétar Þór og ákváðu þá Óttar og Heiða að flytja til Húsavíkur sem þau svo gerðu. Þetta var mikið áfall eins og nærri má geta. Þar sem Grétar Þór, frændi minn, var mjög ákveðinn og fastur á sínu kallaði Óttar hann oft forstjórann. En lífið hélt áfram og nú á Húsavík, þar sem Óttar fékk vinnu hjá bænum. Hann hafði samt ákaflega sterkar taugar til Geir- bjarnarstaða. Oft þegar ég kom í heimsókn til Húsavíkur fómm við í Óttarssveitina og stoppuðum að- eins við Geirbjamarstaði. En eftir að Óttar og Heiða fluttu til Húsa- víkur, gátu þau oftar tekið sér frí og urðu komur þeirra tíðari til Reykjavíkur en áður. Og árin liðu. Eitt sinn komu þau í félagi með fleira fólki að norðan og var ég með þeim kvöldstund á skemmtistað sem þá var og hét Broadway. Þau létu mig svo koma með sér í rútuna og báðu bflstjórann að keyra mig heim áður en hann færi með hópinn á hótelið sem þau bjuggu á. Oftast voru þau samt hjá Ingu í Garða- bænum og hringdi Óttar alltaf í mig þegar hann var staddur hér og vildi að við hittumst. Ég kom sjálf norð- ur í Aðaldal ásamt vinafólki mínu og var þar í sumarbústað og vildu Óttar og Heiða fá okkur öll í mat. Við fórum líka saman út að skemmta okkur það sumar, við fór- um að Björgum að heimsækja Ástu frænku, að Nípá og svona gæti ég endalaust talið. Óttar var ákaflega félagslyndur og kom sér vel alls- staðar, enda var ekki hægt annað en láta sér þykja mjög vænt um hann. Ég man þegar Gunni frændi minn og bróðursonur Óttars gifti sig fyrir u.þ.b. 2 árum. Þá hélt Ött- ar ræðu um það þegar Gunnar var hjá honum í sveitinni og inn á milli sagði hann alltaf þessa setningu „og mér finnst ég eiga eitthvað mikið í þessum strák“. Og Óttar átti einmitt mikið í okkur sem höfð- um dvalið hjá þeim á Geirbjarnar- stöðum og við áttum mikið í Óttari. Hannes bróðir minn var hjá honum í nokkur sumur. Þegar Hannes full- orðnaðist þá einhvern veginn virtist sambandið við Óttar vera fjarlæg- ara, en það var nú mikill misskiln- ingur. Þegar Hannes varð þrítugur hringir síminn og var það þá Óttar. Hannes var hissa og glaður að heyra í honum og sagði þá Óttar: „Hvað, er ekki stór dagur hjá þér í dag.“ Ekkert var Óttari eðlflegra en muna allt svona. Hann spurði mig alltaf um bræður mína, það brást aldrei. Líka hvemig pabba heilsaðist og fréttir af honum og stjúpu minni. Þegar elsta dóttir mín dvaldi í sex vikur nokkur sumur á Hafra- lækjaskóla í Aðaldal heimsóttu Ótt- ar og Heiða hana alltaf og buðu henni heim með sér. Hún fór líka alltaf til Guðrúnar sem þá var kom- in með mann og böm. Alltaf hringdi hún í mig frá þeim og rifjar upp þessar heimsóknir í dag sem em henni ákaflega dýrmætar minningar úr hennar barnæsku. Enn margir eiga einmitt dýrmætar minningar úr barnæsku þar sem rótin liggur einmitt til heimilis frænda míns. Öll börn hændust að Óttari. Ég get nefnt dæmi um það þegar ég kom með dætur mínar, Möggu og Drífu Hrönn, í heimsókn í Geirbjamarstaði. Drífa Hrönn var ákaflega ómannblendin og hrædd við dýr og hékk mikið í mér. Hún var rétt rúmlega árs gömul og ekki nokkur leið að tala hana til. Eða það hélt ég. Þá rétti Óttar fram hendurnar til hennar og sagði ósköp eðlilega: „Komdu til frænda." Drífa Hrönn fór fús í fangið á hon- um eins og hún hefði alltaf þekkt hann. Óttar hændi hana að sér án nokkurrar fyrirhafnar, og alltaf þegar hann kom inn í mat og kaffi tók hann við henni til að hvfla mig. Elsku frændi minn, nú ertu farin úr þessum heimi alltof fljótt. Eftir stutt veikindi, sem ég þakka þó Guði fyrir að hafa losað þig úr og tekið þig til sín. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og mun alltaf varðveita minningu þína. Ég gleðst yfir því að þú skulir vera jarðsungin og jarðsettur í sveitinni ÞORUNNA. SIGJÓNSDÓTTIR + Þórunn A. Sig- jónsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 26. febrúar 1913 og ólst þar upp. Hún lést 25. