Morgunblaðið - 08.08.1998, Side 20

Morgunblaðið - 08.08.1998, Side 20
20 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Þokkalegur afli hjá túnfískveiðiskipunum Færri fiskar en mun stærri en í fyrra JAPÖNSKU túnfiskveiðiskipin fímm sem leyfi hafa til veiða innan íslensku lögsögunnar hafa undan- fama daga verið að fá að meðaltali fimm fiska á dag sem er eitthvað færri fiskar en þau fengu í fyrra. Á móti vegur að fiskamir em nú mun stærri og þyngri en í fyrra þannig að aflabrögðin era svipuð hvað þyngdina varðar. Þá era skipin fyrr á ferðinni nú en í fyrra þegar veiðarnar byrjuðu ekki fyrr en 25. ágúst. Að sögn Harðar Andréssonar hjá Hafrannsóknastoftiuninni var haugabræla fyrstu dagana eftir að skipin komu á miðin um síðustu helgi, en eftir það hafa veiðarnar gengið þokkalega. Sjórinn hlýr og mikið líf f honum „Öll skilyrði þarna era mjög hag- stæð, en sjórinn er hlýr og mikið líf í honum, þannig að við geram okk- ur vonir um að þetta verði svipað og í fyrra þegar líða fer á mánuð- inn. Skipin eru djúpt suður af Is- landi og þau hafa öll verið innan lögsögunnar. Það kom okkur svo- lítið á óvart því við héldum jafnvel að þeir myndu byrja eitthvað sunn- ar og færa sig svo norður eftir,“ sagði Hörður. Orri ÍS kominn heim eftir gagngerar breytingar á Spáni Morgunblaðið/Snorri Snorrason ORRI ÍS á leið til heimahafnar á ísafirði eftir breytingarnar sem gerð- ar voru á skipinu á Spáni. Skipið nánast eins og nýtt SKUTTOGARINN Orri ÍS 20 kom til heimahafnar á Isafirði að- faranótt síðastliðins miðvikudags eftir að gagngerar breytingar voru gerðar á skipinu á Spáni. Að sögn Arnars Kristinssonar, fram- kvæmdastjóra Básafells hf., sem gerir Orra út, er skipið nánst sem nýtt eftir breytingarnar, sem kost- uðu um 300 milljónir króna. Skipið fer til að byrja með á rækjuveiðar í lögsögunni, en í september fer það á rækjuveiðar á Flæmingjagranni þar sem BásafeU er nú með 400 tonna kvóta. Orri ÍS var smíðaður 1984 og keypti Norðurtanginn hf. á ísafirði skipið frá Frakklandi árið 1995. Að sögn Amars Kristinssonar hafa breytingamar á skipinu staðið yfir frá því í byrjun þessa árs og sagð- ist hann vera mjög ánægður með útkomuna. „Hann var lengdur um 12,6 metra og sett í hann þrjú ný tog- spil og sex nýjar grandaravindur og reyndar allur útbúnaður til að draga tvö troll. Einnig var settur í hann nýr skrúfugír, ný skrúfa og nýr skrúfuhringur. Þá var sett í hann nýtt frystikerfi og var skipt úr freon-kerfi yfir í ammoníak- frystikerfi, aUt vinnsludekkið er nýtt, tveir lausfrystar og sex plötu- frystitæki og allt sem því tilheyrir og alveg ný vmnslulína fyrir rækju. Brúin á honum var alveg endumýj- uð, en skipt var um alla glugga og brúin hækkuð upp, auk þess sem hún var öll endumýjuð að innan. Loks var sett í hann ný þúsund kílóvatta ljósavél. Þetta er nánast nýtt skip,“ sagði Arnar. Endanlegur kostnaður 300 milljónir króna Breytingamar á Orra voru boðn- ar út á sínum tíma og bárast fimm tilboð í verkið. Tvö tilboðanna vora nokkum veginn jöfn, tilboðið frá Spáni og tilboð frá Póllandi, en fyr- ir valinu varð að semja við Spán- verjana. Áætlaður kostnaður vegna breytinganna var 250 millj- ónir króna, en Arnar sagði að gert væri ráð fyrir að endanlegur kostn- aður yrði um 300 milljónir króna. „Við erum mjög ánægðir með öll vinnubrögð Spánverjanna og skip- ið í heild sinni. Siglingin heim gekk mjög vel og tók hún rétt rúma fimm sólarhringa," sagði Amar. Skipstjóri á Orra er Valgeir Bjamason, sem síðast var skip- stjóri á Skutli, og era tuttugu manns í áhöfninni. Reuters SKÆRULIÐI úr Frelsisher Kosovo fylgir flóttafólki frá þorpinu Morina í Kosovo-héraði. VES vill beita hervaldi gegn Serbum Rússar andvígir hern- aðaríhlutun í Kosovo Pristina, R<5m, Brussel, París. Reuters. HAFT