Morgunblaðið - 08.08.1998, Síða 12

Morgunblaðið - 08.08.1998, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR James McDaid, ferðamálaráðherra Irlands, í heimsókn á íslandi „Fólk kemur ekki lengur til Irlands í leit að búálfum“ Morgunblaðið/Arnaldur JAMES McDaid, ferðamálaráðherra írlands. James McDaid, ráð- herra ferðamála á Irlandi, heimsótti Island í vikunni og var í gær viðstaddur „írskan dag“ í Perlunni. Hann kvaðst í samtali við Davíð Loga Sig- urðsson sannfærður um að ferðaþjónusta á Islandi ætti eftir að eflast verulega. McDAID, sem er læknir að mennt, settist fyrst á írska þingið árið 1988. Hann varð ráðherra ferðamála, íþrótta og útiveru í júní í fyrra þeg- ar flokkur hans, Fianna Fáii, komst aftur í stjórn en McDaid býr einnig yfír mikilii þekkingu á málefnum N- Irlands, enda er hann frá Donegal, nyrstu sýslu írska lýðveldisins. Þegar ferðir íslendinga til Dublin bar á góma var McDaid fljótur að greina blaðamanni Morgunblaðsins frá því að ísiendingar væru ekki ein- ir þjóða hrifnir af Dublin því borgin væri um þessar mundir þriðji eftir- sóttasti viðkomustaður í Evrópu, á eftir París og Amsterdam. Innkaupaglaðir Islendingar eru fyrir löngu orðnir víðfrægir þar í borg og sagði McDaid að þótt ís- lendingar væru að þessu leyti til „al- ræmdir" gæfi verslun þeirra til kynna að verð- lag á Irlandi væri hag- stætt. En McDaid sagði það einmitt eitt af megin- markmiðunum að ferðamenn yfir- gæfu írland sáttir, vitandi það að þeir hefðu notið sanngjarnra kjara. „Við fáum nú alls um 5,2 milljónir ferðamanna á ári hverju, sem gerir einn ferðamann á hvern íbúa eyj- unnar ef við tökum Norður-írland með í dæmið. Ferðaþjónustan er því orðin okkar helsta auðlind," sagði McDaid. „Mér skilst að af 270.000 íbúum íslands ferðist 180.000 til út- landa ár hvert. Þetta fólk kemur til með að ferðast hvað sem á dynur og það sem við viljum gera er að sann- færa það um að Irland bjóði upp á bestu verslanirnar, fjöragasta næt- RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær, að tillögu Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra, að breyta áætlun um stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, þannig að fyrsti áfangi framkvæmdanna verði stækkaður en honum jafnframt dreift á lengri tíma, þannig að verk- lokum seinki um eitt ár. Fljótlega verður haldin arkitektasamkeppni vegna stækkunar flugstöðvarinnar. Ríkisstjórnin samþykkti í desem- ber síðastliðnum að hefja fram- kvæmdir við 1. áfangann, sem átti þá að kosta um 1.300 milljónir króna og framkvæmdum átti að ljúka árið 2000. Nú hefur verið ákveðið að bæta hluta af 3. áfanga, sem ljúka á árið 2010, við 1. áfangann vegna brýnnar þarfar fyrir fleiri flugvéia- stæði tengd landgöngubrúm. Sjö ný stæði í stað íjögurra Gert er ráð fyrir að landgangur- inn austan við fyrirhugaða Suður- byggingu flugstöðvarinnar verði lengdur lítið eitt og þrjár land- göngubrýr tengdar við hann. Með þessu móti fást sjö ný stæði tengd urlífið og áhugaverðasta leikhúslífið. Og framar öðra viljum við benda á að Irar kunna að gera sér glaðan dag.“ Mikill vöxtur í efnahagsmálum Á sama tíma hefur bættur efna- hagur íra valdið því að þeir geta sjáifír leyft sér að fara til útlanda tvisvar til þrisvar á ári hverju og sagði McDaid að þeir létu sér ekki lengur nægja að fara einungis til landa næm Miðjarðarhafinu. „Þeir vilja sjá framandi lönd og koma þangað sem þeir hafa ekki áður komið. Þeir vilja sem sé koma til landa eins og íslands." Sagðist McDaid þvi vongóður um að aukinn fjöldi Ira myndi á næstu misseram sækja íslendinga heim og gjalda þannig líku líkt. McDaid sagði erlenda ferðamenn hafa fært ír- um 2,2 billjónir írskra punda, rúmlega 200 millj- arða ísl. kr., á síðasta ári með heim- sóknum sínum og þar af fer tæplega helmingur í ríkiskassann. Þessar tölur ættu, að mati McDaids, að sýna íslendingum hversu miklir möguleikar eru í ferðaþjónustunni. „Ég flaug á fimmtudag yfir landið þvert og endilangt og það vakti mikla aðdáun mína, ekki síst höfuð- borgin sjálf. Hér bíða tækifærin á hverju strái fyrir blómstrandi ferða- þjónustu, um það efast ég ekki.