Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Perry aftur til Beverly Hills LUKE Perry mun leika aftur í þáttunum „Beverly Hills, 90210“ næsta vetur. Perry mun leika að lágmarki í 12 þáttum og verður hugsanlegt að hann klári tíma- bilið. Tímasetningin gæti ekki verið betri því Jason Priestley hættir í þáttunum i haust og standa þættirnir frammi fyrir harðri samkeppni frá svipuðum þáttum frá Warner Bros. sem nefnast „Dawson Creek“. „Luke er kær vinur og ég er himinlifandi yfír að fá hann aft- ur,“ sagði Aar- on Spelling, framleiðandi 90210, af þessu tilefni. Perry hætti í þáttun- um til að hefja kvikmyndafer- il. Hann lauk nýverið við myndina „The Florentine" sem framleidd er af Coppola og leik- ur um þessar mundir í Stormin- um á móti Martin Sheen. í kvöld laugardaginn 8. ágúst. Sýning hefst kl. 20. Miðasala sími 551 1475. Opin alla daga kl. 15-J9. Símapantanir frá Id 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar lau. 8/8 kl. 23 örfá sæti laus fim. 13/8 kl. 21 lau. 15/8 kl. 23 Miðaverö kr. 1100 fyrir karla kr. 1300 fyrir konur Vöröufélagar Ll fá 30% afslátt Sýnt í íslensku óperunni Miðasölusími 551 1475 www.mbl.is ÞJÓMN í s ú p u n n i sun. 9/8 kl. 20 UPPSELT fim. 13/8 kl. 20 örfá sæti laus fös. 14/8 kl. 20 UPPSELT lau. 15/8 kl. 20 UPPSELT lau. 15/8 kl. 23.30 aukasýning sun. 16/8 kl. 20 örfá sæti laus fim. 20/8 kl. 20 örfá sæti laus fös. 21/8 kl. 20 UPPSELT fös. 21/8 kl. 23.30 aukasýning ORMSTUNGAí IÐNÓ mán. 10. ágúst kl. 20 Ath. AAelns þess! eina sýning. Miðasala opin kl. 12-18 Ósóttar pantanir seldar daglega Mlðasöiusími: 5 30 30 30 Fjölskyldu -og Húsdýragarðinum mið. 12. ágúst kl. 14.30 Fim. 13. ágúst kl. 14.30 Miðaverð aðeins kr. 790,- Innifalið i verði er: Miði á Hróa hött Miði i Fjölskyldu -og Húsdýragaröinn Frítt í öll tæki í garðmum Hestur, geitur og kanínúr eru í sýningunni ISýningin fer fram í sirkustjaldi Miðasala: 562 2570 • Nótt&Dagur yfeturjjaCinn Stniðjuvegi 14, Kppavoji, stmi 587 6080 Danshús I kvöld og laugar- dagskvöld leika Stefán P. og Pétur hressa danstónlist. Gestasöngvari Anna Vilhjálms. Sjáumst hress í galastuði LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Ellismellur fyrir alla Stöð 2 ► 13.35 og 02.35 Undra- steinninn (Cocoon, ‘85). Sjá um- sögn í ramma. Stöð 2 ► 15.30 Ástríkur í Útlend- ingaherdeildinni, (‘88). Ein sú besta af mörgum góðum um furðu- fuglana úr Gaulverjabæ. ★★★ Stöð 2 ► 16.50 Furðusaga (Tall Tale, ‘95), fjallar um dreng sem er að basla við að bjarga fjölskyldu- torfunni frá því að lenda í höndum skúrka og kallar til liðs við sig nokkrar goðsagnakenndar hetjur vestursins; Paul Bunyan, Pecos Biil og John Henry. Halliwell gefur ★ (af 3), segir myndina ágæta barna- og unglingamynd, sem haldi sig ekki við jörðina. Með Patrick Sawyze, Oliver Platt og Scott Glenn. Sýn ► 21.00 Sú franska, blek- svarta gamanmynd (hlaut Cesarinn á sínum tíma), Kalt borð (Buffet Froid, ‘79), lítur út fyrir að vera at- hyglisverð. Morðingjar halda útí sveit til að slaka á þöndum taugum. En það er fylgst með þeim. Með gæðaleikurunum Gerard Depardieu og Bernard Blier, sem jafnframt leikstýrir. AIl Movie Guide gefur ★★★★(/>, af 5. Stöð 2 ► 21.10 