Morgunblaðið - 08.08.1998, Síða 26

Morgunblaðið - 08.08.1998, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 Trrmi morgunblaðið ’llitll ÍÍlfl AiU SPURT ER Það er auðvelt að gera pestó og nú er rétti tíminn til þess. Steingrímur Sigur- geirsson segir hins vegar mikilvægt að nota fersk og vönd- uð hráefni ef útkom- an eigi að vera góð. Sælkerinn Einhver vinsælasta pastasósa Italíu er án efa pesto, sem á rætur sínar að rekja til Lígúría-héraðs og er stundum kennd við hafnarborgina Genúa, eða pesto genovese. Líkt og svo margar aðrar gersemar ítalska eldhússins er pestó afskaplega einfaldur réttur og á færi ______________ flestra að búa til ljúffenga pestó-sósu. Galdurinn er að nota fyrsta flokks hráefni. Séu þau ekki til staðar er hætt við að út- koman verði harla dapurleg. Vissulega er hægt að kaupa tilbú- ið pestó í krukkum í flestum betri matvöruverslunum. Slíkt verk- smiðjupestó kemst hins vegar ekki með tæmar þar sem ferskt pestó hefur hælana. Sú litla fyrirhöfn, sem pestó-framleiðsla útheimtir borgar sig því margfalt. Að auki er hægt að gera töluvert magn í einu og frysta má það sem ekki er notað strax eða geyma í ísskáp í einhvem tíma. Nú er líka rétti árstíminn til að huga að pestó-gerð því að mikilvæg- asta hráefnið, ferskt basil, er tiltölu- lega auðvelt að fá um þetta leyti. Ferskt basil er yfírleitt fáanlegt óniðurskorið í blómapottum í Heilsuhúsinu og Blómavali og einnig er það oftast til í pökkum í græn- metisborði Nýkaupa. Framboðið er hins vegar ekki stöðugt allt árið og yfir vetrarmánuðina er jf ágætt að eiga birgðir af M frosnu pestói. Önnur hráefni í pestó em ólífuolía, furuhnetur, hvítlaukur, Parmesan- ostur og salt og pipar. Pað sama giidir þar að nota verður bestu fá- anlegu hráefni. Olían verður undantekning- arlaust að vera extra- virgine, það er olía úr fyrstu pressun. Jafn- framt borgar sig að finna góða, dýrari olíu en ekki einungis venju- lega stórmarkaðsolíu. Góð ólífuoha kostar sitt og ekki er óalgengt að þurfa að greiða á annað þúsund krónur íyrir flösku af fínni ohu við Miðjarðarhaf- ið. I Kalifomíu greiddi ég nýlega á þriðja þúsund krón- ur fyrir 50 cl flösku af Manzaniilo-olíu frá Napa. Látið ykk- ur því ekki bregða þótt góð olía hér á landi kosti yfir þús- undkallinn. Þeim krónum er vel varið. Furuhnetur fást víða og er best að kaupa þær í verslun- um þar sem hnetu- veltan virðist vera mikil þar sem hnet- __________ ur þessar verða fljótt þráar. Bragðið því á hnetunum áður en þær eru notaðar. í upprunalegum upp- skriftum er yfirleitt gert ráð fyrir Pecorino Romano-osti. Þar sem hann er ekki fáanlegur hér á landi ber að nota ferskan Parmesan (Parmigiano Reggiano), sem fæst í öllum betri verslunum. Og þá er hægt að byrja. Það er ekki til nein ein „rétt“ uppskrift að pestó. Hlut- föll hráefnanna geta verið mjög mismunandi eftir því við hvaða uppskrift er stuðst. Hér er ein sem hefur reynst mér vel. Pesto Ferskt basil, um fímm hnef- ar af laufum, ætti að samsvara um tveimur blómapottum ef keypt er ferskt basil. Laufin ættu nokkurn veginn að fylia matvinnsluvélina. 2-3 hvítlauksgeirar 100 gr furuhnetur 150 gr Parmesan um það bil 3 dl ólífuolía salt og pipar Aðferð: Hreinsið basil, þerrið. Myljið hnetur í matvinnsluvél, bætið basil og hvítlauk saman við. Næst er Parmesan bætt saman við og saltað og piprað. Þá er matvinnsluvélin sett á lægsta hraða og olíunni bætt við hægt og sígandi. Nú er hægt að bera sósuna fram eða setja á krukk- ur og geyma. Athugið að ef ekki á að nota sósuna strax er æskilegt að setja hana strax á ílát (til dæmis gamlar sultukrukkur) og loka fyrir þar sem pestóið missir lit ef það er lengi í snertingu við súrefni. Fyllið á krukkurnar með olíu ef þarf. Þetta er sígild pasta-sósa og hentar vel með spagettí, tagliatelle eða linguine-pasta. Hana er gott að nota eina og sér með pasta, eða þá ásamt grænmeti, fiski (t.d. smá- lúðu) eða öðru sem manni dettur í hug. Pestó á einnig vel við kartöfl- ur og er tilvalið með kartöflu- gnocchi. Þessa grunnuppskrift má útfæra á óendanlega vegu. Nota má aðrar kryddjurtir en basil, t.d. steinselju eða óreganó. I Toskana er steinselja gjarnan notuð og þá einnig valhnet- ur í stað furuhnetna. 