Morgunblaðið - 08.08.1998, Page 15

Morgunblaðið - 08.08.1998, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 15 Hlutabréf í Pearson á metverði London. Reuters. HLUTABRÉF í brezka fjölmiðla- fyrirtækinu Pearson Plc. seldust á metverði á mánudag vegna þess að afkoma fyrirtækisins hefur verið betri en spáð hefur verið. Hagnaður Pearsons fyrir skatta og óregluleg útgjöld jókst í 85,6 milljónir punda fyrri hluta árs úr 49,4 milljónum á sama tíma í fyrra. Útkoman var betri en spár sér- fræðinga, sem höfðu búizt við 72,7-80 milljóna punda hagnaði. „Fyrirtækjum okkar miðar vel áfram og við erum að komast í sterka markaðsaðstöðu," sagði Marjorie Scardino aðalframkvæmdastjóri. Síðan Scardino tók við staríí sínu í janúar 1997 hefur hún styrkt helztu deildir fyrirtækisins, þar á meðal fjármálablaðið The Finantial Times og bandaríska getraunaþáttinn „The Price is Right“. Verð hlutabréfa í fyrirtækinu hef- ur nálega tvöfaldazt á tólf mánuðum og engin hlutabréf hækkuðu eins mikið í kauphöllinni í London og bréf í Pearson eftir fréttina. Verð þeirra hækkaði um rúm 7%, eða um 80 pens í 12 pund. Scardino staðfesti að Pearson íhugaði að skrá hlutabréf sín til sölu á bandarískum verðbréfamarkaði, en sagði að það yrði ekki gert í náinni framtíð. Áð sögn Seardinos er mikill áhugi á Tussaud-fyrirtækinu austan hafs og vestan. BréfíShell snarlækka VERÐ hlutabréfa í ensk-hollenzka olíurisanum Royal Dutch/Shell Group tók dýfu á fimmtudag, þegar fyrirtækið skýrði frá því að hagnað- ur á öðrum ársfjórðungi hefði minnkað um 17% þrátt fyrir hag- stætt skattaumhverfi. Fyrirtækið lagði áherzlu á að það hefði gert ráð fyrir lækkun á olíu- verði og sagði að lækkuninni hefði að nokkru leyti verið mætt með endur- skipulagningu og auknum afköstum. Þó sögðu sérfræðingar að niðurstöð- m-nar yllu vonbrigðum og að þær myndu leiða til þess að gert yrði ráð fyrir minni hagnaði í endurskoðuð- um spám. í London lækkuðu bréf í Shell Transport um 7%, eða 2614 pens, í 356 pens, en í Amsterdam lækkuðu bréf í Royal Dutch um 7,8% í 92,10 gyllini. Royal Dutch og Shell Transport eiga 60% og 40% í fyrirtækjunum. Moody Stuart stjórnarformaður lagði áherzlu á áhrif efnahagserfið- leikanna í Asíu. Ekkert alþjóðlegt ol- íufyrirtæki er eins næmt fyrir áhrif- um frá Asíu og Shell. ---------------- Telefonica geldur sigra í S-Ameríku Madrid. Reuters. BRÉF í spænska fjarskiptarisanum hafa lækkað í verði vegna uggs um að hann hafi greitt of hátt verð fyrir hlut þann sem hann hefur tryggt sér í ríkisrekna símafélaginu Telebras í Brasilíu. Samkvæmt blaðafréttum kann fjárfesting Telefonica að nema um 500 milljörðum peseta, eða 3,3 millj- örðum dollara. Fvrr á þessu ári aflaði Telefoniea 427 milljarðai- peseta með útboði hlutabréfa, aðallega til að fjármagna aukin umsvif í Rómönsku Ameríku. Málið virðist skyggja á hækkun símgjalda, sem Telefonica hefur ákveðið í borgum Spánar og lengi hefur verið beðið eftir. Matsstofnananir hafa til athugun- ar að lækka einkunnir þær sem þær hafa gefið spænska símrisanum. Samstarfsaðili Telefonica í Brasil- íu, Rede Brasil Sul (RBS), virðist meðal þeirra sem óttast að Telefon- ica hafi lagt út í of mikinn kostnað í Rómönsku Ameríku. IBM hættir 40 ára stuðningi við ÓL London. Reuters. IBM mun segja upp 40 ára göml- um samningi um aðild að kostun Olympíuleikanna eftir leikana í Sydney árið 2000 og hópur sér- fræðinga í upplýsingatækni kann að leysa fyrirtækið af hólmi að sögn markaðsstjóra Alþjóða Ólympíunefndarinnnar, Richards Pound. IBM hefur verið eitt 10 fyrir- tækja, sem hvert um sig hefur greitt um 40 milljónir dollara til að kosta ÓL. Fyrirtækið sætti harðri gagnrýni fjölmiðla í heiminum fyrir þjónustu þá sem fyrirtækið veitti á leikunum í Atlanta 1996. Engin slík vandamál komu upp á vetrarólympíuleikunum í Nagano á þessu ári, en þeir voru kostnaðar- samir. IBM skýrði frá minni árs- fjórðungshagnaði í apríl í fyrsta skipti í tæp tvö ár, að sumu leyti vegna kostnaðar við leikana. International Business Machines sagði að ákveðið hefði verið að slíta tengslunum við ÓL vegna fjár- hagslegs ágreinings. Pound stað- festi að samkomulag hefði ekki tekizt um kostunina og markaðs- réttindi. „Frá þeirra sjónarmiði er þetta ekki peninganna virði,“ sagði Pound. Fulltrúi IBM kvaðst harma þessi málalok. Fyrirtækið gekk fyrst í ábyrgð fýrir ÓL á vetrarleikunum 1960 í Squaw Valley í Bandaríkjun- um og hefur lagt til tækni og búnað fýrir margar milljónir dollara gegn rétti til að nota hina frægu Ólymp- íuhringi - eitt kunnasta merki heims - í auglýsingum. Hvað ætlar þú að gera um helgina? Skoðaðu bls.7 Skyndisala afsláttur , ' \ - V -Á-'Á . ^ VERD ÁÐUR ' I Borð 9520 %*%%% Stóll 10455 Sólbekkur 11200 Klappstóll

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.