Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998 4 14 + Tómas Jónsson fæddist í Skarðs- hlíð undir Austur- Eyjafjöllum 25. apríl 1929. Hann lést á Landspítalanum að- faranótt 1. ágúst síð- astliðins. Foreldrar hans voru Jón Iljör- leifsson, bóndi og oddviti í Skarðshh'ð og kona hans, Guð- rún Sveinsdóttir frá Selkoti. Tómas ólst upp í Skarðshlíð hjá foreldrum sínum og systkinum sem eru Sveinn, d. 30. maí 1983, Iljörleifur, Guðni, Sig- ríður, Anna, Hilmar og Jakob. Hann hóf búskap á jörðinni ásamt bróður sínum, Sveini, og föður, seinna tók hann við versluninni í Skarðshlíð og því starfi gegndi hann þar til nú í sumar. Eftirlifandi eiginkona Tómasar er Kristín Jónsdóttir, f. 24. maí 1932, á Núpi, II V-Eyjaf]öllum. Börn Tómasar og Kristínar eru: 1) Það var snemma í vor sem ég frétti að hann Tommi frændi minn væri alvarlega veikur og brá mér óneitanlega við þessi tíðindi. Núna nokkrum mánuðum síðar er hann látinn og sakna ég þessa góða frænda frá Skarðshlíð mikið. Tommi frændi var einstakur maður, glaðlyndur, glettinn, hress og kátur fram á síðasta dag. Um miðjan júlí síðastliðinn var haldið ættarmót að Seljavöllum til minningar um að eitt hundrað ár voru liðin frá fæðingu afa Jóns Hjörleifssonar frá Skarðs- hlíð, þar mætti Tommi hress í anda eins og ávallt. Við fórum í smá- göngutúr um svæðið og áttum tal saman, auðvitað sá ég að það var töluvert af honum Tomma dregið en að tala við hann var ekki að merkja neinn bilbug, ótta eða kviða, þvert á móti ræddum við um framtíðina, slógum á létta strengi og hlógum saman. Ég hélt í sannleika sagt eftir þetta samtal okkar að ég ætti eftir að hitta hann nokkrum sinnum aft- ur en það varð því miður ekki. Alla mína lífstíð hef ég dáðst að þessum lífsglaða og skemmtilega frænda og tekið hann mér til fyrirmyndar og þeir eru ekki margir á lífsleiðinni sem mér hefur þótt vænna um en hann Tomma frænda í Skarðshlíð. Það eru svo ótal margar minningar sem ég á með Tomma allt frá því ég man eftir mér og þar til í dag, allt eru þetta ljúfar og sælar minningar. Við bamabörnin sem dvöldumst öll uppvaxtarárin á sumrin hjá afa og ömmu í Skarðshlíð munum vel eftir hvernig hann Tommi glettist við okkur og sýndi okkur áhuga og um- hyggju. Allt sem mann langaði að prófa og aðrir nenntu ekki að sinna, þá var Tommi alltaf tilbúinn að lið- sinna manni. Tommi frændi var mjög dagfarsprúður og glaðlyndur maður, og maður sá hann aldrei reiðast, en hann var fastur fyrir og lét engan vaða yfir sig. Hann var heiðarlegur, traustur og mjög barn- góður enda löðuðust börn mjög að honum. Aldrei heyrði ég Tomma tala illa um nokkurn mann, jafnvel þótt maður vissi að hann væri ekki sáttur við einhvern þá kom ekki styggðaryrði frá honum. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessum góða manni og að hafa feng- ið að alast upp að nokkru leyti undir hans tilsjón, það er fjársjóður sem aldrei' verður frá mér tekinn. Tommi kvæntist Kristínu Jónsdótt- ur frá Núpi, þegar ég var enn á barnsaldri, þar kom mikil perla inn í fjölskylduna, þar sannast máltækið líkur sækir líkan heim. Ég man að ég var svolítið hræddur um að Tommi mundi hætta að glettast í mér þar sem hann átti orðið kær- ustu til að hugsa um og jafnvel að hann flyttist burt frá Skarðshlíð og færi eitthvað annað að búa, sem mér þótti óbærileg tilhugsun. En hún Kristín var nú ekki lengi að Guðrún Anna, f. 20. jan. 1956, húsfrú á Hellu, gift Þorgilsi Gunnarssyni raf- virkjameistara og eiga þau þrjá syni. 2) Auðbjörg, f. 23. mars 1957, húsfrú í Reykja- vík, gift Hermanni Hanssyni bílamálara og eiga þau þrjár dætur. 