“ Nýlega tilkynnti írski fjármála- ráðherrann að gert væri ráð fyrir 7,5% hagvexti á þessu ári og sagði McDaid að mikill vöxtur hefði átt landgöngubrúm í 1. áfanga, til við- bótar þeim sex stæðum sem era við núverandi landgang, en í fyrri áætl- un var gert ráð fyrir að þeim fjölg- aði aðeins um fjögur í 1. áfanga. Jafnframt þessu þarf að stækka flughlað og bæta við jarðvinnu. Þá hefur verið ákveðið að byggja kjall- ara undir Suðurbygginguna, sem verði miðstöð fyrir flokkun tengifar- angurs og sprengjuleit í farangri. Kostnaður 600 milljónum meiri Kostnaður við 1. áfangann verður af þessum sökum 1.900 milljónir sér stað á írlandi undanfarin ár. „Vera okkar í Evrópusambandinu hefur reynst afar mikilvæg, stuðn- ingur ESB með beinum styi'kjum hefur skipt sköpum undanfarin tíu ár. En við ákváðum jafnframt fyrir tíu áram að beita kröftum okkar í þágu öflugri ferðaþjónustu og um sama leyti fór efnahagur okkar að breytast veralega til batnaðar. Við höfum lagt áherslu á að eyða þeim fjármunum sem okkur hlotnast frá ESB skynsamlega, t.d. í ferðaþjón- ustuna.“ McDaid sagði reyndar að vert væri að geta þess að Irar hefðu eytt um 40 milljónum punda, um 4 millj- örðum ísl. kr„ í að „markaðssetja“ Irland. Óbein markaðssetning væri að vísu alltaf árangursríkust og benti McDaid t.d. á þá auglýsingu sem fengist þegar alþjóð- legir viðburðir væru haldnir. I næstu viku færi t.d. Opna evrópska meistaramótið í golfi fram á Irlandi, sem vekti athygli á Irlandi um alla Evrópu. Vargöldinni að ljúka í apríl síðastliðnum náðist sögu- legt samkomulag í Belfast á N-ír- landi um framtíð héraðsins. Á ýmsu hefur reyndar gengið síðan þá og enn berast fregnir af hræðilegum ofbeldisverkum. McDaid kvaðst hins vegar aðspurður telja friðarferlið á N-Irlandi óstöðvandi. Hann sagðist telja von í hjörtum fólks núna sem ekki hefði verið til staðar áður. „Því miður þarf reyndar stundum króna, 600 milljónum meira en áður var áætlað, og samþykkti ríkis- stjórnin að aflað yrði nauðsynlegra heimilda til lántöku vegna þessa. Breytingarnar á 1. áfanga full- nægja ekki að öllu leyti þeirri þörf, sem fyrirhuguð fjölgun farþega, sem leið eiga um Leifsstöð, mun hafa í för með sér. Leifsstöð í núverandi mynd var byggð til að anna einni milljón farþega og afgreiða átta flugvélar í einu. Á þessu ári fara hins vegar um 1,3 milljónir farþega um stöðina og stundum þarf að afgreiða 11 flugvél- ar í einu. Ái'ið 2001 er gert ráð fyrir að eiga sér stað einhver voveiflegur atburður til að fólk sjái að sér. Má þar t.d. nefna morðin á Quinn- bræðrunum þremur nú í júlí þegar Drumcree-umsátrið stóð sem hæst. Þar var allt að fara úr böndunum en morðin á drengjunum þremur fengu fólk til að skoða hug sinn á nýjan leik. Það er dapurlegt að þetta skuli hafa þurft til en ég tel þrátt fyrir allt að undir niðri blundi sterkast þrá manna til að taka skrefið fram á við.“ McDaid viðurkenndi að sennilega tæki mannsaldur ef ekki meira að útrýma því hatri sem einkennir sambúð kaþólikka og mótmælenda á N-írlandi en taldi engu að síður að nú yrði ekki aftur snúið. „Þingið nýja tekur til starfa í næsta mánuði og þá verður t.d. ákveðið hverjir hljóta ráðherraembætti. Þetta ger- ist ekki þegjandi og hljóðalaust því eins og við vitum á Sinn Féin, stjórnmálaarmur IRA, rétt á ráð- herrasætum samkvæmt skilmálum samningsins." McDaid ítrekaði að þessum ákvæðum yrði að fylgja eins og öðr- um. „Já, Sinn Féin mun fá ráðherra- sæti, þeir munu sitja á þinginu og í fyrsta skipti á þessari öld munum við hafa alla stjórnmálaflokka á N- írlandi starfandi saman.