Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
í
AÐSENDAR GREINAR
Barnsfæðingar og laun
Hefur þjóðfélagið efni á að böm
fæðist (ekki)?
I nýrri grein í tímaritinu
Economist er ítarleg umfjöllun um
konur og atvinnulíf úti um víða ver-
öld. Þar er greint frá
því hvernig konur hafa
smám saman streymt
út á vinnumarkaðinn í
flestum OECD löndum
og hvemig hefur verið
brugðist við af stjóm-
* völdum, atvinnurek-
endum og af einstak-
lingunum sjálfum. At-
hugun blaðsins leiðir í
ljós að konur em
komnar út á vinnu-
markaðinn til að vera
en mjög langt er frá
því að það hafí almennt
verið viðurkennt með
tilheyrandi erfiðleikum
og misrétti. Þetta er
ein ástæðan fyrir því að jafnréttis-
málin era í brennidepli stjórnmál-
anna við upphaf nýrrar aldar.
Vinnumarkaður flestra landa
hefur gleypt við konum, enda betra
- íyrir hagkerfíð að sem flestir vinni.
Konur era nú á milli 40 og 50%
vinnuaflsins í flestum OECD land-
anna. Þær hafa reynst mjög sveigj-
anlegur vinnukraftur enda reyna
þær gjaman að sameina fjöl-
skylduábyrgð og atvinnu. Hluta-
störf kvenna era mörg og einkenn-
ast almennt af lágum launum, litl-
um fríðindum og litlum möguleik-
um til framgangs. Margar konur
hafa menntað sig vel en þó er sam-
keppni á milli kynjanna á vinnu-
^markaði minni en ætla mætti
vegna þess hve vinnumarkaðurinn
er kynskiptur. Menntun kvenna
hefur ekki skilað sér sem skyldi í
launum og þegar á reynir í sam-
keppninni við karla virðast konur
víðast hvar lenda upp í hið ósýni-
lega glerþak, þrátt fyrir gildandi
jafnréttislög.
Allt era þetta kunnugleg atriði
hér á landi en fróðlegt er að líta á
eina afleiðingu þessara breytinga,
nefnilega þá að fæðing-
ar bama era víðast
hvar á undanhaldi.
Fæðingar og laun
ljósmæðra
Aðeins í Bandaríkj-
unum og á Norðurlönd-
um fæðast enn nógu
mörg böm til að við-
halda núverandi mann-
fjölda, en fæðingartíðn-
in lækkar alis staðar og
í flestum OECD landa
er algengast að konur
fæði eitt barn eða ekk-
ert. Hver kona fæðir
nú að meðaltali tvö
böm á Islandi í saman-
burði við fjögur börn árið 1962.
Deilan um laun ljósmæðra end-
urspeglar þessar breytingar á
mjög gagnsæjan hátt. Ljósmæðra-
menntunin var áður á framhalds-
skólastigi, en nú er krafíst sex ára
krefjandi háskólanáms. Launin
sem era í boði hrökkva vart til
framfærslu og greiðslu af námslán-
um. Eðlilega er þessum velmennt-
uðu ljósmæðram misboðið, ekki
síst ef þær bera sig saman við
karlastéttir með sambærilega
menntun.
Með deilunni íylgjast verðandi
foreldrar, sem loks hafa sannfærst
um að nú sé rétti tíminn til að eign-
ast bam, þrátt fyrir erfíðleika
vegna atvinnu, tekjutaps, kostnað-
ar og frelsisskerðingar. Og þrátt
fyrir það að fæðingarorlof sé ófull-
nægjandi bæði hvað varðar lengd,
greiðslur og möguleika foreldra til
að skipta orlofinu á milli sín. í of-
análag koms þau skilaboð ráða-
manna að þjóðin hafi ekki efni á að
taka á móti bömunum vegna þess
að ljósmæður fari fram á svo há
laun. Vonandi sjá fleiri en ég hvað
þessi staða er fáránleg. Ljóst er af
áðumefndri grein að þetta er ein
birtingarmynd vandamáls sem
flest OECD-landanna era nú að
glíma við.
Jafnréttismálin eru brennandi
við upphaf nýrrar aldar
Hin almenna þátttaka kvenna á
vinnumarkaði markar þjóðfélags-
byltingu að mati greinarhöfundar
Economist, en viðhorf, venjur og
stofnanir era víðast hvar ekki í
takt. Þetta á við allt þjóðfélagið allt
Megináhersla verður
lögð á að uppræta
launamismun kynj-
anna, segir Guðný Guð-
björnsdóttir, sem og
nýja löggjöf um fæð-
ingarorlof.
frá skattastefnunni, afgreiðslutím-
um verslana, og spumingunni um
hver eldar og þvær þvottinn til
grandvallarspuminga um það
hvort böm haldi áfram að fæðast.