Maltin gefur sjón- varpsmyndinni Ástin er blind (Crazy in Love, ‘92), einkunnina „yfir meðallagi". Segir af þrem kynslóðum kjarnorkukvenna (Gena Rowlands, Holly Hunter, Frances McDermond) við Puget-sund í Washington fylki. Borubrattar konur, karlarnir öllu mélkisulegri (Bill Pullman og Julian Sands). Forvitnileg Sjónvarpið ► 22.30 Borg gleð- innar (City of Joy, ‘92), ★★ er hæggeng og málglöð mynd eftir of- metinn leikstjóra, Roland Joffé. Ekki bætir úr skák að Patrick Swa- yze (Dirty Dancing), er engan veg- inn trúverðugur aðalhlutverki læknis og mannvinar í Kalkútta, sem reynir að koma lítilmögnum til hjálpar í átökum þeirra við glæpa- menn. Kvikmyndataka Peters Bizi- ou og tónsmíðar Ennios Morricone, Stöð 2 ► 13.35 og 02.35 Undrasteinninn (Cocoon, ‘85) er ljúft og skemmtilegt ævin- týri, blanda vísindaskáldskap- ar og fantasíu. Aldraðir Flórídabúar finna undarlega hluti sem reynast vera púpur utanúr himingeimnum. Fylgir þeim sú náttúra að gamlingj- arnir yngjast upp og leika við hvern sinn fíngur. I staðinn fyrir gamalkunnuglegt ungsijömugengi státar mynd- eru einu ástæðurnar til að gefa myndinni gaum. Stöð 2 ► 22.45 Á mörkum lífs og dauða (Flatliners, ‘90), er frekar ómerkileg en kokhraust og ekki óspennandi né illa gerð mynd um fíkt læknanema við að kíkja á bak við dauðans dyr. Með Juliu Ro- berts, Kiefer Sutherland, William Baldwin, öllum slöppum, og Kevin Bacon. Leikstjóri Joel Schumacher. ★★y2 Stöð 2 ► 0.45 Hin kúbanska Per- in af fjölmörgum, rosknum, ósviknum Hollywoodstjörn- um, á borð við Hume Cronyn, Jessicu Tandy, Don Amache og Maureen Stapleton, í bland við stútungana Brian Denn- ehy og Wilford Brimley. Bráðskemmtileg og lagði grunninn að farsælum ferli fyrrum sjónvarpsbarnastjörn- unnar Rons Howards sem leikstjóri. ★★★ ez fjölskylda (The Perez Family, ‘95) sameinast að nýju í Flórida eft- ir 20 ára aðskilnað. Innantóm og illa leikin blanda gamans og alvöru um fólk sem þarf að sætta sig við nýjar aðstæður, nýtt líf. Með Alfred Molina, Marisu Tomei, Chazz Pal- minteri og Anjelicu Huston. ★‘A. Leikstjóri Mira Nair. Stöð 2 ► 2.35 og 13.35 Undra- steinninn (Cocoon, ‘85). Sjá um- fjöllun í ramma. Sæbjörn Valdimarsson Sæbjörn Valdimarsson Dagskrá í helgarfríi SJONVARPSSYNINGAR um verslunarmannahelgina voru ekkert sérstakar frá fostudegi til mánudagskvölds. Þótt tíu þús- und manns væru á Akureyri, tvö þúsund í Neskaupstað, tíu þús- und í Eyjum, þrjú þúsund í Galtalæk, þar sem hella þurfti niður brennivíni, og tjaldafok í Húsafelli, var enginn sem til- kynnti að afgangurinn af þjóð- inni vildi ekki horfa á sjónvarp. Fer það sem er vani, að fjölmiðlar öskra sig hása út af nokkrum þúsundum á útihátíðum, en gera sér engan dagamun í dagskrá ut- an við þetta venjulega, svo við sem heima sitjum getum lítið hallað okkur að sjónvarpi að kvöldinu, vegna þess að þar er allt með sama laginu, eins og þeir sem panta efni til sýningar hafi setið í stólum sínum í hund- rað ár eða meira og viti ekki lengur hvað er aftur og fram á kú. Tilburðir Stöðvaf 2 til að hirða þætti eins og Simpson og Ráðgátur frá ríkiskassanum er svona samkeppnisbull sem mönnum þykir gaman að í skammdeginu, en þeir