“ Stakkaskipti á írsku samfélagi írskt samfélag hefur á síðustu ár- um tekið miklum stakkaskiptum. Áhrif kaþólsku kirkjunnar á stjórn landsins hafa minnkað, eftir áratuga erfiðleika í efnahagsmálum hefur gífurleg uppsveifla einkennt írskt efnahagslíf síðustu árin og svo virðist sem norð- urhluti eyjunnar stefni loks í rétta átt eftir þrjá- tíu ára vargöld. „Andi breytinga svífur svo sann- arlega yfir vötnum á írlandi," sagði McDaid. „Það hafa orðið þáttaskil á Irlandi á síðustu árum. Við höfum sagt skilið við þá daga þegar Irland hafði á sér forneskjulega ímynd og var helst þekkt fyrir þjóðsögur af fornum hetjum og hindurotnum. Við erum auðvitað áfram stolt af menningararfleifð okkar en áður fyrr vorum við föst í viðjum hennar, núna erum við þjóð sem lifir í nútím- anum þótt hún haldi fortíð sína í heiðri. Þeir dagar eru liðnir að menn komi einungis til Irlands í leit að skrýtnum búálfum." að farþegarnir verði orðnir 1,5 millj- ónir og þörf verði fyrir 14 flugvéla- stæði við landgang. Skapar svigrúm vegna Schengen Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að þessar breytingar hafi í för með sér að minni fram- kvæmdir verði í ár og á næsta ári en fyrirhugað hafi verið, en meiri árin 2000 og 2001. „Með þessu skapast betra svigrúm vegna Schengen- málsins, það verður komin niður- staða í það þegar byrjað verður á aðalbyggingunni. Einnig er þetta hagkvæmt vegna mikilla fram- kvæmda í þjóðfélaginu í ár og á næsta ári,“ segir Halldór. Vegna fyrirhugaðrar aðildar Islands að Schengen-vegabréfasamkomulaginu era breytingar nauðsynlegar í flug- stöðinni. Halldór segir að á næstunni verði efnt til arkitektasamkeppni um hönnun flugstöðvarinnar og vonandi verði mikill áhugi á henni hjá arki- tektum í landinu. „Ég vona að menn fari að búa sig undir samkeppnina," segir utanríkisráðheiTa. Bessastaðahreppur 120 ára Hátíða- höld í dag ÞAÐ verður mikið um að vera í Bessastaðahreppi í dag þeg- ar haldið er upp á 120 ára af- mæli hreppsins. Dagskráin hefst klukkan 9.15 með því að fánar verða dregnir að húni og útilista- verk Stefáns Geirs Karlsson- ar verður afhjúpað við íþróttavöllinn. Að því búnu hefst afmælismót UMFB í knattspyrnu en klukkan 14 hefst hin eiginlega afmælis- dagskrá sem Ársæll Hauks- son, formaður afmælisnefnd- ar, setur. Boðið upp á risatertu Utanhúss verða uppblásin leiktæki fyrir börn og í íþróttahúsinu verður sýning á ljósmyndum Álftnesingsins Péturs Thomsen. Þá verða flutt ávörp sem og tónlist af ýmsu tagi og skemmtiatriði og loks verður öllum boðið upp á risatertu í tilefni dagsins. Nýr aðstoð- armaður borgarstjóra BORGARSTJÓRI hefur ákveðið að ráða Árna Þór Sig- urðsson varaborgarfulltrúa í starf aðstoðannanns borgar- stjóra í leyfi Kristínar A. Árnadóttur sem mun dvelja við framhaldsnám í Banda- ríkjunum næsta árið. Hann mun hefja störf um miðjan ágúst. Arni Þór Sigurðsson var borgarfulltrúi Reykjavíkur- listans á síðasta kjörtímabili og hefur mikla þekkingu og reynslu af borgarmálum. Hann hefur verið formaður Hafnarstjómar frá 1994 og var formaður Dagvistar barna og SVR á síðasta kjör- tímabili auk setu í fjölmörg- umnefndum. Árni Þór Sigurðsson hefur undanfarið gegnt starfi fram- kvæmdastjóra þingflokks Al- þýðubandalagsins. Hann er kvæntur Sigurbjörgu Þor- steinsdóttur ónæmisfræðingi og eiga þau þrjú börn. Þrjár konur vígðar til prests PRESTVÍGSLA í Dómkirkj- unni í Reykjavík fer fram sunnudaginn 9. ágúst kl. 11. Mun biskup Islands vígja Báru Friðriksdóttur guðfræð- ing til Vestmannaeyjapresta- kalls, Kjalarnessprófasts- dæmi, Guðbjörgu Jóhannes- dóttur guðfræðing til Sauðár- króksprestakalls, Skagafjarð- arprófastsdæmis og Lára G. Oddsdóttur guðfræðing til Valþjófsstaðarprestakalls, Múlapr ófastsdæmi. Vígsluvottar verða sr. Dalla Þórðardóttir, dr. Gunnar Kri- stjánsson, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sr. Jónína Elísa- bet Þorsteinsdóttir og sr. Hjálmar Jónsson sem lýsir vígslu. Sr. Hjalti Guðmunds- son þjónar fyrir altari. Dóm- kórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. Innkaupaglaðir íslendingar „alræmdir“ Ríkisstjórnin samþykkir breytingu á framkvæmdaáætlun við Leifsstöð Fyrsti áfangi stækkaður en verki seinkað Sinn Féin fær sæti í stjórn N-írlands I » í I I L I í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.