16. HVAÐ heitir listaverkið á myndinni, eftir hvern er það og hvar stendur það? Hvað er þursabit? MENNING - LISTIR 1. Hvað heita íslensku keppend- urnir í hinum vinsæla spurn- ingaþætti Kontrapunktur, sem sýndur hefur verið í sjónvarp- inu að undanförnu? 2. Hvað merld „da capo“ í tónlist? 3. Árið sem Johann Sebastian Bach lést fékk hann aftur nokkuð sem hann hafði misst. Hvaða ár dó hann og hvað hafði hann fengið aftur skömmu áður? SAGA 4. Hvenær hófst hernám Breta á ís- landi og hvenær lauk því form- lega? 5. Hver mælti hin fleygu orð og við hvaða tækifæri: „Eigi skal höggva“? 6. Af hverju ákváðu Bandaríkja- menn á síðustu stundu að varpa kjarnorkusprengju á Nagasaki frekar en á Kokura, sem var upphaflega skotmarkið? LANDAFRÆÐI 7. Hvað heitir fjallshryggurinn milli Eyjafjallajökuls og Mýr- dalsjökuls? 8. Hvert er þriðja stærsta haf í heimi? 9. Hvað heitir hæsti tindur Færeyja? ÍÞRÓTTIR 10. Ungur íslenskur knattspyrnu- maður gerði nú í liðinni viku at- vinnumannasamning við erlent félagslið. Hver er maðurinn, hvaða lið er það sem hér um ræðir og hvaða íslendingar eru þar fyrir? 11. Hvar og hvaða ár var HM í knattspyrnu haldin þar sem snillingurinn Pele vakti fyrst heimsathygli? 12. Ein fræknasta frjálsíþróttakona Islands varð nýlega að hætta við þátttöku á alþjóðlegu frjálsí- þróttamóti vegna þursabits. Hvað heitir íþróttakonan, hvar var mótið haldið og hvað er þursabit? ÝMISLEGT 13. Hver voru Hero og Leander og hver urðu örlög þeirra? 14. Hvar í mannslíkamanum mynd- ast adrenalín? 15. Hver sló golfkúlu fyrstur manna á tunglinu og hvað eru margar golfkúlur þar svo vitað sé? ■!H0A6n|jjn>|jA -eu9x e jeuoss>|ijg sjieg gojs6ng g|A jnpuejs uossbujoi snu6E[j\| jjije jnQ!SJi|njOcl '91 'QS ge -j|A oas jn|n>y|o6 jqIjcI nu rue jec| ue ‘eun|n>jj|06 njsjAj 0|S pjedeijg ueiv 'SL 'ejjei(eujAu 6jeiu | yj 'U!l 6|s ung udjAS igeu>|>|njp uueg je6ec| ue 'jbuujs jbKsujjs? ||) punsnnen J|jA njjou ijjbalj e jjuAs jspueei 'iunu6gs iun>|S!j6 j jnpue>(S|e ruoA jspuesn 6o ojsh '9 J 'J6i6j!|s ege !SO|>(S9fjq 'B'lu ‘ujn>(gsJO lunsLuA je jbjbjs 6o jnjeiejcj jjo '|>|eqpfLU ] Hisigjijs 6o jn>jjSA jn6s|!puÁ)s js pec| ue ‘sjiqesjncj bu6sa Q9[d!As! guj|eiM j iudds>! j n>jgjjJ9ri 9!A ejjaeq ge qjba jujopesog epA 'Zl '8961 QOfc(jAs | 'jj 'uoss6ne|uun9 jbujv 6o uoss6jsg lugna jijAj njs jec| us '|pue|6ug e uoiiog g|A 6u|uujes igjs6 ussuqofgno ublus jngg '0J 'jnpujjejejjæis '6 'jeqspueipui -g •sipqngjgALULug '/ 'LunfÁxs U||nq jba ejnxox '9 'JBuosn|jnjs bjjous gjosjeipue njOA „BA66gq [e>js |6g“ 'Q 'e6u|pus|S| 6o euueujeötuepueg i.ihlu Lunu6u|uujesjBpujSAjsq gscu jj>6J j|nf ! b6s|lujoj >jne| 6o ot6J elu 'OJ tsjpy ipueisj e ejsjg lubujsh 'V 'Jnjje euiuofs gi6usj ecj igjeq 6o 0SZJ 9M? jss| uubh '8 'ijeqddn pjj su|s>jjsa ejniq uege>|jeLUje e>|ejjnpus ge Lun hjsauoj j næuuuAg z 'uossied ujq jngjeq>uu 6o uosseugp ssuueqpp 'Jijj^psugp jsjöjbiai bujj ' jugAS Hvað er Herhalife ? Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda Spuming: Hvað er Herbalife og hvert er hollustugildi þess? Hafa langtímaáhrif á neytendur verið könnuð til hlítar? Er vitað um eft- irkvilla? Er skaðlaust eða jafnvel hollt fyrir böm og unglinga að neyta efnisins? Svar: Herbalife er bandarískt fyr- irtæki sem hefur starfað síðan um 1980 og framleiðir vörur sem ætlað er að bæta heilsu fólks, m.a. hjálpa því að grennast. Fyrirtækið fram- leiðir mikinn fjölda af vörum sem heita ýmsum nöfnum og innihalda vítamín og steinefni, oftast í blönd- um með ýmiss konar efnum úr jurta- eða dýraríkinu. Þessar vörur eru svo margar og margvíslegar að erfitt er að fjalla um þær í einu lagi. Margar af þeim eru eflaust ágætar sem fjölvítamín og stein- efnabiöndur en innihalda oftast jurtir sem flestar eru meinlausar en sumar er lítið vitað um eða þær eru umdeildar. Samkvæmt upplýs- ingum frá Lyfjaeftirliti ríkisins Hjálp við að grennast hefur hér á landi verið heimiluð sala á rúmlega 20 vörutegundum frá Herbalife. Hlutverk Lyfjaeftir- litsins í þessu samhengi er að reyua að tryggja að ekki séu hér á markaði vörur sem líkindi eða grunsemdir eru um að geti skaðað heilsu neytendanna. Af þessum ástæðum hefur ekki verið leyfð hér á landi sala vörutegunda frá Her- balife sem innihalda hina umdeildu kínversku jurt ma huang. Ma hu- ang er gamalþekkt kínversk lækn- ingajurt sem einnig er þekkt sem Efedra, Mormónate og Brighamte. Ma huang inniheldur efedrín sem er gamalt örvandi lyf sem er að hverfa af sjónarsviðinu, einkum vegna aukaverkana (ógleði, svefn- leysi, skjálfti, hækkaður blóðþrýst- ingur, hjartsláttartruflanir o.fl.). Efedrín er hér á landi einungis í einni hóstamixtúru (lyfseðilsskyld) sem er ætluð til skammtímanotk- unar. Sumir virðast halda að efedrín sem kemur úr ma huang sé meinlausara en annað efedrín, en það er byggt á misskilningi. Til að svara spumingum bréfritara eins afdráttarlaust og hægt er þá má segja að hollustugildi vítamína og steinefna í hæfilegu magni sé ótví- rætt. í sumum tilvikum ríkir óvissa um jurtimar, langtímaáhrif og hugsanlegir eftirkvillar hafa ekki verið rannsakaðir á fullnægj- andi hátt. Telja má víst að þær vörutegundir sem leyfðar hafa ver- ið hér á landi séu skaðlausar fyrir fólk á öllum aldri en um hollustu er ekki hægt að fullyrða vegna skorts á rannsóknum. Um fyrirtækið Herbalife og vör- ur þess hafa lengi staðið deilur. Deilur þessar og tortryggni era af margvíslegum toga og byggjast m.a. á sérkennilegri markaðssetn- ingu, djörfum fullyrðingum sölu- manna um vísindaleg vinnubrögð, verkanir og lækningamátt vörann- ar, efasemdum um hollustu sumra efnanna sem notuð era (m.a. ma huang) og gífurlegum auðæfum aðaleiganda fyrirtækisins (Mark Hughes). Sölumenn halda því fram að gerðar hafi verið rann- sóknir á verkunum þessara vöra- tegunda í Bandaríkjunum og Bret- iandi en það vekur tortryggni að engar niðurstöður slíkra rann- sókna hafa verið birtar í þekktum læknisfræðitímaritum. I gagna- granninum MEDLINE, en þar er að finna næstum allt sem kalla má bitastætt í læknisfræðirannsókn- um síðan 1966, er aðeins ein rit- gerð um Herbalife. Hún er á rúss- nesku, frá árinu 1994 og í henni era ekki niðurstöður rannsókna. Það vekur einnig reiði og tor- tryggni margra (hérlendis og er- lendis) að ef einhver gagnrýnir Herbalife eða framleiðslu þess grípa sölumenn fyrirtækisins gjarnan til persónuníðs til að gera gagnrýnandann og málflutning hans tortryggilegan. í bandarísk- um tímaritum hefur því verið haldið fram nýlega að nú halli svo undan fæti hjá Herbalife að dagar fyrirtækisins hljóti senn að vera taldir. Þessu til stuðnings var bent á að salan í Bandaríkjunum hafi dregist mjög saman síðustu 10 ár- in, í Frakklandi hafi salan minnk- að úr 97 milljónum bandaríkjadala á árinu 1993 í 12 milljónir árið 1996 og í Þýskalandi úr 159 millj- ónum 1994 í 54 milljónir 1996. Ekki skal lagður neinn dómur á þetta hér en þó að salan hafi minnkað er hún greinilega ennþá álitleg. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á bjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 ( sfma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.