Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bensínafgreiðslu og veitingasölu Þyrils hefiir veríð lokað frá og með 4, ágúst 19S Oiíufélagið hf. og starfsfólk Þyrils þakks fyrir viðskiptin á liðmim árum. /5S5 Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞYRLI hefur verið lokað en umferð um HvalQörðinn er ekki nema lítið brot af því sem var fyrir opnun HvalQarðarganganna. Mikill samdráttur hefur orðið í sölu eldsneytis í Hvalfírði Veitmgastaðnum Þyrli lokað VEITINGASTOFUNNI Pyrli í Hvalfirði var lokað síðastliðinn þriðjudag en eldsneytissala þar dróst saman um 70% eftir opnun Hvalfjarðar- ganganna. Veitingastofan Ferstikla er áfram op- in en mikill samdráttur hefur orðið í eldsneytis- sölu þar en veitingasala er svipuð og áður var. Heimir Sigurðsson, framkvæmdastjóri mark- aðssviðs Olíufélagsins hf., sem á veitingastaðinn, segir að ákveðið hafi verið að sjá hvaða áhrif göngin hefðu á umferðina um Hvalfjörð en menn hafi verið mjög raunsæir og búist við þvi að loka Þyrli. Strax eftir opnun Hvalfjarðarganga hafi umferðin fyrir Hvalfjörðinn dregist mjög mikið saman og eldsneytissalan dregist saman um 70%. Þeim hafi því þótt Ijóst að enginn grundvöllur væri fyrir því að halda Þyrli opnum lengur og ekki verði reynt að hafa opið yfir sumartímann. Olíufélagið skoði nú hvað hægt verði að gera við aðstöðuna og húsnæðið sem þama er. Ferstikla opin áfram Thomas Möller, markaðsstjóri Olís, eiganda Ferstiklu, segir eldsneytissölu þar hafa dregist verulega saman eftir opnun Hvalfjarðarganga en veitingasala sé svipuð og áður var. „Það kemur okkur í raun á óvart hversu lítið veitingasalan og sala í sjoppunni hafa dregist saman,“ segir Thomas. Hann segir sumarbústaðagesti í Svína- dal og Skorradal koma mikið í Ferstiklu. Staður- inn eigi sér langa sögu og þeir muni fylgjast vel með þróuninni. Reynt verði að halda Ferstiklu áfram opinni, a.m.k. yfir sumartímann. Hann segir menn hafa gert sér grein fyrir að göngin drægju úr sölu í Ferstiklu en að sama skapi hafi sala aukist í Borgamesi og viðar, göngin hafi al- mennt örvandi áhrif á umferð á þessum slóðum. Flutningur Austur- strætis 8-10 Nýtt hús rís við Austur- stræti FYRIRHUGAÐ er að flytja gamla ísafoldarhúsið við Austurstræti í Reykjavík yfir í Aðalstræti 12, við hlið Fógetans, en svæðið er nú nýtt undir bflastæði. Stefnt er á að reisa nýtt þjónustuhúsnæði á lóðinni Austurstræti 8-10 og munu undir- búningsframkvæmdir að öllum lík- indum hefjast í haust. Þorvaldur S. Þorvaldsson, for- stöðumaður borgarskipulags Reykja- víkur, segir hugmyndir þeirra verk- taka- og fjármálaaðila sem að málinu koma, snúa að því að rífa skúrana á lóðinni og færa Isafoldarhúsið. „Síðan hafa framkvæmdaaðilarnir uppi áform um að byggja, í sam- ræmi við staðfest deiliskipulag í Kvosinni, nýtt húsnæði með veit- ingasölu, skrifstofum, verslunum og jafnvel einhverjum íbúðum“. Þorvaldur segir borgina leggja áherslu á að nýja byggingin verði með svipuðu sniði og gamla húsið. Þá segir hann Reykjavíkurborg einnig hafa farið þess á leit við for- svarsmenn ÁTVR að verslunarhús- næði fyrirtækisins í miðbænum verði opnað í átt að Austurvelli. Skilti snúið við SVO er