Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 15 Hlutabréf í Pearson á metverði London. Reuters. HLUTABRÉF í brezka fjölmiðla- fyrirtækinu Pearson Plc. seldust á metverði á mánudag vegna þess að afkoma fyrirtækisins hefur verið betri en spáð hefur verið. Hagnaður Pearsons fyrir skatta og óregluleg útgjöld jókst í 85,6 milljónir punda fyrri hluta árs úr 49,4 milljónum á sama tíma í fyrra. Útkoman var betri en spár sér- fræðinga, sem höfðu búizt við 72,7-80 milljóna punda hagnaði. „Fyrirtækjum okkar miðar vel áfram og við erum að komast í sterka markaðsaðstöðu," sagði Marjorie Scardino aðalframkvæmdastjóri. Síðan Scardino tók við staríí sínu í janúar 1997 hefur hún styrkt helztu deildir fyrirtækisins, þar á meðal fjármálablaðið The Finantial Times og bandaríska getraunaþáttinn „The Price is Right“. Verð hlutabréfa í fyrirtækinu hef- ur nálega tvöfaldazt á tólf mánuðum og engin hlutabréf hækkuðu eins mikið í kauphöllinni í London og bréf í Pearson eftir fréttina. Verð þeirra hækkaði um rúm 7%, eða um 80 pens í 12 pund. Scardino staðfesti að Pearson íhugaði að skrá hlutabréf sín til sölu á bandarískum verðbréfamarkaði, en sagði að það yrði ekki gert í náinni framtíð. Áð sögn Seardinos er mikill áhugi á Tussaud-fyrirtækinu austan hafs og vestan. BréfíShell snarlækka VERÐ hlutabréfa í ensk-hollenzka olíurisanum Royal Dutch/Shell Group tók dýfu á fimmtudag, þegar fyrirtækið skýrði frá því að hagnað- ur á öðrum ársfjórðungi hefði minnkað um 17% þrátt fyrir hag- stætt skattaumhverfi. Fyrirtækið lagði áherzlu á að það hefði gert ráð fyrir lækkun á olíu- verði og sagði að lækkuninni hefði að nokkru leyti verið mætt með endur- skipulagningu og auknum afköstum. Þó sögðu sérfræðingar að niðurstöð- m-nar yllu vonbrigðum og að þær myndu leiða til þess að gert yrði ráð fyrir minni hagnaði í endurskoðuð- um spám. í London lækkuðu bréf í Shell Transport um 7%, eða 2614 pens, í 356 pens, en í Amsterdam lækkuðu bréf í Royal Dutch um 7,8% í 92,10 gyllini. Royal Dutch og Shell Transport eiga 60% og 40% í fyrirtækjunum. Moody Stuart stjórnarformaður lagði áherzlu á áhrif efnahagserfið- leikanna í Asíu. Ekkert alþjóðlegt ol- íufyrirtæki er eins næmt fyrir áhrif- um frá Asíu og Shell. ---------------- Telefonica geldur sigra í S-Ameríku Madrid. Reuters. BRÉF í spænska fjarskiptarisanum hafa lækkað í verði vegna uggs um að hann hafi greitt of hátt verð fyrir hlut þann sem hann hefur tryggt sér í ríkisrekna símafélaginu Telebras í Brasilíu. Samkvæmt blaðafréttum kann fjárfesting Telefonica að nema um 500 milljörðum peseta, eða 3,3 millj- örðum dollara. Fvrr á þessu ári aflaði Telefoniea 427 milljarðai- peseta með útboði hlutabréfa, aðallega til að fjármagna aukin umsvif í Rómönsku Ameríku. Málið virðist skyggja á hækkun símgjalda, sem Telefonica hefur ákveðið í borgum Spánar og lengi hefur verið beðið eftir. Matsstofnananir hafa til athugun- ar að lækka einkunnir þær sem þær hafa gefið spænska símrisanum. Samstarfsaðili Telefonica í Brasil- íu, Rede Brasil Sul (RBS), virðist meðal þeirra sem óttast að Telefon- ica hafi lagt út í of mikinn kostnað í Rómönsku Ameríku. IBM hættir 40 ára stuðningi við ÓL London. Reuters. IBM mun segja upp 40 ára göml- um samningi um aðild að kostun Olympíuleikanna eftir leikana í Sydney árið 2000 og hópur sér- fræðinga í upplýsingatækni kann að leysa fyrirtækið af hólmi að sögn markaðsstjóra Alþjóða Ólympíunefndarinnnar, Richards Pound. IBM hefur verið eitt 10 fyrir- tækja, sem hvert um sig hefur greitt um 40 milljónir dollara til að kosta ÓL. Fyrirtækið sætti harðri gagnrýni fjölmiðla í heiminum fyrir þjónustu þá sem fyrirtækið veitti á leikunum í Atlanta 1996. Engin slík vandamál komu upp á vetrarólympíuleikunum í Nagano á þessu ári, en þeir voru kostnaðar- samir. IBM skýrði frá minni árs- fjórðungshagnaði í apríl í fyrsta skipti í tæp tvö ár, að sumu leyti vegna kostnaðar við leikana. International Business Machines sagði að ákveðið hefði verið að slíta tengslunum við ÓL vegna fjár- hagslegs ágreinings. Pound stað- festi að samkomulag hefði ekki tekizt um kostunina og markaðs- réttindi. „Frá þeirra sjónarmiði er þetta ekki peninganna virði,“ sagði Pound. Fulltrúi IBM kvaðst harma þessi málalok. Fyrirtækið gekk fyrst í ábyrgð fýrir ÓL á vetrarleikunum 1960 í Squaw Valley í Bandaríkjun- um og hefur lagt til tækni og búnað fýrir margar milljónir dollara gegn rétti til að nota hina frægu Ólymp- íuhringi - eitt kunnasta merki heims - í auglýsingum. Hvað ætlar þú að gera um helgina? Skoðaðu bls.7 Skyndisala afsláttur , ' \ - V -Á-'Á . ^ VERD ÁÐUR ' I Borð 9520 %*%%% Stóll 10455 Sólbekkur 11200 Klappstóll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.