Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Utanríkisráðherra í opinbera heimsókn til fjögurra Afríkuríkja Kynnir sér þréun- arhjálp og við- skiptatækifæri HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra heldur næstkomandi mið- vikudag í opinbera heimsókn til fjögurra ríkja í suðurhluta Afríku. Þetta eru Malaví, Mósambík, Suð- ur-Afríka og Namibía. Island veitir öllum ríkjunum nema Suður-Afríku þróunaraðstoð og mun ráðherrann og fylgdarlið hans m.a. kynna sér starf Þróunar- samvinnustofnunar (ÞSSÍ) í löndun- um þremur. Mat á framhaldinu í þróunaraðstoð Halldór Ásgrímsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að einn til- gangur fararinnar væri að kynnast þeim árangri, sem íslendingar hefðu náð í þróunaraðstoð og meta hvemig halda bæri því starfi áfram. „Ríkisstjórnin hefur samþykkt að auka þróunaraðstoð í áföngum á næstu árum. Við höfum verið að vinna í Namibíu og ég tel mikilvægt að kynnast því starfi og hvað sé rétt að gera þar á næstunni. Við höfum hafið þróunaraðstoð í Malaví, sem er mjög fátækt ríki, og mikill vilji er til að halda þar áfram. Þá erum við nýbyrjuð að starfa í Mósambík. Þar er mikil þörf fyrir aðstoð og miklir möguleikar, t.d. í sjávarútvegi," segir Halldór. Hann segist einnig munu leita eft- ir viðhorfi stjómvalda í viðkomandi ríkjum; hvemig þau líti á samstarfið við Island og í hvaða farveg þau vilji að þróunaraðstoð verði beint. Mögnleikar í sjávarútvegi „Ég tel jafnframt mikilvægt að meta tækifæri til samstarfs á við- skiptasviðinu í þessum löndum,“ segir utanríkisráðherra. „í Suður- Afríku eru miklir möguleikar og við þurfum að rækta þann garð á næstu árum. Við höfum hafið samstarf við fyrirtæki í Namibíu og ég tel allar líkur á að það geti einnig gerzt í Mósambík. Með þessu er ég ekki að segja að við eigum að draga úr að- stoð okkar við þessar þjóðir, en eigi að verða varanlegur árangur af að- stoð Islendinga á fiskveiðisviðinu verður hún að leiða til atvinnu- rekstrar, sem er í höndum heima- manna. Ef við getum unnið með þeim að uppbyggingu slíks rekstrar er það þróunarhjálp í sjálfu sér.“ Ráðherra mun í ferð sinni ræða við fulltrúa Alþjóðabankans í hverju landi, en ísland stefnir að því að auka samstarf sitt við bankann í þróunarmálum. Halldór er fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasalts- ríkjanna í stjórn Alþjóðabankans og segir mildlvægt að kynnast aðstæð- um í Afríku á meðan hann gegni því starfi. I för með Halldóri verða Sigur- jóna Sigurðardóttir eiginkona hans, Hilmar Þ. Hilmarsson, aðstoðar- maður ráðherra og stjórnarformað- ur ÞSSÍ, Sigríður Snævarr sendi- herra og Björn Dagbjartsson, for- stjóri ÞSSI. Afríkuferðin stendur frá 12. til 25. ágúst. r—1 rm [_ -l" j' I' L 1 Morgunblaðið/Jónas UPPSKERA landgræðslufræja er hafin á Mýrdalssandi. Göð uppskera landgræðslufræj a ÁRLEG uppskera landgræðslu- fræja er hafin og var fyrsti sláttur á Mýrdalssandi í fyrradag. Að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslu- stjóra hafa sáningar í Mýrdalssand skilað umtalsverðu magni af fræj- um í ár og má þakka það góðu ár- ferði. „Almennt er gott útlit með upp- skeru landgræðslufræja á Suður- landi en það er einkar ánægjulegt að við þær erfiðu aðstæður sem eru á Mýrdalssandi skulum við vera að fá mikið magn af þýðingarmiklum fræjum af túnvingli, beðispunti og melfræi, sem eru ræktuð á sandin- um og hvergi eru til annars staðar í heiminum," segir Sveinn. Uppgræðslan á Mýrdalssandi er unnin í samvinnu við Vegagerðina og segir Sveinn að hún hafi gengið mjög vel, Mýrdalssandur hafi áður verið ófær í allt að sautján daga