Þó að okkur kvennalistakonum hafí
verið ljóst upp úr 1980 að þetta
væra stóru spumingar stjómmál-
anna, þá hafa OECD löndin nú al-
mennt áttað sig á að eitthvað mikið
þarf að gera til að koma jafnvægi á
líf fólks, kvenna, karla og barna.
Fyrst þarf að horfast í augu við
að klukkunni verður ekki snúið til
baka. Hagkerfið kæmist ekki af án
vinnuafls kvenna og fáar konur
kæmust af án starfa sinna. Kerfið
getur gengið áfram eins og það
gerir nú en það er hvorki eins
réttlátt eða skilvirkt og það gæti
verið. Auk þess að aðlaga skatta-
og lífeyriskerfin að þessu ástandi
verða stjórnvöld að bæta fæðing-
arorlof og bjóða upp á leikskóla
fyrir börn almennt. Atvinnurek-
endur sjá hag sinn í að bjóða upp á
sveigjanlegan og styttan vinnu-
tíma til að halda vel menntuðu
fólki, en reyndin er víða sú að
vinnutíminn lengist þar sem fjöl-
skyldufólk kýs heldur streitu í
vinnunni þar sem laun og félags-
skapur er í boði en streitu heima
án launa og félagslegrar viður-
kenningar. Þetta kemur skýrt
fram í metsölubókinni The Time
Bind eftir Hochchild frá 1997, þar
sem vinnan var orðin heimili og
heimili vinnan fyrir unga foreldra.
Margir furða sig á að konur
sætti sig við hefðbundna hlut-
verkaskiptingu kynja heima og lág
laun á vinnumarkaði enda óvíst að
það verði mikið lengur. Þó að ým-
islegt bendi til að yngsta kynslóð
feðra sé tilbúnari en aðrir til að
axla fjölskylduábyrgð, eru fá teikn
á lofti um það að konur muni öðl-
ast jöfn laun og jafna stöðu heima
og á vinnumarkaði eftir 10 eða 20
ár. Jafnréttisbaráttan hefur staðið
lengi og mun standa lengi enn.
Árangurs er ekki að vænta nema
stjórnmálamenn, verkalýðshreyf-
ingin og sem flestir einstaklingar
vinni markvisst saman af raun-
veralegum vilja, með tilheyrandi
kostnaði.
Jafnréttismálin og sameinað
framboð Kvennalistans
og A-flokkanna
I þeirri málefnavinnu sem þeg-
ar er lokið vegna sameiginlegs
framboðs ofannefndra þriggja
flokka fjallaði einn hópurinn af
fimm um jafnréttismál. Þar er
lögð áhersla á að samþætta jafn-
réttismálin inn í alla málaflokka, á
bætt jafnréttislög, jafnréttisráðu-
neyti og mun markvissari eftir-
fylgni jafnréttismála í gegnum
nýja jafnréttisstofnun. Meginá-
hersla verður á að uppræta launa-
mun kynjanna með markvissum
hætti og á nýja löggjöf um fæðing-
arorlof. Á síðasta þingi lögðum við
kvennalistakonur fram framvarp
um fæðingarorlof, en meðflutn-
ingsmenn voru þingmenn úr hin-
um stjórnarandstöðuflokkunum.
Þar er gert ráð fyrir 12 mánaða
fæðingarorlofi sem foreldrar í
sambúð skipti á milli sín, og að
foreldrar fái full laun í fæðingar-
orlofi. Gert er ráð fyrir að allir at-
vinnurekendur greiði í fæðingar-
orlofssjóð í hlutfalli við starfs-
mannafjölda óháð kynferði og að
laun fólks í fæðingarorlofi komi úr
þessum sjóði. Með þessu móti má
tryggja að það bitni ekki á ein-
stökum atvinnurekendum ef
starfsmenn eignast börn og að
ekki skipti máli upp á kostnað við
fæðingarorlof hvort starfsmenn
fyrirtækis eru karlar eða konur.
Þetta má finna í stefnuskrárdrög-
um hins sameiginlega framboðs
flokkanna þriggja.
