Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Blóðug barátta LEIKUR War Gods, leikur fyrir Nintendo 64 úr smiðju Midway. ÞEGAR Midway gaf út Mortal Kombat 1, 2 og 3 fyrir nokkrum ár- um einskorðuðust leikir þeirra nokk- urnveginn alveg við slagsmálaleiki og sver War Gods sig í ætt við þá. War Gods er slagsmálaleikur í þrí- vídd, sem er reyndar nýtt frá Mid- way. Mortal Kombat 4 verður reynd- ar í þrívídd en enn er nokkur tími í hann. Hægt er að velja um átta persónur í War Gods og líkt og í Mortal Kombat er hver með sínar sérhæfðu hreyfingar og „fatalities", eða bana- brögð, sem drepa hinn keppandann í enda leiksins. Þó nokkuð blóð er í War Gods og leikurinn því ekki ráð- lagður yngri en sextán ára. Þegar keppandi nær svokölluðum „comboum“ eða höggfléttum fær hann meira af stigum en þegar hann gerir venjuleg brögð. Þessar fléttur eyða meira af lífi andstæð- ingsins en venjuleg högg og geta jafnvel eytt meira en helmingnum af orkunni. Ef keppendur eiga í vandræðum með að ná svokölluðum leynibrögð- um er gott að grípa til gömlu Mortal Kombat-stælanna því brögðin eru oft afar lík. Þó á greinarhöfundur enn eftir að ná almennilegum tökum á því hvemig á að drepa andstæðing- inn í enda leiksins. Þegar andstæðingur er sigraður eða keppandi valinn glymur við rödd sem flestir ættu að þekkja, þar er komin sama röddin og í Mortal Kombat og er að mati greinarhöf- undar ómissandi í leikjum Midway. War Gods er frábær leikur fyrir þá sem hafa gaman af að drepa and- stæðinga sína og sjá blóð spýtast út um allt við högg. Margir sem hafa gaman af því ættu þó ekki að spila þennan leik vegna aldurs. Ingvi M. Árnason Frábær barnaleikur LEIKUR Klonoa, leikur fyrir PlayStation frá Namco. kasta þeim og gera margt fieira sem snertir umhverfi leiksins. Þeim, sem spilar leik- inn, verður fljótt skiijan- legt að best er að prófa allt, eitthvað getur alltaf komið á óvart. Klonoa er þannig leikur að þú færð ekki fljótt leið á honum. Upplausn í bamaleikjum hefur yf- irleitt ekki verið neitt sérstök til þessa, framleiðendur líta yfirleitt þannig á að betra sé að hafa leikinn skemmtilegan og sætan en flottan. Klonoa tekst að blanda öllu saman og inniheldur eina þá flottustu upp- lausn sem greinarhöfundur hefur séð í PlayStation leik til þessa og er hægt að líkja grafikinni við metsöluleikinn Pandemonium sem gefínn var út fyrir nokkm. Ef góðan og flottan bamaleik vantar í safnið sem hefur einnig gott spila- gildi þá er Klonoa kjörinn. Ingvi M. Árnason NAMCO leikjafyrirtækið hefur lengi verið þekkt fyrir frábæra bílaleiki og er greinilegt að þar á bæ hafa menn ekki aðeins hæfi- leika í gerð bílaleikja því nú hafa þeir gefið út frábæran barnaleik er nefnist Klonoa. Klonoa er svo- kallaður borða-, eða „plat- form“-leikur og allur í þrívídd. Leikurinn er einfaldur á alla vegu, einfalt er að byrja leikinn, stýra sögupersónunni og skilja markmið leiksins. Þetta er skemmtileg tilbreyting frá sumum „bamaleikjum" sem jafnvel greinarhöfundur, sem er heldur eldri en markhópur þessara leikja, getur ekki skilið til fullnustu. í Klonoa er aðeins hægt að gera fáar hreyfingar eins og að hoppa, skjóta og hlaupa, en einnig er hægt að taka óvini