var eftir aðstoðarutanríkis- ráðherra Rússlands í gær að Rússar legðust gegn hernaðaiThlutun Atl- antshafsbandalagsins (NATO) í þeim tiigangi að stilla til friðar í Kosovo- héraði. Forseti Vestur-Evrópusam- bandsins (VES) lýsti því hins vegar yfir að nauðsynlegt væri að beita hervaldi gegn Serbum. Brýnustu hjálpargögn eiga að berast tugþús- undum flóttafólks í Dakovica í suð- vesturhluta héraðsins í dag. Þar eru a.m.k. 25 þúsund manns án vatns og matar. Nikolai Afanasyevsky, aðstoðarutan- ríkisráðherra Rússlands, átti í gær fund með leiðtogum Serba og Kosovo-Albana í Pristina, höfuðborg héraðsins. Chris Hill, erindreki Bandaríkjstjómar í Kosovo, var við- staddur fundinn. Að honum loknum sagði Afanasyevsky að NATO gæti ekki stillt til friðar í Kosovo en hann bað stríðandi fylkingar leggja niður vopn, svo hægt væri að semja um frið. Ekkert bendir til þess að vopn- hlé sé í augsýn, því að enginn árang- ur hefur orðið af tilraunum Banda- ríkjanna, Rússlands og Evrópusam- bandsins, til þess að knýja Serba og Kosovo-Albani að samningaborðinu. Leiðtogi Kosovo-Albana, Ibrahim Rugova, sagði blaðamönnum að frið- arumræður kæmu ekki til greina fyrr en Serbar stöðvuðu sókn sína gegn skæruliðum. Harmleikurinn í Bosníu endurtekinn Vestur-Evrópusambandið, varnar- bandalag ESB ríkja, lýsti því yfir í gær að hernaðaríhlutun j)yrfti til þess að ná pólitísku samkomulagi í Kosovo. „Það eru takmörk fyrir því hversu lengi samfélag þjóðanna get- ur aðgerðarlaust horft upp á hörm- ungar sem þessar. Harmleikurinn í Bosníu er að endurtaka sig,“ sagði í yfirlýsingu Lluis Maria de Puig, for- sete VES. í höfuðstöðvum NATO hefur verið gengið frá áætlun um hernaðaríhlut- un í Kosovo-héraði þar sem gert er ráð fyrir að beita loftárásum til þess að stöðva bardagana. Hjálp berst til flóttafólks Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) reynir í dag að komast til 50 þúsund flóttamanna sem eru innlyksa í skóglendi á landamærum Júgóslavíu og Aibaníu. Talið er að 25 þúsund manns, flest konur og böm, hafi hafst við á vergangi í tvo mánuði nærri Da- kovica í suðvesturhluta héraðsins, en íbúar þar eru um 30 þúsund. Reuters SVONA munu evró-peningarnir sem fara í umferð í Þýzkalandi líta út. Framhlið peninganna verður eins alls staðar á evró-svæðinu, en bakhliðin mismunandi eftir löndum. Evróið slegið í Þýzkalandi Mlinchen. Reuters. FYRSTU þýzku evró-myntpening- arnir voru slegnir í Miinchen í gær, og Theo Waigel fjármálaráð- herra reyndi við það tækifæri að slá á ótta Þjóðverja við afleiðingar afnáms „gamla góða marksins". Þegar Waigel ræsti myntsláttu- vélarnar ítrekaði hann þann boð- skap stjórnarinnar, að Þjóðverjar - sem vanir eru lágri verðbólgu og stöðugum gjaldmiðli - hefðu ekkert að óttast þegar ellefu að- ildarríki Evrópusambandsins sam- einast á næsta ári um að koma á hinum nýja Evrópugjaldmiðli, evr- óinu. Hvert það land sem þátt tekur í myntbandalagjnu slær og prentar þá evró-peninga sem þar fara í umferð, þótt þeir eigi svo að gilda á öllu evró-svæðinu. Frakkar voru fyrstir til að slá evró-myntina í vor, en þeir þýzku peningar sem framleiddir voru í gær eru aðeins tilraunaslátta. Framleiðslan á þeim peningum sem sfðan fara í umferð í Þýzkalandi hefst í haust. Þótt myntbandalagið verði formlega komið á um næstu ára- mót, þá koma evró-myntpeningar og seðlar ekki í vasa Evrópubúa í stað marka, franka, líra o.s.frv. fyrr en árið 2002. Fram að þeim tíma þarf þýzka myntsláttan að vera búin að fram- leiða tólf milljarða myntpeninga, en samtals eiga 70 milljarðar slíkra peninga að fara f umferð á öllu evró-svæðinu, skipt í eins, tveggja, og fimm evróa og eins, tveggja, fimm, 10, 20 og 50 senta peninga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.