Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens / és \zeiT, \ ( SK=TTi«./ J Cj ( ÉS FVLU MUHHINN \ , BANÖMUM... J /SÍÐAH KiTLAfÁ ( pÚMIG'- J ÍOKKVR. Jr ( LEIOIST \ y/A/KWnw/k wSl * -i m> ' -y ( K*r v/ . Æ ■\ -- llí ( x Mér er hálfUlt f augunum... Ég held að ég hafi horft of mikið á fokplöntur... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Sfmbréf 569 1329 Sagan um Bing-dao Hilmari Þór Guðmundssyni: SJALDAN nenni ég að kvarta og kveina um eigin ófarir. En í þetta sinn hef ég ákveðið að leyfa þér, ágæti lesandi, að upplifa með mér eina kvöldstund á hinum, ehemm, margrómaða veit- ingastað þeirra Akureyringa Bing-dao. Það er verslunarmanna- helgi og við skruppum nokkur saman norður á Akureyri. Allt fólk um 25 ára aldur- inn og í besta dagsformi. Við ákváð- um eitt kvöldið að skella okkur út að borða og klæddum okkur í okkar fínustu föt. Við komum á veitinga- staðinn Bing-dao um klukkan átta að kvöldi og voru nokkrir þar fyrir að snæða. Við fengum ágætis sæti, að við héldum. Reyndar var okkur ekki boðið reyklaust sem við hefð- um kosið og þegar ég bað þjóninn um að biðja fólkið á næsta borði að sleppa því að reykja meðan við borðuðum þá sagði hann: „Það gæti orðið erfitt“ og síðan sást sá maður ekki meir. Við hliðina á okkur var hópur af rígfullorðnu fólki sem var svo ánægt með lifið að það flissaði stanslaust og endaði vera þeirra þannig að þau voru beðin um að færa sig á barinn svo að gleði þeirra truflaði ekki aðra gesti. Tel ég að þetta hafi verið það eina vit- urlega sem þjónar hússins gerðu þetta kvöld. Hefst þá lesturinn: Við ákváðum að vera „grand“ á því og pöntuðum okkur „himneska sælu“, sem er blanda af austurlenskum réttum. Eftir um það bil 45 mínútur skilaði maturinn sér og lofaði góðu. Við byrjuðum að borða. Eftir um það bil 5 mínútur kláruðust hrís- grjónin hjá okkur, enda vorum við fimm og aðeins lítil skál af hrís- grjónum fylgdi. Við báðum um meira. „Ekkert mál“ svaraði þjón- ustustúlkan, sem ég tel að sé ekki sú minnugasta í bransanum. Við fengum okkur aðeins meira kjöt á diskana og héldum að hrísgrjónin kæmu innan skamms, enda er aust- urlenskur matur að mestu byggður upp á hrísgrjónum. Kjöt og fiskur er notað sem meðlæti og sósur einnig. Eftir 10 mínútur var ekkert komið og við reyndum árangurs- laust að ná sambandi við starfsfólk sem eyddi öllum sínum tíma í mara- þonhlaup um salinn og sinnti gest- um að litlu sem engu leyti. Frekar ófagmannlegt það. Eftir 12 mínútur kom þjónustustúlkan og tilkynnti okkur formlega að það hefði gleymst að sjóða meiri hrísgrjón (á austurlenskum veitingastað!) og það sé verið að vinna í málinu. Við biðum lengur, og á fimmtándu mín- útu kom maraþonhlauparinn aftur við og sagði að hrísgrjónin væru al- veg að koma. Þá var allur matur sem við höfðum sett á diskana löngu orðinn kaldur og gosið sem við höfðum pantað með matnum orðið útþynnt af klökum. Brosið sem hafði fylgt mér og vinum mín- um allan daginn var orðið frekar þungt og skeifa farin að myndast á vörum okkar. Loks komu hrís- grjónin, væntanlega úr örbylgju- ofni, þar sem þau voru undirsoðin um 3 mínútur og frekar ógirnileg með öllu. Við reyndum að gera gott úr öllu og héldum áfram að borða. Þegar við áttum að fá ábót á réttina tók það lengri tíma en það tók fyrir nýkomna að fá nýjan rétt. Ábótin á djúpsteiktar rækjur og fisk var or- ly-deigbolla með örlitlum ýsubita. Ábótin á lambaketið var steikt grænmeti með lambabragði og karrýsósan var alltaf sterkari og sterkari sem leið á kvöldið (líklega til að refsa okkur fyrir að vera ekki ánægð með allt). Þegar við gáfumst upp á öllu saman ákváðum við að athuga hvort ekki væri eitthvað fýrir okkur gert til að gera gott úr öllu. Eg gaf mig á tal við þjónustu- maraþon-hlauparann og spurði hvort við fengjum ekki einhvem af- slátt fyrir leiðindin. „Hvaða leið- indi?“ heyrðist í þjónustustúlkunni. Eg þuldi þau upp í stafrófsröð, en hún tjáði mér að þau gæfu aldrei afslátt, hvað sem uppá kæmi. Eftir smá viðræður sagði hún: „Þið fáið þá gosið frítt,“ sem var frekar óhentugt fyrir þá sem ekki pöntuðu sér gos. Eftir smá fortölur í viðbót féllst hún á að gefa okkur HUNDRAÐ KRÓNU afslátt á hvern rétt sem kostaði 2.350 krón- ur. Semsagt af 11.750 króna reikn- ingi sló hún af 500 krónur. 2.250 krónur fyrir engin hrísgrjón og or- ly-deig. Geri aðrir betur. Ágæti lesandi, ég hef borðað úti í Reykjavík, París, New York og Djúpuvík. Aldrei hef ég upplifað annað eins þjónustuleysi og óskipu- lag. Áhugaleysi og leiðindi. Kannski vorum við elda nægilega akureyrsk til að fá góða þjónustu, en frekar held ég að metnaðarleysi hafi verið ríkjandi og þjónustu sem kokkum einfaldlega sama hvaða bras var sett fyrir fólk. Að lokum vil ég að það komi fram að fólk á næsta borði við okkur hafði margt miður um sína rétti að segja, óeldað og frekar vont heyrðum við og þjónustustúlk- an eyddi mestum tíma sínum í að af- saka verknað kokkanna. „Mistök hér og óvart þar“ heyrðist oft sagt. Þegar svona ber að höndum, að fólk sé óánægt með matinn og þjónust- una, ætti þjónustufólk að biðja vel- virðingar og bjóða fólki eftirrétt eða kaffi og koníak á kostnað hússins. En við fengum bara illt augnaráð og viðmót um persónulegar árásir sem var alls ekki meiningin, bara einföld réttmæt gagnrýni á það sem betur mætti fara. Ég tek það einnig fram að öll vorum við edrú og ekki ný- komin af næsta tjaldstæði með leið- indi í huga, heldur venjulegt fólk í sparifötum sem ætlaði að gera sér dagamun. En eitt veit ég þó að 2.250 krón- urnar hefðu mátt fara í eitthvað vit- urlegra en að borða á Bing-dao, til dæmis henda þeim í sjóinn. HILMAR ÞÓR GUÐMUNDSSON, UNA BJÖRK KJERULF, INGÓLFUR BJARGMUNDSSON, AUÐUR ÖSP HELGADÓTTIR, JÓHANNA HELGA HAFSTEINSDÓTTIR. Iiilmar Þór Guðmundsson, ljösmyndari. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.