hjá Stöð 2 hafa líka sinn rass og sinn stól. Kemur helst íýrir að Sýn komi á óvart, þótt hún sé eina stöðin með dagskrárstefnu; þ.e. fótbolt- ann. Sýndar hafa verið myndir á Sýn sem borið hafa af öðru sjón- varpsefni og veit enginn hverju það gegnir, þar sem varla er litið á Sýn sem alvörurás. Ríkiskass- inn rennir stoðum undir þá skoð- un, að þörf sé á öðru rekstrar- formi, t.d. hlutafélagi, ef það mætti verða til þess að hressa upp á reksturinn. Og nú síðsum- ars er farið að tala um að sýna eigi gamlar sjónvarpslummur með gamalkunnum skeggprest- um imbans. Það merkilega er að fréttir af þessu bárust í blaði sameignarfélags Stöðvar 2, sem hlakkar yfir úrræðaleysi og van- getu keppinautarins. Maður hefði sem sagt haldið að verslun- SJÓNVARP Á Snéííía LAUGARDEGI “. ann“ ----------------- meira en haía all- ar búðir í landinu opnar, enda er helgin að verða mesta ferða- og verslunarhelgi ársins hversu ákaflega sem sungið er á Skaga- strönd og í Eyjum. Samkvæmt athugunum, sem gerðar voru hér áður fyrr og gerðar eru enn, eru það einkum unglingar sem sækja bíóhúsin, en um þrítugsaldurinn fer bló- gestum að fækka. Bíóiðnaðurinn lætur sig varða þessar niðurstöð- ur svo mjög, að kvikmyndir þær, sem gerðar eru, snúast um ævin- týri, hrollvekjur og hasar, að ógleymdum kvikmyndum, sem gerðar eru beint um aldursflokka áhorfenda, bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Ein slík var sýnd í ríkiskassanum fyrra föstu- dagskvöld og átti að sýna skólakrakka. Ekki var sjáanlegt hvert ágæti var á ferðinni, en sannleikurinn er sá að unglinga- efni er eins konar sérgi-ein ríkis- kassans, án þess nokkuð sé vitað um áhorf þess aldurshóps. Ann- að sjónvarpsefni virðist vinsælt hjá þeim sem velja efni til sýn- ingar, en það eru bandarískar gamanmyndir. Sannleikurinn er sá að gamanmyndir frá Ameríku er með því mest þreytandi efni, sem hér er sýnt. Auðvitað eru til frægar gamanmyndir og frægir gamanleikarar, en þegar kynn- ing þeirra er farin að snúast um hvort aðalpersónan ætli að koma út úr skápnum í þessu atriði eða hinu, þá er gamansemin um það bil að verða fáfengileg, eins og raunar margt í því dagskrárvali, sem Islendingum er boðið upp á kvöld hvert af einhverjum jörl- um, sem hafa ekki hundsvit á góðu efni og hafa aldrei haft. Þeir hafa hugann mest við börn undir tíu ára aldri og fatlaða á einhvern veg, sem er svo sem ágætt með öðru. En á það hefur verið bent, að þráhyggja einstak- linga um val á efni getur orðið býsna þreytandi komi það fram í dagskrárefni, að maður tali nú ekki um ofnotkun frændliðs, skólasystkina og skotfélaga á gæs. Ástæða var til að búast við ein- hverju góðu sjónvarpsefni á laugardagskvöld, enda eru ekki allir dópaðir eða fullir í miðbæn- um á þeim kvöldum. Ekki gekk þetta eftir þó leitað væri á þrem- ur rásum. Samt var stansað við eina mynd, Samsæri, sem DV sagði í kynningu að væri „ein- dæma skemmtileg". Það er al- kunna að DV hefur skrítilegt mat á skemmtilegheitum, eink- um eftir að það réð til sín menn- ingarstjóra frá Alþýðubandalag- inu heitnu og ritstjóra frá kröt- um, sem eru rétt ósameinaður. Indriði G. Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.