3) Guðbjörg Jóna, f. 22. jan. 1960, húsfrú í Reykjavík, gift Sveini Borgari Jóhannessyni pípu- lagningameistara og eiga þau tvo syni. 4) Iljördís, f. 27. ágúst 1964, húsfni og bankastarfs- maður í Reykjavík, gift Þóri Ingv- arssyni bifreiðastjóra og eiga þau þijá syni. 5) Guðmar Jón, f. 20. nóv. 1967, verkstjóri á Hellu, giftur Helenu Kjartansdóttur banka- starfsmanni og eiga þau einn son. títför Tómasar fer fram frá Ey- vindarhólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. bræða strákshjartað og sagði mér að Tommi væri ekkert að fara frá Skarðshlíð. Svo fæddist frumburður þeirra Tomma og Stínu og þá var ég nú alveg viss um að þau hefðu ekki tíma í annað en að hugsa um þetta barn, en það var nú eitthvað annað. Þau breyttust ekki neitt. Á endan- um urðu börn þeirra fimm og aldrei breyttust Tommi og Stína neitt heldur eignaðist ég elskuleg og skemmtileg frændsystkini og vini. Ég votta Kristínu, börnum, barna- börnum og tengdabörnum mína dýpstu samúð. Ég þekki söknuð ykkar, hann er mikill. Ég þakka all- ar samverustundir okkar, elsku Tommi frændi, og ég hlakka til að hitta þig aftur hvar og hvenær sem það verður. Jón Hjörleifsson. Það er frekar skrítið að hann afi Tommi skuli vera dáinn því ég er vanur að hann sitji í sætinu sínu og drekki úr glasinu sínu, svo finnst mér svo leiðinlegt að sjá hann aldrei aftur. Guð geymi þig, afi minn. Sveinn Aron. Samferðamenn, þó senn við skilja kynnum sjáumst við aftur lífs á hærri slóð yngdir og hressir, ugglaust mikið vinnum aukum og vöxtum þroskans dýra sjóð þviáframsteftitog aldrei sókn vér linnum. Eflist vort kyn, og blessist Land og þjóð. (J.Th.) Þegar fyrsti dagur þessa mánað- ar gekk í garð yfírgafstu þennan heim. Eg veit ósköp vel að einhvem tímann verða allir menn að deyja, líka ég, líka þú, en það er samt alltaf jafn erfitt að sjá á eftir sínum. Núna hrannast upp minningar alveg frá því ég var lítil stelpa að alast upp hjá ömmu og afa, mömmu þinni og pabba, í sama húsi og þú, Stína og bömin ykkar. Ég held að það hafi bara oftast verið sól, og þá stöfuðu geislarnir ekki hvað síst frá þér. Þó þykknaði nú stundum upp, og mér finnst einmitt svo táknrænt að þennan sama dag, 1. ágúst fyrir tuttugu og fimm árum, barst þú ásamt bræðmm þínum föður þinn til grafar og ef ég fer enn lengra aftur um tuttugu og sex ár fylgdir þú afa þínum til grafar 1. ágúst, og nú munuð þið þrír ættliðir hvfla í sama kirkjugarðinum í Eyvindar- hólum, ásamt öllum öðrum ástvin- um sem gengnir eru. Mig langar að þakka fyrir svo margt og segja frá svo mörgu en ég er ekkert svo viss um að þú sért fyrir þannig minning- argreinar. Þú varst ekkert sérstak- lega margmáll en lést verkin þín og gjörðimar tala þeim mun meira, og þá get ég ekki látið hjá líða að segja þér hvað mér þótti mikið vænt um að þú og Stína skylduð koma í kirkju þegar hann Sigurður Jón minn var fermdur í vor og einnig í veisluna þar á eftir, þrátt íyrir að þú værir nýkominn úr erfiðri skurð- aðgerð, og það segir mér einmitt það, að ef fólk ber í sér ljós leggur birtu frá því. Nú þegar leiðir skilja í bili óska ég þér allrar blessunar á þeim leiðum, er við sem enn erum ofan moldu vit- um svo lítið um. En ég