Morgunblaðið - 08.08.1998, Síða 39

Morgunblaðið - 08.08.1998, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 3! | I '! I ■ i J I i I í \ I \ I I \ I I I I l I i i i GÍSLI JÓNSSON + Gísli Jónsson fæddist á Eski- firði 12. febrúar 1935 og bjó þar til 6 ára aldurs er hann fluttist með foreldr- um sínum að Hólm- um í Reyðarfirði. Hann lést 31. júlí síðastliðinn. For- eldrar Gísla voru Jón Kristinn Guð- jónsson, f. 5.6. 1906, frá Kolmúla, Fá- skrúðsfirði og bóndi á Hólmum í Reyðar- firði og kona hans Þóra Guðný Jónsdóttir, f. 5.10. 1910, Snædal frá Brautarholti, Vopnafirði, húsmóðir. Systkini Gisla voru alls 11 talsins og eru 8 þeirra á lífi, þ.e. Ragnhildur, f. 25.12. 1929, húsmóðir, Hafnar- firði; Guðjón Einar, f. 20.4. 1931, fv. kennari, Hafnarfirði; Jón Snædal, f. 13.6. 1933, húsa- smiður, Eskifírði; Guðni Þór, f. 7.11. 1936, húsgagnasmiður, starfsmaður í rækjuvinnslu, Eskifirði; Kristín Selma, f. 11.1. 1938, húsmóðir, Vog- um, Vatnsleysu- strönd; Auðbergur, f. 16.3. 1943, læknir, Egilsstöðum; Þor- valdur, f. 4.6. 1944, bæjarverksljóri, Reyðarfirði; Helga Ósk, f. 14.4. 1949, húsmóðir, Reyðar- firði. Gísli kvæntist 12. júií 1958 Ásdísi Ernu Vigfúsdóttur, f. 13. maí 1937, húsmóður, dáin 13. febrúar 1994. Hún var dóttir Vigfúsar Sigurjónssonar verka- manns og k.h., Bjargar Davíðs- dóttur, húsmóður, Sunnuhvoli, Vopnafirði, sem bæði eru látin. Synir Gísla og Ásdísar eru: 1) Jón Kristinn, f. 6.2. 1963, vél- og rennismiður, starfsmaður J. Hin- rikssonar, Reykjavík, kvæntur Ingunni Láru Hannesdóttur, hár- greiðsiumeistara, og eiga þau tvær dætur. 2) Heimir Þór, f. 31.8. 1964, húsasmiður, Dan- mörku, og á hann þrjú börn. 3) Trausti, f. 21.4. 1966, sjómaður, Vopnafirði, látinn. 4) Gísli Arn- ar, f. 8.8. 1968, fiskeldisfræð- ingur, Eskifirði, kvæntur Ár- nýju Birnu Vatnsdai, húsmóður, og eiga þau tvö börn. 5) Vigfús Vopni, f. 9.2. 1974, húsasmiður, Reykjavik, sambýliskona hans er Særún Sævarsdóttir. Gísli útskrifaðist úr Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1957 og var á þessum árum stýrimaður á ýmsum bátum, bæði í Vestmannaeyjum og á Eskifirði, og síðan skipstjóri á Haferni, 45 tonna bát, sem hann keypti í félagi við aðra og gerður var út frá Vopnafirði. Hann var kennari við grunn- skóiann á Vopnafirði 1967-1975, starfsmaður ríkis- mats sjávarafurða 1980-1990, ferskfískmatsmaður hjá Tanga hf. 1990-1994. Gísli kom víða við í félagsmálum, sat í sveitar- stjórn í 8 ár, formaður verka- lýðsfélags VopnaQarðar, for- maður Alþýðubandalagsfélags Vopnafjarðar, og átti stóran þátt í endurreisn UMF Ein- herja og var formaður þess um árabil. Útför Gísla fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það syrti sannarlega að í hugar- heimi, þegar ég fregnaði hið svip- lega fráfall míns kæra vinar og vaska, trygga félaga um fjöld ára. Vel vissi ég um valta heilsu hans en óraði þó ekki fyrir að endalokin yrðu svo skjótt. Ég hafði hlakkað til að hitta hann á heimaslóðum hans, þar sem ég hafði stuttan stanz, undraði mig á því að hann var ekki mættur á sagnakvöldi þar, en daginn eftir kom hin