Morgunblaðið - 08.08.1998, Page 45

Morgunblaðið - 08.08.1998, Page 45
\ I I i i J j J I I 9 5 3 1 3 I J I J i I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 45 * FRÉTTIR LISTAMAÐURINN og listaverkið rétt áður en það var flutt inn á Hveravelli. Minnisvarði afhjúpað- ur um Eyvind og Höllu Sýningunni í Listaskálan- um að ljúka SÝNINGU þriggja málara úr September-hópnum í Listaskálan- um í Hveragerði lýkur á sunnu- dagskvöld. A sýningunni eru jafn- framt myndir úr einkasafni Gísla Skúla Jakobssonar. Alls eru rúmlega 50 málverk til sýnis eftir Septembermálarana og verkin úr safni Gísla Skúla eru 12 talsins, máluð á árunum upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Aðsókn að sýningunni í Lista- skálanum hefur verið mjög góð, enda hefur hún kveikt áhuga jafnt innlendra sem erlendra gesta, seg- ir í fréttatilkynningu. ■ GAUKUR Á STÖNG D.j. KGB þeytir skifur með blandaðri tón- list. Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Spur og á sunnu- dagskvöld leikur Spur aftur í til- efni af Pub-Cup, knattspyrnu- keppni veitingahúsa. Á mánu- dags- og þriðjudagskvöld leika götuspilararnir Carlos Vamos og Lindsey Buckland. Á miðviku- dags- og fímmtudagskvöldið 13. ágúst kemur hljómsveitin Reggae on Ice eftir smáhlé með sól- strandarstemmingu. ■ KAFFILEIKHtíSIÐ Hljóm- sveitin Rússibanarnir leika föstu- dagskvöld sambland af tangó, salsa, slavneskum slögurum og til- brigðum við gömlu meistarana Brahms og Mozart en einnig nýja tónlist af geislaplötu þein-a sem kemur út með haustinu. Tónleik- arnir hefjast kl. 23.30. SUNNUDAGINN 9. ágúst verður afhjúpaður minnisvarði Fjalla-Ey- vindarfélagsins um útileguhjónin Fjalla-Eyvind og Höllu á Hvera- völlum. Athöfnin hefst klukkan 14 og eru áhugamenn um hálendi Is- lands og sögu Eyvindar og Höllu boðnir á samkomuna. Höfundur minnisvarðans um þau hjón Eyvind og Höllu er Magnús Tómasson, myndlistar- maður á Ökrum á Mýrum. Minn- isvarði þessi, sem hefur hlotið nafnið Fangar frelsisins, er mynd af tveimur hjörtum innan í um- gjörð steina og rimla. Fjalla-Eyvindarfélagið var stofnað á Selfossi 30. maí 1997 að frumkvæði Ögmundar Jónssonar, bónda í Vorsabæ, og Guðna Ágústssonar alþingismanns. Með- al stofnfélaga má nefna hrepp- stjóra í flestum þeim hreppum sem koma við sögu Eyvindar meðan hann var enn í Árnesþingi, Jóhann Guðmundsson, sr. Hjálm- ar Jónsson alþingismann og Kon- ráð Eggertsson hrefnuveiðibónda, sem eru fulltrúar Norðlendinga og Vestfírðinga í starfi þessu. Einnig hafa oddvitar í Húnaþingi starfað með félaginu. Endurskoð- endur félagsins eru sýslumenn Húnvetninga og Árnesinga. Auk minnisvarðans hefur fé- lagið á verkefnaskrá sinni að koma upp minjastofum um Ey- vind og Höllu á Hveravöllum og Flúðum í samvinnu við Hruna- mannahrepp og Náttúruvernd ríkisins. Þá er í ráði að reisa þeim hjónum litla bautasteina norður á Hrafnsíjarðareyri þar sem þau bjuggu síðustu æviár sín. Leiðrétt Rangt föðurnafn í frétt um nýja sundlaug í Gnúp- verjahreppi í blaðinu í gær misrit- aðist föðurnafn Hjördísar Sigur- gísladóttur arkitekts sem teiknaði húsið ásamt manni sínu Dennis Jó- hannessyni. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Röng ártöl í töflum I töflum um risnukostnað ríkisins misritaðist ártal í seinni dálki töfl- unnar. I stað ártalsins 1996 stóð 1998. Taflan átti að sýna saman- burð á risnu milli áranna 1997 og 1996. I töflu um afkomu Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. var samskonar villa. í fyrri dálkinum átti að standa árið 1998, en þar stóð 1997. Taflan sýndi samanburð á rekstri fyrstu sex mánaða ársins 1998 og fyrstu átta mánaða ársins 1997. Göng í Keflavík Mishermt var í frétt á baksíðu í gær að félagar í Golfklúbbi Suður- nesja hafi gert göng undir þjóðveg- inn við Leiru. Sigurjón Helgason verktaki og hans menn unnu verkið. Sýning á Renault Mégane B&L heldur sýningu um helgina á inest selda bíl í Evrópu um þessar mundir, Renault Mégane, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir: „Á sýningunni gefst fólki kostur á að prófa þessa bfla og upplifa þá akst- urseiginleika og öryggisatriði sem gert hafa þennan bfl að mest selda bfl í Evrópu. Verð á Renault Mégane byrjar í 1.358.000. Þess má geta að Renault er 100 ára um þessar mundir og í tilefni þess frumsýna nú B&L nýja Renault Laguna sem kemur með nýja 16 ventla 1600 vél og kostar frá kr. 1.678.000. Einnig frumsýnum við nýjan fjölnotabfl frá Renault sem heitir Kangoo. Þessi bfll býður upp á marga möguleika og er stflaður inn á fjölskyldur með fjölbreytilegan lífsstfl." Opið verður alla helgina, laug- ardag frá kl 10-17 og sunnudag 12-17. Allir velkomnir. % Switchback , / Kr. 23.172,- ! Fulltverð kr. 33.103 Threshold Kr. 19.983,- Fulltverðkr. 28.548 Maneuver Kr. 17.271, Fullt verð kr. 24.672 Stell: Cr-Mo ^ Framskiptir: Shimano Altus Afturskiptir: Shimano Acera X Skiptar: GripShift MRX170 Bremsur: V Stell: Cr-Mo Framskiptir: Shimano Altus Afturskiptin Shimano Alivio Skiptar: Shimano STX Bremsur: V ^^Stell: Cr-Mo ^ Framskiptir: Shimano TY 30 Afturskiptir: Shimano Altus Skiptar: Shimano ST EF28 Bremsur: V Surge Kr. 25.913,- Fullt verð kr. 37.019, Stell: Al Framskiptir: Shimano Alivio Afturskiptir: Shimano STX Skiptar: Shimano STX Bremsur: V Stell: Cr-Mo Framskiptir: Shimano Altus Afturskiptir: Shimano Alivio Skiptar: Shimano STX Bremsur: V npmnari ' Rnnk.Rhn DX6.7 Kr. 46.000,- Fullt verð kr. 65.715,- Stell: Ál Framskiptir: Shimano Alivio Afturskiptir: Shimano STX Skiptar: Shimano STX Bremsur: V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.