Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Þokkalegur afli hjá túnfískveiðiskipunum Færri fiskar en mun stærri en í fyrra JAPÖNSKU túnfiskveiðiskipin fímm sem leyfi hafa til veiða innan íslensku lögsögunnar hafa undan- fama daga verið að fá að meðaltali fimm fiska á dag sem er eitthvað færri fiskar en þau fengu í fyrra. Á móti vegur að fiskamir em nú mun stærri og þyngri en í fyrra þannig að aflabrögðin era svipuð hvað þyngdina varðar. Þá era skipin fyrr á ferðinni nú en í fyrra þegar veiðarnar byrjuðu ekki fyrr en 25. ágúst. Að sögn Harðar Andréssonar hjá Hafrannsóknastoftiuninni var haugabræla fyrstu dagana eftir að skipin komu á miðin um síðustu helgi, en eftir það hafa veiðarnar gengið þokkalega. Sjórinn hlýr og mikið líf f honum „Öll skilyrði þarna era mjög hag- stæð, en sjórinn er hlýr og mikið líf í honum, þannig að við geram okk- ur vonir um að þetta verði svipað og í fyrra þegar líða fer á mánuð- inn. Skipin eru djúpt suður af Is- landi og þau hafa öll verið innan lögsögunnar. Það kom okkur svo- lítið á óvart því við héldum jafnvel að þeir myndu byrja eitthvað sunn- ar og færa sig svo norður eftir,“ sagði Hörður. Orri ÍS kominn heim eftir gagngerar breytingar á Spáni Morgunblaðið/Snorri Snorrason ORRI ÍS á leið til heimahafnar á ísafirði eftir breytingarnar sem gerð- ar voru á skipinu á Spáni. Skipið nánast eins og nýtt SKUTTOGARINN Orri ÍS 20 kom til heimahafnar á Isafirði að- faranótt síðastliðins miðvikudags eftir að gagngerar breytingar voru gerðar á skipinu á Spáni. Að sögn Arnars Kristinssonar, fram- kvæmdastjóra Básafells hf., sem gerir Orra út, er skipið nánst sem nýtt eftir breytingarnar, sem kost- uðu um 300 milljónir króna. Skipið fer til að byrja með á rækjuveiðar í lögsögunni, en í september fer það á rækjuveiðar á Flæmingjagranni þar sem BásafeU er nú með 400 tonna kvóta. Orri ÍS var smíðaður 1984 og keypti Norðurtanginn hf. á ísafirði skipið frá Frakklandi árið 1995. Að sögn Amars Kristinssonar hafa breytingamar á skipinu staðið yfir frá því í byrjun þessa árs og sagð- ist hann vera mjög ánægður með útkomuna. „Hann var lengdur um 12,6 metra og sett í hann þrjú ný tog- spil og sex nýjar grandaravindur og reyndar allur útbúnaður til að draga tvö troll. Einnig var settur í hann nýr skrúfugír, ný skrúfa og nýr skrúfuhringur. Þá var sett í hann nýtt frystikerfi og var skipt úr freon-kerfi yfir í ammoníak- frystikerfi, aUt vinnsludekkið er nýtt, tveir lausfrystar og sex plötu- frystitæki og allt sem því tilheyrir og alveg ný vmnslulína fyrir rækju. Brúin á honum var alveg endumýj- uð, en skipt var um alla glugga og brúin hækkuð upp, auk þess sem hún var öll endumýjuð að innan. Loks var sett í hann ný þúsund kílóvatta ljósavél. Þetta er nánast nýtt skip,“ sagði Arnar. Endanlegur kostnaður 300 milljónir króna Breytingamar á Orra voru boðn- ar út á sínum tíma og bárast fimm tilboð í verkið. Tvö tilboðanna vora nokkum veginn jöfn, tilboðið frá Spáni og tilboð frá Póllandi, en fyr- ir valinu varð að semja við Spán- verjana. Áætlaður kostnaður vegna breytinganna var 250 millj- ónir króna, en Arnar sagði að gert væri ráð fyrir að endanlegur kostn- aður yrði um 300 milljónir króna. „Við erum mjög ánægðir með öll vinnubrögð Spánverjanna og skip- ið í heild sinni. Siglingin heim gekk mjög vel og tók hún rétt rúma fimm sólarhringa," sagði Amar. Skipstjóri á Orra er Valgeir Bjamason, sem síðast var skip- stjóri á Skutli, og era tuttugu manns í áhöfninni. Reuters SKÆRULIÐI úr Frelsisher Kosovo fylgir flóttafólki frá þorpinu Morina í Kosovo-héraði. VES vill beita hervaldi gegn Serbum Rússar andvígir hern- aðaríhlutun í Kosovo Pristina, R<5m, Brussel, París. Reuters. HAFT var eftir