Morgunblaðið - 08.08.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 8. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Of mikill gerlafjöldi mældist í vatnssýni frá Selfossi
„Brýnt að aðbúnaður verði
bættur við vatnsbólin“
Of mikið magn af gerlum mælist af og til í
neysluvatnssýnum víðs vegar af landinu,
að sögn Franklíns Georgssonar, forstöðu-
manns rannsóknarstofu Hollustuverndar
ríkisins. Rannsókn á sýni úr kranavatni á
Selfossi hefur gefíð til kynna of mikinn
gerlafjölda í neysluvatni bæjarins.
Morgunblaðið/Jim Smart
MYNDIN er tekin við eitt vatnsbólanna við Ingólfsfjall, en heilbrigðis-
fulltrúi lyá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands telur brýnt að aðbúnaður
við vatnsbólin sé bættur.
FRANKLIN Georgsson segir að
mikill gerlafjöldi í vatni Selfyss-
inga þurfi ekki endilega að gefa til
kynna að vatnið sé óheilnæmt, og
Pétur Skarphéðinsson héraðs-
læknir á Selfossi telur að óhætt sé
að drekka kalda vatnið þar. Frank-
lín tekur fram að í sýninu hafi ekki
verið um að ræða gerla eins og
kólígerla eða sýkla, en slíkir gerlar
gætu gefið vísbendingu um að
vatnið sé hættulegt heilsu manna.
Guðmundur G. Gunnarsson,
framleiðslustjóri hjá Mjólkurbúi
Flóamanna, segir aðspurður um
það hvort einhverjar ráðstafanir
séu gerðar hjá mjólkurbúinu
vegna niðurstaðnanna, að við
vinnslu komist vatn ekki í snert-
ingu við matvæli mjólkurbúsins.
Hins vegar sé vatn notað til
þvotta, en það vatn sé hitað í yfir
áttatíu gráður þannig að allir gerl-
ar drepist.
Níels Hjaltason, gæðastjóri hjá
Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi,
leggur á hinn bóginn áherslu á að
niðurstöðurnar um of mikið gerla-
magn séu aðeins byggðar á einu
vatnssýni og telur því ekki ástæðu
til neinna sérstakra aðgerða hjá
Sláturfélaginu. Taka þurfi fleiri
sýni og gera rannsóknir á þeim til
að fá það staðfest að of hátt hlut-
fall af jarðvegsgerlum sé í neyslu-
vatninu. Hann bendir auk þess á
að sýni af neysluvatni Selfyssinga
sem tekið var fyrr í sumar hafi
ekki sýnt of mikinn gerlafjölda.
Ýmsar orsakir geta verið fyrir
því að gerlatala hækki í neyslu-
vatni og segir Franklín að það geti
til dæmis stafað af ófullnægjandi
frágangi við vatnsbólin sjálf eða
lítilli hreyfingu vatnsins í lengri
tíma. Ennfremur gæti það or-
sakast af úrkomu og leysingum á
þeim stöðum þar sem grunnt er
niður á grunnvatnsyfirborð.
Lækkun grunnvatns
gæti haft áhrif
Skýringin á því hvers vegna of
mikið magn var í vatninu á Selfossi
gæti m.a. verið sú að gruggugt
vatn hafi komist inn í vatnsveitu-
kerfið í vor þegar verið var að lag-
færa veituna, að sögn Birgis Þórð-
arsonar, heilbrigðisfulltrúa hjá
Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Þá
gæti vatnsskortur Selfyssinga líka
átt þama hlut að máli, segir Birgir,
þvi lækkun grunnvatnsins gæti
þýtt gruggugra vatn.
Miðlunartankur bæjarins tæmd-
ist í tvígang í sumar vegna vatns-
skorts, að sögn Guðmundar G.
Gunnarssonar framleiðslustjóra,
og á sama tíma urðu bæjarbúar
varir við óhreinindi í neysluvatn-
inu. Hann segir ástæðuna m.a. þá
að jarðvegsefni hafi smám saman
safnast fyrir í miðlunartankinum í
gegnum árum og fallið á botninn
þannig að þegar tankurinn fór að
tæmast hafi gruggugt vatn farið af
stað inn á veitukerfið. „Snjóléttur
vetur og rigningarleysi í tvo og
hálfan mánuð er hins vegar ástæða
vatnsskortsins,“ segir hann.
