Morgunblaðið - 08.08.1998, Page 16

Morgunblaðið - 08.08.1998, Page 16
16 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Afkoma Fóðurblöndunnar batnaði um 20% á milli ára Hagnaðurinn nam 49 milljónum króna HAGNAÐUR Fóðurblöndunnar hf. nam tæpum 49 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, saman- borið við tæpa 41 milljón á sama tímabili í fyrra, og nemur aukningin um 20% á milli ára. Er þetta betri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir og skýrist hann aðallega af aukinni fóðursölu. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 482 milljónum króna fyrstu sex mánuðina, samanborið við 443 milljónir á sama tímabili í fyrra, og nemur aukningin tæpum 9% á milli ára. Rekstrargjöld námu hins vegar 442 milljónum, samanborið við 411 milljónir í fyrra, og jukust þau um 7,5% á milli ára. Góðar rekstrarhorfur Sala á fóðri nam 13.089 tonnum á fyrri árshelmingi og er það meiri sala en áætlað var að sögn Gunnars Jóhannssonar, _ framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Eg er að sjálfsögðu sáttur við afkomuna enda hafði verið gert ráð fyrir svipuðum hagnaði og á sama tíma í fyrra eða um 40 milljón- um. Horfurnar út árið eru góðar og við búumst við að halda þessum bata, sem varð umfram áætlanir. Töluverðar líkur eru á að áframhald- andi aukning verði á sölu kúa- og ali- fuglafóðurs til áramóta. Hráefni hef- ur lækkað í verði en við höfum reyndar einnig lækkað fóðurverð frá okkur um 5%. Hagnaðurinn ætti því að geta orðið 95-100 milljónir á ár- inu. Dótturfyrh-tæki okkar, t.d. Komhlaðan, náðu ekki eins miklum afkomubata og móðurfyrirtækið en ég býst við að þau skili betrí afkomu síðari hluta ársins.“ Leitað á ný mið Fóðurblandan stofnaði nýtt dótt- urfyrirtæki, Korn ehf., á árinu, sem er að öllu leyti í eigu þess. Hlutafé Korns er 100 milljónir króna og er helsti tilgangur félagsins fjármála- starfsemi, svo sem fjárfestingar í öðrum félögum og önnur ávöxtun fjármuna. Gunnar segh’ að sterk eig- infjárstaða Fóðurblöndunnar kalli á frekari fjárfestingar þar sem verk- smiðja fyrirtækisins sé orðin full- byggð. Þá séu ekki miklar líkur á að fóðurmarkaðurinn vaxi hratt á næstu árum þrátt fyrir að batamerki séu sýnileg eftir mikla lægð sem hann lenti í eftir miklar skipulags- breytingar í landbúnaði á síðasta ára- tug. „Miðað við sterka stöðu fyrir- tækisins er ekki óeðlilegt að við leit- um á önnur mið. Framtíðin verður að leiða í Ijós hvar við drepum niður fæti en við munum líklega fremur koma að nýjum verkefnum sem fjárfestar en þátttakendur," segir Gunnai’. Bankamenn semja við Landsbréf og Búnaðarbankann-Verðbréf Eignastýring sex millj- arða verðbréfasafns FULLTRÚAR Lífeyrissjóðs bankamanna, Búnaðarbankans-Verðbréfa og Landsbréfa hf. skrifuðu undir eignastýringarsamninginn í gær. Frá hægri: Guðbjörn Maronsson, forstöðumaður eignavörslu Búnaðar- bankans, Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Búnaðarbankans, Sigtryggur Jónsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs bankamanna, Haukur Þór Haraldsson, stjórnarmaður í sjóðnum, Gunnar Helgi Hálfdánarson, forstjóri Landsbréfa, og Sigurður Atli Jónsson, forstöðumaður eignastýringar Landsbréfa. LÍFEYRISSJÓÐUR bankamanna hefur undirritað samning um eigna- stýringu við Búnaðarbankann- Verðbréf og Landsbréf hf. Verð- bréfasafn, sem fyrirtækin tvö munu annast, er að fjárhæð um sex millj- arðar króna og er því um að ræða einn stærsta samning um eignastýr- ingu af þessu tagi sem gerður hefur verið hérlendis. Safnið skiptist jafnt