Morgunblaðið - 08.08.1998, Side 29

Morgunblaðið - 08.08.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 29 AÐSENDAR GREINAR Gera þarf faglega könnun af hlut- lausum aðilum Hrafn Sæmundsson NU LIÐUR að alda- mótum. Á þessum tímamótum ættu Is- lendingar meðal ann- ars að svara þeirri spurningu, hvort koma eigi málum aldraðra í það horf sem sæmir siðmenntuðu þjóðfélagi eða hvort halda á áfram að tala og tala án þess að nokkrar grund- vallarbreytingar verði gerðar. Það þarf hugrekki til að takast á við þetta verkefni. Meðal annars vegna þess að ef taka á raunhæft á málunum þarf að viðurkenna óþægilegar staðreyndir úr fortíð og nútíð. Tök- um hér dæmi um einn þátt þessa máls. í nútímaþjóðfélagi verður stór hluti aldraðs fólks að eignast nýtt „heimili", sem rekið er af öðrum en fólkinu sjálfu, það er að segja af opinberum eða hálfopinberum aðil- um. Hér er ekki átt við sjúkra- stofnanir og sjúkt gamalt fólk, heldur fólk sem getur ekki búið eitt heima hjá sér lengur af ýmsum ástæðum. Meðal annars vegna breyttra þjóðfélagshátta. Þetta fólk hefur oft á tíðum sæmilega eða góða andlega heilsu. Þetta fólk fer á elliheimili og aðra staði þar sem fólk eignast nýtt heimili um lengri eða skemmri tíma. Og það eru raunar ekki einusinni allir sem komast á þessi nýju „heimili" með góðu móti - en það er önnur saga. Þennan þátt í aðbúnaði gamals fólks þarf að endurskoða frá grunni. Það þarf í fyrsta lagi að fá hlutlausan aðila til að komast að því, nákvæmlega, hvar gamalt fólk er staðsett og á hvaða forsendum. Ekki bara á hefðbundnum elliheim- ilum heldur alls staðar annars stað- ar þar sem opinberir aðilar koma að heimilishaldinu á einhvern hátt. Þegar búið er að „kortleggja" gamla fólkið þannig þarf að gera aðra faglega könnun af hutlausum aðilum um það hvaða þjónustu þetta aldraða fólk fær á þessumn opinberu eða hálfopinberu heimil- um sínum. Það þarf að gera nákvæma könnun á þeirri þjónustu sem hver einstaklingur fær. Hvaða sértæku þjónustu fær hver einstaklingur miðað við félagslegar óskir hans og þarfir hans? Hvaða umhverfi er honum búið á nýju heimili? Hvaða húsakost býr hann við? O.s.fW. Ef það kemur í Ijós að gamalt fólk fær sértæka þjónustu að því marki að hverjum einstaklingi sé gert kleift að lifa eins frjóu lífi og heilsa hans og þarfir leyfa, þá eig- um við að hrópa húrra. Ef það hinsvegar kemur í ljós að litið sé á gamalt fólk sem einsleitan hóp, sem raunverulega er settur í „geymslu" síðustu æviár sín og að þetta fólk sé raunverulega hluti af „rekstri" sem miðaður er við „hag- kvæmustu“ útkomu á reikningun- um og lítið af nútíma félagslegri þekkingu sé nýtt til að mæta mis- munandi þörfum einstaklinganna, þá eigum við að hafa manndóm til að viðurkenna þær staðreyndir. Og ef það kemur í ljós að gamalt fólk er enn flutt „hreppaflutn- ingum“, einhversstaðar (um aldamótin 2000), að því sé stundum hol- að niður á stöðum sem meira að segja era ekki ætlaðir „frísku“ fólki, þá eigum við að viður- kenna þær staðreyndir og birta þær opinber- lega til að hægt sé