er þess full- viss að þig skortir ekki veganesti í þeirri veröld. Með þér er genginn einn sá besti maður sem ég hef hitt og jafnan munt þú koma mér í hug, þá ég heyri góðs manns getið. Að lokum bið ég þig að passa hana Stínu, sem alltaf hefur gætt þín svo vel, gefðu henni, bömunum þínum, mökum þeirra og barna- börnum styrk í sorginni. Með djúpri virðingu. Guðrún Jóna Sæmundsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að hðnum lífsins degi. Hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, Og gæfa var það öllum, er fengu að kynn ast þér. (Ingibj. Sig.) í dag er kvaddur hinstu kveðju hann Tommi frá Skarðshlíð. Okkur langar í fáeinum orðum að minnast hans. Oftast þegar við komum undir fjöllin heimsóttum við Tomma og Stínu í búðina eða á heimili þeirra. Bergþóra leit á þau sem hálfgerðan afa og ömmu og alltaf stakk Tommi að henni poka með einhverju góð- gæti í og spurði hvort ekki ætti að innsigla hann. Hún veit að nú er hann kominn til afa Viffa. Það er sárt til þess að hugsa að hann sé nú allur, en minningin um hans kankvísa bros bak við búðar- borðið mun alltaf lifa með okkur. Það er okkur mjög dýrmætt í minn- ingunni, að Tommi skyldi hafa heimsótt okkur á heimili okkar fyrir nokkrum vikum. Elsku Stína og fjölskylda, við biðjum algóðan Guð að gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Guð blessi minningu hans. Rósa, Kjartan og dætur. Elsku afi, nú ert þú kominn til Guðs og englar hans geyma þig. Þú varst alltaf svo góður við alla. Þú hugsað- ir alltaf fyrst um aðra. Það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til ykkar ömmu á vorin til að hleypa út öllum dýrunum. Leiddu mína litlu hendi ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu blíði Jesús að mér gáðu. Afastelpur. Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær birtist innan hins tiltekna skilafrests. + Björn Davíðs- son fæddist á Litlu-Þúfu í Mikla- holtshreppi 20. des- ember 1917. Hann lést á heimili sínu 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Davíð Júlíus Björnsson, f. 16.2. 1886 á Þverfelli, Lundarreykjadal, Borgarfjarðarsýslu, d. 27.9. 1971, og Sigrún Guðmunds- dóttir, f. 28.8. 1890 á Bæ í Viðvíkursveit sýslu, d. 30.3. 1971. Börn Sig- rúnar og Davíðs voru níu, en fjögur þeirra dóu í frum- bernsku. Þau sem upp komust auk Björns eru: Ásta Kristín, f. 1.9. 1912, látin, hún giftist Pétri Guðmundssyni frá Hjarðardal- Ytri í Onundarfirði sem einnig er látinn. Þau eignuðust fimm börn. Sveinbjörg, f. 20.12. 1917, tvíburasystir Bjöms, var gift Sigurði Karlssyni sem er látinn, hann ólst upp á Kirkjuhvammi í Vestur-Húnavatnssýslu. Þau eiga fjögur börn. Kristján, f. 24.7. 1920, kvæntur Ástríði Sig- urðardóttur Oddsstöðum. Þau eiga tvö börn. Elín Hallfríður, f. 16.11. 1922, giftist Guðbirni Eggert Guðjónssyni (þau skildu). Eiga þau tvo syni. Auk þess átti Björn fóstursystur, Eygló Magnúsdóttur frá Reykj- um, síðar búsett í Bandaríkjun- um. Hún er látin. Eftirlifandi eiginkona Björns er Herdfs Guðmundsdóttir, f. 7. júlí 1918 á Hæli í Flókadal. Hún er dóttir hjónanna Guðmundar Bjamasonar, bónda á Hæli í Flókadal, fæddur á Hömrum í Reykholtsdal, og Helgu Jakobs- Hann Björn afi, eða afi á Þverfelli eins og við kölluðum hann, er látinn. Hans verður sárt saknað, því afi skipaði stóran sess í lífi okkar og var mjög merkilegur maður. Við vorum ekki há í loftinu þegar afi fór að fræða