Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Lewinsky segir af ástar- fundum með Clinton Reuters MONICA Lewinsky kemur til alríkisddmshússins í Washington á miðvikudag. Vitnisburður Monicu Lewinsky fyrir rann- sóknarkviðdómi um meint ástarsamband við Bill Clinton markar tímamót í sögu banda- ríska forsetaembættis- ins, því þótt Lewinsky sé fráleitt fyrsta konan sem sögð er hafa átt vingott við forseta Bandaríkjanna er hún sú fyrsta sem ber vitni um það í tengslum við rannsókn á meintu mis- ferli forseta. TVEIR heimildamenn, sem kunnugir eru framburði Mon- icu Lewinsky frammi fyrir rannsóknarkviðdómi í Washington á fimmtudag, tjáðu fréttastofu CNN að Lewinsky hefði sagt frá því að hún hefði átt á annan tug ástar- funda við Bill Clinton Bandaríkja- forseta á eins og hálfs árs tímabili er hófst í nóvember 1995, er hún var starfsstúlka í Hvíta húsinu. Heimildamenn CNN sögðu einnig að Lewinsky hefði borið að forsetinn hefði rastt við hana um ýmsar leiðir til að halda ástarsam- bandi þeirra leyndu. En hún neitaði því að forsetinn hefði nokkurn tíma beinlínis beðið hana að segja ósatt í eiðsvömum vitnisburði í máli sem Paula Jones höfðaði á hendur for- setanum fyrir meinta kynferðislega áreitni. Clinton neitaði því í eiðsvarinni yfirlýsingu í máli Jones að hann hefði átt í ástarsambandi við Lewin- sky. Máli Jones var síðar vísað frá dómi. Lewinsky er fráleitt fyrsta konan sem talin er hafa átt náin samskipti við forseta Bandaríkj- anna. En hún er sú fyrsta sem ber vitni um meint samband í tengslum við rannsókn á meintu misferli for- setans. Kenneth Starr, sérstakur sak- sóknari, hefur kallað saman rann- sóknarkviðdóminn til þess að graf- ast fyrir um hvort grundvöllur sé fyrir ákæru á hendur forsetanum fyrir tilraunir til meinsæris. Einnig beinist rannsóknin að því hvort Clinton hafi átt í ástarsambandi við Lewinsky. Bæði Clinton og Lewin- sky hafa opinberlega neitað því að svo hafi verið, en eftir að Starr komst að samkomulagi við Lewin- sky um að hún nyti friðhelgi og yrði ekki lögsótt féllst hún á að bera vitni um ástarsamband við forset- ann. Tilteknar athafnir CNN hafði ennfremur eftir heim- ildamönnum sínum í gær að Lewin- sky hefði gefið í skyn við kviðdóm- inn að hún hefði tekið þátt í tiltekn- um kynferðislegum athöfnum sem forsetinn liti ef til vill ekki á sem kynferðisleg samskipti. Að sögn New York Times áttu þessi sam- skipti sér stað í lítilli einkaskrifstofu forsetans skammt frá opinberri skrifstofu hans. Lewinsky kann að verða kölluð aftur fyrir rannsóknarkviðdóm St- arrs, en ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður. Clinton mun bera vitni fyrir kviðdómnum 17. ágúst í Hvíta húsinu. Framburður hans verður sendur beint um sjón- varpsrás til dómshússins þar sem kviðdómendur sjá hann. Verður þess vandlega gætt að utanaðkom- andi aðilar geti ekki hlerað eða náð sjónvarpssendingunni. Lewinsky kom til alríkisdóms- hússins í Washington á fímmtudag í fylgd lögmanna sinna, en þeir gerðu samkomulagið við fulltrúa Starrs. Fréttamenn, sem voru fjölmennir við dómhúsið, segja hana hafa virst rólega en alvarlega. Er inn kom fékk Lewinsky að nota lyftu, sem venjulega er aðeins notuð af dómur- um, til að fara upp á þriðju hæð, þar sem rannsóknarkviðdómurinn situr. í Hvíta húsinu reyndu forsetinn og aðstoðarmenn hans að láta sem ekkert væri, að því er CNN sagði í gær. Talsmaður hússins sagði að Clinton væri ekki með hugann við framburð Lewinskys. „Hann er í góðu skapi,“ sagði Barry Toiv, að- stoðarfréttafulltrúi hússins. CNN hefur eftir „heimildamönn- um sem þekkja til rannsóknar St- arrs“, að á rannsóknarstofu Alríkis- lögreglunnar, FBI, í Washington sé í þann mund að ljúka frumrannsókn á dökkbláum kvöldkjól sem