sína upp og 16 bitarnir bráðfeigir FRÁ ÞVÍ Windows 98 kom út hafa margir velt því fyrir sér hvort rétt sé að skipta. Þeirri spumingu er ekki einfalt að svara, því þar skiptir máli til hvers nota á viðkomandi tölvu, enda em þarfir notenda mjög misjafnar eftir því hvort verið er að nota tölvuna innan fyrirtækis eða heima í ritvinnslu og leiki. Windows 98 er reyndar hálfvill- andi nafn, líkt og Windows 95 var villandi á sínum tíma; líklega þyk- ir mönnum auðveldara að spá í spilin þegar þeir átta sig á að Windows 95 var í raun Windows 4.0 og Windows 98 er Windows 4.1. Fyrsta útgáfa Windows 95 hét Windows 4.00.950 og síðan eru fjórar minni háttar uppfærslur, Windows 98 er sú flmmta og veigamesta. Eldri uppfærslurn- ar hafa sumar verið fáanlegar á vefsetri Microsoft, en aðrar hafa aðeins fengist upp settar á tölvu, enda ekki ætlaðar til upp- færslu á eldri uppsetn- ingu. Einfalt er að kanna hvaða útgáfa er í gangi á viðkomandi tölvu með því að tvísmella á My Computer, opna þar Control Panel og loks Sy- stem. Talan sem þar sést segir til um útgáfuna. Eins og áður er getið er 4.00.950 númerið á fyrstu útgáfu, Windows 95 A, og reyndar líka á fyrstu upp- færslu, svonefndri OSR 1. Standi 4.00.950 B er á tölvunni útgáfa Windows 95 OSR 2 eða OSR 2.1. Windows 98 hefur númer- ið 4.10.1998. Eins og sjá má af því númerakerfi er Windows 98 uppfærsla en ekki ný útgáfa, og þannig mun minna skref en þegar Windows 95 leysti af hólmi Windows 3.x. Ymislegar endur- bætur eru á stýrikerfinu, það er stöðugra og í því sitthvað sem gerir mönnum lífíð auðveldara, en ef menn vantar ekki beinlínis eitt- hvað af því sem boðið er uppá í uppfærslunni, er kannski eins gott að halda sig við Windows 95. Endurbætur og hjálpartól Þegar rýnt er í Windows 98 sést sitthvað endurbætt. Fyrst er að nefna að kjarni stýrikerfis- ins er endurskrifaður að nokkru og þannig les stýrikerfið ekki alla rekla inn í upphafi, heldur reynir það að lesa þá ekki nema þeirra sé beinlís þörf. Þetta þýð- ir eitthvað hraðari ræsingu og minnkar líkur á árekstrum. Stýrikerfið er einnig mun fljót- ara að slökkva á sér, en Windows 95 notendur þekkja það að stundum þarf að bíða drjúga stund. Minnisstýring er líka Margir hafa velt því fyrir sér hvort rétt sé að skipta yfír í Windows 98. Arni Matthfasson segir að leikjavinir ættu að skella sér á uppfærslu, en aðrir að spá betur í hlutina. verulega endurbætt og ræsing hugbúnaðar. Reyndar fylgir stýrikerfinu forrit til að taka til á harða disknum og raða forritum upp eftir því sem þau eru mest notuð. Þetta getur þýtt verulega hraðaaukningu í mörgum tilfell- um, en hún kemur ekki fram strax. Sérstakt forrit er til að lagfæra kerfisskrár sem lent hafa í hremmingum eða óhóflegri tiltekt. Þannig má láta forritið, sem kallast System File Checker, yfirfara kerfið og benda á hvaða skrár vantar og reyndar hvaða skrár eru úreltar. Nettengdir njóta þess einnig að hægt er að láta stýrikerfið tengj- ast vefsetri Microsoft og sækja þangað nýjustu uppfærslur og endurbætur af stýrikerfinu ef þeir kjósa svo. Áður hefur verið fjallað um FAT32, sem er reyndar mjög gott tilefni til þess að skipta yfir í Windows 98 fyrir þá sem enn eru með 16 