okkur um náttúr- una, kenna okkur ömefni í nágrenni Þverfells og ekki má gleyma vísun- um sem hann fór með fyrir okkur og lét okkur læra. Hann var mikið náttúrubarn og undi sér best „fram á fjalli“ eins og hann orðaði það. Ferðimar með afa, svo sem veiði- ferðir, girðingavinna, smala- mennska o.fl. eru okkur öllum mjög dýrmætar og ógleymanlegar. Afi var mikill húmoristi og sá spaugilegu hliðamar á öllu í kringum sig (og gerði óspart grín að sjálfum sér og öðrum). Alla tíð var hann mjög heilsuhraustur og í ákaflega V \ dóttur frá Varma- læk í Bæjarsveit. Alsystkini Herdísar eru Jakob og Ingi- björg sem bjuggu á Hæli og hálfsystir samfeðra, Margrét leikkona í Reykja- vík. Börn Bjöms og Herdísar em tvö: 1) Krisiján, f. 8.11. 1943, stöðvarsljóri Fmmheija hf. í Borgarnesi, maki Sesselja Valdís Finnsdóttir, f. 12.10. 1944, aðstoðarmað- ur tannlæknis. Þeirra börn em: Herdís Bima, f. 8.2. 1964, bankagjaldkeri, hennar sonur Davíð Einar Sigþórsson, f. 12.9. 1984. Elín, f. 3.12. 1966, kenn- ari, í sambúð með Guðmundi Magnússyni. Eygló, f. 5.9. 1974, förðunarfræðingur. Guðmund- ur, f. 3.5. 1978, nemi. 2) Inga Helga, f. 14.12. 1951, Ijósmóðir og bóndi, Þverfelli, maki Rúnar Hálfdánarson, f. 28. 12. 1951, bóndi og rekstrarstjóri. Þeirra synir em: Björn, f. 30.11. 1975, vélvirki, d. 11.6. 1995, og Jakob Guðmundur, f. 15.2. 1982, nemi. Björn fluttist vestan frá Snæ- fellsnesi að Þverfelli árið 1923 með foreldrum sínum og hefur hann átt heimili þar síðan en stundaði tímabundna vinnu ut- an heimilis á yngri ámm. Björn hafði umsjón með varnarlínu Sauðfjárveikivarna frá Hval- vatni í Langjökul og í Reyðar- vatn um 50 ára skeið. Árið 1943 hófu þau hjón, Herdís og Björn, búskap á Þverfelli og hafa búið þar siðan. títför Björns fer fram frá Lundakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. góðu formi, hljóp upp um fjöll og fimindi eins og fjallageit. Síðustu ár var hann þó ekki eins hress og áður og voru fætumir famir að gefa sig. Það var erfiður tími fyrir afa, því að- gerðarleysi var hugtak sem hann þekkti ekki. Þó fór hann nær dag- lega akandi fram á fjall eða dundaði við að dytta að Fergusoninum eða jeppanum úti í geymslu. Eflaust er afi hvfldinni feginn og það sem mestu sldptir er að hann þurfti ekki að dvelja langtímum á sjúkrahúsi fjarri heimili sínu. Það verður skrítið að afi skuli ekki sitja við eldhúsborðið og fara með vísur eða söngla eins og hann var vanur. Elsku amma okkar, við munum hugsa til þín öllum stundum og styrkja þig. Barnabörn og barnabarnabarn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit\tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokalla^ra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þé§s (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari eklti yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar éru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILBORG LÁRUSDÓTTIR, Aðalgötu 20, Stykkishólmi, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi fimmtudaginn 6. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Jósefína G. Pétursdóttir, Sverrir Kristjánsson, Jón Svanur Pétursson, Hafdís Knúdsen, Guðrún K. Eggertsdóttir, Lárus Pétursson, Sigurður Pétursson, Þórey J. Pétursdóttir, Rakel H. Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn TOMAS JÓNSSON BJORN DAVÍÐSSON í Stranda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.