að sjá sem einhverjir spaugsamir náungar hafi verið á ferðinni í Hveragerði nýlega og gert sér það til dundurs að snúa við skiltinu sem vísar ferðalöngum veginn inn í bæinn. Eins og sjá má á myndinni vísar skiltið í þveröf- uga átt, út úr bænum og inn á hringtorgið eða í áttina að vegin- um til Þorlákshafnar. Eftir að Morgunblaðið hafði samband við Vegagerðina í gær og spurðist fyrir um þennan öfuga vegvísi fóru vaskir menn frá Vega- gerðinni á Selfossi strax á vettvang og sneru skiltinu snarlega við. Á Vegagerðarmönnum var að heyra að grallaramir hefðu þurft að hafa heilmikið fyrir þessu gríni. Sérstök eyðublöð til tölvuvinnslu skattframtala tekin upp í ár Fleiri mistök við álagningu MEIRA er um mistök við álagningu skatta í ár en mörg undanfarin ár og má rekja skýringar á því til tölvuvinnslu skattframtala. Framtöl voru að hluta til einnig tölvuunnin í fyrra, en í ár var framtalseyðublöð- unum breytt með tölvuvinnslu í huga. Búið er að leiðrétta mistökin í langflestum tilvika, að sögn Gests Steinþórssonar, skattstjóra í Reykjavík. Gestur sagði aðspurður að meira væri um villur í ár en oft áður, þótt hann hefði ekki nákvæmt yfirlit þar um og það tengdist því að tölvuvinnsla framtala hefði verið tekin upp og þeirri úrvinnslu sem fram hefði átt að fara í kjölfarið. Þeirri úrvinnslu hefði seinkað og það hefði gert starfsmönnum emb- ættisins mjög erfítt um vik að leið- rétta villumar áður en álagningin var birt. Undirbúningstíminn ekki nægur Gestur sagði að þegar búið hefði verið að skanna upplýsingar í fram- tölunum inn í tölvur hefði átt að vera tilbúið forrit til að greina fram- talið. Sú vinna hefði gengið mjög treglega fyrir sig og öll sú vinnsla sem fram hefði átt að fara eftir það. Forrit hefðu ekki verið tilbúin og annað hefði verið eftir því. Greini- legt væri að undirbúningstíminn hefði ekld verið nægur og hlutimir því ekki tilbúnir þegar til áttí að taka. Aðspurður hvort þessi reynsla kallaði á breytingar við álagningu á næsta ári eða hvort hægt væri að laga það sem úrskeiðis hefði farið, sagði hann að það hlyti að vera hægt að lagfæra þennan feril eitt- hvað. „Það hlýtur að verða skoðað af yfirvöldum hver er ástæðan fyrir þessu og hvað hefur farið úrskeið- is,“ sagði hann ennfremur. Gestur sagði að skattstofan hefði þurft að leggja aukna vinnu í leið- réttingar vegna þessa og eitthvað hefði einnig verið um það að leið- rétta hefði þurft ávísanir og innlegg vegna greiðslu vaxta- og barnabóta og endurgreiðslu oftekinnar stað- greiðslu. Hins vegar hefði hann ekki yfirsýn yfir hvað mikið væri um þetta nú tveimur dögum eftir birt- ingu álagningar. „Það er búið að leiðrétta megnið og menn eiga að fá nú á næstu dögum sendan leiðrétt- an álagningarseðil," sagði Gestur einnig. Morgunblaðið/Jim Smart SKYLDI þessi bíll vera á leiðinni í eða úr Hveragerði? Eftir skiltinu að dæma er hann á leið í Hveragerði og því eins gott að bílstjórinn sé kunnugur staðháttum. Serbloð i dag 16 SÍDUR ÁLAUGARDÖGUM LESBdfé pltmmuMíiíbiiíb Vallarmetið I Leirunni rétt stóðst ágang meistarans / B1 Arsenal og Manchester United mætast á sunnudaginn / B4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.