að taka pólitískar og sið- fræðilegar ákvarðanir um úrlausnir. Margt af því fólki sem býr á elliheimilum skilur sjálft mætavel hvað hér er verið að tala um. Þetta fólk kemur úr öllum áttum og úr ólíku umhverfi. Og félagslegar þarfir þess eru mismunandi. Þetta fólk gengur kannski ekki allt lík- amlega heilt til skógar, en það hef- í siðmenntuðu sam- félagi, segir Hrafn Sæmundsson, þarf að veita öllu öldruðu fólki skilyrði til góðs og innihaldsríks lífs. ur oftar en hitt mikið andlegt þrek og margvíslega möguleika til að lifa frjóu h'fi og njóta þess. Auðvitað fara flestir halloka fyr- ir elli kellingu að lokum. En í sið- menntuðu þjóðfélagi á að veita öllu öldruðu fólki sömu skilyrði. og tækifæri til góðs og innihaldsríks lífs og öðram þjóðfélagshópum í landinu, en ekki henda því eins og brannum eldspýtum þegar ekki er lengur hægt að taka þátt í hinum hefðbundna hagvexti. Höfundur er fulltrúi. Eigum við ekki nota jafnlangan ÁRIÐ 1799 komu Frakkar sér saman um að nota allir sömu mæli- eininguna þegar mæla skyldi vegalengdir og kölluðu þeir þessa mæli- einingu metra. Fram að þeim tíma höfðu lengd- armælingar verið nokk- uð á reiki, enda þumlar manna mislangh'. Árið 1907 var metrakerfið lögleitt á Islandi. Svo virðist sem Inter- netheimurinn á Islandi standi að sumu leyti í sömu sporam og mæl- ingamenn Frakka gerðu íýrir árið 1799. Þettá endúrspeglast vel í deil- um aðstandenda netmiðla Morgun- blaðsins og DV; Mbl.is og Visir.is. I eigin augum heyja þessir miðlar nú harða baráttu um undirtökin í inn- lendri fréttaþjónustu á Internetinu, eða svo má í það minnsta skilja á deilum þeirra undanfarið. Hér er þó að mörgu að hyggja. Túlkun neyslukönnunar sem Fé- lagsvísindastofnun Háskóla Islands gerði fyrir fjölmiðlana í sumar og birt var fyrir skemmstu hefur m.a. orðið aðstandendum umræddra net- miðla að deiluefni.: „Fleiri skoða fréttavef Morgunblaðsins en Vísi“ var fyrirsögn fréttar í Morgunblað- inu 19. júlí. I fréttinni sjálfri er síðan vitnað til könnunar Félagsvísinda- stofnunar og könnunar sem Mbl.is fékk Gallup til að gera fyrir sig. Gallup-könnunin sem gerð var fyrir Mbl.is er meingölluð að því leytinu til að þar eru Netverjar að- eins spurðir hvort þeir noti frétta- vefi Morgunblaðsins eða DV. Ekki er spurt um notkun Netverja á fréttavefjum Textavarpsins eða Fjölnetsins, sem um það bil þriðj- ungur þeirra segist þó heimsækja skv. könnun Félagsvísindastofnun- ar. Þessu má líkja við það að í könn- un á bensínkaupum landsmanna sé spurt: „Hvort kaupir þú bensín af Essó eða OLIS?“ Svörin yrðu síðan túlkuð á þann hátt að Essó hefði t.d. 55% markaðshlutdeild en OLÍS 45%. Skeljungs yrði ekki að neinu getið. Ágúst Tómasson „Það er auðvitað hálf- vandræðalegt fyrir Morgunblaðið að í stað þess að herða sig í sam- keppninni, þegar kemur í ljós í sameiginlegri könnun miðlanna að vefur blaðsins er ekki að ná markmiðum sín- um, er brugðist við með því að kaupa eigin könnun þar sem spurn- ingarnar era villandi og í raun óskiljanlegar." sagði Ásgeir Friðgeirs- son, forstöðumaður Vis- ir.is, m.a. í DV 20. júlí, þegar hann gerði at- hugasemdir við frétt Morgunblaðsins. Eins og fram hefur komið eru Vis- ir.is og Mbl.is síður en svo einir um hituna í fréttaþjónustu á íslensku á Internetinu. Fjolnet.is og Texta- varp.is eru þar einnig. Reyndar er Visir.is og Mbl.is eru síður en svo einir um hituna í fréttaþjónustu á íslensku á Inter- ---------------------?