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigjón Halldórsson, fædd- ur 31. júlí 1888, dá- inn 1931, og Sigrún Runólfsdóttir, fædd 26. maí 1889, dáinn 1991. Þórunn var næst elst systkina sinna, Sigjón, sem var elstur, dó ungur, Bragi, sem er Iátinn, Garðar, Tryggvi, Þórhallur, sem er lát- inn, Friðrik, sem drukknaði við Reykjanes, Halldór, dó 8 ára gamall, Guðríður, sem er látin, Kristbjörg, Gústaf og Guðmundur. Þórunn giftist Svavari Þórð- arsyni, f. 11. febrú- ar 1911, d. 1978. Þórunn og Svavar eignuðust sex dæt- ur: 1) Edda Sigrún, gift Garðari Gísla- syni, búsett í Vest- mannaeyjum. 2) Dóra Guðríður, gift Halldóri Pálssyni, búsett í Vestmanna- eyjum. 3) Frið- rikka, gift Hrafni Oddssyni, búsett í Vestmannaeyjum. 4) Áslaug, gift Ingvari Vigfússyni, búsett í Reykjavík. 5) Svava, gift Agli Ásgrímssyni, búsett í Kópavogi. 6) Sif, gift Stefáni S. Guðjónssyni, búsett í Vest- mannaeyjum. Útför Þórunnar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 11. þinni við hliðina á Grétari þínum sem er nú vafalaust búinn að taka á móti þér. Megi Guð varðveita þig og blessa um alla eilífð. Elsku Heiða mín, við megum ekki gleyma að við eigum öll hvert annað eftir. Óttar vill örugglega að við höldum hópinn. Ég votta þér samúð mína og bið Guð að styrkja þig. Bjössi, Guðrún, Ásta Helga, makar og börn, Ég segi það sama við ykkur. Reynum að nýta okkur það sem Óttar kenndi okkur, halda tryggð og vináttu á milli okkar. Hann virtist hafa lítið fyrir því. Fyrir hönd pabba míns, stjúpu, bræðra, dætra minna og mín eru sendar innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra og þakklæti fyrir öll árin. Ykkar frænka, Drífa. Vor er í lofti, skóla lokið og við krakkarnir sitjum í aftursætinu í bflnum hjá mömmu og pabba. Fyr- irhugað er að ferðalagið taki tvo daga, enda um langan veg að fara, eða alla leið norður í land að Geir- bjarnarstöðum í Köldukinn. I hug- anum bærast andstæðar kenndir söknuðar eftir að hafa kvatt vini heima fyrir en jafnframt eftirvænt- ingar því ætlunin er að dvelja í sveitinni hjá Óttari og Heiðu allt sumarið sem framundan er við leiki og störf. Þannig stund upplifðum við systkinin hvert af öðru, eftir því sem við bárum aldur til. Lífið var ekki alltaf auðvelt fyrir unga krakka af höfuðborgarsvæðinu sem skyndilega voru komin í annað umhverfi þar sem allir voru vanir að vinna frá morgni og fram á kvöld. Maður fékk ekki mikið að sofa út í miðjum sauðburði og ekki búið að mjólka kýrnar og reka þær suður á engi. Ekki brást það að Óttar kom síðastur inn að kvöldi og var farinn fyrstur út að morgni. Alltaf beið líka hafragi-auturinn hennar Heiðu á eldavélinni þegar við höfðum náð að nudda stírurnar úr augunum og koma okkur fram úr. Að loknum sauðburði voru óþrjótandi hlutir sem þurfti að dytta að, girðingar sem þurfti að gera við, kindur í túnum sem þurfti að stugga burt. Síðan tók við hey- skapur sem einnig kallaði á vinnu- törn. Eftir á að hyggja rísa þó hærra þær stundir sem gáfust til skemmt- unar. Þannig var nóg af silungi í Pollunum og einhvern veginn var alltaf logn, í það minnsta í minning- unni, þegar við fórum í veiðiferðir þangað. Á sólríkum sumardögum stunduðum við krakkarnir það sem við kölluðum engjahlaup, en þau fólust í því að hlaupa um á stutt- buxum einum fata og stinga sér í ís- kalt vatn á milli til kælingar. Á stundum fór Óttar með okkur í Mér fannst þú svo glæsileg kona, vildir alltaf vera vel til höfð, hárið vel greit og gaman að gera þig fína. Alltaf varstu þakklát fyr- ir það sem maður gerði fyrir þig, alltaf með létta lund og gaman var að spjalla við þig um heima og geima enda fylgdist þú líka vel með. Alltaf spurðir þú um líðan okkar allra og hvernig við hefðum það. Þú varst alltaf svo ánægð þegar við vorum að koma heim til Eyja að heimsækja þig. Systur mínar hugsuðu svo vel um þig; skiptust á um að koma til þín til að laga til hjá þér, færa þér mat og þvo