Úrbætur verði gerðar
Birgir Þórðarson heilbrigðisfull-
trúi segir að aðbúnaður við vatns-
ból sé víða ekki nógu góður en
leggur áherslu á, vegna gerla-
magnsins í neysluvatni Selfyss-
inga, að gerðar verði úrbætur við
vatnsbólin við Ingólfsfjall, til dæm-
is með því að afmarka betur vemd-
arsvæði vatnsbólanna og bæta
brunnana. Þá segir hann brýnt að
komið verði á svokölluðu innra
gæðaeftirliti hjá vatnsveitunni á
Selfossi, þannig að reglulega verði
til dæmis fylgst með gæðum vatns-
ins. „Við höfum ítrekað bent Sel-
fossbæ, sem nú er Árborg, á það að
það þurfi að bæta frágang vatns-
bólanna og koma á innra gæðaeft-
irliti,“ segir hann og bendir m.a. á
að gert sé ráð fyrir afmörkun
vatnsbóla í reglugerð um neyslu-
vatn. Þá telur Guðmundur G.
Gunnarsson framleiðslustjóri
brýnt að hafin verði leit að nýju
vatnsbóli við Selfoss til að mæta
aukinni vatnsneyslu í bænum með
vaxandi byggð. Báðir taka hins
vegar fram að sjálfar vatnslindirn-
ar við Ingólfsfjall séu góðar.
Karl Björnsson, bæjarstjóri Ár-
borgar, segir í samtali við Morgun-
blaðið að verið sé að vinna að end-
urbótum á vatnsmálum á Selfossi
og leggur áherslu á að það sé gert í
góðu samstarfi við Heilbrigðiseftir-
lit Suðurlands. Hann bendir þó á
að allt taki sinn tíma.
Jón Guðbjömsson, forstöðumað-
ur umhverfis- og tæknisviðs Ár-
borgar, segir að verkfræðistofan
Hönnun hf. hafi að undanfórnu
unnið að því að skipuleggja innra
gæðaeftirht vatnsveitunnar á Sel-
fossi og að slíkt eftirlit verði tekið í
gagnið á næstu dögum. Hann segir
ennfremur að verið sé að gera út-
tekt á vatnslindum Selfyssinga
með aukna vatnsöflun í huga. Og
einnig standi til að kanna hvort það
eigi að afmarka stærra vatns-
vemdarsvæði.
Auk þess segir Jón aðspurður að
honum sé ekki kunnugt um að
nokkuð sé í ólagi við vatnsbólin við
Ingólfsfjall, þau séu til dæmis girt
af. Lindirnar séu neðanjarðar við
Ingólfsfjall og vatnsbólin séu ekki
opin.
Urður,
Yerðandi og
Skuld stofn-
uð 25. ágúst
BERNHARÐ Pálsson, prófessor við
Kalifomíuháskóla, segir að áformað
sé að stofna nýtt líftæknifyrirtæki
25. ágúst nk. Unnið sé af krafti að
undirbúningi að stofnun fyrirtækis-
ins, sem hlotið hefur nafnið Urður,
Verðandi og Skuld.
Bemharð er væntanlegur til ís-
lands eftir eina viku til að ganga frá
stofnun nýja fyrirtækisins. Ákveðið
hefur verið að boða til blaðamanna-
fundar til að kynna fyrirtækið og
áform þess.
Bemharð sagðist hafa miklar efa-
semdir um ágæti þess að stofna mið-
lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði
og að fela einu fyrirtæki einokun á
nýtingu hans. „Einokun á öllum
gögnum á heilbrigðissviði myndi
hafa mjög neikvæð áhrif á starfsemi
annarra fyrirtækja á þessu sviði.
Svona einokun yrði einstök í hinum
vestræna heimi.“
Bernharð sagði að áfram yrði
haldið undirbúningi að stofnun Úrð-
ar, Verðandi og Skuldar, enda tryði
hann ekki að Alþingi myndi sam-
þykkja lög sem gæfu einu fyrirtæki
einkaleyfi á þessu sviði.