á ári vegna sandfoks en nú hafi að mestu tekist að koma f veg fyrir það og slíkt sé fólki, sem býr austan sandsins, mikilvægt. Sveinn segir landgræðslu hafa gengið þokkalega fyrir norðan og austan í sumar. Ekki sé hins vegar hægt að búast við neinni uppskeru þar vegna kuldanna í sumar. Fyrir sunnan sé hins vegar útlit fyrir góða uppskeru, verið sé að hefja uppskeru á lúpfnuökrum f Rangár- vallasýslum, en síðar í mánuðinum FRÆ af túnvingli og beðispunti sem vaxa á Mýrdalssandi eru notuð til frekari landgræðslu- starfa. hefst uppskera melfræs í friðuðum landgræðslugirðingum við Þorláks- höfn og víðar. Könnunarviðræður hafnar við sparisjóðina um kaup á Fjárfestingabanka atvinnulífsins Liður í undirbúningi að sölu hlutafjárins Iðnaðar- og sjávarút- vegsráðherra, sem saman fara með eignar- hlut ríkisins í Fjárfest- ingarbanka atvinnulífs- ins, hafa ákveðið að taka upp könnunarvið- ræður við Samband ís- lenskra sparisjóða um kaup sparisjóðanna á öllu hlutafé í FBA, en sambandið hafði óskað eftir formlegum við- ræðum um slík kaup. Finnur Ingólfsson viðskipta- og iðnaðarráðherra segir að viðræð- urnar séu liður í undirbúningi á sölu hlutafjár ríldsins í bankanum. Sam- þykktin felur einnig í sér að Fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu er falið að annast undirbúning sölu hlutafjár í FBA í nánu samráði við ráðuneytin og stjórnendur bankans. Nefndin á að miða undirbúning söl- unnar við að hlutabréf í FBA verði boðin almenningi til kaups í mjög dreifðri sölu og að erlent fjármála- fyrirtæki verði fengið til að verð- meta bankann. Könnunarviðræður en ekki samningaviðræður Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að Samband ís- lenskra sparisjóða hefði sent inn formlega ósk um viðræður og sam- komulag hefði orðið milli sín og iðn- aðarráðherra um að verða við henni. „Þetta eru könnunarviðræð- ur en ekki samningaviðræður. Á þessu stigi er því fyrst og fremst verið að kanna hvaða hugmyndir þeir eru með. Síðan verður það met- ið þegar það liggur fyrir,“ sagði Þorsteinn og bætti því við að hann ætti von á að viðræðumar tækju skamman tíma. Þorsteinn sagði að það lægi fyrir að síðar á þessu ári yrðu hlutabréf í FBA seld, en á þessu stigi væri ekki Ijóst hvað mikið yrði selt fyrir ára- mót. Hvað mikið yrði selt í fyrsta áfanga myndi væntanlega liggja fyrir í byrjun næsta mánaðar. Sam- hliða yrði einnig tekin ákvörðun um hvaða áform stjómvöld hefðu um sölu á því sem eftir væri af hlutafé ríkisins í FBA. „Þegar farið verður af stað með sölu bréfanna í haust er mjög mikil- vægt að það liggi fyrir hvemig hald- ið verður á málum í framhaldinu. Það hlýtur að hafa áhrif á verð bréf- anna að það sé skýrt hvert mark- miðið er. Við ætlum okkur að geta svarað því í byrjun septembermán- aðar,“ sagði Þorsteinn. Næstu skref þurfa að liggja fyrir Finnur lagði sömuleiðis áherslu á að viðræður við sparisjóðina væru könnunarviðræður, sambærilegar við þær sem nú stæðu yfir við sænska SE-bankann varðandi eign- arhald«á Landsbankanum. Finnur sagðist hafa átt viðræður við full- trúa sparisjóðanna fyrir nokkru þar sem þeir hefðu kynnt áform sín. Hann sagði að sparisjóðimir hefðu sýnt áhuga á að kaupa allt hlutafé ríkisins í FBA. Stjórnvöld hefðu hins vegar einungis heimild frá Al- þingi til að selja 49% hlut. Afla yrði nýrrar heimildar frá þinginu ef selja ætti allt hlutaféð. Finnur sagði að þessar könnunar- viðræður við sparisjóðina breyttu engu um það sem hann hefði áður sagt að nauðsynlegt væri að áður en sala á hlut ríkisins í FBA færi fram lægi fyrir hver næstu skref stjórn- valda yrðu í endurskipulagningu