milli fyrirtækjanna tveggja. Um síðustu áramót tók gildi ný reglugerð fyrir Lífeyrissjóð banka- manna og tók sjóðurinn þá við eign- um og skuldbindingum Eftirlauna- sjóðs starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans. Eftir gildistöku reglugerðarinnar hefur sjóðurinn rýmri heimildir en áður til fjárfest- inga en hrein eign hans nemur 13,3 milljörðum króna eftir að aðildar- fyrirtæki hafa gert upp skuldbind- ingar sínar. Sl. vor ákvað stjórn sjóðsins að efna til útboðs meðal verðbréfafyrirtækja vegna eigna- stýringar á umtalsverðum hluta af verðbréfasafni sjóðsins. Fimm fyr- irtæki tóku þátt í útboðinu og í kjöl- farið urðu Landsbréf og Búnaðar- bankinn-Verðbréf íyrir valinu. Með samningnum vonast Lífeyr- issjóður bankamanna eftir því að fjölbreytni fáist í eignasafn sjóðsins, ávöxtun batni og áhættudreifing ná- ist vegna mismunandi aðferðafræði eignastýringarfyrirtækjanna tveggja að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jafnframt sé rekstrarkostnaði sjóðsins haldið í lágmarki. „Landsbréf og Búnaðar- bankinn-Verðbréf munu meðal ann- ars fjárfesta í hlutabréfum og er- lendum verðbréfum sem sjóðurinn hefur ekki haft heimildir til nema nú nýverið. Fyrirtækin fylgja fyrir- fram ákveðnum heimildum til fjár- festinga og er ávöxtun mæld reglu- lega og borin saman við viðmið. Landsbréf hf. hafa gert nokkra samninga af þessu tagi á undan- förnum árum en þetta er fyrsti stóri samningurinn af þessu tagi sem Búnaðarbankinn-Verðbréf gera frá því verðbréfasvið bankans var stofnað fyrir rúmu ári.“ Harðnandi tilboðs stríð í Hollywood Hollywood. Reuters. ÖNNUR umferð tilboða í kvik- myndadeildina PolyGram Filmed Entertainment hefst innan skamms og óháður framleiðandi og dreifandi, Artisan Entertain- ment, og Cisneros Group í Venez- úela hafa bætzt í hóp bjóðenda á síðustu stundu. Aðrir líklegir bjóðendur í annarri lotu eru franska áskriftar- sjónvarpið Canal Plus, brezka skemmtiiðnaðarfyrirtækið EMI Group Plc, Carlton Commun- ieations og fjárfestingarhópur undir forystu Neils Brauns, fyrr- verandi framámanns hjá NBC, og Martins Tudors, hins kunna at- hafnamanns í Los Angeles. Lakeshore Entertainment und- ir forystu Toms Rosenberg hefur ekki tekið ákvörðun um tilboð í annarri umferð. Goldman Sachs, sem er skemmtiiðnaðar- og drykkjar- vörurisanum Seagram Co. Ltd. til ráðuneytis um sölu PolyGram Fil- med Entertainment, ákveður hvaða fyrirtæki af tíu, sem upp- haflega buðu í kvikmyndadeildina, fá að bjóða í annarri umferð. HUGH Grant í Polygram- myndinni frægu, Fjögur hjónabönd og jarðarför. Fóðurblandan * Úr milliuppgjöri *%,30. júní 1998 Jan.-júní Jan.-júní Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1998 1997 Rekstrartekjur 482,1 443,4 8,7% Rekstrargjöld 442,1 411,1 7,5% Rekstrarhagnaður 40,0 32,3 23,8% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 4,6 3,2 43,7% Hagnaður af reglulegri starfsemi 44,6 35,5 25,6% Aðrar tekjur og gjöld 15,3 11,9 28,6% Reiknaður tekiuskattur (14,3) (6.7) 113.4% Hagnaður tímabilsins 48,7 40,7 19,7% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 '98 30/6 '97 1 Eignir: \ Veltufjármunir 430,3 445,9 ■3,5% Fastafjármunir 620,0 572,2 8,4% Eignir samtals 1.050,3 1.018,1 3,2% 1: SkuitHr oo eigiO fé: \ Skammtímaskuldir 288,0 272,6 5,6% Langtímaskuldir 165,4 214,4 -22,9% Eigið fé 596,9 531,0 12,4% Skuldir og eigið fé samtals H .050,3 1.018,1 3,2% Kennitölur Jan.-júní Jan.