bita skráavistunarkerfi. Það má einnig skoða með því að ræsa System-forritið í Control Panel, smella á Performance-flip- ann og þá sést hvort File System er 16 bita eða 32. Sé 16 bita skráakerfi á vélinni má auka til muna plássið á henni, en dæmi eru um allt upp í 40% viðbót. Dr. Watson endurfæddur Windows fylgja ýmis hjálpar- forrit, til að mynda System In- formation, nú í 32 bita útgáfu, en með því má afla sér ýmissa gagn- legra upplýsinga um tölvuna og stýrikerfið, aukinheldur sem þar er hægt að komast í ýmisleg verkfæri, eins og endurfæddan Dr. Watson, öfluga ræsistillinga- græju sem kallast System Con- figuration Utility, áðurnefndan System File Checker, sacdisk og svo má telja. Allt er þetta til mik- illa bóta, þótt það sé kannski ekki úrslitaatriði þegar spáð er í upp- færslu. Meðal helstu kosta Windows 98 er betri TCP/IP stæða, sem þýðir betri og traustari netsamskipti og svo hefur það sína kosti að vafrinn sé eins samþættur stýrikerfinu og raun ber vitni. Leikjavinir spá helst í það hvort betra sé að leika sér á tölvunni og svar við því er tvímælalaust já, enda er stýrikerfið stöðugra og betra að eiga við fyrir not- endur eins og leikjaáhuga- menn sem eru sífellt að fikta í tölvunum sínum og skipta um forrit. Betri stuðningur er líka fyrir ým- is jaðartæki og stýripinna, en ekki tókst Microsoft- mönnum að láta DirectX 6.0 fylgja eins búið var að lofa. Ekki er heldur að finna hið bráðhandhæga verkfæri DirectX Control Panel, sem víða má finna á netinu, en ekki hjá Microsoft þrátt fyrir augljóst notagildi. Sjá slóðina http:/Avww.matrox- users.comdirect_x.html. Reyndar hafa sumir verið að flagga á netinu DirectX 6.0, en það er sjálfsagt sjó- ræningjaútgáfa því Microsoft hefur ekki enn sent frá sér opinbera útgáfu. Leikjavinir ættu því flestir að skipta, en þó hafa það í huga að sumur vélbúnaður getur lent í hremmingum. Því borgar sig að kanna fyrst á netinu hvaða vél- búnaður gengur illa eða ekki með Windows 98. Fáein forrit kunna líka illa við sig í sambýlinu, sér- staklega ef 32 bita FAT er sett upp á tölvuna. Þannig hafa Photoshop 4.0, Director 4.0 frá Macromedia og meira að segja Office 7.0 fyrir Windows 95 lent í kröggum á köflum. Rétt er síðan að hafa í huga að 16 bita hugbún- aður er bráðfeigur í PC-heimum, því Windows 98 verður síðasta út- gáfa Windows sem sérhönnuð er til að keyra 16 bita hugbúnað og einnig til að keyra leiki. Næsta út- gáfa sem menn skipta í verður væntanlega Windows NT 5.0, sem kemur út eftir rúmt ár eða svo og þá koma fjölmörg ný vandamál upp á yfirborðið ef að líkum lætur. Enterprize turn Intel Pll 266 Mhz örgjörvi 64 MB SDRAM innra minni 4,3 GB haröur diskur % 17“ skiár með aögeröum á skjá ’ 32 hraöa geisladrif 8MB Matrox Prod AGP skjákort Soundblaster 16 hljóðkort 280W hátalarar 33.6 bás mótald m/ faxi & símsvara 4 mánaöa Internetáskrift hjá Margmiölun eöa Islandia Winaows 95 uppsett og á CD Windows lyklaborö og mús 4 síður á mín í svörtu • 1.5 síður á mín í lit • 600x300 pát í svörtu • 600x300 pát í lit • Tvö prenthylkl tomjnum fylyj.i LETHA14 WEAPDMl BT • SKEIFAN 11 • SIMI 550-4444 • POSTKROFUSIMINN 550-4400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.