Lewin- sky lét saksóknara í té. Beinist rannsókn FBI að því hvort í kjóln- um sé að finna lífræn efni sem bera megi saman við erfðaefni forsetans og renna þannig stoðum undir að samskipti hans við Lewinsky hafi verið af kynferðislegum toga. Starr situr á niðurstöðum rann- sóknarinnar. Haft hefur verið eftir heimildamönnum að hvorki Janet Reno dómsmálaráðherra né Louis Freeh, yfirmanni FBI, verði greint frá niðurstöðunum. Rannsakendur fundu ekki umræddan kvöldkjól þegar þeir leituðu í íbúð Lewinsky í Washington fyrr á þessu ári þar eð hún hafði geymt kjólinn í íbúð móð- ur sinnar í New York. Mikil þolraun Lewinsky var í sex og hálfa klukkustund að segja kviðdómend- um frá samskiptum sínum við for- setann og svara spumingum sak- sóknara þar um. New York Times hefur eftir aðstoðarmanni Lewin- sky að þetta hafi verið henni mikil „þolraun". „Hún var spurð mjög nákvæmra spuminga um mikil einkamál sem erfitt er að tala um opinberlega," sagði aðstoðarmaður- inn. Þá hefur verið haft eftir einum vina Lewinsky að hún hafi kviðið því í marga mánuði að til þessa kynni að koma. Þegar hún hafi verið að undirbúa sig sl. miðvikudags- kvöld fyrir vitnisburðinn á fimmtu- dag hafi hún sagt: „Það sem ég ætla að gera á morgun er nokkuð sem ég vildi að ég þyrfti aldrei að gera.“ Clinton hefur aldrei greint opin- berlega frá samskiptum sínum við Lewinsky, umfram það að neita því að þau hafi verið af kynferðislegum toga. Á fimmtudaginn létu sumir ráðgjafa forsetans reiði sína í Ijósi vegna þess sem gekk á fyrir utan al- ríkisdómshúsið, þar sem Lewinsky bar vitni. „Ég hef óbeit á þessu öllu saman,“ hafði New York Times eftir einum þeirra. „Ég hef óbeit á ykk- ur, ég hef óbeit á okkur." Svo bar óbeitin hann ofurliði og vegna skorts á orðum bætti hann einfald- legavið: „Oj.“ Þótt ráðgjafar forsetans vildu sem minnst gera úr atburðum dags- ins höfðu þeir samband við frétta- menn á fimmtudagskvöldið til að leita fregna af vitnisburði Lewin- sky. í Hvíta húsinu hafa menn aldrei gefið annað í skyn opinber- lega en að hún hafi verið góður starfskraftur. New York Times seg- ir þó að kvisast hafi að menn hafi haft áhyggjur af því að hún væri skotin í forsetanum. Lögmaður í borginni Indianapol- is, sem hefur starfað fyrir Demókrataflokkinn, sagði í viðtali á fimmtudag að hann hefði verið beð- inn að hafa auga með Lewinsky á góðgerðarsamkomu 23. október 1996 og gæta þess að hún „yrði ekki forsetanum til skammar". Sagði lögmaðurinn, John J. Sullivan, að vinur sinn í Hvíta húsinu hefði beðið sig um þetta á þeim forsendum að Lewinsky hefði verið nýhætt störf- um í Hvíta húsinu og þar hefðu menn áhyggjur af því að hún væri óánægð. Sullivan rifjaði upp að vinur sinn hefði sagt um Lewinsky: „Við erum ekki viss um hvort hún gengur með einhverjar grillur um samband við forsetann. En hún er alltaf að dúkka upp á svona samkomum." Sullivan kvaðst hafa fylgst með Lewinsky og séð hana faðma forset- ann. „Og hann faðmaði hana á móti. Svo sagði hann við hana: Hvað seg- irðu gott? Hún sagði: Allt gott. Hann sagði: Hvemig kanntu við þig í nýju starfi? Og hún sagði: Mjög vel. Hann sagði: Ég óska þér góðs gengis. Það var allt og sumt.“ „Stórviðburður" Riveras Bandarískir fjölmiðlar hafa greint nákvæmlega frá framgangi þessa máls frá því það kom fyrst upp á yfirborðið í janúar sl. Rann- sóknin á kjól Lewinsky hefur ekki síst orðið tilefni tíðra vangaveltna fréttaskýrenda. Washington Post greindi frá því í gær, að sl. þriðju- dagskvöld hefði kunnur tíðindamað- ur NBC-sjónvarpsins, Geraldo Ri- vera, sagt frá því sem hann kallaði „stórviðburð". Fullyrti hann í sjón- varpsþætti sínum að niðurstöður rannsóknar FBI á kjólnum væru ,jákvæðar“, og hafði eftir „heim- ildamanni sem er nátengdur