-júní Eiginfjárhlutfall 57 % 52% Veltufjárhlutfall 1,49 1,64 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 51,9 56,1 -7,5% Aco tekur við um- f boði fyrir Apple Verð á Apple-vörum lækkar um 10-40% á næstunni FYRIRTÆKIÐ Aco hf, hefur komist að samkomulagi við Apple í Evrópu um að það taki við umboði fyrir vörur Apple á Islandi. Að sögn Bjarna Ákasonar, fram- kvæmdastjóra Aco, tekur fyrirtæk- ið við allri sölu Apple-vara næst- komandi mánudag. „Við erum að fá fyrstu sendingar núna um helgina og við stefnum á mikla markaðs- setningu á vörum frá Apple á næstunni til að auka hlut þeirra á markaðnum," sagði Bjami. Hann sagði að viðræður um yfir- tökuna hefður staðið yfír allan júlí- mánuð en fyrst vom uppi hug- myndir um að Aco keypti Apple- umboðið á Islandi en af því varð ekki, að sögn Bjarna. Meðal breytinga sem gerðar verða til að auka hlut Apple á markaðnum er að söluaðilum verð- ur fjölgað umtalsvert auk þess sem verð á Apple-vömm kemur til með að lækka um 1(M0% hér á landi á næstunni, að sögn Bjarna. Bjami er bjartsýnn á framtíð Apple hér á landi og segir að er- lendis séu góðir hlutir að gerast. „Þeir hafa verið að framleiða góðar vömr undanfarið og til dæmis kemur IMAC tölvan frá þeim hing- að til lands í september en hún er mjög heit í tölvubransanum um þessar mundir. Sala á henni er ný- hafin í Ameríku og hún selst gríð- arlega vel.“ Stefnt er að hlutafjáraukningu í fyrirtækinu og segir Bjarni að i þegar séu þeir komnir með vilyrði § fyrir hlutafé frá nokkrum fjárfest- um. í dag em 40,2% hlutafjár í eigu Bjaraa Ákasonar, Opin kerfí eiga 40% og starfsmenn Aco eiga 19,8%. Stefnt er að því að skrá Aco á hlutabréfamarkað árið 2000. Aco hf. er til húsa í Skipholti 17, næsta , húsi við Apple-umboðið á íslandi, og að sögn Bjarna munu flestir ) starfsmenn Apple-umboðsins | koma til starfa hjá Áco. Heimasíða Oz á lista Fortune yfir helstu vefi HEIMASÍÐA fyrirtækisins Oz hf. er á lista viðskiptatímaritsins Fortune á Netinu yfir helstu vefi á sviði upplýsinga og viðskipta- mála á Netinu. Starfsemi fyrirtækjanna á list- anum, eins og hún er skilgreind í formála úrtaksins, spannar vítt svið. Bæði er um að ræða síður risafyrirtæja og smárra hugbún- aðarfyrirtækja og allt þar á milli. Sem dæmi um síður fyrirtækja á listanum er síða bandarísku póst- þjónustunnar, síða Boeing-verk- smiðjanna og heimasíður nokk- urra Netverslana og þjónustufyr- irtækja. Allir vefirnir eru að mati Fortune búnir þeim kostum að vera bæði ákaflega gagnlegir og skilvirkir. Á síðunni er m.a. sagt um Oz að þar fari fyrirtæki sem var stofnað á Islandi en hafi siðan fiutt höfuðstöðvar sínar til San Francisco og vakið þar athygli manna í fremstu röð. Sagt er að nafn þess hljómi spennandi og skapandi. Sagt er að Oz sé mjög framarlega á sviði grafískrar úr- vinnslu á Netinu og þeir bjóði i meðal annars upp á „þrívíddar- hljóðvél“ á Netinu. Skúli Mogensen, framkvæmda- stjóri Oz hf., segir að val tíma- ritsins á heimasíðu þeirra sé góð viðurkenning á starfi fyrirtækis- ins og í kjölfarið á birtingunni hafi þeir fengið mun fleiri fyrir- spurnir um fyrirtækið en áður. Hann sagði að nú væri unnið að endurnýjun heimasíðunnar. „Við erum að ráðast í víðtæka endur- j nýjun á vefnum okkar, sem verð- ur enn skemmtilegri en hann er nú. Við höfum vanrækt hann dá- lítið að undanförnu," sagði Skúli. Slóð heimasíðunnar sem rætt er um í greinninni er eftirfar- andi: http://www.pathfind- er.com/fortune/buyers- guide/netprofits/index.html. | Slóð heimasíðu Oz á Netinu, sem nálgast má einnig í gegnum síðu Fortune, er j http://www.oz.com.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.