kalda og miskunnarlausa skýring, minn kæri vinur og félagi var ekki leng- ur í lifenda tölu. Að huga hrannast mætustu minningar um margan glaðan og góðan fúnd með þessum fornvini mínum og hans ágæta fólki. Hans hugþekka og myndarlega kona kvaddi svo alltof fljótt, en í ranni þeirra Gísla var gott að una, enda ævinlega gjört þegar Vopnafjörður var sóttur heim. Kynni okkar Gísla hófust heima á Reyðarfirði, Gísli einn af þeim ágætu meiðum sem upp uxu á Hólmum í Reyðarfirði enda af kjarnafólki kominn. Vopnafjörður færði honum hins vegar auðnubót bezta, Eddu hans, og þar haslaði hann sér völl og fékkst við margt og skilaði öllu vel á veg. Á Vopnafirði var margt vaskra félaga og Gísli þar fremst í flokki enda falinn margvíslegur trúnaður þar heima. Gísli var greindur hið bezta, kappsfullur og áræðinn og vílaði hlutina sjaldan fyrir sér. En hlýleiki persónunnar, trygglyndi og festa voru þó hans helztu einkenni. Gísli var hress í máli, orðhagur vel og einlægur í öllum svörum, á mál hans var gott og hollt að hlýða. Hann hafði oft samband á þingárum mínum, ráðhollur en um leið óspar á að benda mér á það sem betur mætti fara, hrærð- ist í hringiðu miðri á heimaslóð og kunni skil á hvar skórinn kreppti, vakandi yfir velferð og framför síns byggðarlags. Það var ómet- anlegt að eiga mann að sem Gísla, vinátta hans traust og sönn og mikilsverð. Gísli kom víða við bæði starfslega og félagslega. Hann var kennari um árabil og fórst það sem annað fjarska vel úr hendi, fiskmatsmaður var hann öruggur og vandvirkur enda kunni hann hin beztu skil á sjáv- arfangi. Hann var enda sjálfur sjómaður í eðli sínu, fangbrögð við Ægi konung áttu vel við hinn vaska dreng og þar átti hann marga góða glímu, hafði numið við Stýrimannaskólann og síðar tekið fiskimannapróf hið meira, hafði reynt það að vera háseti, stýrimaður og skipstjóri og farn- ast vel í því sem öðru. Verkalýðs- mál voru honum eðlilega hugleik- in og hann var í forystu Verka- lýðsfélags Vopnafjarðar nær ára- tug, sömuleiðis var hann einnig í forystu félaga sinna í sveitar- stjórnarmálum og sat um átta ára skeið í sveitarstjórn Vopnafjarðar og fulltrúi Vopnafjarðar á sveitar- stjórnarvettvangi eystra. Þaðan man ég hann mætavel, meitlaðar og kjarnyrtar ræður hans mæltar fram af mikilli sannfæringu og ákveðnum skaphita um leið og ljóst að á bak við var glögg hugs- un og ríkur reynsluheimur af vettvangi hins daglega lífs. Hann var einnig virkur í at- vinnumálum Vopnafjarðar og lagði þar fram sitt ágæta lið. Að vonum var hann í forsvari lengi fyrir Alþýðubandalagi staðarins og ævinlega þar í fremstu liðs- svejt. Áhugamál Gísla voru æði mörg, segja mátti að honum væri ekkert mannlegt óviðkomandi, rík var réttlætistilfinning hans og liðsemd hans við þá sem erfiðari áttu lífs- gönguna var inngróin honum. En hann kunni líka að njóta góðra gleðistunda, briddsið átti hug hans, þar var hann liðtækur hið bezta og lengi fyrir Tafl- og Bridgefélagi VopnafjarðaR. Ódrepandi var áhugi hans á íþrótt- um, þó allra helzt knattspyrnunni og það starf allt studdi hann með ráðum og