Ef þetta kæmist í framkvæmd
værum við Islendingar með fram-
sæknustu stefnu í fæðingarorlofs-
málum allra OECD-landanna og
væntanlega í heiminum. Mæður
og feður gætu þá notið þess að
eignast sín börn með dyggri að-
stoð velmenntaðra ljósmæðra,
sem fengju laun í samræmi við
menntun og starfsábyrgð. Alla
vega ef þessum flokkum tekst
jafnframt að gera myndarlegt
átak í að útrýma launamun kynj-
anna og iðka jafnrétti á öllum
sviðum framboðsins, eins og vilji
þeirra stendur til. Þá kæmumst
við Islendingar í fremstu röð í
heimi á sviði jafnréttismála.
Höfundur er þingkona Samtaka um
kvennalista.
Guðný
Guðbjörnsdóttir
' FYRIR fáum dögum
heyrði ég mann frá
Ríkisútvarpinu tala við
veitingamann á Húsa-
vík. Þeir létu að mörgu
leyti vel af hótelrekstri
á Húsavík. Eitt fannst
þeim þó standa illilega í
vegi fyrir því að hótelið
gæti verið sú heilbrigð-
islind sem efni stæðu
til. Hótelið braggar
ekki áfengi til sölu.
Það kom fram í tali
þessara manna að
áfengi gæti verið
. heilsubót ef rétt væri
drukkið. Þeir virtust
ekki vera í neinum vafa
enda töldu þeir að embætti land-
læknis hefði vitnað á þann veg.
Nú kann ég ekki að svara fyrir
embætti landlæknis en það sem ég
hef heyrt þaðan jákvæðast um
rauðvínið er á þá leið að það sé
meinlaust ef hófs er gætt. Meira
um það síðar.
Slæmur áróður
Mér hefur stundum fundist, t.d. í
umræðu um þjóðarsál, að undar-
‘legt þætti að nokkur skyldi byrja
neyslu áfengis eða annarra vímu-
efna þar sem allir ættu að vita um
hættuna sem frá þessu stafar.
Skýringin ætti þó að vera augljós.
Ég held að væri almenningsálit í
landinu lagt til grandvallar væri
dómurinn ekki svo harður. Ég held
Jfeð meirihluti manna myndi styðja
þá skoðun að mikill meirihluti fólks
færi þannig með áfengi
að hann slyppi við
skömm og skaða af
neyslu þess. Ekki alls
fyrir löngu heyrði ég í
útvarpi að það væri
bara 1% þjóðarinnar
sem drykki of mikið.
Þó við teljum þetta
hlutfall fjarri lagi verð-
um við að meta hversu
miða skal hættuna.
Hver von er annars
en unga fólkið meti
hættuna eftir hlutfóll-
um? Því skyldi það
ekki lenda í þeim hlut-
anum sem fjölmennari
er? Og hvað væri þá
hættulegt við þetta?
Hættuleg blekking
En svo er rekin meðal okkar sú
kenning að áfengið sé miklu meira
en meinlaust. Það geti verið
blessuð heilsubót eins og viðmæl-
endumir á Húsavík töluðu um.
Leiðum hugann að því.
Skefjalaust oflof
Nokkra íyrir jafndægur á vori
birti DV það sem þar var kallað
„góðar fréttir um hollustu rauð-
vínsins". Svo að ekkert fari milli
mála er rétt að fá fram orðréttan
kjarna þessa boðskaps. Þar segir
m.a. svo:
„Vín er gott, vín er hollt, og hana
nú. Franski vísindamaðurinn
Serge Renaud varð fyrstur manna
til að færa sönnur á hollustu rauð-
vínsins, einkum þó góð áhrif þess á
hjartað. Nú hefur monsjur Renaud
gert enn merkari uppgötvun. Og
hún er þessi: Tvö til þrjú rauðvíns-
glös á dag draga úr dauðsfóllum af
öllum völdum um hvorki meira né
minna en þrjátíu prósent. Hann
skrifaði grein um niðurstöður
rannsókna sinna í tímaritið
Emidemiology fyrir stuttu.“
Síðan er vísindamaðurinn kynnt-
ur íslenskum blaðlesendum: Hann
er sagður „hjartasérfræðingur við
Bordeaux deild hinnar virtu rann-
sóknarstofnunar INSERM.“
Hverjir trúa nú þessu?