á fjármálamarkaði. „Það er hægt að fara tvær leiðir í þessum efnum. Annars vegar að selja þessa eignarhluti ríkisins í dreifðri sölu, þ.e. FBA sér, Lands- bankann sér og Búnaðarbankann sér. Hin Ieiðin er sú að ríkið grípi til ákveðinna aðgerða til hagræðingar á þessum markaði áður en salan hefst og markaðurinn taki síðan við. Báðar leiðirnar koma til greina að mínu viti, en ég hallast frekar að síðari leiðinni m.a. vegna þess að hún mun leiða til þess að ríkissjóð- ur, þ.e.a.s. þjóðin, fær meira fyrir eignarhluti sína í þessum fyrirtækj- um.“ Finnur sagði að það væru mjög margir möguleikar í þessari stöðu og enginn hefði verið útilokaður á þessari stundu. Sá kostur að sam- eina FBA og Búnaðarbanka, sem utanríkisráðherra hefur nefnt, væri áfram til umræðu. Markmiðið væri að ná fram hagræðingu svo vextirn- ir gætu lækkað. Eðlilegt að ræða við sparisjóðina Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segist ekki sjá neitt at- hugavert við að rætt verði við Sam- band íslenskra sparisjóða um kaup á hlut í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins. Halldór hefur áður lýst þeirri skoðun að æskilegt sé að sameina Búnaðarbankann og FBA, meðal annars vegna þess að það auki verðmæti eignarhluta ríkisins í FBA ef áform um sameiningu liggi fyrir. „Ég tel sjálfsagt að ræða við þá aðila, sem sýna áhuga á að kaupa hlut í bankanum. Okkar markmið er að fá sem mest fyrir eignir ríkisins og ég hef verið þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt, áður en hlutur ríkisins er seldur, að eitthvað liggi fyrir um framtíðina. Það er að mínu mati verulegt hagræði í því að sam- eina Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins og Búnaðarbankann. Ef sparisjóðirnir eða aðrir eru tilbúnir að borga viðunandi verð hef ég að sjálfsögðu ekkert á móti því,“ segir Halldór. Hann segist ekki telja samein- ingu FBA og Búnaðarbankans eina kostinn í stöðunni. „Ég held hins vegar að þessi umræða hafi aukið áhuga innlendra aðila á þessum stofnunum og væntanlega verður það til þess að við fáum það verð, sem er nauðsynlegt út frá hagsmun- um ríkisins," segir Halldór. Stjórn FBA undirbýr tillögur um sölu Stjórn FBA átti fund með iðnað- arráðherra og viðskiptaráðherra í gær og síðdegis var haldinn stjórn- arfundur í bankanum. Þorsteinn Ólafsson, stjórnarformaður FBA, sagði að stjórninni hefði verið gerð grein fyrir fyrirhuguðum viðræðum og hún gerði engar athugasemdir við að þær færu fram. Stjórnin hefði ekki haft afskipti af umræðum um uppstokkun í bankakei-finu eða á eignarhaldi eða sölu bankanna. „Ég legg enga dýpri merkingu í þessar kynningarviðræður við sparisjóðina. Það hefur lengi legið fyrir að sparisjóðimir hafa haft augastað á Fjárfestingarbankanum. Það er eiganda bankans að taka af- stöðu til þess hvaða kostir eru væn- legastir út frá sjónarmiðum eigand- ans og þeirra markmiða sem menn hafa sett sér með starfsemi Fjár- festingarbankans. Við höfum gengið út frá því að það stæði sem gert hefur verið ráð fyrir, að stefnt væri að því að allt að 49% hlutur í bankanum yrði seldur á þessu ári. Við höfum hagað starf- semi bankans í samræmi við það. Við höfum uppi áform um að leggja fram tillögur um hvernig standa eigi að slíkri sölu. Ef samstaða næst innan stjórnar um að setja fram slíkar hugmyndir munum við leggja þær fyrir ráðherrana," sagði Þor- steinn. Þorsteinn sagði að stjórn bank- ans væri sammála stjórnvöldum um að nauðsynlegt væri að menn sæju fyrir sér lokaskrefið áður en fyrsta skrefið yrði stigið í sölu á hlutabréf- um í FBA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.