dáð. Gísli var gæfumaður góðra eig- inda, en varhluta fór hann ekki af erfiði og sorg, son sinn einn misstu þau hjón á unglingsaldri, mikinn efnisdreng, eiginkonan átti við langvarandi vanheilsu að stríða og andaðist langt fyrir aldur fram og heilsa Gísla var afar tæp nú um all- langt skeið. En hann lét hvergi bugast og nú í vor heyrði ég síðast í Gísla og þá var hugur í honum eins og alltaf áður, bjartsýnin réð ríkjum sem fyrr og ég hugsaði gott til endurfunda. Fólk gefur misjafnlega af sér eins og gengur. Gísli gaf sig allan að hverju því sem hann tók sér fyr- ir hendur, veitul vináttan gaf hverjum þeim mikið sem hennar náði að njóta. Fyrir það er ég þakklátur og við hjón bæði, návist- ar hans var gott að njóta, einstak- lega gott var að sækja þau hjón heim, þar var rausn í ranni, rausn innileikans ekki sízt. Ég kveð minn kæra vin með sönnum söknuði og sárum trega í einlægri þökk fyrir allt það sem hann var mér, alltaf. Við Hanna sendum hans ágætu sonum og þeirra fólki sem og að- standendum öðrum okkar einlæg- ustu samúðarkveðjur. Óræð eru örlög okkar manna, óræð er ekki sízt leið okkar að loknu þessu jarðlífi. En ef trú okk- ar er á raun reist þá veit ég að vel verður á móti öðlingnum tekið á öðru tilveruskeiði, þar sem hann fær nóg að iðja „guðs um geim“. Blessuð sé hin sumarbjarta minning míns kæra vinar. Helgi Seljan. Sérfræðingar í biómaskrevtingum vió öll tækiiæri I “WH blómaverkstæði I I UlNNA I Skola\(M'öustíg 12. á horni lkTgstaöastrætis, sími 551 909(1 vwcx ^arasKom v/ Trossvogski»4<jwgcuið J S. Símú554 0500 Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 HOTEL LOFTLEIÐIR. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, LÁRA INGIBERGSDÓTTIR, Daltúni 3, Kópavogi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 5. ágúst. Tómas Kristjánsson, Arnfríður Tómasdóttir, Arnar Arinbjarnar, Ásdís Hafiiðadóttir og Arnar Tómas Birgisson. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞRÚÐUR S. BJÖRGVINSDÓTTIR, Sundabúð II, Vopnafirði, áður til heimilis á Vakursstöðum II sem iést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. ágúst, verður jarðsungin frá Vopnafjarðar- kirkju í dag, laugardaginn 8. ágúst, kl. 16.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir um Krabbameinsfélagsins njóta þess. að láta Heimahlynningu Ólafur Pétursson, Elísabet S. Ólafsdóttir, Jón Arnar Guðmundsson, Eva Hrönn og Stefán Óli. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNEA Þ. GUÐMUNDSDÓTTIR, sem lést þriðjudaginn 4. ágúst sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. ágúst nk. og hefst athöfnin kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Slysavarnafélag íslands. Ingvar K. Guðnason, Guðrún Eiríksdóttir, Valdimar Guðnason, Helga Sveinsdóttir, Stefán Kjartansson og fjölskyldur. v + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við fráfall og útför bróður okkar, GUÐMUNDAR LÚÐVÍKS DAVÍÐSSONAR, Ásláksstöðum, Vatnsleysuströnd. Sérstakar þakkir til Rafmagnsveitna ríkisins. Helgi, Þórir og Marinó Davíðssynir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.