aðstoðarutanríkis- ráðherra Rússlands í gær að Rússar legðust gegn hernaðaiThlutun Atl- antshafsbandalagsins (NATO) í þeim tiigangi að stilla til friðar í Kosovo- héraði. Forseti Vestur-Evrópusam- bandsins (VES) lýsti því hins vegar yfir að nauðsynlegt væri að beita hervaldi gegn Serbum. Brýnustu hjálpargögn eiga að berast tugþús- undum flóttafólks í Dakovica í suð- vesturhluta héraðsins í dag. Þar eru a.m.k. 25 þúsund manns án vatns og matar. Nikolai Afanasyevsky, aðstoðarutan- ríkisráðherra Rússlands, átti í gær fund með leiðtogum Serba og Kosovo-Albana í Pristina, höfuðborg héraðsins. Chris Hill, erindreki Bandaríkjstjómar í Kosovo, var við- staddur fundinn. Að honum loknum sagði Afanasyevsky að NATO gæti ekki stillt til friðar í Kosovo en hann bað stríðandi fylkingar leggja niður vopn, svo hægt væri að semja um frið. Ekkert bendir til þess að vopn- hlé sé í augsýn, því að enginn árang- ur hefur orðið af tilraunum Banda- ríkjanna, Rússlands og Evrópusam- bandsins, til þess að knýja Serba og Kosovo-Albani að samningaborðinu. Leiðtogi Kosovo-Albana, Ibrahim Rugova, sagði blaðamönnum að frið- arumræður kæmu ekki til greina fyrr en Serbar stöðvuðu sókn sína gegn skæruliðum. Harmleikurinn í Bosníu endurtekinn Vestur-Evrópusambandið, varnar- bandalag ESB ríkja, lýsti því yfir í gær að hernaðaríhlutun j)yrfti til þess að ná pólitísku samkomulagi í Kosovo. „Það eru takmörk fyrir því hversu lengi samfélag þjóðanna get- ur aðgerðarlaust horft upp á hörm- ungar sem þessar. Harmleikurinn í Bosníu er að endurtaka sig,“ sagði í yfirlýsingu Lluis Maria de Puig, for- sete VES. í höfuðstöðvum NATO hefur verið gengið frá áætlun um hernaðaríhlut- un í Kosovo-héraði þar sem gert er ráð fyrir að beita loftárásum til þess að stöðva bardagana. Hjálp berst til flóttafólks Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) reynir í dag að komast til 50 þúsund flóttamanna sem eru innlyksa í skóglendi á landamærum Júgóslavíu og Aibaníu. Talið er að 25 þúsund manns, flest konur og böm, hafi hafst við á vergangi í tvo mánuði nærri Da- kovica í suðvesturhluta héraðsins, en íbúar þar eru um 30 þúsund. Reuters SVONA munu evró-peningarnir sem fara í umferð í Þýzkalandi líta út. Framhlið peninganna verður eins alls staðar á evró-svæðinu, en bakhliðin mismunandi eftir löndum. Evróið slegið í Þýzkalandi Mlinchen. Reuters. FYRSTU þýzku evró-myntpening- arnir voru slegnir í Miinchen í gær, og Theo Waigel fjármálaráð- herra reyndi við það tækifæri að slá á ótta Þjóðverja við afleiðingar afnáms „gamla góða marksins". Þegar Waigel ræsti myntsláttu- vélarnar ítrekaði hann þann boð- skap stjórnarinnar, að Þjóðverjar - sem vanir eru lágri verðbólgu og stöðugum gjaldmiðli - hefðu ekkert að óttast þegar ellefu að- ildarríki Evrópusambandsins sam- einast á næsta ári um að koma á hinum nýja Evrópugjaldmiðli, evr- óinu. Hvert það land sem þátt tekur í myntbandalagjnu slær og prentar þá evró-peninga sem þar fara í umferð, þótt þeir eigi svo að gilda á öllu evró-svæðinu. Frakkar voru fyrstir til að slá evró-myntina í vor, en þeir þýzku peningar sem framleiddir voru í gær eru aðeins tilraunaslátta. Framleiðslan á þeim peningum sem sfðan fara í umferð í Þýzkalandi hefst í haust. Þótt myntbandalagið verði formlega komið á um næstu ára- mót, þá koma evró-myntpeningar og seðlar ekki í vasa Evrópubúa í stað marka, franka, líra o.s.frv. fyrr en árið 2002. Fram að þeim tíma þarf þýzka myntsláttan að vera búin að fram- leiða tólf milljarða myntpeninga, en samtals eiga 70 milljarðar slíkra peninga að fara f umferð á öllu evró-svæðinu, skipt í eins, tveggja, og fimm evróa og eins, tveggja, fimm, 10, 20 og 50 senta peninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.