forset- anum“. Um það bil klukkustundu síðar hafi sjónvarpsstöðin sent öllum fréttamönnum sínum tilkynningu þar sem þeir voru varaðir við að feta í fótspor Riveras. „Fréttastofa NBC hefur ekki fengið staðfestar upplýsingar og mun ekki greina frá þeim upplýsingum sem komu fram í þætti Riveras um niðurstöður rann- sókna." Rivera sagði í þætti sínum að New York Times myndi ef til vill staðfesta upplýsingarnar um rann- sóknina „eftir um það bil þrjá stundarfjórðunga". Nokkru síðar var hringt í hann frá blaðinu og í kjölfarið tilkynnti hann í þættinum að blaðið myndi ekki segja frá þessu. )rAð minnsta kosti ekki á morgun." Fulltrúi NBC tjáði Washington Post að sjónvarpsstöðin gerði ekki athugasemd við fullyrðingar River- as. Tilkynningin til fréttamannanna hefði verið send út „vegna þess að við óttuðumst að ef þetta yrði tekið úr samhengi gæti þetta undið óvið- ráðanlega upp á sig“. í þætti sínum kvöldið eftir sagði Rivera að hann hvikaði hvergi frá fyrri fullyrðingu, „alveg sama hvað einhver náungi á Washington Post kann að skrifa á morgun“. Vegið að bandarísk- um fem- ínistum París. Reuters. EINN ötulasti málsvari franskrar tungu hefur fundið sér nýjan óvin í endalausu stríði sínu gegn hnignun frönskunnar. Franska vísinda- akademían, sem gætir móður- málsins líkt og þjóðargersem- ar, hefur nú boðið bandarísk- um femínistum birginn. Maurice Druon, ritari aka- demíunnar, kvartaði í grein í dagblaðinu Le Figaro yfir þeirri tísku að kvengera starfs- heiti, og sagði hann þetta vera bandaríska afbökun sem væri tekin að berast inn í frönsku í gegnum Quebec-fylki í Kan- ada, þar sem meirihluti íbúa á frönsku að móðurmáli. I greininni sagði Druon meðal annars að ensk/banda- ríska hefði náð að menga frönskuna með orðum á borð við „primetime“ og „look“. Nú hefði ensk/bandarískunni tek- ist að spilla franskri málfræði „með því að gera út frá Quebec“. „Vitum við hvar þessi kven- gerving starfsheita hófst?“ spyr Druon. „Svo sannarlega ekki í Kanada, heldur í Banda- ríkjunum." Akademían hefur beitt sér einarðlega gegn til- hneigingum til að kvengera starfsheiti, en ríkisstjóm sósí- alista hefur hins vegar verið hlynnt slíkum breytingum. Þannig hafa starfsheitum ráðherra, sem eru konur, verið breytt í kvenkynsorð, þótt hið hefðbundna franska orð fyrir ráðherra sé, líkt og hið ís- lenska, karlkyns, samkvæmt reglum málfræðinnar. Fleiri starfsheitum hjá hinu opinbera hefur verið breytt á þennan hátt. Tyrkland Segja ekki fót fyrir rannsókn Ankara. Reuters. LÖGMAÐUR Tansu Ciller, fyrr- verandi forsætisráðherra Tyrk- lands, og eiginmanns hennar, sem er kaupsýslumaður, sagði á fimmtudag að enginn fótur væri fyrir rannsókn á fjárreiðum hjón- anna. „Tilgreindar ástæður rannsókn- arinnar eru byggðar á röngum upplýsingum og fela í sér staðhæf- ingar sem jaðra við róg“, segir í yf- irlýsingu sem lögmaður hjónanna sendi frá sér í gær. Saksóknari í Ankara hóf fyrr í vikunni rannsókn á fjárreiðum þeirra, í kjölfar birt- ingar skýrslu frá fjármálaráðu- neytinu þar sem þau eru sökuð um spiHingu. í skýrslunni er fullyrt að Ciller hafi látið hjá líða að telja fram eignir að andvirði rúmlega 113 milljóna íslenskra króna í yfirlýs- ingu sem hún flutti tyrkneska þinginu. Rannsóknin tekur vænt- anlega nokkra mánuði og gæti leitt til réttarhalda. Eiginmaður Tansu, Ozer Ciller, var í maí dæmdur til að greiða fjár- sekt fyrir að villa um fyrir rann- sóknarnefnd á vegum þinsins, með því að leggja fram fölsuð skjöl varðandi eignir þeirra í Bandaríkj- unum. Talið er að fyrirtæki og fast- eignir, sem hjónin eiga í Tyrklandi og Bandaríkjunum, séu hundruða milljóna króna virði, að því er tyrk- neskir fjölmiðlar hafa greint frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.