-------- netinu, segir Agúst Tómasson, Fjölnet.is og Textavarp.is eru þar einnig. Textavarp.is fyrsta opna íslenska fréttaþjónustan á Netinu og Fjol- net.is kom næst fram á sviðið. Eins og fram kemur í deilum Mbl.is og DV.is er ekki svo ýkja mik- ill munur á heimsóknum á vefi þeirra skv. könnun Félagsvísindastofnunar. 12,4% svara spurningunni: „Heim- sækh' því Visir.is" játandi, 11,1% svarar spurningunni: „Lest þú fréttavef Mbl.is“ játandi. 8,2% að- spurðra svara spurningunni „Skoðar þú Textavarp RÚV á Internetinu" játandi. 4,7% svara spurningu Is- landia: „Heimsækir þú fréttavef Is- landia á Internetinu" játandi. Ymsum vandkvæðum er bundið öll að metra? að telja heimsóknir á einstakar heimasíður á Netinu svo vit sé í. Tvær aðferðir eru einkum notaðar. Annaðhvort eru taldar „fyrirspum- ir“, svokölluð „hit“, eða þá „notenda- lotur“ („user sessions“). Þegar fyrir- spurnir eru taldar mælist hver og ein heimsókn yfirleitt oftar en einu sinni, allt eftir því hversu margir hlutir (myndir/rammar) eru á síð- unni. Við talningu á notendalotum („user sessions") er annarri aðferð beitt. Þar er hvert byrjað samband talið sem ein heimsókn, og henni gefinn ákveðinn tími. Komi önnur „heimsókn" úr númeri sömu inter- netþjónustu innan tímamarkanna telst hún ekki ný heimsókn. I stuttu máli þá oftelur fyi-irspurna-aðferðin heimsóknirnar, en notendalotu-að- ferðin vantelur þær. Fróðlegt væri í þessu samhengi að vita hvaða aðferð Mbl.is ætlar að nota þegar það verð- launar milljónasta gest sinn með ut- anlandsferð. Undirritaður sér ekki ástæðu til að blanda sér í deilur Mbl.is og Vis- ir.is að öðru leyti en því að árétta það að Mbl.is og Visir.is eru ekki ein um hituna á Internetmarkaðinum, þar eru Textavarp.is og Fjolnet.is einnig fyt'h'. Þá er ekki úr vegi að benda á þau fornu sannindi að sam- eiginlegur mælikvarði, sem full sátt er um, er nauðsynlegur öllum sam- anburði, ef markmiðið er á annað borð að komast að vitrænum niður- stöðum. Að lokum er vert að geta þess að DV er ekki lengur næstmest lesna • „dagblað" landsins heldur Texta- varpið, samkvæmt fjölmiðlahluta neyslukönnunar Félagsvísindastofn- unar. I könnuninni kemur fram að 30,3% landemanna (rúmlega 60.000 manns) lesa Textavarp Sjónvarpsins daglega og 11,2% (rúmlega 22.000 manns) lesa það 4-6 sinnum í viku. Til samanburðar segjast 27,7% landsmanna lesa DV 5-6 sinnum í viku, eða ívið færri en lesa Texta- varpið á degi hverjum. Morgunblað- ið heldur enn forystu sinni í þessum samanburði, en 48,1% segist lesa það 5-6 sinnum í viku. Höfundur er forstöðumaður Textavarps Sjónvarpsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.