Lífefnafræðingur gagnrýnir lög um rannsókn og nýtingu auðlinda í jörðu
Segir lagagrein um örverur
laumað inn í frumvarpið
ÓLAFUR Andrésson,_ lífefnafræðingur við
Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði á
Keldum, gagnrýnir mjög grein 34 í lögum um
rannsókn og nýtingu auðlinda í jörðu sem
samþykkt voru á Alþingi í vor. Greinin, sem
var bætt inn í frumvarpið eftir fyrstu umræðu,
segir að rannsóknir og nýting á örverum á
jarðhitasvæðum sé óheimil án leyfis iðnaðar-
ráðherra.
Ólafur segir að það líti út fyrir að greininni
hafi verið laumað inn í frumvarpið, eðlilegt
hefði verið að leita umsagna þeirra sem eiga
hagsmuna að gæta t.a.m. vísindamanna sem
vinna á þessu sviði. Hann telur vinnubrögð Al-
þingis mjög ámælisverð. Greininni hafi verið
bætt inn í frumvarpið að lokinni fyrstu um-
ræðu á Alþingi.
í nefndaráliti meirihluta iðnaðamefndar
kemur fram að umsagnir hafi borist frá ýmsum
aðilum er málið snerti og fengu frumvarpið til
umsagnar að lokinni fyrstu umræðu. Auk þess
hafi nefndin fengið menn á sinn fund, m.a. frá
iðnaðar- og umhverfisráðuneyi, Orkumála-
stofnun, Náttúrufræðistofnun og Iðntækni-
stofnun en fyrir hönd hennar mætti Jakob
Kristjánsson sem er einn þeirra sem stendur
að fyrirtækinu Islenskar hveraörverur sem
fyrir nokkrum vikum sótti um einkaleyfi á hag-
nýtingu efnahvata úr íslenskum hveraörverum.
Ekki leitað umsagnar
hjá hagsmunaaðilum
I nefndarálitinu kemur fram að nauðsynlegt
sé að setja fram heildarlöggjöf um hagnýtingu
lífrænna verðmæta. Þar sem það taki hins
vegar mjög mikinn tíma er lagt til að farin
verði sú leið að bæta við grein í fumvarpið um
rannsóknir og nýtingu á öi-verum á jarðhita-
svæðum vegna þess hve mikil verðmæti séu í
húfi. Greininni var bætt inn í frumvarpið sem
samþykkt var í maí.
Ólafur komst að því að þessi grein væri í
lögunum eftir að hann las frétt í Morgunblað-
inu á laugardag þar sem sagt var frá umsókn
um einkaleyfi á hagnýtingu efnahvata úr ís-
lenskum hveraörverum, í fréttinni er vísað til
laganna og rak Ólafur augun í greinina þegar
hann skoðaði lögin.
„Ég hef ekkert að athuga við umsóknina,
hún er mjög eðlileg fyrst að lögin segja til um
þetta. Það er mjög eðlilegt að menn nýti sér
þá möguleika sem eru fyrir hendi. Það er hins
vegar skammarlegt hvemig staðið er að því að
setja lög í þessu landi. Það má segja að þessari
klausu sé smyglað inn án kynningar," segir
Ólafur sem telur að mjög fáir sem málið snert-
ir viti af lagagreininni.
Hann telur einnig að greinin eigi ekki heima
í þessum lögum, eðlilegra væri að setja víð-
tækari lög um rannsóknir og nýtingu lífvera,
ekki að taka eingöngu örverur á jarðhitasvæð-
um út og setja í þessi lög.
Ólafur segir að almennt telji hann mikið við
það að athuga að sækja þurfi um leyfi til ráð-
herra til rannsókna, slíkt skerði frelsi til vís-
indaiðkunar, það sé hægt að útiloka menn
með því að veita einkaleyfi. „Mér finnst þetta
grófara en gagnagrunnsfrumvarpið sem ég
hef verið tiltölulega hlynntur."