Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 45
\ I I i i J j J I I 9 5 3 1 3 I J I J i I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 45 * FRÉTTIR LISTAMAÐURINN og listaverkið rétt áður en það var flutt inn á Hveravelli. Minnisvarði afhjúpað- ur um Eyvind og Höllu Sýningunni í Listaskálan- um að ljúka SÝNINGU þriggja málara úr September-hópnum í Listaskálan- um í Hveragerði lýkur á sunnu- dagskvöld. A sýningunni eru jafn- framt myndir úr einkasafni Gísla Skúla Jakobssonar. Alls eru rúmlega 50 málverk til sýnis eftir Septembermálarana og verkin úr safni Gísla Skúla eru 12 talsins, máluð á árunum upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Aðsókn að sýningunni í Lista- skálanum hefur verið mjög góð, enda hefur hún kveikt áhuga jafnt innlendra sem erlendra gesta, seg- ir í fréttatilkynningu. ■ GAUKUR Á STÖNG D.j. KGB þeytir skifur með blandaðri tón- list. Á laugardagskvöld leikur hljómsveitin Spur og á sunnu- dagskvöld leikur Spur aftur í til- efni af Pub-Cup, knattspyrnu- keppni veitingahúsa. Á mánu- dags- og þriðjudagskvöld leika götuspilararnir Carlos Vamos og Lindsey Buckland. Á miðviku- dags- og fímmtudagskvöldið 13. ágúst kemur hljómsveitin Reggae on Ice eftir smáhlé með sól- strandarstemmingu. ■ KAFFILEIKHtíSIÐ Hljóm- sveitin Rússibanarnir leika föstu- dagskvöld sambland af tangó, salsa, slavneskum slögurum og til- brigðum við gömlu meistarana Brahms og Mozart en einnig nýja tónlist af geislaplötu þein-a sem kemur út með haustinu. Tónleik- arnir hefjast kl. 23.30. SUNNUDAGINN 9. ágúst verður afhjúpaður minnisvarði Fjalla-Ey- vindarfélagsins um útileguhjónin Fjalla-Eyvind og Höllu á Hvera- völlum. Athöfnin hefst klukkan 14 og eru áhugamenn um hálendi Is- lands og sögu Eyvindar og Höllu boðnir á samkomuna. Höfundur minnisvarðans um þau hjón Eyvind og Höllu er Magnús Tómasson, myndlistar- maður á Ökrum á Mýrum. Minn- isvarði þessi, sem hefur hlotið nafnið Fangar frelsisins, er mynd af tveimur hjörtum innan í um- gjörð steina og rimla. Fjalla-Eyvindarfélagið var stofnað á Selfossi 30. maí 1997 að frumkvæði Ögmundar Jónssonar, bónda í Vorsabæ, og Guðna Ágústssonar alþingismanns. Með- al stofnfélaga má nefna hrepp- stjóra í flestum þeim hreppum sem koma við sögu Eyvindar meðan hann var enn í Árnesþingi, Jóhann Guðmundsson, sr. Hjálm- ar Jónsson alþingismann og Kon- ráð Eggertsson hrefnuveiðibónda, sem eru fulltrúar Norðlendinga og Vestfírðinga í starfi þessu. Einnig hafa oddvitar í Húnaþingi starfað með félaginu. Endurskoð- endur félagsins eru sýslumenn Húnvetninga og Árnesinga. Auk minnisvarðans hefur fé- lagið á verkefnaskrá sinni að koma upp minjastofum um Ey- vind og Höllu á Hveravöllum og Flúðum í samvinnu við Hruna- mannahrepp og Náttúruvernd ríkisins. Þá er í ráði að reisa þeim hjónum litla bautasteina norður á Hrafnsíjarðareyri þar sem þau bjuggu síðustu æviár sín. Leiðrétt Rangt föðurnafn í frétt um nýja sundlaug í Gnúp- verjahreppi í blaðinu í gær misrit- aðist föðurnafn Hjördísar Sigur- gísladóttur arkitekts sem teiknaði húsið ásamt manni sínu Dennis Jó- hannessyni. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Röng ártöl í töflum I töflum um risnukostnað ríkisins misritaðist ártal í seinni dálki töfl- unnar. I stað ártalsins 1996 stóð 1998. Taflan átti að sýna saman- burð á risnu milli áranna 1997 og 1996. I töflu um afkomu Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. var samskonar villa. í fyrri dálkinum átti að standa árið 1998, en þar stóð 1997. Taflan sýndi samanburð á rekstri fyrstu sex mánaða ársins 1998 og fyrstu átta mánaða ársins 1997. Göng í Keflavík Mishermt var í frétt á baksíðu í gær að félagar í Golfklúbbi Suður- nesja hafi gert göng undir þjóðveg- inn við Leiru. Sigurjón Helgason verktaki og hans menn unnu verkið. Sýning á Renault Mégane B&L heldur sýningu um helgina á inest selda bíl í Evrópu um þessar mundir, Renault Mégane, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir: „Á sýningunni gefst fólki kostur á að prófa þessa bfla og upplifa þá akst- urseiginleika og öryggisatriði sem gert hafa þennan bfl að mest selda bfl í Evrópu. Verð á Renault Mégane byrjar í 1.358.000. Þess má geta að Renault er 100 ára um þessar mundir og í tilefni þess frumsýna nú B&L nýja Renault Laguna sem kemur með nýja 16 ventla 1600 vél og kostar frá kr. 1.678.000. Einnig frumsýnum við nýjan fjölnotabfl frá Renault sem heitir Kangoo. Þessi bfll býður upp á marga möguleika og er stflaður inn á fjölskyldur með fjölbreytilegan lífsstfl." Opið verður alla helgina, laug- ardag frá kl 10-17 og sunnudag 12-17. Allir velkomnir. % Switchback , / Kr. 23.172,- ! Fulltverð kr. 33.103 Threshold Kr. 19.983,- Fulltverðkr. 28.548 Maneuver Kr. 17.271, Fullt verð kr. 24.672 Stell: Cr-Mo ^ Framskiptir: Shimano Altus Afturskiptir: Shimano Acera X Skiptar: GripShift MRX170 Bremsur: V Stell: Cr-Mo Framskiptir: Shimano Altus Afturskiptin Shimano Alivio Skiptar: Shimano STX Bremsur: V ^^Stell: Cr-Mo ^ Framskiptir: Shimano TY 30 Afturskiptir: Shimano Altus Skiptar: Shimano ST EF28 Bremsur: V Surge Kr. 25.913,- Fullt verð kr. 37.019, Stell: Al Framskiptir: Shimano Alivio Afturskiptir: Shimano STX Skiptar: Shimano STX Bremsur: V Stell: Cr-Mo Framskiptir: Shimano Altus Afturskiptir: Shimano Alivio Skiptar: Shimano STX Bremsur: V npmnari ' Rnnk.Rhn DX6.7 Kr. 46.000,- Fullt verð kr. 65.715,- Stell: Ál Framskiptir: Shimano Alivio Afturskiptir: Shimano STX Skiptar: Shimano STX Bremsur: V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.