Morgunblaðið - 08.08.1998, Side 47

Morgunblaðið - 08.08.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 47 ■v FRÉTTIR Tundurduflaslæðarar til sýnis um helgina SKIP Ermarsundsflotans á siglingu úti fyrir Reykjavík. Á miðri mynd er norski tundurduflaslæðarinn Hinnoy, sem þykir eitt tæknivæddasta skip sinnar tegundar. Hjarta- gangan er í dag HIN árlega gönguferð sem Lands- samtök hjartasjúklinga í Reykjavík standa fyrir, Hjartagangan, verður farin í dag, laugardag. Mæting kl. 13.30 við skiptistöð SVR í Mjódd. Gengið inn í Elliðaárdal og um Elliðaárhólma. Val um lengri og styttri gönguleiðir í fylgd hópstjóra. Þannig er hægt að finna göngu- hraða við sitt hæfí og allir hittist á sama áningarstað og í lok göngunn- ar. Hjartagangan er hugsuð til að minna á að gönguferðir og önnur útivist er góð fyrir hjartað og æða- RANGHERMT var á baksíðu Morgunblaðsins í gær að heim- sókn fastaflota Atlantshafsbanda- lagsins á Ermarsundi hingað til lands væri lokið. Heimsókninni lýkur ekki fyrr en á mánudags- morgun, en þá láta skipin úr höfn kl. 10. Tundurduflaslæðaramir og stuðningsskip þeirra verða til sýnis um helgina við Faxagarð í Reykja- víkurhöfti. í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, verða skipin opin almenningi á milli kl. 14 og 15. Morgunblaðið biðst velvirðingar á misherminu. kerfíð og að ganga í hópi dreifir huganum. Allir eru velkomnir í Hjartagöng- una, ungir sem aldnir. Sveitamark- aður í Mos- fellsdal SVEITAMARKAÐUR verður hald- inn í Mosskógum, Mosfellsdal, sunnudaginn 9. ágúst frá kl. 13-18 og einnig næstu tvo sunnudaga. Á markaðinum verður boðið upp á íslenskt fersk grænmeti, nýjan veiddan silung, lífræn egg, rósir, tré, mjólk beint úr kúnni, kaffi og kökur. Einnig verður á staðnum gyltan Lukka sem er stærsta gæludýr á landinu, hestar, beljur, kálfar o.fl. Helgardagskrá þjóð- garðsins á Þingvöllum AÐ venju verður boðið upp á fjöl- breytta helgardagskrá í þjóðgarðin- um á Þingvöllum um helgina. Laugardaginn 8. ágúst kl. 14 verður gengið á Arnarfell við Þing- vallavatn undir leiðsögn Sigurður K. Oddssonar, framkvæmdastjóra Þingvallanefndar. Litast verður um á gamla bæjarstæðinu og gengið á fellið. Þetta er nokkuð strembin ganga á köflum, því er nauðsynlegt að vera vel skóaður og hafa með sér nestisbita. Farið verður frá þjón- ustumiðstöðinni og tekur gangan um 3 klst. Kl. 15 verður gengið um hinn forna þingstað í fylgd sr. Heimis Steinssonar. Lagt upp frá hringsjá á Haki, gengið um Al- mannagjá á Lögberg og endað í Þingvallakirkju. Tekur VÆ klst. Sunnudaginn 9. ágúst kl. 13 verð- ur gengið með vestari brún Al- mannagjár að Öxarárfossi og þaðan um Langastíg. Hugað verður að sögu og náttúru svæðisins á leiðinni. Gangan tekur 2-3 stundir hefst við útsýnisskífu á Haki. Gangan er í meðallagi erfið en nauðsynlegt er að vera vel skóaður. Kl. 14 er Guðs- þjónusta í Þingvallakirkju. Prestur sr. Heimir Steinsson, organisti Ing- unn H. Hauksdóttir. Kl. 15.30 litast um af lýðveldisreit. Sr. Heimir Steinsson tekur á móti gestum þjóð- garðsins á grafreit að baki kirkju og fjallar um náttúru og sögu Þing- valla. Opið laugardag kl. 10-16 OPIÐ kl.10-16 I DAG ÚTSALA VERÐ 1.995 Teg. Big comfort Teg. Sandra Litur: Svartur. Stærðir: 36-41 T oppskórinn V/INGÓLFSTORG SÍMI: 552 1212

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.