fötin þín og ég fann hvað þér þótti vænt um þetta því þú nefndir þetta alltaf við mig í símann þegar ég hringdi til þín. Og það var gam- an þegar við vorum hjá þér syst- urnar, allar sex, og gátum hlegið af öllu því skemmtilega sem okkur datt í hug, síðast á 85 ára afmæl- inu þínu í febrúarmánuði sl., mamma! Árið 1993 ákváðum við, ég og Egill, að fara með þig og tengda- foreldra mína, Heiðu og Ása, til Benidorm í tvær vikur. Dætur okk- ar Egils urðu eftir í Vestmannaeyj- um; Agla hjá Dóru systur og Dóra sund eða þá keyrt var inn í Vagla- skóg og notið náttúrunnar. Viku- legar íþróttaæfingar voru ómissandi liður þar sem bæði var stundaður fótbolti og ýmsar frjáls- ar íþróttir. Ekki stóðumst við borg- arbörnin samanburð við sveitafólk- ið hvað líkamlegt atgei-vi snerti en fengum að vera með engu að síður. Nú eru þessar stundir allar langt að baki og við krakkamir búin að fullorðnast. Einhvern veginn tók maður nú samt ekki mikið eftir því að Óttar eltist með okkur hinum. Hann var alltaf jafn þreklega vax- inn og léttur í spori að manni fannst. Því er ótrúlegt til þess að hugsa að hann skuli nú látinn. Með þessum fátæklegu orðum viljum við systkinin þakka Óttari allar þær samverustundir sem við áttum og þann góða þátt í okkar uppeldi sem hann lagði til ásamt Heiðu konu sinni. Jafnframt sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur til Heiðu, Björns, Guðrúnar og Ástu Helgu að ógleymdum barnabömun- um. Indriði Einarsson, Bima Einarsdóttir, Gunnar Viðar og Margrét Viðar. Látinn er tengdafaðir minn, Ótt- ar Viðar. Óttar fæddist í Reykjavík 1930, en gerðist bóndi að Geir- bjamarstöðum í Kinn ásamt eigin- konu sinni, Aðalheiði Runólfsdótt- ur, árið 1957. Ég kynntist Óttari fyrst fyrir um 20 árum þegar ég fór að vera með dóttur hans, Guðrúnu Viðar. Þegar ég kom í fyrsta skipti í sveitina til Heiðu og Óttars var eins og maður hefði alltaf átt heima þar, þannig vom móttökur þeirra. Óttar var mjög merkilegur maður, fróður um hin ýmsu mál enda víð- lesinn. Hann hafði mjög gaman af því að ferðast og skoða landið sitt. Óttar var einstaklega barngóður og vildi ólmur hafa barnabörnin með í ferðalög og útilegur, enda er söknuður þeirra mjög mikill. Hann var mjög hraustur maður og duglegur, tilbúinn að bjóða fram aðstoð sína í bæði stór og smá verk. Hann hætti búskap í sveitinni ár- ið 1982 og fluttist þá til Húsavíkur. Þar kom hann sér upp fjárhúsi og gat haldið áfram að hugsa um kind- urnar sínar sem hann gerði fram á síðustu stundu. Ég vil fá að þakka Óttari fyrir þau ómetanlegu 20 ár sem ég fékk að þekkja hann. Við höfum öll misst mjög mikið við fráfall hans, en þó er missir Heiðu mestur þar sem hún er að missa ástkæran eiginmann, vin og félaga til margra ára. Elsku Heiða, Guð gefi þér styrk í þessari miklu sorg. Hallgrímur Sigurðsson. Sif hjá Kæju frænku. Þegar við vorum sestar í flugvélina kreistir þú á mér handlegginn og sagðir við mig: „Svava, þetta verður yndisleg ferð hjá okkur öllum.“ Það urðu orð að sönnu. Þú naust þín vel í garðinum við hótelið sem við gist- um á og dáðist að fallegu blómun- um í kring um okkur og þig langaði helst til til þess að taka þau með heim. Áður en kvöldaði lögðum við okkur og fórum síðan út að borða góðan mat og fengum okkur smá koníakstár á eftir. Að sitja úti við og borða var svo notalegt, eins og það að fara í bæinn og skoða allt sem fyrir augun bar. Já, mamma, þetta var yndisleg ferð hjá okkur og við gleymum henni aldrei enda tölum við oft um hana. Okkur kom öllum svo vel saman. Þó að þú og Ási og Heiða hefðuð ekki þekkst mikið áður en við fórum í þessa ferð var engu líkara en þið hefðuð alltaf þekkst. Elsku mamma! Hafðu þakkir fyrir allt og líka fyrir að eiga svona góðar systur sem hugsuðu svo vel um þig. Ég veit að pabbi og amma Sigrún taka vel á móti þér. Kveðja, þín dóttir, Svava og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.