Hér er svo glannalega sagt frá
áhrifum áfengis að ég hélt að ár-
angur yrði lítill. Hvernig eigum við
að trúa að t.d. manntjón af umferð-
arslysum minnki um 30% ef allir
drekka hæfilegt af rauðvíni á degi
hverjum? Auðvitað veit ég lítið um
félög og tímarit í Fi-akklandi og
hvernig þau era metin. En tvær
eru ástæður til þess að taka þenn-
an boðskap með gætni. Önnur er
sú að hér er svo skefjalaust grobb-
að af rauðvíninu að flestum ofbýð-
ur. Hin er sú að mörg dæmi þess
eru þekkt að áfengisframleiðend-
ur eru að reyna að gylla fram-
leiðslu sína.
Hverjir virða glasatöluna?
Nú er þess að gæta að hinn
mikli spámaður í Frakklandi varar
við að drekka of mikið. Þá snýst
áfengið í andhverfu sína. Þess
vegna er rétt að hugsa málið áður
en lengra er farið. Hverjar líkur
eru til þess að menn láti sér glösin
tvö alltaf nægja?
Því miður era þær litlar. Öll
reynsla sýnir og sannar að sú
regla verður ekki haldin almennt.
Það vantar enn hemilinn við þetta
tveggja glasa takmark. Þannig er
það enn eins og það hefur alltaf
verið. Þessi takmörk verða ekki
birt í raun. Hvorki Frakkar né
Spánverjar hafa það á valdi sínu.
En það er þá bara að fara í með-
ferð, segja einhverjir. En jafnvel
meðferðin getur brugðist.
Þess vegna er það enn í fullu
gildi að réttasta og farsælasta
leiðin er sú að drekka aldrei fyrsta
Þáttur í björg-
unarstarfinu er,
að mati Halldórs
Kristjánssonar
frá Kirkjubóli, að sjá
hætturnar í réttu ljósi
eins og þær eru.
staupið. Bindindi er óbrigðul for-
vörn.
Afhjúpum blekkingarnar
Auðvitað er það hrópleg vit-
leysa að einungis 1% þjóðarinnar
sé í hættu vegna neyslu áfengis.
Það væri nær sanni að segja 10%.
En við skulum leika okkur að töl-
um.
Við eram 270 þúsund. 1% af
þeirri tölu verða þá 2.700, tíu af
hverju þúsundi.
Björgunarsögur hafa lengi verið
vinsælar hér á landi. Björgunar-
sveitir okkar má kalla óþreytandi
að leita týndra manna. Leifur
heppni fékk auknefni sitt vegna
þess að honum tókst að bjarga
strandmönnum.
Við þurfum ekki að halda neinn
talnaleik. Það fer enginn að gera
sér til skammar að spyrja hvort
það sé ómaksins vert að hreyfa sig
þegar einungis eitt prósent er í
hættu. Spurningin er hvað við get-
um - ekki hvort viljann vanti.
Það er sama hvort við ræðum
um eldsvoða eða skipsstrand. Mál-
ið snýst um þá sem í nauðum era
staddir. Og í þessu tilfelli er unnt
að hjálpa.
Þáttur í því björgunarstarfi er
að sjá hætturnar í réttu Ijósi - eins
og þær era.
Áð binda enda á blekkingarnar.
E.s.
Grein þessi lá búin til prentunar
á borði mínu 30. júlí þegar mér
barst Morgunblaðið þann dag með
viðhorfi Skapta Hallgrímssonar.
Mér fannst þá að hún væri boðlegt
svar við því viðhorfi. Því leita ég nú
þeirrar leiðar.
Um gamansemi Halldórs Lax-
ness í þessu sambandi þarf ekki
margt að segja. Undarlegt hvað
hann áttaði sig seint á því að Stalín
og Hitler kærðu sig ekki um alþjóð-
legan mannbótafélagsskap með sín-
um undirsátum. Jafhframt minni ég
á að Laxness lét svo um mælt á efri
áram að hann hefði orðið að sjá eftir
mörgum vinum sínum í helvíti alkó-
hólismans. Þar með er skírskotun
til þeirrar lífsreynslu sem okkur
bindindismönnum finnst nægileg
röksemd fyrir stefnu okkar. Hann
bjó að þeirri lífsreynslu sem gerði
hann færan um að skrifa átakanleg-
ustu lýsingu sem til er um viður-
styggð víndrykkjunnar í íslenskum
bókmenntum þar sem segir frá jún-
karanum í Bræðratungu í kaupstað-
arferð, hver sem vill kalla það
menningu.
Látum svo þessu svari lokið að
sinni.
Höfuttdur er ellilffeyrisþegi.
Baráttan við
blekkingarnar
Halldór Kristjáns-
son frá Kirkjubóli